Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 3
BARN BiDUR UM FRIÐ SJaldan hefur ástandið í heim- iniun verig alvarlegra en nú siðustu daga, allt frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Stöðugir bardagar hafa veri'ð á þremur stöðumvi'ðlandamæri Indlands og Kína, og ckki batn aðd útlitið, þegar stórveldin tóku ag deila um Kúbu. Um allan heim hafa menn beðið £ ofvæni eftir því a'ð sjá, hvað úi* þessu yrði, en hérna sjáið þig litla indverska telpu, sem biður sinn gug að koma á friði við indversku landamærin, og þá xun lei'ð að koma á algjörum friði í heimin’um. Sáttafundur í kvöH Sáttasemjari ríkisins hefur boð- að til fundar með samningsaðil- um í síldveiðikjaradeilunni í kvöld kl. 21. Er líklegt, að sátta- semjari leggi þá fram einhverja miðlunarrtillögu. Þetta er þriðji fundurinn, sem hann boðar til. lacmillan lýsir stuðningi Breta NTB—Lundúnir, 25. akt. Macmillan forsætisráðherra Breta hefur markað greini- lega stefnu brezku stjórnar- innar í Kúbumálinu, með yf- irlýsingu þeirri, er hann gaf í neðri málstofu berzka þings- ins. Þar sagði forsætisráðherr ann, að Kennedy forseti hati ekki átt um annað að velja, en setja hafnbann á Kúbu. Stjórnmálamenn í Bretlandi segja, að með þessu hafi Macmill an gengi skrefi framar en gert hafi verið í opinberri yfirlýsingu brezku stjórnarinnar, sem gefin var út í gær. Þar lét stjórnin sér nægja ag deila á sviksamlega fram komu Sovétstjórnarinnar hvað við kemur eldflaugaherstöðvunum, en þar var um leið sneitt hjá því, að gera athugasemdir við aðgerð- ir bandarísku stjórnarinnar. Hef- ur Macmillan nú lýst því yfir, að aðgerðir Bandaríkjamanna hafi verið réttlætanlegar, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna. Annað mikilvægt atriði í yfir- lýsingunni er það, að með henni styður hann í rauninni Kennedy í því, að hafna tillögu U Thants Búast til varnar á 4300 metra háum fiallgarðr NTB—Nýju Delhi, 25. okt. Kínverjar hafa náð á sitt vald stjórnaraðsetri Indverja í Twang sem er innan við landamæri Indlands að norð- austan. Hafa þeir nú yfirráð yfir efri hluta Namjangdals- ins, en eftir honum rennur á, sem síðan rennur niður á ind- versku sléttuna við Brama- putra. Indverska varnarmálaráðuneyt- ið gaf út tilkyningu um fall Ta- wang eftir hádegi í dag. Höfðu kínversku hermennirnir ráðizt fram í þremur fylkingum, og höfðu Indverjar orðið að hörfa undan eftir hörð átök í útjöðrum Tawang. íbúar Tawang, m.a. nokkr ir munkar, höfðu verið flultir á brott áður en bærinn féll í hendur Kínverja. Hersveitirnar héldu áfram í átt- ina að veginum, sem liggur yfir j mærastöð í nágrenni við Chushul, j en þar er smáflugvöllur. i Radhakrishnan forseti Indlands j hefur sagt, að landið muni auka herstyrk sinn og varnir, og kaupa La-fjallgarðinn, og sem heldur síð- j vopn frá öllum þeim löndum, sem an áfram í áttina að Brahmaputra- i fús eru til að selja því vopn. dalnum við Tezpur. Um 80 km frá Tawang er Bomdi, mikil samgöngu miðstöð Indverja. Talið er líklegt í Nýju Dehli, að Indverjum takrst að mynda varn- arlínu eftir hinum 4300 metra háa La-fjallgarði, og hafa þeir góða möguleika á því að stöðva fram- sókn Kínverja á þessum stað. Búizt var við árásum Kínverja á norðaustur landamærunum og í Ladak í Norður-Kasmír, en Kín- verjar tóku landamærastöð { Gal- wandalnum, en árás þeirra var hrundið, þegar þeir sóttu að landa Gin- og kfaufaveiki í Austur-Þýzkalandi NTB—Berlín, 25. okt. Gin og klaufaveiki geisar nú um u.þ.b hálft Austur- Þýzkaland, aS því er skýrt hefur verið frá í fréttum í Berlín. Skæðust er veikin í nágrenni Magdeburg, Dressden og Erfurt, en annars nær hún yfir samtals 47.500 ferkílómetra svæði. Á þess- um slóðum hefur öllum kvik- myndahúsum og leikhúsum verið lokað, og einnig hefur öllum op- inberum samkomum verig aflýst. Aðeins er sérstökum starfsmönn- um yfirvaldanna leyft að heim- sækja bændabýlin, og öll húsdýr, þar með taldir hundar og kettir, verða að vera innivið . Mikill kjötskortur hefur verið ' Austur Þýzkalandi að undan- förnu, og bætir þessi farsótt ekki úr ástandinu. Kínversku blögin túlka svar Indverja um samningaviðræður, sem afsvar. Times of India lýsir tilboði Kínverja um viðræður sem gildru, og staðhæfir, að samþykki Indverjar að taka þátt í viðræð- um núna, muni það vera hið sama og sýna veikleika, sem Kínverjar muni notfæra sér þegar rétti tím- inn komi. Varaforsætisráðherra Kína, Lo Jui-Ching hershöfðingi, sagði í Peking í dag, að vilji Indverjar í raun og veru leysa deilu land- anna á friðsamlegan hátt, hafi þeir enga ástæðu til þess að vísa á bug tillögum Kínverja um samninga- viðraiður. Hershöfðinginn, en hann er einnig yfirmaður herfor- ingjaráðs Kína, gaf þessa yfirlýs- ingu í miðdegisverði, sem hann sat ásamt forsætisráðherranum Chou en Lai, í kóreanska sendi- ráðinu í tilefni þess, að 12 ár eru liðin frá innrásinni í Kóreu. í Moskvu segir málgagn sov- ézku stjórnarinnar, Pravda, um þetta mál, að bæði stjórnin og þjóðin óll hafi óskað þess, að hægt væri að fara samningaleigina. þar eð það myndi tryggja friðinn í Asíu og reyndar annars staðar i heiminum líka Biaðið segir heimsvaldasinnana reyna að auka á úlfúð milli þess j ara tveggja stó o’da j Asíu. Fram j til þessa hefur verið álitið, að j Sovétríkin styddu Indverja í landa mæradeilunni, en Pravda notar í greininni um málið nær því sömu orðin, og kínverska stjórnin hefur notað um deiluna, og segir hana vera arf frá þeim tíma, þegar brezkir nýlendusinnar stjórnuðu indverskum landsvæðum. Indverjar hafa verið látnir skilja það, að hugsi þeir sér að kaupa vopn frá Sovétríkjunum, megi þeir ekki kaupa um leið vopn frá Vesturveldunum. Indverjar höfðu algerlega fallið frá því, að kaupa flugvélar frá Bretlandj og Bandaríkjunum, sökum þess hversu dýrar þær voru, en nú munu þeir aftur hafa fengig á- huga á brezkum herflugvélum. Hótar innrás í Kína NTB—Formósa, 25. okt. — Chiang Kai Shek, forseti Formósu lýsti því yfir við hátíðahöld í dag, að innan tíðar myndu þjóðernissinn- ar hefja árásir á kínverska meginlandið. — Bætti forset inní,við, ag íbúar Formósu sýri'Ju viðleitni sína í því að byggja upp Formósu og vinna aftur meginlandið. — Dagblaðið Hong-Kong Tim- es, sem styður Chiang Kai Shek, sagði frá því í dag, að skæruliðasveitir þjóðern issinna hefðu nú hafið að- gerðir i austurhlutum Kwangtung-héraðsins, og að kínversku yfirvöldin hefðu byrjað herflutninga í hérað inu. framkvæmdastjóra Sþ, þar sem hann fer þess leit vig Kennedy að hann falli frá siglingabanninu í 3 vikur og Sovétríkin á sama tíma leggi^ niður vopnaflutninga til Kúbu. í þessar þrjár vikur á hins vegar að reyna að finna lelð til samkomulags. Bendir Macmill- an á í yfirlýsingunni, ag þarna standi menn enn einu sinni frammi fyrir erfigu vandamáli, þ.e. alþjóð legt eftirlit, en einmitt þag hafi í langan tíma verið aðalvandamál ið á Afvopnunarráðstefnunni. Það sem gerzt hefur síðustu vik urnar hefur fært okkur heim sann inn um það, að í jafn alvarlegu máli sem þessu dugi ekki að treysta orðum og loforðum einum saman. Ef þau eiga að geta endur reist tiltrú milli þjóða verða þau að rætast og staðfestast, sagði Macmillan. Forsætisráðherra íraks, Hassem hershöfðingi, deildi á Bandaríkin og sagði, ag hafnbannig gæti gefið hættulegt fordæmi. Jóhannes páfi 23. ræddi um samskipti stórveld- anna í ræðu, sem hann flutti í dag, og bag hann stjórnmálamenn heimsins að gera sitt ýtrasta til þess að halda friðinn. Blöð í Sovétríkjunum réðust einnig á aðgerðir Bandaríkja- manna um leið og þau létu í ljós von um ag friðsamleg lausn mætti finnast í málinu, og Pravda not- aði um helming þeirra fjögurra síða, sem blaðið er, til þess að segja frá Kúbumálinu, en fjallaði um landamæradeilu Kinverja og Indverja í leiðara. Vöknuöu við vond- an draum NTB—Stokkhólmi, 25. okt. Átökin út af Kúbu hafa víða orsakað óróa og hræðslu, og í Mariestad við Vænern héldu menn að komin væri heimstyrjöld, er þeir sáu eina af stærstu bygging- um þorpsins alelda. Þeir, sem vöknuðu í Mariestad við hávaðann í slökkviliðsbílun- um, urðu skelfingu lostnir, og tóku þeir samstundis til að hringja til lögreglunnar. Vildu þeir fá að vita hvotr sprengju hefði verið varpað á þorpið, þeg- ar þeir sáu eldglampana frá hinni brennandi oyggingu. Sænska stjórnin kom saman til fundar í dag til þess að hlusta á skýrslu, sem Torsten Nilssen ut- anríkisráðherra flutti, en hann kom í morgun heim frá New York. Á morgun mun ráðherrann halda fund með utanríkisnefnd- inni, sem er nokkurs konar ráð- gefandi nefnd í utanríkisstjórn- málum. Þegar Nilsson kom til Stokk- hólms, sagði hann, að ástandið væri í raunmni alvarlegt, en þó liti út fyrir, að málið væri í þann veginn að leysast. Ekki vildj ráð- herrann gefa neitt út á það, hvort líklegt væri. að Svíar tækju að sér að ganga á milli í deilu Banda ríkjanna og Sovétríkjanna. TÍMINN, föst-udaginn 26. október 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.