Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 9
Ráðherra fullyrðir, að mikill sparnaður verði fyrir ríkissjóð af því að fela nýrri innheimtustofn- un innheimtu ríkisskattanna og nefndi tölur í því sambandi. Eg fullyrði, að engin reynsla er kom- in á það' hvað hin nýja stofnun kostar ríkissjóð og því engar töl- ur hægt að nefna í því sambandi. Ráðherra gaf á sínum tíma fyr- irheit um mikinn sparnað á kostn- aði við álagningu beinna skatta með því að leggja niður margar skattanefndir. Nú er ráðherra að' koma á þessu nýja kerfi og eng- in sem til þekkir dregur í efa, að það stórhækkar þennan kostn- að, þegar það er komið í fulla íramkvæmd. Það er kominn ríkis- skattstjóri. Skattstjórar í hverju kjördæmi, sem í reyndinni eiga að vera yfirskattstjórar og undir- skattstjórar í hverjum kaupstað og mun víða fá skrifstofur og að- stoðarfólk og svo vei'ða umboðs- menn í öllum sveitum lika, sem taki við störfum af skattanefnd- um. Úr þessu verður feikna skrif- stofubákn og stóraukinn kostn- aður, áður en varir í stað sparnað- ar. Fyrirkomulagsbreytingar þessar hefur ráðherra svo notað til að hrekja úrvalsmenn úr starfi með ruddalegum hætti, til að setja óvana menn í staðinn. Hagsýslu og ráðdeildartal hæstv. ráðherra gefur mér tilefni til að niinnast á nokkur sýnishorn í því sambandi sem ráðherra ekki hefur séð ástæðu til að nefna og styðst ég þar m. a. við landsreikning fyr- ir 1961. Þa$, sem ekki mé nefna rétfu nafni Ráðherra hefur margheitið að fækka mjög nefndum og spara með því. En 1960 brá svo við að nefndir á 19. gr. voru taldar helm ingi fleiri en 1958 og höfðu kostað tvöfalt. Nú hefur ráðherra aftur á móti fundið ráðið, sem dugar til að fækka nefndum á 19. gr. Þær eru komnar niður í 20 svona allt i einu á 19. gr. En sé nánar að gáð er maðkur í mysunni og hér á ferðinni sparnaðarráðstafanir mjög einkennandi, fyrir þennan hæstv. ráðherra. Nefndir heita ekki nefnd ir lengur, nema fáar útvaldar. Margar slíkar, sem í fyrra báru nefnda nafn með réttu, heita nú kostnaður við athugun á skipan mála og kostnaður við undirbún- ing þessa eða hins. Nefndarnöfn- in eru horfin en ekki nefndirnar og nýjar nefndir hafa fæðst, en þær eru ekki nefndar á reikning- unum þeim nöfnum. Þetta er orð- ið eins og þegar ekki mátti nefna búrhval á sjó. Það er kannski hægt að komast eitthvað með svona sjónhverfingum. En þetta vekur ekki t.raust. Hver er svo út- koman? Kostnaður við nefndir og athug anir á 19. gr. varð í fyrra nær- fellt einni milljón hæiTi en 1958. Kostnaður við undirbúning laga og reglugerða hefur þar að auki hækkað úr 318 þúsundum kr. í 661 þúsundir króna. Ýmislegur kostnaður á 19. gr. hefur hækkað úr 135 þús. í 681 þús. Ferðakostn- aður erlendis á 19. gr. hefur hækk sð úr 41. þús. í 756 þús. Kostnað- ur við hagsýslu ráðherra er dreifð ur víða en 5 liðir á 19. gr. nema 730 þús. samtals. Annar kostnaður Stjórnarráðsins hefur hækkað úr 2,3 milljónum í 3,5 milljónir, þetta er allt miðað við 1958 annars veg- ar. Ótal fleiri dæmi mætti nefna ^ um hagsýslu stjórnarinnar, sem ! hæstv. i'áðherra sleppir. Alþingismónnum var t. d. fjölg- að um 8, tveimur bankastjórum bætt við, fjórum mönnum í banka- ' ráð ríkisbankanna, tveimur í ! Sementsvierksmiðjustjórn, tveim- ui í síldarútvegsnefnd. Sakadóm- aiaembætti stofnað með nýju starfsliði. Efnahagsmálaráðuneyti, sem nú er orðið að nýrri stofn- un. Efnahagsmálastofnuninni. Þetta eru þó aðeins örfá dæmi. En það eru engin stóryrði, þótt sagt sé að ráðdeildin sé með niinnsta móti og standi í öfugu hlutfalli við yfirlýsingar hæstv. ráðherra. Menn beri þetta svo sam ar. við verklegu framkvæmdirnar. Keflavíkurvegurinn Það vekur sérstaka athygli, að ekki er minnzt á Keflavíkurveginn 1 þessu fjárlagafrumvarpi. En þennan veg er verið að byggja fyrir rikisfé og tekið hefur verið ríkislán til hans, án þess að láns- heimildar hafi verið leitað frá 4'þingi eins og skylt er að gera skv. stjórnarskránni. Vegurinn er sem sé byggður án fjárveitingar og án lánsheimildar og hvorugur liður er í þessu fjárlagafrumvarpi og ekki fjárveiting til að standa undir því ríkisláni, sem þegar hef- ur verið tekið til vegarins. Hvað á þetta að' þýða — spyrja menn hver annan hér á Alþingi? Ekki getur ’-íkisstjórnin gert þetta af ótta við nndstöðu við Keflavíkurveginn, því til hennar spyrst ekki hér á Al- þingi. Hvers vegna er þá traðkað á þingræði og lög brotin til að ganga fram hjá Alþingi i þessu máli. Það er ekki tii nema ein skýring á því. Ríkisstjórnin hefur á Alþingi verið önnum kafin við að koma fyrir kattarnef tillög- um þingmanna um að fá láns- fé í vegi, t.d. austanlands og vest- an, Siglufjarðargöngin svo dæmi séu nefnd. Öllu slíku hefur verið synjað og út af því sýnist sam- vizkan svo mórauð, að gripið er til þess að t.aka lán í Keflavíkur- veginn heimildarlaust í kyrrþey og fara á bak við Alþingi með mál- ið, af ótta við að ríkisstjórnin ráði ekki við að láta fella sem fyrr lántöku í aðra vegi, ef lántaka í Keflavíkurveginn fær þinglega meðferð. Svona er framkvæmd þingræð- isins í höndum núver. ríkisstjórn- ar. Svona eru málin dregin úr höndum Alþingis til þess að „þrýst ;r.gur“ frá þingmönnunum vegna framfaramálanna verði stjórnar- herrunum ekki of þungur í skauti. En hvað segja menn um þvílík vinnubrögð — hvar í flokki sem þeir standa? Þökki í álinn Þetta fjárlagafrumvarp ráðger- ir rúmlega 2ja milljaiða útgjöld og tekjur á næsta ári. Enn ekki er það öll sagan og er sannarlega dökkt í álinn framundan. Nú er svo komið að ekki einu sinni þessir rúmlega 2 milljarðar hrökkva til að hægt sé að áætla grænan eyri fyrir stórfelldum kauphækkunum opinberra starfs- manna, sem koma til á miðju næsta árj — því launakerfi opin- berra s-tarfsmanna er algerlega brostið eins og allir vita. Ekki hrökkva þessir 2 milljarð- ar heldur til að haldið sé í horf- inu með verklegar framkvæmdir og gera verður í vaxandi mæli ár frá ári ráð fvrir lántökum til skóla bygginga ríkisins t. d. og nú til lögreglustöðvar og annarra hlið- stæðra framkvæmda, sem engar tekjur gefa til að' standa undir lánum. Er það táknrænt, að slik- ar byggingar hafa yfirleitt áður verið greiddar af ríkistekjum en ekki velt á framtíðina til viðbót- ar þeim verkefnum, sem þá þarf að leysa. Þetta eru ömurlegar staðreyndir og vottur þess. hvern- ig stjórnarstefnan hefur leikið rík | isbúskapinn og í hvílíka sjálfheldu komið er. Að svona skuli horfa um framkvæmdir ríkisins þrátt fyrir tveggja milljarða króna álögur. Það gefur auga leið um öng- j.veitið, að heildarfjárveitingar til samgöngumála og atvinnumála þyrftu að hækka um 180 milljónir, til þess að bau mál fengju jafn- iuikið af ríkistekjunum og til þeirra fór 1958. Framkvæpítaáf*rt?u!?i!i Ríkisstjómin hefur sagt upp á síðkastið, að allra meina bót mundi verða að svokallaðri 5 ára íramkvæmdaáætlun, sem ætti að koma út í vetur — en upphaflega raunar í fyr-avetur. Með henni ætti að koma sáaukn- ar framkvæmdir og framfarir á öllum sviðitm Skils manni að hún ætti að byrja að koma til framkvæmda á næsta ári. Mörgum brá undarlega við þeg- ar þeir sáu þetta fjárlagafrumvarp og minntust þess. sem tilkynnt hef ur verið um þessa áætlun. Menn höfðu búizt við að í fjárlagafrum- varpinu væru ákvæði um framlög ríkisbúskaparins tii þeirrar stór- íóknar í framkvæmdum, sem boð- uð hafði veri.ð og sett yrði fram kvæmdaáætlun. En það vottar ekki fyrir slíku, j.vert á móti, það sígur enn á ógæfuhlið með þátttöku ríkissrjóðs í lífsnauðsynlegri uppbyggingu og framkvæmdum. Hvernig samrým- ;st þetta hinni nvju áætlun. Ráð- herra minntist ekki á þetta mál. Ei kannski ætlunin að umsteypa fjárlagafrumvarpinu f vetur til ssmræmis við framkvæmdaáætl- vnina nýju. Eða á hún bara að verða ný blá bók. Æskilegt væri, að ráðherra gerði grein fyrir þessu hér strax á eftir. HM a$ fara svona Það er ekki hægt að ræða fjár- lögin eða ríkisbúskapinn án þess r.ð skoða samhengið við þjóðarbú- skapinn pg efnahagsmálastefnuna. Þetta fjárlagafrumvarp mótast af efnahagsmálrvtefnu stjórnar- í byrjun árs 1960 hófst þing- rueirihlutinn handa og lagði grund völlinn að því nýja efnahags-kerfi. Markmiðið var m. a. jafnvægi í efnahagsmálum. Þessu jafnvægi átti að ná með gengislækkun, stór felldri álagningu nýrra tolla og söluskatta — en jafnhliða skyldi kaupgjald og afurðaverð standa ó- breytt. Samtímis voru gerðar ráð- stafanir til að draga úr peninga- umferð með því að loka inni og trysfa hluta af sparifénu og minnka lán út á afurðir og með öllu móti gert sem torveldast að ná _í peninga til fjárfestingar. Átti með þessu eftir leið sam- dráttar og kjaraskerðingar að tryggja jafnvægi og stöðugt verð- lag. Framsóknarmenn bentu á það strax, að af þessum ráðstöfun- um leiddi svo gífurlegan vöxt dýr- ! tiðarinnar, að þær fengju með | engu móti staðist. Hlytu þær að verða upphaf að óstöðvandi dýr- tíðarflóði og ölduróti í efnahags- lffi landsins, sem enginn sæi fyrir endann á. Var bennt á, að verð- hækkunaráhrif þessara ráð'stafana námu sýnilega ríflega einurn millj- arði í fyrstu umferð og það í þióðarbúi. þar sem þjóðartekjur i voru þá taldar 5,5—6 milljarðar. En á þetta var ekki hlustað. En hvað hefur svo gerzt og hvernig er ástatt? Tókst ekki Efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar áttu m.a. og ekki sízt að mi'nnka eftirspurnina eftir vinnuafli, til að hægara væri að halda niðri kaupinu og lá.ta menn taka á sig kjaraskerðinguna. Þessi liður í samdráttarplaninu mistókst að vísu, og þar með brast stór hlekkur í kerfinu. Atvinna minnk aði fyrst, en hefur verið mikil upp á síðkastið, þrátt fyrir marg vísiegar samdráttarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Það liggur því fyrir, að ríkis- stjórninni hefur ekki tekizt að draga svo úr eftirspurn eftir vinnu, sem hún vildi og lagði grundvöll að, enda þótt margar þýðingarmestu framkvæmdir hafi dregist stórlega saman. Hér kem ur til óhemju framleiðsluaukning og atvinna, sem leitt hefur af útfærslu landhelginnar og þeirri stórfelldu uppbyggingu, sem búið var að koma í framkvæmd, áður en breytt var um stefnu. Hér við hefur bætzt bylting í síldveiði tækni. Framleiðsluaukningin Skoðum á hverju hin mikla at- vinna og framleiðsluaukningin byggist. Á útfærslu landhelginnar, sem búið var að gera. fsland er eins og annað land síðan landhelgin var færð út. Á stórkostlegri uppbyggingu f sjávarplássunum, sem búið var að gera ráðstafanir til fyrir þátta- skilin — en síðan ekki haldið í horfinu. Á stórfelldri uppbyggingu í land búnaði, sem búið var að fram- kvæma — en nú hefur verið löm uð., Á nýrri tækni í síldveiðum, sem því aðeins var hægt að notfæra sér að búið var að afla til lands- ins hinna glæsilegu fiskiskipa og byggja verksmiðjur, sem taldar voru vottur um pólitíska spill- ingu. Á aukningu iðnaðar í mörgum greinum þ.á.m. nýrri sements- 'verksmiðju og nýjum raforkuafl- stöðvum, sem búið var að koma upp — en engar hliðstæðar fram- kvæmdir gerðar síðan. Það eru þessar framkvæmdir og fleiri slíkar, sem núverandi vaid- hafar í áróðri sínum hafa kallað halla i viðskiptum við útlönd. Það eru Þær sem hafa forðað frá þeim atvinnusamdrætti, sem talinn var og er nauðsynlegur liður í hinu r.ýja hagkerfi. Þátfur ríkisstjórnarinnar og framleióslan En ýmsar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafa á hinn bóginn valdið rekstrarfjárskorti, stórfelld um rekstrarstöðvunum og dregið úr framleiðslunni með margvís- legu móti. Ríkisstjórnin horfði á það að- gerðarlaus að togaraflotinn lá mánuðum saman. Ríkisstjórnin bannaði að semja við járnsmiðina í vor, Þótt sýnilegt væri ,að það hlyti að valda stórtjóni í sambandi við síldveiðarnar, sem sannarlega varð ,og hlaut svo að láta semja um meiri hækkun en hún stöðv- aði. Ríkisstjórnin hefur verið tóm lát í framkvæmdum til að bæta móttökuskilyrði síldarinnar og þannig valdið tjóni. Og ríkis- stjórnin hefur vanrækt að leysa síldveiðideiluna sem unnt er að leysa með auðveldu móti ef vilji væri til þess — svo sem fram á hefur verið sýnt. Ekki einu sinni síldarleitinni er forsvaranlega haldið uppi og borið við peninga skorti. Til þess finnst ekki fé af þeim tveim milljörðum sem inn- heimtir eru af þjóðinni. Þannig mætti lengi telja. Tvö afbragðs síldarsumur hafa nú komið í röð og þar að auki moksíldveiði i allan fyrravetur fyr ir Suðvesturlandi. í sumar veidd- ust tíu sinnum fleiri mál og tunn ur síldar en að meðaltali árin 1949—58 og fjórum sinnum fleiri en árin 1950—58 og vetrarsíldin þar að auki. Ríkisstjórnin hefur gumað af því, að eitthvað betri staða sé á gjaldeyrisreikningum bankanna en þau árin, sem nálega engin síldveiði var. Ég held satt að segja að engum þyki það stór- fréttir, þótt svo væri við slík skil- yrði. Við skulum vona að svona upp gripa góðæri við sjóinn skilji eitt hvað eftir — en eitt er víst, að verði svo, þá er það þrátt fyrir það en ekki vegna þess, sem nú- verandi þingmeirihluti hefur að- hafst. „Jafnvægið“ Meginmarkmið stjórnarstefn- unnar á.tti að vera að koma á jafn vægi, stöðugu verðlagi og peninga- gengi. Lítum nú á hvernig þetta hef- Framhald á 13. síðu. Mæta verður hækkun aröldunni með aukinni framleiðslu, framleiðni og vélvæðingu.-- f M I N N, fimmtudagnr 25. okt. 1962. — 9 i ■ i ■ i ■ j ) i i.,. é • i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.