Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrír augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 239. tbl. — Fimmtudagur 25. október 1962 — 46. árg. ESð ALEKSEI ADSJUBEI Málgagn sovézku stjórniar innar Izvestija, f jallar í gær um Kúbumá'lið, í grein, sem ritstjóri þess og tengda sonur Krustjoffs, Aleksei Adsjúbei, skrifar. Þar seg- ir, að ekki megi hleypa jörð inn'i í bál og brand. Grei,nin var fremur mildi lega skrifuð, og telja menn, að hún sé staðfesting á því, að Sovétstjórnin vilji kom- ast hjá því, að ástandið versni. Segir blaðið enn fremur, að menn um allan heim séu hrifnir af þeim styrk og þeirri ró og skyn- semi, sem fram kom í yfir- lýsingu Sovétstjórnarinnar um Kúbumálið á þriðjudag- inn. f þeirri yfirlýsingu var m.'i. óskað eftir mótmælum við gerðir Bandaríkja- manna. Hins vegiar hafa eng ir mótmælt stöðvun Banda- ríkjamanna á flutningi rúss Framh. á 15. síðu Heldur hefur dregið úr hættunni á stórfelldum átökum út af siglingabann- inu á Kúbu, þótt ástandið sé enn mjög alvarlegt, þar sem Rússar hafa ekki, svo vitað sé, stöðvað flutninga skip sín eða snúið þeim við. Ýmislegt bendir til að stjórn Sovétríkjanna ætli að láta undan síga, enda sögðu síðustu fréttir í gær- kveldi, að þótt flutninga- skipin tuttugu og fimm, sem eiga að vera á leiðinni, hafi hvorki stanzað eða snúið við, hafi þau fremstu þeirra sveígt af stefnunni til að forðast að komast í námunda við bandaríska flotann. ic Siglingabann Bandaríkja- hers gekk í gildi kl. 14 í gær. ¦A- Rússnesku skipin sem næst voru Kúbu, hafa sveigt af leið, og bafa ekki komið in,n á hættusvæðið.' •k Hin rússnesku skipin hialda enn áfram stcfn.ii á Kúbu. •k Suður-Ameríkuríki hafa boðið Bandaríkjunu.m hern- aðaraðstoð. ^r Bandaríkin eru ekki t'il við- tals um hrossakaup út af Kúbu. ~k Sovétrík'in endursendu orð- sendingu Bandaríkjanna án þess að svara. *k Krústjoff segir, að koma verð/ í veg fyrir stríð, og að fundur æðstu manna sé nú æskilegur. •k Hlut'iausu ríkin í Öryggis- ráðinu, Ghana og Egypta- KORTIÐ er af KÚBU og hættusvæðinu umhverfis eyna. Þa8 var á þessum slóð'um, sem búlzt var viS aíi kæmi til átaka í gær, en þau flutningaskip Rússa, sem komin voru næst Kúbu sneru af letS. land, leiggja til, að Rússar snúi við skipunum og B.andaríkjamenn láti um leið af siglingabanninu, NTB-24. október. KLUKKAN 14 í dag gekk í gildi siglingabann það, sem Kennedy Bandaríkjaforseti hef ur sett á öll skip, sem flytja vopn til Kúbu. Frá þeirri stundu voru flugvélar frá banda ríska flughernum og banda- ríski sjóherinn tilbúinn til þess að hefja þær aðgerðir, sem nauðsynlegar kunna að verða til þess að koma í veg fyrir, að vopn verði flutt til eyjar- jnnar. Bæði flugher og sjóher hef- ur verið skipað að rannsaka ¦ sérhvert skip, sem á leið til Kúbu hverrar þjóðar, sem það er, og einnig að stöðva og snúa aftur sérhverri flutninga- flugvél Sovétríkja'nna, sem kann að' vera á leið til eyjunn- ar í Karabíska hafinu. í gærkvöldi skýrði landvarn- arráðherra Bandaríkjanna, Ro- bert McNamara, frá því, að 25 sovézk skip væru á leið til Kúbu. Sagði hann, að eitt þess ara skipa yrði stöðvag stuttu eftir að siglingabannið gengi í gildi, þar eð það væri komið mjög nálægt Kúbu. Talið er fullvíst, að nokkur þessara 25 skipa flytji árásarvopn, sagði ráðherrann. Ekki lét McNámara neitt uppi um það, hvernig Banda- ríkjamenn myndu fara að l>ví að stöðva sovézkar flutninga- Framh. á 15. sfðu MYNDIN er tekln af bandarískri flotadeild á siglingu á líkum slóSum og herskip eru nú í varðstöSu undan ströndum KUBU. \jm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.