Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.10.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 24. október 1962 238. tbl. 46. árg. Selur skozka hreinræktaða JK—Reykjavík, 23. okt. Af fjarlægum landshomum hafa menn gert sér ferS til Jó- hannesar bónda Stefánssonar á Kleifum í Gilsfirði í þeim er- indagerðum einum, að kaupa af honum smalahund. Jóhann- es hefur hreinræktað hjá sér skozkt fjárhundakyn síðan 1929, þegar Guðmundur P. Árnason á Krossi í Haukadal flutti nokkra slíka inn frá Skotlandi. Jóhannes fékk hjá honum tvo hvolpa og hefur hreinræktað kynið síðan. f vetur og sumar hefur Jó- hannes selt 25 hunda. Hann segir þá vera afar vitra, og megi senda þá til að sækja fé eina saman. Frægð þessara hunda hefur borizt talsvert út, og gera menn sér oft ferð lang an veg til að komast yfir þá. Fleiri bændur á svipuðum slóðum munu selja skozka fjárhunda EKKERT I FRAMKVÆMDA- Á/ETLUNINA í FJÁRLÖGUM TK-Reykjavík, 23. okt. Fyrri hluti 1. umræðu um EYSTEINN JÓNSSON fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1963 fór fram í kvöld og var umræðunni útvarpað eins og þingsköp mæla fyrir um. Fyrstur talaði fjármálaráð- herra en síðan fulltrúar þing- flokkanna hálfa klst hver. Lúðvík Jósepsson talaði fyr- ir Alþýðubandalagið, Birgir Finnsson að hálfu Alþýðu- flokksins og Eysteinn Jónsson fyrir Framsóknarflokkinn og að lokum lauk fjármálaráð- herra umræðunum. f ræðu Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarflokks- ins. kom m.a. fram: -Ár Fjárlögin hækka á einu ári, sem svarar samanlögð urfi ríkisúfgjöldum í tutf- ugu ár fyrir stríð. -Ár Tveir milljarSar hrökkva ekki lengur til aS halda í horfinu um verklegar framkvæmdir eða fyrir launahækkunum opin- berra starfsmanna, sem ákveðnar eru á árinu 1963. -Ár Hvergi vottar á fjárlaga- frumvarpinu fyrir fram- lögum til hinnar stórkost- legu framkvæmdaáætlun- ar, sem ríkisstjórnin hef- ur boðað að komi til framkvæmda á árinu 1963. Eysteinn Jónsso,n benti á, að ríkisstjórnin hefur upp á síðkast- ið klifað á því, að hin væntanlega framkvæmdaáætlun myndi verða allra meina bót. Upphaflega var sagt, að hún ætti að koma út í vetur. Með þessari framkvæmda- áætlun ættu að koma síauknar framkvæmdir og framfarir á öll- um sviðum og hefur mönnum skil- izt svo af því, sem ríkisstjórnin hefur látið frá sér fara um þetta Þjást uf hungri &g kulda Aðils, Kaupmannahöfn, 22.10. Dönsk blöð birta í dag um- söig,n Kaj Petersen, félagsmála fulltrúia, þar sem hann fer hörð um orðum um ástandið í Græn- landi. Petersen hefur um Langt skeið dvalizt í Grænlandi og unnið að tillögum til úrbótar í félagsmálum. Han,n kveðst vera furðu og ske'Ifingu sleg- inn yfir ástandinu í Grænlandi. „Mangt fólk í Grænlandi þjá- ist af hungri og kulda. Manni bregður illilegia við að finn.a svo m'ikla neyð, sem ríkir þar. Við upipbyiggingu Græii'lands liefur umhyggja fyrir almenn- ingsheill algjörlega gleymzt.“ Grænlandspósturinn birtir viðtal við Kaj Petersen, þar sem hann segir m. a., að það sé ófært, ,að landssjóður Græn liands skuli einn vera látinn bera kostnaðinn af almanna- tryggingum. Þá segir Petersen: „Eg trúi því samt sem áður, að ekki líði á löngu, þar til veitt verður það fé, sem skortir svo ti'lfinnanlega til margs í mál- efnum Grænlands. Því að ég trúi ekki öðru en að það renni fljótlegia upp fyrir fjárveiting- aryfirvöldunum, að í ve'Iferð- arríkinu Danmörku, sem Græn- Iand er hluti af, er ekki for- svaranlegt, að fjöldi fólks líði af liungri o,g kulda. En sú er nú einmitt raunin á í Græn- landi, að ekki sé minnzt á öll þau börn, sem þar v.axia upp við hinar ömurlegustu aðstæður." < 4 I 1% IKp >; ‘h % 's- fl 1 5 & - - w! i j L.: A* --."'.1 ■ AiN : f ’ mÚL-. | mál, að hún ætti að koma til framkvæmda á árinu 1963. Mörg- um brá því undarlega við, þegar þeir sáu þetta fjárlagafrumvarp. Menn höfðu búizt við að í fjár- lagafrumvarpinu væru ákvæði um framlög ríkisbúskaparins til þeirr ar stórsóknar í framkvæmdum, sem boðuð hafði verið. En það vottar hvergi fyrir slíku, þvert á móti sígur enn á ógæfuhlið með þátttöku ríkissjóðs í lífsnauðsyn- legri uppbyggingu og framkvæmd um. Á framkvæmdaáætlunin bara að verða ný blá bók? Eysteinn Jónsson rakti í hvaða sjálfheldu og öngþveiti allt efna- hagskerfi landsins væri nú kom- ið. Það geta ekki allir lifað á því að hafa komig fótunum undir sig fyrir 1960, er yfir skall. Unga fólkið þarf líka að lifa, geta stofn- að heimili og staðið undir lífs- nauðsynlegri fjárfestingu með nýja viðreisnarverðinu. Og ástand ið mun ekki batna, ef haldið verð ur áfram á þeirri braut, sem rík- isstjórnin fetar. Fram undan eru nýjar hækkunaröldur eins og í potlinn hefur verið búið. Eina raunhæfa svarið við þessu, eina leiðin til að mæta afleiðingum þess ósamræmis og öngþveitis, sem nú er á skollið er að taka upp kröftuga uppbyggingar- og fram- leiðslustefnu á ný. Mæta hækk- unaröldunni og draga úr dýrtíðar flóðinu með aukinni framleiðslu og framleiðni. Framh. á 15. síðu 79ERAÐ FARA ÚT ÁLAND Samkvæmt upplýsingum frá Edda-film fer sýningum á kvik- myndinni „79 af stöðinni" að fækka hér í Reykjavík. Nú er kom ið á aðra viku síðan sýningar hóf- ust á myndinni í tveimui- kvik- myndahúsum samtímis. Fyrirhug- að er að sýna myndina aðeins þessa viku á enda, þar sem fólk úti á landsbyggðinni leggur kapp á að fá myndina sýnda sem fyrst, eða áður en veður spillist. Rúm- lega tuttugu þúsund manns hafa séð myndina hér í Reykjavík, og af framangreindu verður séð, að nú fer hver að verða síðastur að sjá myndina hér j Reykjavík. Leifar felíbyisins valda hvassviðri og rigningu hér MB—Reykjavík, 23. okt. Um miðja síðustu viku var feliibylur á ferðinni suðaust- ur af Florida í Bandaríkjun- um. Fékk hann nafnið Ella. Nú er mesti móðurinn úr Ellu og er hún orðin að lægð, sem stefnir hingað til lands. I Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, sagði blaðinu í dag, að Ella hefði farið hægt yfir í fyrstu, I eins og fellibylja sé háttur. Þegar ; Ella var komin norður undir fer- I tugustu breiddargráðu, þar sem vestlægir vindar eru ríkjandi í háloftunum, tók hún að breiða úr sér og hraða för sinni. Nú í dag Framh. á 15. síðu ^WWWhiTiiWHM l,JTHif*-| Á 20 ára skólavisíarafmæli FYRIR 20 árum eyddu 36 stúlkur víðs vegar af landinu sam- an einum vetri í húsmæðraskólanum á Blönduósi. Eftir vetur- inn tvístruðust þær sín í hverja áttina, og hafa margar ekki sézt síðan, fyrr en á laugardaginn var. Þá mæltu þær sér mót í Klúbbnum, þar sem þær borðuðu og héldu síöan heim til einn- ar úr hópnum, og héldu gleðskapnum áfram lengi nætur. Af námsmeyjunum 36 mættu 29 til fagnaðarins, margar um langan veg. Tvær af kennurum þeirra þennan vetur mættu einnig. — Myndina tók Pétur Þorsteinsson á heimili Vilborgar Guðbergs- dóttur, en á hana vantar annan kennarann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.