Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Skattaæðið Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda, var það' eitt helzta loforð hennar að stöðva verðbólgu, dýrtíð og skattaálögur. Helztu vígorð Alþýðuflokksins hafði líka verið í þingkosningunum haustið 1959, stöðvun verðbólg- unnar án nýrra skatta. Fjárlagafrumvarpið fyrir 1963, er nú liggur fyrir þing- inu, er gleggsti vitnisburðurinn um, hvernig þessi loforð hafa verið efnd. Útgjöldin á frumvarpinu eru áætluð 2,114 milljón kr. eða 1.244 millj. hærri en á fjárlögum 1958, og er það þá talið með útgjöldum 1958, sem varið var utan fjárlaga til niðurgreiðslu á vöruverði og tölurnar því gerðar sam- bærilegar. Skatta- og tollaálögur eru áætlaðar í fjárlagafrumvarp- inu 1,785 millj. kr. eða 1.087 millj. kr. hærri en 1958. Auk þess, sem haldið hefur verið óbreyttum nær öllum verðtollstöxtum, þrátt fyrir gífurlega hækkun innkaups- verðs vegna gengislækkananna, hefur verið bætt við inn- flulningssöluskatti, smásöluskatti og ýmsum nýjum álög- um öðrum. Þetta hefur gert það að verkum, að óbeinir tollar og söluskattar hafa um það bil þrefaldazt síðan 1958. Beinir skattar hafa hins vegar verið lækkaðir nokkuð á hátekjumönnum, en lágtekjumenn greiða nú 10% meira í beina skatta en 1959 samkvæmt visitölureikningi Hagstofunnar. Til viðbótar þessu öllu, hafa svo verið lagðir á margs konar skattar utan fjárlaga. T. d. var lagður 2% launa- skattur á bændur í fyrra og útflutningsgjöld, sem út- vegsmenn og sjómenn greiða, voru þá tvöfölduð. Þannig hafa skattaálögur aldrei aukizt meira og hrað- ar en í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þó hafa framlög til verklegra framkvæmda hlutfallslega lækkað. Verðbólg- an hefur etið upp skattahækkanirnar. Þannig hefur rík- isstjórnin efnt loforð sitt um að stöðva verðbólguna, án nýrra álaga. Efndirnar eru mesta verðbólga og mesta skattaæði, sem hér- hefur þekkzt. Lausn síldveiðideil- unnar er auðveld Það er enn augljósara en áður eftir útvarpsumræðurn- % ar, sem fóru fram um fjárlagafrumvarpið s. 1. þriðju- dagskvöld, að ríkisstjórnin getur auðveldlega leyst síld- veiðideiluna á þann hátt, sem Framsóknarmenn hafa bent á, án þess að grípa til nýrra álaga. Fjármálaráðherra upplýsti í umræðunum, að greiðslu- afgangur ríkissjóðs á s.l. ári hafi orðið 57 millj. kr. Þessi tekjuafgangur er eingöngu til orðinn vegna gengishagn aðar þess, er ríkisstjórnin tók af útgerðinni í fyrra og notaði til að greiða viss útgjöld ríkisins. Það mun ekki kosta nema 10—15 inillj. að leysa síld- veiðideiluna, hvað haust- og vetrarvertíðina snertir. á þann hátt, sem Framsóknarmenn hafa bent ó eða i mesta lagi Va hluta þess tekjuafgan.es ríkisins 1961, er varð til vegna upptöku gengishagnaðarins. Ef ríkisstjórnin hundsar þessa leið ber hún ein alln ábyrgð á stöðvun síldveiðiflotans. Jafnvægið milli stórveldanna Rússneskar árásarstöðvar á Kúbu breyta því Bandaríkjunum í óhag. SÍÐAN Kóreustyrjöldinni lauk, hefur friðurinn í heim- inum byggzt á eins konar hern- aðarlegu jafnvægi milli tveggja mestu stórveldanna. Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Einn þáttur þessa jafnvægis hefur verið sá, að þau færðu vígbún- að sinn ekki yfir þau mörk eða línu, sem hafði verið dregin með þegjandi og óbeinu sam- komulagi á milli þeirra. Orðið járntjald, sem Churchill bjó til, hefur oft verið notað um þessa línu. Ef annað hvort þess- ara stórvelda færði vígbúnað sinn yfir þessa línu, var hinu hernáðarlega jafnvægi, sem skapazt hafði milli þeirra, rask- að, og það þeirra, sem fyrir því varð að vígbúnaður hins væri færður inn á svæði þess, hlaut að taka það óstinnt upp. í samræmi við þetta, hafa Bandaríkin látið það afskipta- laust, þótt Sovétríkin vígbyggj- ust í löndunum austan við tjald ið og Sovétríkin hafa látið það afskiptalaust, að Bandaríkin vígbyggjust f löndunum vestan við tjaldið. Þess hefur hins veg- ar verið gætt, að hvorugt þeirra færi yfir hina mörkuðu línu. Þess vegna héldu Bandaríkin að sér höndum og höfðust ekki að, þegar Rússar kæfðu ung- versku sjálfstæðishreyfinguna í blóði. Með því héldu þau það óbeina samkomulag, að fara Qkkirmeð.her og vígbúnað yfir járntjaldið. Hins vegar brugð- ust þau hart við, þegar komm- únistar fóru yfir mörkin í Kóreu. ÞAÐ má vitanlega með rétta segja, að þetta þegjandi sam- komulag stórveldanna hafi tak- markaða stoð í lögum og rétti, og tvímælalaust skerðir þaó rétt hinna smærri þjóða báðum megin 1 ið 'jaldið. Hinar minm þjóo: .nistan við tjaldið ver'ca nauðugar viljugar að tilheyra hernaðarlegu yfirráðasvæði Rússa. Þjóðirnar vestan við tjaldið, verða jafnframt að sætta sig við að geta ekki levft Rússum að koma upp árásar- •stöðvum þar, þótt þær vildu nema því aðeins að eiga yfir höfði sér íhlutun Bandaríkj anna og annarra stórvelda þar. En þótt slikir annmarkar hafi verið á þessu þegjandi samkomulagi stórveldanna, hef ur það haft þann ómetanlega kost að tryggja það jafnvægi í heiminum, er friðurinn hefur byggzt á seinasta áratuginn. EF ÞAÐ er rétt sem Banda- ríkjastjórn heldur nú fram. að Rússar séu vel á veg Ikomnir að koma upp árásar- stöðvum á Kúbu, þá er það ó- umdeilanlegt, að með því er rofið það hernaðarlega jafn- vægi, sem tryggt hefur friðinn seinas'a áratuginn. Þá eru Rúss ar að koma sér upp hernaðar stöðvum vestan við línuna eða jaldið. Frá sjónarmiði Banda- ríkjamanna er það ekki sam bærilegt við það, að þeir væru að reisa árásarstöð í Tyrklandi því að Tyrkland er vestan tjalds heldur ef þeir væru að reisa árásarstöð einhvers staðar aus' an tjalds t.d. í Ungverjaland Þá væri komið yfir línuna, sem hefur aðskilið ! ernaðarleg yfir CASTRO ráð stórveldanna seinasta ára tuginn. Það er frá þessu sjónarmiði ekki sízt, sem Bandaríkin líta á þær árásarstöðvar, er þau telja Rússa vera að reisa á Kúbu. Það hefur svo aukið tor- tryggni þeirra, að Rússar hafa lýst yfir því, við mörg tækifæri, að þeir væru alls ekki að koma upp slíkum stöðvum á Kúbu Þetta hafa þeir ekki aðeins gert opinberlega, heldur í einkavið- ræðum. Þegar annað kemur svo í ljós, verður tortryggnin svo enn meiri en ella, Þegar allt kemur til alls, er það ef til vill þetta, er gerzt hefur alvarleg ast og hættulegast í Kúbumál- inu, því að það torveldar vitan lega alla samninga, ef ekki e? hægt að treysta orðum mótaö ilans. ÞEGAR litið er á það, sem er rakið hér að framan, eru að- gerðir Bandaríkjanna næsta skiljanlegar, þótt hins vegar geti verið erfitt að samræma þær alþjóðalögum eða stofn skrá S.Þ. Það hefur hins vegar aukið nokkra tortryggni í garð Bandaríkjastjórnar, að afstaða hennar til Kúbu síðan Castró kom þar til valda, hefur oft mótazt meira af tilfinningum og tilvifjunum en festu og i hugun. Af þeim ástæðum hafa bæði Diefenbaker og Gaitskel! nú lagt til, að hlutlaus rann- sóknarnefnd verði send til Kúbu og látin rannsaka, hvort það sé rétt að verið sé að reisa þar árásarstöðvar. Það sýnir. að jafnvel vinir Bandaríkjanna treysta ekki fullkomlega á stað hæfingar þeirra. Castró hefur hér hins vegar komið Banda ríkjastjórn til hjálpar með þvi að neita að taka á móti slikri nefnd. Það bendir til, að hann hafi ekki hreinl mjö] í poka horninu, og að Bandaríkm muni því í þetta sinn hafa ré*t G'rir sér. Annars rnega Bandaríki.n lér mjög um það kenna, hvern ■g komið er á Kúbu. Bandarísk tuðfélög efldu Batista þar til valda og sköpuðu með þvi sk(I yrði fyrir valdatöku Castrós. Bandarískir auðhringar áttu einnig þátt í því, að Bandaríkja stjórn snérist mjög óhyggilega við, er Castró þjóðnýtti eignir þeirra á Kúbu. í stað þess að taka því hóflega, fóru Banda- ríkin að beita Kúbu refsiað- gerðum og gerðu Castró þanmg háðari Rússum. En sökin er þo ekki Bandaríkjanna einna Castró hefur oft farið óhyggi- lega að ráði sínu og reynt að ó- þörfu að lítillækka og vanvirða Bandaríkjamerin. Flest bendir til, að hann sé slyngur ævin- týramaður, en erfitt sé að treysta honum. AÐ SJÁLFSÖGÐU er erfitt að spá nokkru um það, sem framundan er í þessum málum Líklegt verður þó að telja, að bæði Bandaríkjamenn og Rúss ar reyni að forðast stórstyrjöln i lengstu lög. Hitt er hins veg- ar ekki ósennilegt, að um skeið verði teflt á fremstu nöf, og að Rússar telji sér óhjákvæmilegt að svara hinum djarfa leik Kennedys með einliverjum svip uðum mótleik, og kemur þá sennilega Vestur-Berlín helzi til greina, sem er ekki ósvip aður fleinn í holdi Rússastjórn- ar og Kúba í holdi Bandaríkja- manna. Hins vegar má vaenta þess, að almenningsálitið heiminum stuðli að því, að báð- ir aðilar fari með nokkurri gætni, auk þess, er þeir óttast kjarnorkustyrjöld. Það má t.d telja víst, að Bandaríkin hefðu gert enn róttækari aðgerðir 1 Kúbumálinu, ef þau hefðu ekki talið sig þurfa að taka tillit tii Suður-Ameríkuþjóðanna, er vilja láta fara að með gát og eru t.d. andvígar innrás á Kúbu. Þegar frá líður og menn eru búnir að sjá hættuna, sem fylgir slíkum átökum enn bet-. ur en áður, getur vel svo farið. að valdamenn Bandaríkjanna og Rússa verði fúsari til að setj- ast að samningaborðinu og reyni að jafna hættulegustu á greiningsmálin. Sú er a.m.k von rnanna um heim allan Þ.Þ. T í M I N N, fimmtudagur 25. okt. 1962. — J 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.