Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.10.1962, Blaðsíða 16
 Ók út ED-Akureyri, 24. okt. í MORGUN, þegar áætlunar- bifreið NorSurleiðar var á leið til Rey.kjavíkur, 6k hún fram á olíubO, sem hafði farig út af veginum skammt frá Grjótá á Öxnadalsheiði. Ætlaði bifreið- g}J gjg Hinum arstjóri áætlunarbifreiðarinnar að aka framhjá olíubílnum, en þá tókst ekki betur til en svo, að hann ók út af veginum hin- um megin. Vegagerð ríkisins sendi ýtu, sem var á Öxnadal, af stað til hjálpar. Nú er hér kominn snjór. Á Akureyri er norðan hvassviðri og snjóél og og mikil hálka á götum, en á- rekstrar munu ekki enn hafa orðið af hennar völdum. — Snjór mun vera á allri leið- inni til Réykjavíkur, suður til Borgarfjarðar. Siglufjarðar- skarg lokaðist í morgun. Fimmtudagur 25. október 1962 239. tbl. 46. árg. Mikil brögð að því að togarasjómenn verði strandaglópar erlendis EINN SKIPYERJANiá EKKI KOMINN FRAM MB — Reykjavík, 24. okt. Þegar togarinn Jón Þorláks- son kom úr síðustu ferð sinni til útlanda voru fjórir skip- verja ekki með sk'ipinu. Þrír þeirna misstu af skiipinu í Bre- merhaven, e,n einn þeirra týnd ist í Grimsby. Þe'ir, sem eftir urðu £ Bremerhaven eru komn ir heim með Víkingi frá Akra- nesi, en sá, sem eftir varð í Grímsbv er ókominn oe hafa engar fréttir af honum borizt heim. Meiri brögð munu hafa orð- ið að því í haust en áður, að skipverjar af togurum verði strandaglópar erlendis. Til dæmis munu ekki hafa verið fleiri með togaranum Víkingi heim að þessu sinni en áætlað var, þar eð þrír skipverjar af honum urðu einnig strandaglóp ar, en þeir munu á leiðinni heim, eða komnir. Þótt þessir tveir togarar hér hafi verið teknir seirí dæmi, munu þeir samt ekkert einsdæmi. Togarinn Jón Þorláksson kom við í Grimsby á leið sinni frá Bremerhaven. Vantaði þá þrjá •skipverja, eins og fyrr seg ir. Skipið átti aðeins að stanza þar í tvo klukkutíma en hálf- tíma áður en skipið átti að fara, kom annar matsveinn að máli við matsveininn og kvaðst þurfa að bregða sér í land. Hann kom ekki aftur á tilsett- um tíma og lengdist dvöl skips- ins því um tvo tíma. Þegar mað urinn var þá enn ekki kominn til skips var haldið af stað, en Þórarinn Olgeirsson, umboðs- maður útgerðarinnar, fékk mál ið í sínar hendur, og lofaði að senda manninn heim, þegar Framh. á 15. síðu Töldu orðið atómstríð þegar grjótflugið kom út úr Hallgrímskirkju BÓ-Reykjavík, 24. okt. Starfsmenn Gleriðjunar efst á Skólavörðustíg voru niðursokknir í umræður um Kúbumálið, þegar sprenging kvað við, og skömmu síðar flaug grjót að húsinu. Að sjálfsögðu héldu mennirn- ir að kjarnorkustríð væri haf- ið, en þegar þeir skygndust út, sáu þeir, að bárujárnsportið fyr ir stafni Hallgrímskirkju var fallið, en grjótflísar lágu um holtig allt í kringum Leifsstytt una og niður Njarðargötu. Þetta gerðist um klukkan 11 í dag. Starfsmenn Gleriðjunnar áttu tvo bíla hjá Leifsstyttunni. Þeir höfðu báðir orðið fyrir grjótinu. Þriðji bíllinn, sem stóð þar, hafði dældazt. Stefnið hjá Leifi var þakið grjótsalla og gólfið í Hallgrímskirkju sömuleiðis. Skýringin á þessum atburði var sú, ag verkamenn sprengdu sökkul undir for- kirkjunni. Sökkullinn var járn- bentur, og höfðu verkamenn iátið í hann drjúga hleðslu, svo sprengingin varð meiri en til var ætlazt. Annar sökkull- inn verður sprengdur á næst- unni, en þarna undir forkirkj- unni á nú að steypa kjallara. Enginn maður varð fyrir grjótinu, en litlu munaði, að einn hnullungurinn lenti á konu, sem gekk þarna um. SÁST HVORKIIBRÚ NÉ BJÖRGUNARBÁTA JK—Reykjavík, 24. október. — Togarinn Freyr kom stuttu eftir hádegið í dag til Reykjavíkur með svo háan tunufarm, að hvorki sást í brúna né björgunarbátana. Aðeins möstrin, reykháfurinn og ratsjáin stóðu upp úr tunnuhaugn- um. Blaðið hafði sambnd við Hjálmar Bárðarson skipaskoðun- arstjóra og spurði hvort leyfilegt væri að háferma skip svo, að ekki sæist fram úr brúnni og björgun- arbátarnir væru undir faminum. Hjálmar sagbi, að samkvæmt sigl-1 ingalögum væri hleðsla skipa á ábyrgð skipstjóra, en ekki væri til I greint í einstökum atriðum, hvern- ig mætti ferma skip. Hjálmar. sagði, að samkvæmt 31. grein sigl-. ingalaganna væri skipstjóra falið! að sjá um, að skipið sé haffært, björgunartæki séu um borð og vel búið að farmi, sérstaklega ef hann er á þilfari. Þá á einnig að búa svo um hann, að hann hindri ekki athafnir skipverja. — (Ljósm.: Tíminn — RE). Kr. Júi,-—Bolungarvík, 24. október. Sá fáheyrði atburður gerðist hér aöfaranótt laug- ardags síðastliðins, að ein- hverjir gengu berserksgang hér um plássið og svöluðu geðofsa sínum á þann furðu lega hátt að brjóta rúður í mannlausum húsum og opinberum byggingum. Einkanlega varð baina skólinn fyrir ásókn þeirra, sem verknaðinn frömdu. í skólahúsinu voru 17 rúður brotnar og varð að fella nið ur kennslu í barnaskólanum af þeim sökum. Þá voru og brotnar rúður í sparisjóðs- byggingunni, Vélsmiðju Bolungarvikur, Trésmíða- verkstæðj Jóns Fr. Einars- sonar og í bílskúr, sem er eign verzlunar Bjarna Ei- ríkssonar. Tjómð af þessum verkn- aði er talið nema um 15 þús-undum króna, eða jafn- vel meiru. Verknaðurinn var fram- inn á þann hátt, að kastað var grjóti i rúðurnar, og voru steinarnir af þeirri stærð, að útilokað er tal- ið, að um börn eða ungl- inga geti verið að ræða. Sem dæmi um afl þess, er braut rúður í barnaskóla- bygginguni, má geta þess, að þyngsti steinninn, gem fannst inni í einn; skóla- stofunni, var 4 kg að þyngd og hafði honum verið kast- að af slíku afli, eða leikni íþróttamannsins, að hann Framn a 15 síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.