Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 15
Biðleikur Framhaid ai 1. síSu. vélar á leið til Kúbu og hann nefndi heldur ekki, hvort sovézk skip yrðu skotin niður, eins og sagt hafði verið áður. Ráðherrann var spurður að því á blaðamannafundi, hvort skipin yrðu skotin niður ef nauðsyn ki'efði, og svaraði hann því til, að hann hefði gefið skipun um, að beitt yrði eins litlu valdi og mögu legt væii til þess að framkvæma siglingabannið. í morgun tilkynnti síðan bandaríski sjóherinn, að viss svæði umhverfis eyjuna væru hættulegar siglingarleiðir, og fór þess á leit við skip, að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Sovétsamveldið hefur beðið Ör- yggisráðið að hlutast til um að siglingabanninu verði aflétt, en áður höfðu Bandaríkin krafizt þess, að öll árásarvopn verði flutt brott frá Kúbu. Yfirmenn landgöngusveita bandaríska flotans sögðu í dag, að fiokkar hermanna úr landgöngu- sveitunum hefðu gengið á skip í fiotastöðinni San Diego í Kali- forníu, og munu þeir eiga að gegna herþjónustu á hafi úti um óákveð- inn tíma. Beitiskipið Topeka, sem hefur inanborðs litlar bandarískar eld- fiaugar lagði í dag af stað frá Hong Kong, og um likt leiti fór þaðan einnig kafbáturinn Salmon. Ekki er vitað, hvert ferð þeirra var heitið. Um leið og skipin lögðu úr höfn tilkynnti yfirmaður Kyrra hafsdeildar bandaríska flotans, að öll skip hans skyldu verð viðbú- Skipverji týndur Framhald af 16. síðu hann fyndist. Enn hafa samt engar fréttir borizt heim um það, að maðurinn só kominn frani. Éftir því, sem blaðið hef- ur fregnað, var maðurinn alls- gáður, þegar hann fór í land og með litla sem enga peninga á sér. Blaðið hefur einnig haft af því sþurnir að í þessari síð- ustu ferð Jóns Þorlákssonar hafi bílstjóri gefið sig á tal við einn skipverja og boðið honum deifilyf til kaups. Skipverjinn fór strax á lög- reglustöðina og kærði kauða, en lögreglan kvaðst ekkert geta í málinu gert, nema standa hann að sölu. Að því munu allmikil brögð að bil- stjórar erlendis bjóði íslenzk- um sjómönnum slík deifilyf til kaups. RúKubrot Framhald af 16. síðu hafði flogið þvert yfir stof- una í hækkandi stefnu og lent í veggnum gegnt glugg anum og markað' þar djúpt far í pússninguna. Breidd skólastofunnar er 5,6 metr- j ar og hæð frá jörðu og1 upp í rúðurnar, sem steinn-! inn fór í gegnum, er 4,5 metrar, en þar sem steinn- inn kom í vegginn er fimm metra hæð frá jörðu. Málið var þegar tekið fyr ir og voru yfirheyrzlur all- an laugardaginn og hafa síðan staðið yfir öðru hverju. Finnst mönnum hér harla hart, ef málið upplýs- ist ekki, því á meðan svo er liggja allir þorpsbúar undir ákærunni. Adsjúbei Framhald ai 1 síðu. neskra árásarvopna t'i’l Kúbu, aðrir en kommún- istaríkin og í .gærkvöldi var ekki a.unað að sjá, en Rúss ar hefðu séð þann kost vænstan að láta undan síga, eins og raunar mátti skilja á Izvestija-igrein tengdasoiy ar Krústjoffs. in og hinir 30(X) hermenn Banda- ríkjanna í Tafllandi hafa einnig fengið skipun um að vera viðbún- ir, að því er fulltrúi sendiráðsins þar I landi hefur skýrt frá. Hin nýja framkvæmdanefnd bandaríska -öryggisráðsins kom saman til fundar í Hvítahúsinu í morgun. Nefíidinni er ætlað að koma saman daglega, meðan þörf krefur. Frá Goosebay í Kanada berast þær fréttin, að kúbönsk farþega- flugvél hafi farið þaðan í dag á- leiðis til Kúbu. Innanborðs voru treir ausfur-þýzkir eldflaugasér- fræðingar, en einnig voru með henni 5 Tékkar, og eru þeir líka sagði vera tæknifræðingar. Blaðið Washington Post segir frá því í dag, að heimálasérfræð- ingur so-vézéa sendiráðsins í Was- hington hafi skýrt frá því, að sovézku skipin, sem nú eru á leið tií Kúbu, hafi fengið skipun um að nema ekki staðar né láta fara fram skoðun á farmi sníum, þrátt fyrir það, að bandarísku herskip- in kunni að krefjast þess. Anatoly Dobrynin, sendiherra Sovétríkj- anna í Washington, sagði við sama tækifæri, að hermálasérfræðingur- inn væri sá maður, sem vissi, hvað skipunum hefði verið sagt að gera. Forráðamenn hinna ýmsu deilda bandaríska hersins ræddu í dag í Washington ýmsar aðgerðir, sem kann að þurfa að grípa til vegna Kúbu, m.a. voru ræddar áætlan- ir um innrásir. Formælandi varn- armálaráðuneytisins var spurður að því, hvort rætt hefði verið um innrás á Kúbu. Svaraðj hann því til, að í málum sem þessu ræddu hernaðarsérfræðingarnir ætíð fjölda áætlana um ýmis efni. Hafa margir dregið þær ályktanir af þessu, að innrásaráætlanir hafi verið ræddar. Fjöldamörg ríki Suður-Ame- ríku, m.a. Argentína, Columbía, Costa Rica, Dominikanska lýðveld ið, Honduras og. Guatemala hafa boðizt til þess að taka þátt í að framfylgja siglingabanninu, sem Bandaríkin hafa sett á skip, er flytja vopn til Kúbu. Bandaríska utannkisráðuneytið skýrði frá því í dag, að það hefði tekið á móti sams konar tilboði frá nokkrum öðrum löndum í Suð- vr-Ameríku, en enn þá væri ekki hægt að láta uppi, hver þau væru. Columbía hafði gefið sjóher sín- um skipun um að vera til reiðu, strax um það leyti, sem Kennedy flutti útvaipsræðu sína á mánu- dagskvöld. Argentíska stjórnin hefur til- kynnt, að sjóher landsins við Suð- ur-Ameríku sé reiðubúinn til þess að verja meginland Ameríku, og tilboðum Honduras, Costa Rica, Guatemala og Dominikanska lýð- veldisins var veitt viðtaka í Was- hington í dag. Ekkert vopnað herlið er á Costa Rica, en stjórn landsins hefur boðið Bandaiíkjastjórn af- rot af landinu' fyrir herstöðvar. Yfirmenn argentíska hersins hafa afturkalað öll leyfi hermanna um óákveðinn tíma, og einnig hafa verið gerðar allar nauðsynlegar láðstafanir til þess að herinn geti verið reiðubúinn til aðgerð með eins stuttum fyrirvra, og hægt er. Þá hefur verið ákveðið af fé- lagi skipaeigenda i Grikklandi, að öll skip, sem sigla undir grískum fána muni aðstoða bandarísku yf- ’>völdin við að framkvæma sigl- ingabannið með því að láta skoð- un fara fram á farmi þessara skipa án nokkurrar mótspyrnu. Bandaríkjjistjórn hefur algjör- lega vísað á bug hugmyndinni um, að Bandaríkin láti af hendi nokkr- ar þeirra herstöðva, sem liggja i nánd við Sovétrikin gegn því, að Sovétríkin láti af hendi herstöð þá, sem þeir hafa nú reist á Kúbu- Formælandi utanrikisráðuneytis Bandaríkjanna. Lincoln White, sígði, að ekki væri nokkur grund- völlur fyrir þeirri frétt, að til greina komi slík viðskipti af hálfu | Bandaríkjanna. Það er ekkert sam j band milli ástandsins á Kúbu og ástandsins annars staðar í heim- inum, sagði White. Tassfréttastofan skýrði frá því í dag,-að utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna hafi sent aftur orðsendingu Bandaríkjastjórn- ar um siglingabannið á Kúbu. Um leið minnti Tass á það, að Sovétstjórnin hefði í gær lýst því yfir, að aðgerðir þessar væru alvarlegt brot á mannrétt indum. , Orðsendingin var afhent banda • ríska sendiráðinu í Moskvu án nokkurra frekari athugasemda. Hins vegar var þess óskað, að fulltrúi sendiráðsins kæmi til sovézka utanríkisráðuneytisins fáum stundum síðar. f kvöld hafði ekki verið skýrt frá Því opinberlega, að Krústjoff hefði á nokkurn hátt svarajj bréfi því, sem Kennedy forseti sendi honum, skömmu áður en hann hélt útvarpsræðu sína á mánu- daginn. Það var Rusk utanríkis ráðherra, sem afhenti þetta bréf í sovézka sendiráðinu í Washington. í dag söfnuðust 100 stúdent- ar saman fyrir utan bandaríska sendiráðig í Moskvu. Báru þeir spjöld, sem á var ritag m. a. „Farið með hendurnar á burt frá Kúbu, skammizt ykkar Bandaríkjamenn“, o. s. frv. — Tókst lögreglunni að dreifa mannfjöldanum ,en stuttu síð- ar safnaðist 80 manna hópur saman við sendiráðið. Aftur tókst lögreglunni ag koma á kyrrð. En ekki hafði það fyrr tekizt, en 200 manna hópur hafði safnazt saman rétt við sendiráðið, og tóku mennirnir að hrópa og syngja. Nokkrir hentu blekþyttum ag sendir^ðs byggingunni, en þegar Foy Kohler sendiherra ók á brott frá sendiráðinu byrjaði mann- fjöldinn að flauta og öskra, en lögreglan bað fólkið um að sýna sendiherranum virðingu. Þó henti einn stúdentanna steini að bifreig hans. Einn af áhorfendunum að þessum mót- mælaaðgerðum var geimfarinn Andrian Nikolajev, sem hafði komig akandi í bifreið, en hann hvarf á brott, þegar stúd- entarnir báru kennsl á hann. Krústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefur sent enska heimspekingnum Bert- rand Russel skeyti, og er það svar við skeyti, sem heimspek- ingurinn sendi Krústjoff fyrir nokkru. í skeytinu segir Krústjoff, að nú ætti að halda fund æðstu manna, og fjalla þar um á- standið í heiminum. Þá segir Krústjoff, að stjórn hans muni gera allt, sem í hennar valdi standi til Þess að koma í veg fyrir, að stríð brjótis-t út. Ef Bandaríkjamerin fram- kvæmi sjóræningjaáætlun sína, þá séu Sovétríkin neydd til þess að grípa til varnarráðstaf- ana á móti árásinni. Bætir Krústjoff við, að verði vopn ekki notuð megi koma í veg fyrir, að stríð brjótist út. í boðskap Krústjoffs segir, að ef bandaríska stjórnin haldi á- fram að brjóta alþjóðalög og reglur, geti það orðið til þess, að menn missi stjórn á þróun málanna, Þannig, að úr þessu geti orðið heimsstyrjöld meg hinum sorglegustu afleið- ingum fyrir allar þjóðir heims. Því er það krafa alls fólks, af hvaða stétt, sem , það er, að i þesssri skelfingu verði afstýrt. ! Nú verði að kalla sáman fund ’ æðstu manna, á meðan enn er tími til þess, en hafi árás ver- ið gerð, er of seint að kalla sam- an slíkan fund. í frétt frá New York segir, að nefnd hlutlausra ríkja hafi gengig á fund U Thants fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð anna, og beðið hann um að senda t'ilmæli til Bandaríkja- stjórnar og stjórnar Sovétríkj- anna Þess efnis, að þau komi í veg fyrir það, að nokkug það verði gert, sem gæti orðið þess valdandi, að ástandið versnaði við Kúbu. Öryggisráð SÞ kom saman í dag til þess að halda áfram að ræða um Kúbumálið, og fengu fulltrúarnir fyrst. að heyra Þýðingu á ræðu þeirri, sem Valerian Zorin, fulltrúi Sovétríkjanna hélt í gær. Hlutlausu ríkin tvö, Ghana og Egyptaland, sem sæti eiga í Öryggisráðinu hafa nú bor- ið fram tillögu, þar sem stung ið er upp á, að Sovétríkin snúi aftur skipum sínum, sem nú eru á leið til Kúbu, en um leið falli Bandaríkjastjórn frá því að halda til streitu siglinga- banninu á Kúbu, á meðan reynt verður að finna lausn á málinu. Fulltrúar Öryggisráðsins tóku sér tveggja tíma frí frá störfum í dag, til þess að hlýða á tónleika í tilefni þess, að 17 ár eru liðin frá stofnun Sam- einuðu þjóðanna. — Nokkrir þeirra, sem viðstaddir voru tón leikana, létu þess getið, að þetta líktist því mest, að hlusta á hljóðfæraslátt á meðan Róm j brennur en bættu Því við, að 1 fulltrúarnir hefðu samt eflaust gott af þessu hléi á viðræðum sínum. Miðstjórn brezka Verka- mannaflokksins gaf í dag út yf irlýsingu, þar sem stungið var upp á, að SÞ kæmu á fót hlut- lausri nefnd, sem skyldi at- huga, hvort ásökun Bandaríkja stjórnar um að komið hefði verið upp herstöðvum fyrir langdrægar eldflaugar á Kúbu, væri rétt. — Þá ætti einnig að setja sérstaka nefnd til þess að fjalla um landamærastríð Indverja og Kínverja. Fidel Castro lýsti því yfir á Kúbu, ag þjóðin myndi alls ekki fallast á, að útlendingar færu að vaða um landið til þess að leita að herstöðvum. Þag var engu líkara en jóla- ösin væri hafiri í Berlín í dag. Salan jókst um 50 af hundraði frá Því sem var á mánudaginn, ag því er eigandi kjötverzlunar einnar sagði. Aðallega keypti fólkið niðursuðuvörur, korn- vörur og feitmeti. Fulltrúar stjórnarinnar í Vestur-Berlín segja, að húsmæðurnar í borg- inni vilji aðeins ,að búr þeirra séu full, en hér sé ekki um hamstur ag ræða vegna ástands ins, sem skapazt hefur j heim- inum út' af Kúbu, r ■.......... FÉIA® UNGRA FRAMSÓKNARMANNA i Hafnar- firSij heltíur agaífuncf sinn , kvöld kl. 20,30 í GóStemplarahúsinu, uppi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Kosnir fuigfrúar á 9. þing Samhands ungra Framséknarmanna. Á funtíinum mætir Etöröur Gunnarsson, rit* ari S.U.F. Stjórnin. F. U. F. í Ámessýslu AÐALFUNDUR F.U.F. í Árncssýslu ver'ður að Brautarholti á Skeiðum fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 9,30 e. h. Dagskrá sam- kvæmt félagslögum. Á fundinum vcrða kjömir fulltrúar félags- m ins á 9. þing Samban.ds ungra Framsóknarmanna. R SFjórnin, U F. U. F. í Skagafirði 1 AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmauna í Skagafirði verður í Bifröst, Sauðárkrqki, kl. 8,30 á föstudaginn 3fi. þ. m. | Dagskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verða kjörnir j? fulltrúar félagsins á 9. þing Sainbands ungra Framsóknarmanna R Örlygur Hálfdánarson, forma'ður S.U.F., mætir á fundinum, Stjórnin. E F. U. F. í Borgarfiri | AÐALFUNDUR félagsins verður föstudaginn 2G. þ. m. kl. 9,30 jí e. h. að Brautartungu í Lundarreykjadal. Dagskrá samkvæmt S félagslögum. Á fundinum verða kjörnir fulltrúar félagsins á 9. g þing Sambands ungra Framsóknarnianna. - Á fundimun mæta þeir Már Pétursson, erindreki Framsóknav flokksins og Kári Jónasson, fjármálaritari F.U.F. í Reykjavík, f Stjórnin. Mínar beztu þakkir til þeirra mörgu bæði skyldra og vandalausra, sem heiðruðu mig á ýmsan hátt á 75 ára afmæli mínu, 13. október s.l. Árni Tómasson. Þökkum hjartanlega öllum þeim, er sýndu samúS og vlnarhug v|ð fráfall og jarðarför BJARNEYJARJÓHANNSDÓTTUR frá Meðaldal, PýrafirSi. Sérstaklegn þökkum vér læknum og hjúkrunarliði handlækningar- d”i!d'»r ! ’iidspítnlans fvrir líkn og umhyggjusemi. Eiginmaður, börn, tengdabörn, barnaþörn, systkini og sSrir aSstandendur hins látna. T f M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.