Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 2
Fyrir tveim dögum var rætt hér á síðunni nokkuð um Jósefínu, hina illræmdu frú Napóleons keisara. Það virð- ist ekkert lát á bókum sem skrifaðar eru um Napóleon, skyldulið hans, hershöfð- ingja og æviatvik. Ef til vill er ástæðan sú, að Napóleon er það fjölbreytilegur per- sónuleiki að hægt er að dást að honum annan daginn en fyrirlíta hann hinn daginn. í þessu sambandi er hægt að benda á bók eftir hollenzka sagn fræðinginn Pieter Geyl, sem heit ir „For and against Napoleon". (Með og móti Napóleon). Önnur bók sem er meðal hinna beztu af öllum aragrúa bóka sem ritað'ar hafa verið um Korsíkumanninn sem varð herkonungur Frakka, er eftir prófessor einn í Cam- brigde, Herbert Butterfield og nefnist „The Peasetactics of Napoleon, 1806—1808“ (Friðar- tal Napóleons). Sú bók er of fá- um kunn. Ástæðan er auðvitað sú að það er góð bók. Varla er hægt að segja að þar sé borið of mikið lof á Napoleon en ekki fer hjá því við lestur bókarinn- ar að andstæðingar Napóleons virðast honum að öllu leyti síðri, einnig siðferðislega, og á það einkum við konung Prússa. Trúar eiginkonur Til eru ýmsar bækur um móð- ur Napóleons sem af syni sínum var sæmd nafnbótinni Madame Mére og ávörpuð keisaraleg tign. Nýlega bættist við í þeim flokki ein bók sem er sérstaklega vel skrifuð auk þess sem hún hefur að geyma trausta sagnfræði. Bók- in er eftir Alain Decaux. Decaux kveður niöui þann gamla orð- róm sem lengi hefur verið á kreiki um að Napóleon hafi ver- ið launbarn franska landstjór- ans á Korsíku á tímum Lúðvíks XVI. Marbeuf hershöfðingi var kvennamaður mikill og fór orð af honúm sem slíkum. Hann leit hýru auga til frú Lætizia Bona- parte en tvenns ber að gæta í því sambandi, hann var 25 árum eldri en frúin og auk þess voru kor- síkanskar húsfreyjur á þeim tíma staðfastar og trúar mönn- um sínum. Þó ber þess að gæta að Lætizia felldi hug til hers- 85 ára Helgi Valtýsson AUir Akureyringar þekkja Helga Valtýsson og allir aðrir ís- lendingar, sem komnir eru yfir miðjan aldur, vita hver maður- inn er. En það vita ekki allir að hann er 85 ára í dag. Ef „titla“ á Helga sem títt er um aðra menn, til ábendingar um lífsstarf þeirra eða stöðu í þjóð- félaginu, er það nokkuð vanda- samt. Athafnasvið hans hefur ver- ið margþætt, og áhugamálin enn fleiri, enda fjölhæfni hans með ólíkindum. Kennari og æskulýðs- leiðtogi, blaðamaður og ritstjóri um langt skeið, umboðsmaður fyr- ir umsvifamikið tryggingarfélag í 12 ár, ferðamaður og fyrirlesari, rithöfundur og skáld. Að þessu cllu og fleiru hefur hann unnið á langri ævi og oft að mörgu í senn. En fyrst og fremst er hann hugsjónamaður sem hefur viljað bæta mannlífið og unnað landi sínu og þjóð. — Hann hefur allt- af haft höfuðið fullt af hugmynd- um og verið óspar á að láta aðra njóta þeirra verðmæta sem þær gætu skapað. Hugsjónir hans hafa margar verið aðlaðandi og girni- legar, en hann hefur ekki borið gæfu til að sjá þær rætast nema að litlu leyti. Svo fer hjá mörgum þeim sem setja markið hátt og búast við betri árangri en veru- leikinn verður, — Trú hans á iandið og fólkið hefur verið ein- læg og sönn. Og öll hans störf hafa haft sömu viðmiðun: umbæt- ur á öllum sviðum þjóðlífsins. — Landið og fólkið var honum allt. Á fyrri hluta ævinnar var Helgi Valtýsson þekktastur fyrir braut- ryðjandastarf sitt meðal ung- mennafélaganna. Stefnuskrá þeirra var hans hjartansmál og han-n hafði tröllatrú á, að þau gætu komið miklu og góðu til leiðar. Og víst er um, að þau gerðu það, — En það hlýtur að hafa orðig Helga mikil vonbrigði, að sjá þetta óskabarn sitt staðna á glæsilegri þroskabraut og koðna svo niður í þaC sem þau eru nú.. Afskipti hans af verndun og við haldi hreindýrastofnsins eru öll- um kunn. En síðasta innlegg hans ti’ velferðarmála okkar eru grein- ar sem nýlega birtust í Tímanum um rafvæðingu Austurlands, — æskustöðva hans. Það, sem hér hefur verið sagt, er ekki nema lítið brot af því sem segja mætti og segja ætti um Helga Valtýsson. Lífssaga hans er orðin svo löng og merk að vert væri að gera henni betri skil en hér er kostur á. Þess hefði mátt vænta að svo yrði gert við þennan áfanga á ævi hans og má vera að svo verði annars staðar Guðm. Þorláksson. E.s. Nafn H.V. hefi ég ekki séð á fjárlögum síðustu ára en mun þó einhvern tíma hafa verið þar. — Einhvers staðar stendur að laun heimsins séu vanþakklæti •r- þótt vel sé gert- Það hefur sann ast á sumum — Og svo er það líka, að oft ert gamlir gleymdir — þótt góðir hafi verið G. Þ. höfðingjans, en það gerir hana aðeins enn kvenlegri. En til eru nær fullgildar sannanir fyrir því að mök þeirra hafi aldrei verið það náin að það' hafi getað leitt til þess að hún fæddi barn. Kostir og gallar Því er þannig farið með Læt- izia sem son hennar, hinn fræga keisara, að mynd hennar ger- breytist við hvert skref sem á- horfandinn færir sig. Og hver get ur staðið kyrr í sömu sporum? Sagnfræðin gerir það að minnsta kosti ekki Decaux hleður miklu lofi á móður Napóleons fyrir beztu kosti hennar, stöðuglyndi hennar og staðfastleik en hann dregur heldur enga dul á ýmsa smávægilega galla í hennar fari. Stærsti ágalli hennar var ekki fé- græðgi og nízka því það átti rót sína að rekja til þess hvað þröngt var í búi í bernskuheimili henn- ar. Hún var allfíkin í fé, en all- an þann tíma sem Napóleon fór með völd lifði hún í stöðugum ótta við fátækt og örbirgð, ótt- aðist að „ævintýrið" yrði enda- sleppt. Ævintýrið varð að sönnu endasleppt, hins vegar varð hag ur Lætiziu erj'u bágari þótt Napóleoni væri steypt úr stóli, hún hélt auðæfum sínum. ApamæSur Hún var ekki ósvipuð apamóð- ur. Ekki ósvipuð Katrínu af Med- ici sem einnig var ítölsk að ætt. Báðar áttu þær stóran barna- hóp og var það ærið mislitt fé. St'olt Lætiziu var auðvitað Napó leon. Merkasti sonur Katrínar var aftur á móti Henrik III. en móðir hans var ein um það af íafa dálæti á honum. Allir aðrir ottuðust hann og höfðu horn 1 síðu hans enda var hann grimmd arseggur, óhófsmaður og lundill- ur. Báðar áttu þessar konur sam- merkt í bví að aðaláhugamál þeirra var framgangur barna þeirra í lífinu. Stór í sniðum Lætiziu hefur verið legið það á hálsi að börn hennar væru öll heldur illa innrætt. En er það réttlátt? Er hægt að saka for- eldra um lunderni barnanna og hegðun í lifinu? Lætizia gerði sitt bezta en tíðarandinn var í andstöðu við hana. Bismarck sagði eitt sinn: Hégómleikinn er leiðarstjarna hverrar mannssál- ar! Napóleon var ekki sérlega hégómlegur. Til þess var hann of stór í sniðum. Hann var frænd rækinn með afbrigðum og hélt mjög fram systkinum sínum. Það er meðal annars vegna korsí- kansks uppeldis hans. Ef til vill hefði rás mannkynsögunar orð- ið með öðrum hætti ef hann hefði ekki haft þessa áráttu að ota bræðrum og frændum í all- ar stöður og gera úr þeim valda- ætt. Ættin var ekki til þess sköp- uð og því fór sem fór. En hinu má ekki gleyma þegar uppreisnin var gerð 1799 þá var það Lucien sem bjargaði lífi bróður síns og veldi hans. Gott uppeldi Napóleon hafði ajla ævi mik- ið dálæti á móður sinni og mat hana mikils, var henni þakklát- ur fyrir allt sem hún hafði gert fyrir hann frá því hann var ómálga barn i vöggu og reynt að '.nnræta honum árangurslaust vmis siðalögmál sem hefðu kom- ið i veg fyrir framgang hans og herveldisins ef hann hefði til- einkað sér þau. Því Napóleon hlaut viðurnefnið Hinn mikli þrátt fyrir uppeldi móður hans sem allt miðaði að þvi að innræta honum lotningu og virðingu fyr- ír lífinu En ef hann hefði ekki verið sonui móður sinnar, þá er hætt við að hann hefði ekki Framhald á 13. síðu. i lí' ti a sa Loddaraleikur Það er athyglisvert, hverntg Gunnar Thoroddsen fer að því að te'Ija reikningsskil ríkissjóðs fyrr á ferð en áður. Ríkisreikn- ingurinn er ekki saminn eða tilbúinn fyrr en áður. — Hann er bara á hinn bóginn sam- þykktur fyrr á Alþingi en áð- ur. — og þetta er knúið fram í sýningarleik fjármálaráð- herra, sem leggur reikninginn fram o,g heimtar samþykkt, þótt mikið af þeim reikningum, sem ríkisreikningurinn byggist á, SÉ ÓENDURSKOÐAÐ. f útúrsnúningum sínum í fjárlagaumræðunum var fjár- inálaráðherra auðheyrilega mik ið í mun að flækja þetta fyrir mönnum. Eyddi hann nokkrum tímia í það, og fannst sumum, að hann hefði heldur átt að nota þann tíma, til ,að svara því, sem hann var spurður um og menn vilja fá að vita, t.d. um samba,nd'ið milli fjárlaganna og framkvæmdaáætlunarinnar, um ríkislántökur utan við heim i’ldir o*g jafnvel utan við ríkis- bókhaldið o. fl. Vafðist tunga urn tönn Með ruddalogum hætti hef- ur Gunnar Thoroddsen bolað mjög vel hæfum mönnum úr skattstjómstörfum. Þessu vildi hann mæla bót I fjárlagaum- ræðunum, en vafðist alveg tunga um tönn. Var sem hann reyndi öðrum þræði í umræðunum að láta líta svo út sem han,n hefði orð- ið að ganga fnam hjá þessum mönnum sunium, af því þeir væru hvorki löigfræðingar né viðskiptafræðingar. Hann slepipti bara að geta þess, ,að í lögunum eru einmitt full rétt- indi áskilin þeim, sem hafa gegnt skattstjórastörfum. Út í svona ógöngur og málefnafals anir lenda menn, þegar þeir fremja rangindi og sýna rudda- skap, eins og Gumiar gerði við þessar embættisveitingar. Lágt lagzt Gunnar Thoroddsen er að reyna að fá á sig það orð, að bann fækki nefndum ríkisins. Nú liggur Ijóst fyrir, hvernig hann fer að því. Hann breytir textanum j ríkisreikningnum og kallar nefndirnar ekki leng ur sínum réttu nöfnum. Ýmsar þessar nefndir kallar hann nú kostnað við undirbúning eða athugun á einu eða öðru, eins og Eysteinn Jónsson nefndi skýr dæmi u.m í útvarpsræðu sinni. Eru þessi „loddiarabrögð" mjög einkennandi fyrir „ráð- deild“ þessa ráðlierr.a og hag- sýslusparnað þa,nn, sem hann gumar af. En hvað segja menn um þann ráðhcrra, sem leggur sig niður við aðra eins hagræð ingu oig þessa? Skuldleysi Gunnars Annað dæmi um hagsýslu- hagræðingu Gunnars var sjálfs hól hans urn það, að við síð- ustu áramót hafi lausaskuldir rikissjóðs verið ENGAR. Hvern ig fór hann að því? Hann skclltj sjö eða átta milljónatug um gengishagnaðar eftir geng- isbreytinguna síðustu inn í rík- ískassann, En það du,gði ekki til. Gunnar úró þá fram yfir áramót að greiða 27 milljóna áfallnar niðurgreiðslur á land- búnaðgrvörur Til þess að geta Framhald á bls. 13 2 T f M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.