Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 14
.. .'jar' 2' andi. Hún vissi jafnvel og ég, a3 sir Charles hafði sagt Oliver að Carolyn myndi mjög sennilega fá aftur kast. Og Deidre hugðist nota það sem meðal til að eyðileggja feril minn. Og það sern var klók- indalegast af öllu við þessa áætlun var, að hún — sem móðursystir barnsins — hafði fullan rétt tiJ þess. Eg kreppti hnefana og ég varð reið. Eg gekk upp til að sækja Carolyn. Eg hafði fjórar vikur — fjórar dýrmætar vikur. -r- Með guðs hjálp skyldi ég á þeim tíma hafa gert Carolyn nægilega sterka til að standast áhrif frænku sinn- ar. Þetta fallega, gamla hús, un- aðslegt vorveðrið, ást mín til Oli- vers, gæzka Hönnu gömlu og kæti Poliýar — allt skyldi þetta lagt með til að berjast fyrir hamingju og sálarró Carolyn, hugsaði ég bjartsýn. 18. KAFLI Þegar ég lít til baka og hugsa um fyrsta mánuðinn á Mullions, sé ég hann í gullnu skini. Sumarið kom snemma þetta ár, og fyrir borgarmanneskju eins og mig, var allt nýtt og fagurt og heillandi. Það þýddi ekkert fyrir Oliver og Tony Marldon að segja mér að hér gæti verið kuldalegt á veturna þegar stormarnir frá Atlantshaf- inu æddu yfir og hafþokan faldi allt í þykkri þoku annan daginn. Eg var ástfangin í fyrsta skipti — af Oliver, í starfi mínu með Caro- lyn, í Mullions — já í lífinu sjálfu. Eg hafði alltaf unnað börnum, en þetta var samt öllu frábrugðið. Þetta var mesta verkefni lífs míns og líf mitt hafði fengið nýja þýð- ingu. Eg man, að Oliver leit stundum spyrjandi og hálfkvíðafullur á mig. Þennan tíma kom hann fram við mig eins og ég væri eldri systir Carolyn — og það var vissulega heimskulegt, hann var ekki nema sautján árum eldri en ég. Hann krafðist þess að ég hefði frí á hverjum miðvikuedgi, annars allt- af þegar ég vildi fara til Trewilly að verzla eða í kvikmyndahús. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að mér félli dvölin á Mulli- ons; lét mig meira að segja aká bílnum og virtist stundum gramur vegna þess að mig langaði ekki til að fara út að skemmta mér. — Þú ert ung, Mandy, alit hérna er nýtt fyrir þér enn, og í þessu veðri er það alveg yndtó- legt . . . — Það er dýrðlegt, sagði ég og hló af einskærri hamingju. — Skil- urðu ekki að þetta er sannast að segja sumarleyfi fyrir venjulega starfsama konu eins og mig? Þetta var á sunnudegi og við höfðum tekið hádegisverðinn- með okkur og farið til Mill Cove. Jafn- vel þótt Carolyn hefði ekki í vatn komið í næstum tvö ár, synti hún eins og selur. Bæði hún og Oliver reyndu að betrumbæta sundleikni mína þeim til óblandinnar kæti, en með litlum árangri. En ég sætti mig við allt í gleði minni að heyra kitlandi hlátur Carolyn Carolyn var að leika sér í fjörunni víð Mark, og hún var þegar orðin fallega útitekin og ég lá í sandin- um og hló að umhyggju Olivers fyrir mér. Hann lá við hlið mína. Jafnvel þótt nú væri aðeins maímánuður, var heitt. Hann lá og studdi sig á öðrum olnboganum, og hann var unglegri en ég hafði nokkurn tíma séð hann. Það var meira að segja stundum glettnisblik í augum hans þegar hann leit á mig, og ég hugs- aði til málverksins, þar sem hann sat með hundana við fætur sér. En slíkar hugsanir voru varasamar Eg varð að reyna að muna að hann hafði reynt margt síðan þá, og ég varð að vera gætin. Eg mátti ekk- láta blekkjast af hlýju hans og þakklæti, af því að ég annaðist um Carolyn. — Þú ert enn þá barn, Mandy. Hann leit ertnislega á mig. — En þetta er reyndar meira eins og dásamlegt sumarleyfi held- ur en vinna, sagði ég og bætti hraðmælt við: — En ég hef útbúið dagskrá fyrir Carolyn . Hann hló burt tilraun mína til að gera samræðurnar hátíðlegri. En ég sagði alvörugefin: — Eg er ekkert barn, Oliver. 186 viss um, er hvort Keitel hefur nægilegt vald til að stanza herinn (fimmtíu herdeildir) í Tékkósló- vakíu. Ef þær leggja niður vopn- in á morgun, þá er stríðinu líka lokið . . . 5. maí. Mikill fjöldi símskeyta, sem gerði herráðsforingjafund á laugardag óhjákvæmilegan. Flest símskeytin viðvíkjandi erfiðleikum Alexanders við Tító um Trieste o. s.frv. Einnig um samningana um uppgjöf. Erindrekar væntanlegir til aðalstöðva Montys og þaðan tjl Ike. Möguleikar á endanlegri upp- gjöf í dag eða á sunnudaginn. Þjóð verjar tregastir til að gefast upp fyrir Rússum vegna hræðslu við þá. 7. maí. Allt í óvissu um birt- ingu á uppgjöf Þýzkalands. Enda þótt öll skjöl hefðu verið undir- rituð, þá gerðu Rússar erfiðara fyrir, með því að halda því fram, að samningarnir skyldu undirrit- ast í Berlín og hafna þessum skjölum, sem fulltrúar þeirra höfðu samþykkt. Forsætisráðherrann hafði boðig herráðsforingjunum, ásamt „Pug“ Ismay og Hallis til hádegisverðar í Downing Street 10. Það var ó- næðissamur hádegisverður. Win- ■ston átti von á símtali við forset- ann á hverri stundu. Auk þess fékk hann simskeyti frá Ike, þar sem hann taldi líklegt, að hann yrði að fljúga til Berlín, vegna endanlegrar samningsgerðar þar, samkvæmt kröfu Rússa. Eftir hádegisverð fórum við út í garðinn til að láta taka myndir af okkur með forsætiSráðherran- um. Konungurinn á að flytja út- varpsávarp klukkan 9 e.h. á morgun. Svo þetta er þá að lokum endir styrjaldarinnar! Það er erfitt að gera sér grein fyrir því! Eg get ekki fundið til neinnar hrifningar, aðeins ólýsanlegrar, andlegrar þreytu. 8. maí. Vopnahlésdagurinn. Her ráðsforingjafundur mestallan fyrri hluta dagsins. Því næst hádegis- verður rneð Auchinleck. Hann var í ágætu skapi og við ræddum um aila heima og geima. Fór frá hermálaráðuneytinu klukkan 4,10 e.h. áleiðis til Buck- ingham-hallarinnar, þar sem ég átti að mæta klukkan 4,30 e.h. — Hermálaráðuneytisfundur með kon unginum. Fundinn sátu forsætisráðherr ann Bevin, Woolten, Lyttleton Marvison, Sinclair og Anderson og auk þeirra Cunningham, Portal, Is- Eg heiti því, að ég skal ekki fara frá Carolyn jafnvel þótt mér færi að leiðast, . . . ég skal ekki yfir- gefa hana fyrr en hún er orðin nógu heilbrigð til þess að byrja í skólanum. — Mér hefur aldrei dottið í hug annað um þig, Mandy. Heldurðu að ég viti ekki, hvað þú leggur þig fram með Caro, meira að segja núna . . . ? Hann settist upp og leit blíðlega á mig. — En ég vil ekki að þú grafir þig lifandi hér, barn, ekki einu sinni vegna Carolyn. Eg vil að þú eignist vini — og- áhugamál fyrir utan Mullions . . . — O, ég á þegar marga vini, sagði ég dálítið utan við mig. — Hanna og Polly eru svo alúð- legar, og dr. Chandler, hr. Marty og gamla frú Gurling . . . — Þú veizt fullvel. hvað ég meina, sagði Oliver stuttaralega, eins og hann talaði alltaf er hann var gramur eða snortinn. Og allt í einu rétti hann út höndina og kom við andlit mitt, svo að ég neyddist til að snúa mér að hon- um. — Þú getur verið þrjózk stundum Mandy. Eg veit það eru ekki marg- ar ungar manneskjur, sem þú get- ur kynnzt hér. En við höfum þó Tony, sem þráir það eitt að fá að kynnast og vera samvistum v'ð unga, indæla konu . . Eg hló, vegna þess að ég fékk kynlegan titring innan um mig, þegar hann hélt svona undir hök- una á mér, svo reis ég á fætur og kallaði á Carolyn. Síðan sagði ég léttilega: — Tony er búinn að bjóða mér í bíltúr á miðvikudaginn. — Farðu með honum Tony er bezti drengur og hann er einmana hérna og jafnvei þótt hann hafi nú unnið hér í tíu ár, þekkir bann ekki marga Það er mál til komið að hann kvænist og eignist fjöl- skyldu. Carolyn kom hlaupandi — h var alltaf hlýðin. Mark kom stökkv andi á eftir henni og stillti sér upp fyrir framan okkur og Carolyn æpti af gleði: — Hann . . hann s-setti sa- 32 sand á kj-kjúklinginn, Mandy! — Þá þvoum við hann áður en við borðum hann, vina mín. Eg var fegin að fá eitthvað annað að gera, því að einmitt núna þegar ég þráði svona heitt að Oliver kyssti mig, þá hafði hann farið að tala um að Tony ætti að gifta sig. Það var svo greinilegt hvað hann gaf í sKyn, að ég vissi eki hvort ég átti helduv að hlæja eða gráta. Stundum fannst sér sem Oliver læsi hugs- anir mínar, en j önnur skipti var hann jafn sljór og klettarnir þarna í kringum okkur. En ég var að minnsta kosti fegin að hann ias þær ekki að þessu sinm. Eg hafði ekkert samvizkubit af því að ég notaði Tony Marldon sem skálkaskjól fyrir mína sívaxandi ást til Olivers. Tony var þægilegur og vingjarnlegur og mér leið frá fyrstu stundu vel í návist hans. En ég áleit ekki nokkurn möguieika til þess að hann yrði ástfanginn af mér, honum fannst bara gaman að hafa einhvern til að tala við Oliver kom fram við mig eins og eldri dóttur og Tony eins og yngri systur. Það var ekki einn einasti karlmaður í kunningjahóp mínum, sem hugsaði um mig sem KONU. Marion Soames var eina mann- eskjan í nágrenninu, sem mér féll illa við frá fyrstu stundu— og það var gagnkvæmt. Eg geri mér nú ljóst, að ég var afbrýðissöm út í þann sess sem hún skipaði í iífi Olivers — að hún virtist geta gengið út og inn eins og henni þóknaðist , á Mullions . . . en þá hélt ég það væri framkoma hennar við Carolyn, sem kom mér í upp- i reisnarhug. Marion var ekkja eftir bústjór- ann, sem farizt hafði á hinn svip- lega hátt á Muilions, kvöldið áður en Serena gekk í svefni og drukkn- aði, og ég býst við að Oliver hafi að einhverju leyti talið sig bera ábyrgð á henni. Hann lét hana búa um kyrrt í ráðsmannabústaðnum, en Tony leígði herbergi í þorpinu. Tony kallaði hana alltaf Kisulóna, þegar hún heyrði ekki til, og nafn- ið hæíði henni skínandi. Hún var lítil og tilgerðarleg, elskuleg, og að því er virtist afskaplega hjálp- arvana, en hún gat sýnt klærnar þegar henni bauð svo við að horfa. j Okkar fyrsti fundur tókst ekki i sérlega vel. Oliver hafði sótt hana til hádegisverðar fyrsta sunnudag- inn, sem við vorum þar, og Caro- lyn og ég sátum úti á veröndinni og lásum upphátt hvor fyrir aðra þegar þau komu. Eg hafði komizt að raun um það, að Carolyn var orðin býsna vel læs — hún var ákaflega mikið gefin fyrir bækur og sogaði í sig lærdóm eins og svampur. Hún var mjög fús að lesa hátt með mér og fúsari til þess en tala ein, jafnvel þótt hún stamaði óskaplega stundum og gréti af reiði yfir erfiðum orðum. Þá varð ég að hjálpa henni, endurtaka orðið staf fyrir staf, hvað eftir ann að þar til henni tókst sjálfri að segja það. Ef ég reyndi að sleppa erfiðum orðum, varð hún verulega reið og stamaði síðan meira en nokkru sinni áður. Hún var ákveð- in í því að ná stjórn á hverju nýju orði, og ég dáðist sannarlega að tilraunum hennar. Þennan morgun var hún að rembast við orðið „fornsögulegur“ einmitt þegar Oliver og Marion komu. Hún kom auga á þau á und- an mér, eldroðnaði og fór að gráta og trampa í gólfið. — Forn-sögu-leg-ur, endurtók ég þolinmóð án þess að hirða um hegðan Carolyn eða þau sem komu. — Ó, veslingurinn, litla .elpu- kornið! Getur ekki babbi GERT eitthvað fyrir hana?, hrópaði Mari- on með sinni björtu, skæru rödd — Mandy veit hverjum tökum hún á að taka hana, ef við látum þær eiga sig, svaraði Oliver rólega og brosti til mín áður en hann leiddi hana inn i dagstofuna. Eg biessaði hann fyrir skynsemj hans og traust til mín, en það leið löng stund áður en mér tókst að róa Carolyn, og við borðuðum hádegis- verð með Hönnu í eldhúsinu í staðinn fyrir að borða inni með gestinum eins og ætlunin hafði verið. í annað skipti gaf Marion í skyn að það væri leiðinlegt vegna Oli- vers að Carolyn hefði komið aft- ur til Mullions. — Þá neyðist hann til að muna allt, sem hann reynir svo mikið til þess að gleyma, vesl- ings maðurinn og hún verður nátt- úrlega aldrei eins og önnur börn, ha? — Það er ekkert að heilanum i Carolyn, ef þér eigið við það, svar- aði ég kuldalega. Þessi kona minnti mig helzt á Deidre þegar Oliver var ekki viðstaddur. En þegar hann var í grennd, var hún svo yndisblíð og hjálparlaus, að það er hreint og beint lygilegt. Hún var sífellt að biðja hann um ráð — annaðhvort var það heita- Sigur vesturveidu, eftir ArthurBryunt Beimildir: STRIDSDACBÆKUR ALANBR00KEI I / . , may og Bridges. Konungurinn flutti stutt ávarp. Svo voru teknar myndir af okkur öllum saman og því næst af konunginum og forsæt- isráðherranum. Eg verð að fara og hitta P.J., og þegar ég kom út, greip Lady Grigg í handlegginn á mér og leiddi mig út á ganginn. Hún sagði: Eg horfði á yður, þegar þér fóruð út i vagn inn yðar í morgun, meðan mann- fjöldinn stóð og fylgdist með ferð yðar, án þess að gera sér það ljóst, að þessi maður hafði sennilega gert mest til þess að vinna stríðið gegn Þjóðverjum. Skilið kveðju minni og hamingjuóskum til frú Brooke.“ EFTIR ÞETTA hélt Brooke til í- uúóar sinnar, lét föt sín og farang- ur niður i tösku og ók til Norfolk, þar sem hann hafði ákveðið að dvelja með vini sínum og félaga, fuglafræðingnum sir Archibald Jamieson. Hann dvaldi „tvo dá- samlega daga, einn á Scolt Head Island og annan á Hickling Mar- shes“ við að „taka myndir af htnu fagra og fjölskrúðuga fuglalífi þar.“ Og með þeím orðum lýkur dag- bókum sir Alan Brookes. 14 T í M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.