Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 7
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- sfcræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu'kr, 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Orþrifaráð Geigvænleg tíSindi hafa gerzt. Bandaríkjastjórn segist hafa örugga vitneskju um, að með tilstyrk Sovétríkjanna hafi verið byggðar og séu í byggingu eldflaugastöðvar á Kúbu, sem skotið geti lang- drægum eldflaugum. Slíkum stöðvum getur ekki verið beint gegn öðrum en þjóðunum á meginlandi Ameríku. Við þessar ástæður, hefur Bandaríkjastjórn gripið til þess örþrifaráðs að setja Kúbu í herkví og stöðva með því framhaldsflutninga árásarvopna til Kúbu, sem segja má, að liggi við bæjardyr Bandaríkjanna og raunar allra meginlanda Ameríku. Hér er um örþrifaráð að ræða, en það ber að skoða þessa atburði í því ljósi, að Bandaríkjastjórn varð að finna ráð, sem dugði til þess að fyrirbyggja að Sovétríkin kæmu upp árásarstöðvum á Kúbu. Bandaríkjastjórn hefur lagt það til að Sameinuðu þjóð- irnar tækju í sínar hendur þetta mál og að undir eftir- liti þeirra verði árásarvopn flutt frá Kúbu. Bandaríkin telja á hinn bóginn ekki óeðlilegt, að Kúba hafi vopn og viðbúnað til varnar. Því miður eru Sameinuðu þjóðirnar svo veikar, að þær ráða ekki við að setja niður átök stórveldanna, þótt þær hafi unnið geysimerkt starf við að setja niður hættu- legar deilur annarra. Eng'inn veit hvernig rætist úr þeim stórfellda vanda, sem nú blasir við í heimsmálum, en þess verður að vænta í lengstu lög, að Bandaríkjamenn og Rússar láti þessa hættulegu árekstra verða til þess að þeir taki upp enn á ný viðræður um ágreining sinn og þá fyrst og fremst um bann við notkun kjarnorkuvopna og afvopnun undir eft- irliti. Atburðirnir á og umhverfis Kúbu sýna svo ekki verður um villzt, hve háskalegt það er fyrir smáþjóð að koma upp eða leyfa árásarstöðvar í landi sínu- Rifjast upp í því sambandi, hve viturlega Norðmenn t. d. hafa farið að með því að samþykkja ekki slíkt, enda þótt þeir séu aðili að varnarsamtökum vestrænna þjóða. Furðuleg frammistaða Frammistaða Gunnars Thoroddsen i fjárlagaumræðun- um var furðuleg. Hann var spurður hvernig á þvi stæði að engin merki sæjust hinnar nýju framkvæmdaáætlunar í fjárlögunum. Hann svaraði því engu. Rakið var hvernig verklegum framkvæmdum hrakar, þrátt fyrir gífurlega hækkun fjárlaga. Hann gat engu svar- að öðru en helzt því að nýjar álögur(!) þyrfti til vega- gerðar. Sýnt var fram á, að þrátt fyrir 2ja milljarða útgjöld, vanti á fjárlögin til að mæta kauphækkun opinberra starfsmanna. Ekki gat hann borið á móti því. Gerð var grein fyrir því, að stefna ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum hefur leitt til ongþveitis og upplausn- ar, í stað jafnvægis. Ekki gat ráðherrann mótmælt því. í stað þess að upplýsa það, sem máli skipti í seinni ræðu sinni, notaði ráðherrann hana í útúrsnúninga um sum atriði, sem voru við það miðaðir. að hinir ræðumenn irnir höfðu ekki meiri ræðutima að sinni og gáðu ekki svarað. Auðvitað verður að virða þetta til vorkunnar nokkuð cins og komið er um fjármálin og efnahagsmálin — en það fer ekki fram hjá neinum að flúið er frá megin- kjarnanum — né af hverju það er gert. Waifer Lippmann ritar um alþjóðamál:1 Þá staðreynd veröur að viður- kenna að þýzku ríkin eru tvö Slík viöurkenning þarf ekki þýSa undanslátt af hálfu vesturveldanna. SÚ ÁKVÖRÐUN Bandaríkja stjórnar, að hefjast handa í Berlín, ef til átaka kemur þar, án Þess a3 fyrir liggi samhljóða samþykki bandamanna, — svo fremi að samvinna Vestur-Þjóð verja sé tryggð, — gæti orðið mjög mikilvæg. Nokkur óvissa virðist í samvinnu Vestur-Þjóð- vérja, ef marka má viðtal það, sem Franz Joseph Strauss her- málaráðherra Vestur-Þýzka- lands átti við blaðamenn fyrir stuttu. — Mér hefur ekki borizt viðtalið orðrétt, þegar ég skrifa þetta, en svo virðist sem Strauss hafi sagt, að V- Þjóðverjar muni halda að sér höndum, nema bæði hernáms- veldin og NATO hafi gengizt undir þátttöku í aðgerðunum. Þessi óvissa verður að hverfa ef skuldbindingin vegna Berlín' ar á að koma til framkvæmda. Sennilega fæst úr þessari ó- vissu skorið. En þótt það sé mikilvægt, Þá er það ekki full nægjandi. Að hopa hvergi, þó að til úrslita dragi, nægir ekki til að leysa Berlínarvandamál- ið, en það er að tryggja hálfri borg góð lífskjör og lýðfrelsi mörg hundruð mílur handan Iandamæra kommúnastaríkj- anna. Nauðáynlegt verður að hefja á ný umræður þær við Rússa, sem niðri hafa legið síð an í vor, annaðhvort áðuf 'éú" til úrslita dregur eða eftir þau •: uruNi AUÐVITAÐ næst ekki árang ur með þessum umræðum nema samþykkis og samvinnu Vestur- Þýzku stjórnarinnar njóti við. Við megum aldrei gleyma því, að þetta er ekki einungis vanda mál Sovétríkjanna og banda- manna. Það er fyrst og fremst þýzkt vandamál. Samt ríkir fullt samkomulag milli yfirvalda í Bonn og Was hington um framtíð Berlínar og Þýzkalands. Við verðum að vona að takast megi að ganga frá slíku samkomulagi meðan á væntanlegri heimsókn Aden- auers til Washington stendur, og Iáta það koma til fram- kvæmda meðan hann er enn kanslari. MEGINATRIÐIÐ, sem sam- komulagsumleitanir við Rússa munu snúast um og velta á, er það, að hve miklu Ieyti vest- rænir bandamenn viðurkenni austur-þýzka ríkið. Brottför Vesturveldanna frá Berlín er ekki til umræðu, eins og við höfum allir tekið fram, hvað eftir annað. En það er vel ræð andi, að hve miklu leyti Austur Þýzkaland skuli viðurkennt og hversu skuli hátta samskiptum við það. Umferð á landi með vörur til og frá hefur til dæmis árum saman lotið ákvæðum viðskipta samninga milli Vestur-Þýzka- lands og austur-Þýzk yfirvöld hafa fylgzt með henni. Það er þvi algerlega út í hött að láta svo sem verið hafi eða orðið geti um að ræða fullkomið við- urkenningarleysi. Hin raun- hæfa spurning er aðeins, hve viðurkenningin eigi að ná mik ið lengra en hún nú gerir og hvers eðlis hún skuli vera. Það hefur tíðkazt að telja alla frekari viðurkenningu Austur- De Gaulle hefur takmarkaðan áhuga fyrir sameiningu Þýzkalands. Þýzkalands til undansláttar af hálfu Vestur-Þjóðverja. Ég tel þetta alrangt, og ég vil bæta því við, að hugsanleg samein- ing. með friði verði einungis möguleg með auknu sambandi efnahagslega, vísindalega og félagslega og í stjórnmálum. ÞAÐ er látið í veðri vaka, að Austur-Þýzkaland megi ekki hljóta neina þá viðurkenningu, sem feli í sér játningu á því, að það sé í raun og veru ríki, og að ekkert ríki í heimi (nema Sovétríkin sjálf) megi senda sendiherra til Bonn, ef Það eigi einnig sendiherra hjá stjórn- inni í Pankow. Þá er það einnig látið i veðri vaka, að endur- sameining eigi að fara fram með þeim hætti, að Austur- Þjóðverjum sé gefinn kostur á að samþykkja með atkvæða- greiðslu að hverfa af braut kommúnismans og ganga úr sambandi kommúnistaríkjanna, sameinast Vestur-Þýzkalandi og ganga til vestrænnar sam- vinnu. Þetta eru og hafa ávallt verið draumórar. Enginn þeirra, sem til Þýzkalands hefur komið eða . kynnt sér Þýzkalandsmálin, hef ur nokkurn tíma trúað þessu. Barátta Sovétríkjanna og Vest- urveldanna um völd hefur klof ið heiminn í tvennt. Það er ó- hugsandi, að Sovétríkin sam- þykki tilveru sameinaðs Þýzka lands með 70 milljónir íbúa og inngöngu þess í Atlantshafs- bandalagið, meðan þau hafa afl á að hindra það. HIN YFIRLÝSTA stefna Vest urveldanna um aðferð til að sameina Þýzkaland er svo víðs fjarri hugsanlegum möguleika, að Það hlýtur að vekja grun- semdir. þegar ábyrgir stjórn- málamenn lá.ta hana í veðri vaka. Að stinga upp á sam- einingu með þeim hætti, sem óhugsandi er, jafngildir því að stinga alls ekki upp á samein- ingu. í sannleika sagt mun vinur Adenauers, de Gaulle hershöfð ingi, ekki vera hlynntur sam- einingu Þýzkalands og hann forðaðist að ræða hana, þegar hann var á ferð í Þýzkalandi fyrir skömmu. — Það mun vægt til orða tekið þó að sagt sé, að brezka stjórnin hlakki ekki til sameiningar Þýzka- lands. Holland og Belgía er andstæð sameiningu og erfitt er að fullyrða, að Adenauer, sem er andstæðingur Prússa, ættaður sunnan frá Rín, beri í brjósti brennandi áhuga fyrir því að sameinast Prússum og Óhætt mun að fullyrða, að hin yfirlýsta Þjóðaratkvæða- aðferð til sameiningar sé þrösk uldur á vegi sameiningarinnar en ekki leið til þess að koma henni á. Þetta kann að vera á- stæða þess, hve margt fólk, sem ekki óskar eftir stóru Þýzkalandi, játar henni með vörunum. ÞRÁTT fyrir dulda en mjög almenna andstöðu gegn endur sameiningu Þýzkalands, hefi ég trú á, að Þýzkalöndin tvö verði sameinuð og eigi að sameinast. Þegar við erum einu sinni bú- in að gera okkur grein fyrir því, að Þýzkalöndin tvö verða ekki sameinuð nema mej( sam þykki Sovétríkjanna. þá játa ég að ekki er um annað að ræða en að ganga út frá því ástandi sem nú er. Þetta þýðir að við- urkenna verður ,að þýzku ríkin séu tvö, finna Þarf aðferðir og leiðir til þess að þau þrífist hlið við hlið, sem þýzk þjóðriki, og koma smátt og smátt á þjóð- legri einingu Þeirra, með að- ferðum. sem byggðar eru á traustri reynslu Ég lít svo á málið. að Þýzkalöndin tvö séu eins og dúkur. sem rifnað hef ur i sundur Viðfangsefni sam einingarinnar er að endurvefa í eitt hina tvo ósjálegu hluta. | ES0* z T í M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.