Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 13
viðreisnarinnar við mátti búast (Framhald af 9. síðu.) ur heppnast. Við erum búin að skoða hvernig þessi stefna hefur leikið ríkisbúskapinn. Það sézt á f-járlagafrumvarpinu. En lítum á aðra Þætti. Það hefur farig eins og fyrirsjáanlegt var og sagt var í byrjun. Iláðstafanir ríkisstjórn arinnar til að magna dýrtíðina með gengislækkununum, tollaálög um, vaxtahækkununum og öðrum ráðstöfunum hafa reist í landinu óviðráðanlegar dýrtíðaröldur og orsakað algera upplausn í verð- lags- og kaupgjaldsmálum. Sumarið 1961 fékk ríkisstjórnin upp í hendurnar tækifæri til þess að fika sig inn á heppilegri leið- ir, þegar verkalýðsfélögin og sam vinnufélögin höfðu forystu um svo hóflegar breytingar á kaup: gjaldi — þrátt fyrir óhemju vöxt dýrtíðarinnar — að auðvelt var fyrir þjóðarbúig o,g atvinnurekst- urinn að þola þær, við vaxandi framleiðslu og batnandi útflutn- ingsverðlag á árinu 1961. Og er það margsannað svo ekki verður um villzt né deilt með rökum. En ríkisstjórnin sló á útréttar hendur þessara al- mannasamtaka og eyðilagði þetta starf, með því að framkvæma nýja gengislæbkun ofan á allt sem kom ið var — en þjóðin stóð agndofa af undrun. Með þessu ætlaði stjórn in að beygja menn og sýna að hún yrði að ráða. En afleiðing þessa ofan á allt, sem komig var, hefur orðið ný stórfelld verðhækkunaralda, sem enn er þó alls ekki risin í fulla hæð. Bera öll afskipti ríkisstjórn arinnar ljósan vott um þá ringul- reið, sem orðin er. En meginhugs unin virðist helzt orðin sú, að fljóta einhvern veginn fram yfir kosningar í vor, en ná sér Þá niðri á eftir, ef þingfylgi lofar. Reisa þ.á viðreisnina við með enn öflugri ráðstöfunum í þá átt, sem menn hafa nú fengið smjörþefinn af, Nokkur dæmi væri viðeigandi að nefna um ástandið og sem skýra hvernig viðreisnin hefur heppnast eins og það er orðað í stjórnarblöðunum. Hvers konar jafnvægi það svo sem myndast hefur í þjóðarbúskapnum. Vísitalan fyrir vörur og þjón- ustu hefur hækkað um 41 stig. 330 rúmmetra íbúð er nú skv. Hagtíðindum talin kosta um 540 þús. og hækkar Þó ört. Hefur hækkað síðan 1958 um 160 þús. krónur, eða meira en svarar því, sem á að fást að láni á næstunni úr íbúðalánakerfinu. Þegar háu vextirnir eru teknir með í dæmið kostar ekki undir 50 þúsund kr. á ári að búa í svona íbúð. Samkvæmt hagtíðindum þurfti vísitölufjölskyldan miðað vig 1. okt. 68 þús. kr. til að greiða nauð synjar sínar, fyrir utan hús- næði. Þetta þýðir, að sú fjölskylda Þarf yfir 100 þúsund kr. í tekjur til að standast, ef hún býr í nýrri íbúð. Það sjá svo allir, hvernig þetta kemur heim við launakerfið og tekjur bænda. Ég tók dæmi um íbúðir og fram leiðslukostnaðinn. En ekki tekur betra við ef litið er á fjárfestingar kostnað í landbúnaði og þær tekj ur sem núverandi afurðaverð get- ur gefið, eða kostnað við að eign ast nú skip og báta, ef menn eiga ekki slík tæki fyrir. Unga fólkið eg „nýja kerfi@“ Bezt sést hvers konar jafnvægi það er, sem myndast hefur í þjóð- arbúskapnum, þegar borin er sam- nýja lánapólitík. Allt fjárfestingar an aðstaða unga fólksins annars lánakerfið verður að endurskoða vegar, sem nú þarf ag koma sér, frá rótum miðað við hið nýja við- upp húsnæði eða framleiðslutækj horf í landinu. Auka lánveitingar um, og hins vegar aðstaða hinna, sem búnir voru að koma sér fyr- ir, áður en stefna núverandi stjórn arfiokka kom til framkvæmda. Það dylst engum, að þetta fær alls ekki staðizt og breytir engu þó að ríkisstjórnin þykist jánægð með þetta. Það geta ekki allir lifað á því að hafa komið fótum undir ■sig fyrir 1960 — að yfir skall fyrir alvöru. Unga fólkið þarf lika að lifa og hafa tekjur til að standa undir lífsnauðsynlegri fjárfestingu með nýja viðreisnarverðinu — bæði íbúðum og fjárfestingu í at- vinnurekstri til lands og sjávar. Fram undan eru því nýjar hækk- unaröldur. Það er eins víst og dagur fylgir nóttu. í þessar sjálf- heldu standa málin ekki stundinni lengur. Spurningin er á hinn bóginn sú, hvernig á að mæta afleiðingum þess ósamræmis og öngþveitis, sem á er skollið. HvaS á að gera? Þar ríður mest á því að taka upp kröftuga uppbyggingar- og fram- leiðslustefnu. Mæta hækkunaröld- unni, draga úr dýrtíðarflóðinu með aukinni framleiðslu og fram- leiðni og taka hiklaust til hjálpar alla hugsanlega nýjustu tækni, vél- væðingu og beztu aðferðir til að auka þjóðartekjurnar. Er þá þýðingarmesf af ollu áð leysa úr læðingi einstaklings- og félagsframtak hinna mörgu, sem stjórnarstefnan hefur lamað. Til þess þarf að breyta um stefnu. Ég nefni í því sambandi: Taka upp til fjárfestingarframkvæmda, og þá ekki sízt til aukinnar vélvæð- ingar og meiri framleiðni á sem flestum sviðum. Hafa spariféð í umferð og hætta að frysta hluta af aukningu þess í Seðlabankan- Hér era aðeins fáir stórir drætt- ir nefndir og bent í áttina. Menn verða að gera sér ljóst, að efnahagskerfinu hefur verið um- turnað þannig undanfarin 3 ár að endurskoða verður þessa megin- þætti og aðra fleiri, eíj\ér á að geta orðið sú framleiðsluaukning á vegum almennings í landinu, sem lífsnauðsynleg er, og ef koma á í um. Lána það fé, sem myndast í veg fyrir að ýmsir meginþættir ís- iandinu, dugmiklu athafnafólki í atvinnurekstur og til að auka af- köst og afrakstur. Fáist þetta ekki fram, verður að auka því meir er- lendar lántökur í þessu skyni, en erlendar lántökur til arðgæfra framkvæmda hljóta alltaf að verða einn liður í þeirri stefnu til auk- innar framleiðslu og framieiðni, sem fylgja þarf. Lækka þyrfti vextina, sem hafa stóraukið dýrtiðina og hvíla eins og mara á atvinnurekstrinum. Auka fjárframLög til útlána í sjáv- arpláss landsins til atvinnuupp- byggingar. Endurskoða alla lög- gjöf varðandi stuðning við upp- byggingu í landbúnaði og auka hann á ný. Beina fjármagni til þeirra framkvæmda í iðnaði, sem mestra afkasta er af að vænta að vel athuguðu máli, og gleyma ekki í því sambandi úrvinnslu eigin hráefna, svo sem móttöku og vinnslu síldar og vinnslu úr hrá- efnum landbúnaðarins. Virkja vatns- og hitaorkuna. Auka mjög lánveitingar til íbúðabygginga til þess að almenningi verði aftur kleyft að eignast þak yfir höfuð sér, en húsnæðismálin eru nú orðin að stórfelldu vandamáli í mörgum byggðarlögum. Hefja þarf nýja sókn í vega- og brúamálum, og koma raforkunni út um landið. Jón M. Arnason frá Þverá í Svarfaðardal — Kveðja frá æskuvini Fæddur 19. júní 1911 Dáinn 18. október 1962 Harmdögg hnígur um vanga, en hugurinn reikar norður til fjallanna fögru í friðsælan dalinn, þegar saman við sátum í Svarfdælaskóla, fögnuðum vetri og vori •og vorum sem bræður. Ungir við vorum að árum é æskunnar skeiði. Hlógum mót sumri og sólu, sorgin var fjarri. Undum við átök og leiki og áttum í leyni drauminn um dáðir að sýna eg duga án svika. Man ég vor eitt þá vetur ei vikinn á brautu. Keppt var af einbeittni og orku á úrslitastundu Lokaprófi er að ljúka cg liðið að kveldi, hönd þrýsti hönd með gleði, við höfðum pað jafnir. Kvaddur var skóli í skyndi og skínandi maður, er uppfræddi okkur með góðvild og ágætum hætti. Á eftir við einir skildum með orðvana trega, óskuðum öðrum hins bezta, en undurfátt sögðum. Eftir það leiðirnar lágu lítt okkar saman. Innst þó í okkar huga einlægir vinir. Maður þú reyndist mætur og minning þín lifir hjá öllum, er eitthvað þig þekktu á ævinnar dögum. I-Iorfinn ertu nú héðan. og heimilið grætur indælan föður og ástvin, úrval að manni. Haust er nú heima í dalnum, er hittumst við ungir. Víðsfjarri er nú vorið, sem vermdi okkur forðum. Lögmáli verður að lúta hver lifandi maður: að hverfa burtu þá kallið kemur að ofan. Svíða þó sorgirnar lengi, er sumir kveðja. Farðu heill fágæti vinur í fegurri heima Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg. lenzks atvinnu- og efnahagslífs lendi í höndum þeirra einna, sem hafa fullar hendur fjár og það jafn vel útlendinga. Stuðningur ríkisvaldsins við framtak dugmikils vinnandi fólks og félagsskapar þess, hefur verið aðalsmerki íslenzks þjóðarbúskap- ar og eitt af sér einkennum hans, þangað til núverandi þingmeiri- hluti tók sér fyrir hendur, að breyta þjóðarbúskapnum í grund- vallaratriðum og stefna að auknum yfirráðum þeirra fjársterkustu. En íslenzka efnahagsmálastefnu ber að miða við íslenzka staðhætti, en alls ekki við innlimun í efnahags- kerfi annarra þjóða, t.d. í Efna- hagsbandalagi Evrópu, sem ekki á að koma til mála. Það liggur nú hverjum manni í augum uppi, að mistekizt hefur al- veg að koma á jafnvægi í þjóðar- búskapnum með þeim aðferðum, sem ríkisstjórnin valdi — þess í stað hafa komiö upp geigvænleg vandamál, sem mörgum hrýs hug ur við — enda efnahagskerfið hol- grafið orðið og óðaverðbólga í landinu. Örðugt verður við þetta að fást, og ekki úr leyst í einu vetfangi — það er bezt að gera sér ljóst. En þeim mun fremur verða þessi vandkvæði yfirunnin, sem fyrr verður hægt að beita nýj- um aðferðum. Mannkynssaga handa framhaldsskólum Ríkisútgáfa námsbóka hef- ur nýlega gefið út Mannkyns- sögu handa framhaldsskólum eftir Jón R. Hjálmarsson skólastjóra. Þetta er síðara hefti. í því eru þættir um ýmis menningarsögu- leg efni og fleix-a til viðbótar og útfyllingar fyrra hefti mannkyns- sögu, er út kom haustið 1961 eftir sama höfund. Gert er ráð fyrir, að bæði heftin til samans séu nægi legt námsefni í mannkynssögu fyr- ir gagnfræðastigið og þar með talið landspróf miðskóla. Aðalkaflar bókarinnar eru þess ir: Nokkrar menningarþjóðir í fornöld, Kirkja og kristni í forn- öld og á miðöldum. Norðurlönd í fornöld, Endurreisnarhreyfingin, Menning 18. aldar. Stjórnmála- stefnur á 19. og 20. öld, Bókmennt ir og listir á 19. og 20. öld og Sameinuðu þjóðirnar. Víðivangur sett þessa skrautfjöður í hatt sinn og sagt, að ríkissjóður ætti engar lausaskuldir f bönk- um, veigraði Gunttar sér ekki við að halda fyrir bændum hluta af afurðaverði þeirra. Það kaliaði Gunnar ekki lausa- skuldir. Fleira dró Gunnar að greiða til þess, að fela „lausa- skuldirniar" fram yfir áramót- in. Sniðugur í hagsýslu, Gunn- ar. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS is, Esja fer austur um land í hringferð 30. þ.m. Vörumóttaka í dag og á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar. Vopnafjarðar Raufarhafnar og Húsavíkur Farseðlar seldir á mánudag. Ms, Skia!cU*re5?> fer til Breiðaf.iarðarhafna 31. þ.m. Vörumóttaka á laugar- dag og mánudag til Ólafsvík- ur, Grundarfjarðar, Stykkis- hólms og Flateyjar. Farseðlar seldir á Þriðjudag. í mannkynssögu þessari er leit- azt við að tengja sögu íslands hinini almennu sögu. Kaflinn um Norðurlönd að fornu er allýtarleg ur. Það er gert til þess að kynna slíólafólki nokkuð sögu nánustu frændþjóða okkar á fyrri öldum. Einnig ætti það að koma að haldi til að hjálpa ungmennum til að átta sig betur á sögu íslands, upp- runa þjóðarinnar og sögulegu bak sviði. í bók þessari, sem er 122 bls., eru um 105 myndir og skreyting- ar, m. a. nokkrar teikningar eftir Bjaraa Jónsson listmálara. Prent- ur. annaðist Prentsmiðja Hafnar- íjarðar. Snemma á þessu ári kom út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka Hljóðfall og tónar, 1. hefti vinnu- bókar í tónlist, einkum ætlað 7 ára börnum. Nú eru einnig komin út 2. og 3 hefti þessarar vinnubókar, ætl uð 8 og 9 ára börnum. Höfundur allra heftanna er Jón Ásgeirsson söngkennari. Vinnubækur þessar eru nokk- urs konar stafrófskver í tónlist og er efni þeirra sniðið og raðað eft- ir námsskránni. 2, síðan orðið svo mikill bógur og raun varð á. Því faðir hans var heldur ómerkilegur náungi og veiga- lítill, frá honum erfði Napóleon lítið annað en metnaðinn. Það er loku fyrir það skotið að menn verði nokkru sinni á einu máli um Napóleon og móður hans og sama gildir raunar um hvern sem er. Staðreyndirnar geymir sagan en mannshugurinn er margskiptur og aldrej verða menn á einu máli um það hvern- íg skuli túlka hina ýmsu atburði og hvernig skuli meta þá menn sem við þessa atburði koma. Jafnvel löngu eftir að at- burðirnir gerast, virðist svo sem fólk geti ekki litið algerlega hlut lausum augum á málið, það þarf ævinlega að fella dóm eftir menntun sinni, stjórnmálaskoð- un, uppeldi og lífsvenjum. Og við því er ósköp lítið að gera Það verður ævinlega haldið á- frarn að draga fram í dagsljósið rökin með og móti. — Menning Kehler T í M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.