Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsfog s Tímasfiim kemur dagtega fyrir augu vandláfra biaða- lesenda um allí land, Tekið er á móti auglýsingum frá kl* 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 240. tbl. — Föstudagur 26. október 1962 — 46. árg. TENDUR E! a TRYGGIR BÓ—Reykjavík, 25. okt. Sigurður Benediktsson held ur fyrsta silfurmunauppboðið á fslandi í Þjóðleikhúskjallar- anum klukkan 5 á morgun. Sigurður hefur til þessa boðið silfur og aðra skrautmuni upp á málverkauppboð'unum, en þetta er fyrsta uppboðið, þar sem silfur og skrautmunir einir eru í boði. Munirnir vom til sýnis í gær, en Sigurður hafði raðað þeim á borð í Þjóðleikhúskjallaranum. Við íónim til að skyggnast yfir safnið og skoðuðum meðal annars kven- liring úr hvítagulil með 5 demönt- um. Sigurður sagðist láta hann fyr ir 30 þúsund, ekki minna. Þar mátti sjá franska silfurskál, er Frainh. á 15. síðu Það kólnaði snögglega eftir hlýindakafla og vætutíð og í gærkvöldi kom fyrsti snjórinn hér í Reykjavík. Þegar fryst- ir hafa bíleigendur nokkrar á- hyggjur út af kælivatninu, og hafa raunar engan frið í sinum beinum, fyrr en vísir menn á benzínstöðvum og verkstæðum hafa hjálpað þeim um frost- lög, eða mælt hvað blandan á kælinum þolir mikið frost. Myndin er tekin þegar verið var að mæla frostþolið á bfl við eina Esso-benzínstö'ðina. (Ljósmynd: Tíminn, GE) HLADA OG FJARHUS tmmBammzmmmasMmmBmimmmmmm FUDRA UPP MB—Reykjavík, 25. okt. Enn einu sinni hefur orðið heybruni og valdið miklu og tilfinnanlegu tjóni. í gær brunnu hlaoa og fjárhús hjá Aðalsteini Guðmundssyni bónda á Laugabóli í Arnarfirði og mestallur heyforðí hans til vetrarins, og var allt éváfryggt. Blaðið átti í dag tal yið Aðal- stein og sagðist honum svo frá, að eldsins Viefðj orðið vart um tvö leytið í íærdag. Svo hagar til, að fjárhús eru samþyggð hlöð- unni, sitt á hvora hönd, en hluti af hlöðunm var notaður sem geymsla ,og var þar meðal .annars geymdur tilbúinn áburður og árs- tekja bóndans af dúni. Fjánhúsin eru fyrir 170 fjár og í hlöðunni var geymdur hey- forði fyrir þetta fé. Var það stór hlutj af heyfeng bóndans. Eldur- inn magnaðist mjög fljótt, enda var norðaustan stormur, og blés því í glæðurnar. Fólk dreif að, hæði handan fjarðarins og frá Mjólkárvirkjun, en við ekkert varð' ráðið, og klukkustundu eft- ír að eldsins varð vart, voru 811 húsin fallin. OLIA" SAGDI SKIP- TJÓRINN 0G SLAPP NTB—New York, 25. okt. Um klukkan 12 á há- degi í dag síöðvuðu banda rísk herskip við Kúbu sovézkt olíuflutningaskip, sem var á leið til eyjar- innar meg farm. Eftír að rannsókn hafði farið fram var skipinu gefið leyfi til þess ao halda ferð sinni áfram, enda hafði komið í Ijós, að það flutti ekki annan farm en olíu, og engin árásarvopn voru í skipinu. Formælandi bandaríska varnar málaráðuneytisins skýrði frá því í dag, að minnsta kosti 12, sovézk skip, sem verið hafa á leis til Kúbu, hafi nú breytt um stefnu, og kvag hann þau án efa hafa flutt árásarvopn. James Van Zandt, fulltrúi repú blikana í fulltrúadeild bandaríska þingsins, var sá, sem fyrstur sagði frá því, að sovézka skipið hefði verið stöðvað, en síðar staðfesti varnarmálaráðuneytið þessar upp lýsingar. Van Zandt hafði tekið þátt í fundi þingfulltrúa og fylkis stjóra frá Norðaustur-ríkjunum, þar sem þeim var skýrt frá ástand inu í Kúbumálinu. Van Zandt skýrði fréttamönn- um frá því eftir fundinn, ag skip- stjóri sovézka skipsins hefði skýrt skipstjóra bandaríska herskipsins, sem stöðvaði skipið, frá því, að ekki væri annar farmur í skipinu en olía, en hann bætti við, að bandaríski skipstjórinn hefði sann fært sig um, að ekki væru aðrar vörur með skipinu, en þær, sem, sem Kennedy forseti hefur gefið leyfi til að fluttar verði til Kúbu. Ekki er vitað um nöfn skip- anna tveggja, sem hér um ræðir, en talið er líklegt að ekki hafi verig gefnar nánari upplýsingar um málið í samræmi við þá skip- un Kennedvs, að halda öllum hern aðaraðgerðum í Kúbumálinu leyndum, að svo miklu leyti, sem mögulegt er. Formælandi utanríkisráðuneytis Baridaríkjanna sagði frá því í dag, ag stjórn Sovétríkjanna væri með- al þeirra, sem fengig hefðu afrit af fyrirskipunum þeim, sem skip- stjórar bandarísku skipanna hefðu fengið, varðandi það, að stöðva kafbáta á leig til Kúbu. Hefur þeim verig skipað ag gefa nokkur aðvörunarljósmerki, um leið og þeir verða varir við kafbáta í kafi. Ekki vildi formælandinn gefa neitt ákveðig svar varðandi það, að hversu miklu leyti sovézk skip fái að sigla óhindrað um Panama skurðinn. Síðustu fregnir frá New York herma, að sovézka skipið, sem í dag fékk leyfi til þess ag halda áfram ferð sinni til Kúbu, hafi ekki verið rannsakað, þ.e.a.s. bandarískir hermenn munu ekki hafa farið um borð í skipið. Skip ig var aðeins stöðvað og skipstjóri spurður um farm þess. Þar eð svarið hljóðaði upp á, að aðeins Framh. á 15. síðu Eins og fyrr segir, var allt það, sem brann, óvátryggt, og er tjón Aðalsteins bónda því mjög til- finnanlegt. r DYRASTA KONA HEIMS f dag byrjum við fram- haldssögu um Rosemarie Nitribitt eftir Erich Kubn. Nafnið er þekkt af einum tveimur eða þremur kvik- myndum, sem gerðar hafa verið um liana, og einum tveimur bók'um. Rosemarie var þýzk léttúðardrós, en fyrir nokkrum árum olli andlát hennar miklu umtali Rosemarie Nitribitt um allan heim, vegna þess að upprifjun á ævi hennar lýsti dýpra í lifnaðarhætti hinna auðugu í landi henn- ar en æskilegt þótti. Aldr- ei hefur upplýstst hvernig andlát hennar bar að hönd- um. Það er það eina, sem tekizt hefur að þagga nið- ur um þessa frægu konu. Hún fannst látin í dýrindis íbúð sinni, og strax á eftir kom upp kvittur um, að hún hefði verið myrt. Síðan hefur ekkert fengist staðfcst í því máli. Rosemarie Nitri- bitt varð ekki gömul að ár- um, en hún lifði vel. Eftir andlát sitt fékk hún viður- nefnið Dýrasta kona heims. Það nafn höfum við valið á soguna um hana, sem byrj- ar í blaðinu í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.