Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.10.1962, Blaðsíða 14
Rosemaríe Nitríhitt HERBERGIÐ VAR BLÁTT, að minnsta kosti var blátt ríkjandi lit ur þar inni. Gólfteppin og vegg- tjöldin og flest húsgögnin voru í þeim lit. Sumir veggfletirnir og hurðirnar voru kremgular. Þegar Schmitt, sem varð síðastur inn, fann að blátt flosteppið undir ítölsku skónum hans var mjúkt eins og mosi, beygði hann sig og strauk mjúklega fína þræðina í ofnu teppinu með hendinni. Bláa herbergið var nærri þvi jafnstórt og salur. Á listanum yfir herbergin í Palace Hotel var það kallað Bláa fundarherbergið. Kringum stórt, sporöskjulagað t»orð með bláum dúk var raðað tnttugu þægilegum, bláum stólum. Á fundum Einangrunarsambands- ins var aldrei setið í fleirum en átta þeirra. í raun og veru voru meðlimir sambandsins ekki nema sjö, því að herra Hoff sat fund- ina sem áheyrnarfulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Vanalega komu þeir reglulega saman og mættu allir á réttum tíma. Viðskipti þeirra voru mikilvæg. Hjá þessum herr- um var nú stórmál á döfinni. Eng- inn af þessum sjö, sem er dular- full tala, eins og Hartog hafði einu sinni sagt, — enginn af þessum sjö iðnrekendum framleiddi ein- angrunarefni. Að vísu átti von Killenschiff glerullarverksmiðju, en hún var aðeins eitt af mörgum fyrirtækjum hans. Það var Brust- er, sem hafði lagt til nafnið Ein- angrunarsambandið, á fyrsta fundi þeirra, þegar þeir voru að velta vöngum yfir heppilegu nafni. Þeir þurftu á þægilegu, blekkjandi nafni að halda vegna skráningar- innar og urðu að geta skírskotað til þess. Uppástungunni var tekið með hlátrasköllum. Þessir menn, leiðandi iðnrekendur á sínum stað og sínum tíma, voru vanir að hlæja svona háum og ruddalegum hlátri. Fyrirrennarar þeirra hefðu látið sér nægja að sýna velþókn- un sína með blíðu brosi. — Hvern fjandann ertu að gera? spurði Bruster 'Schmitt, eig- anda efnaverksmiðjanna Mallen- wurf & Erkelenz, þegar hann strauk yfir teppið. — Eg er ekkert nema aðdáunin, sagði Schmitt og setist í sinn stól við borðið. — Þeir hljóta að hafa alveg sérstakt þjónustulið hér. Hótelið var tekið í gegn fyrir meira en þremur árum síðan. Eg ætti að vita það, sem bjó þá hér vikum saman. Þetta er nærri því óhugnanlegt, Teppið lítur út, eins og það hefði verið lagt á gólfið í gær. Heima hjá mér eyðileggja þær ósvikið, persneskt teppi, sem hefur litið út eins og nýtt i tvær aldir, á einu ári með því að hreinsa það með ryksugunni. Haldið þið, að við getum kennt stúlkunum að beita ekki burstan- um of fast? Þær læra það aldrei. — Nei, auðvitað ekki, sagði Hartog. — Ef vinnukonur kynnu að fara með vélar, væru þær ekki vinnukonur; þær myndu fá sér vinnu í verksmiðju. Heima hjá mér fá þær aldrei að sherta ósvikin, austurlenzk teppi með ryk sugunni. — Þú segir ekki, sagði Burster. — Hvernig fara þær þá að? — Kannski þær berji þau með höndunum, sagði Nakonski hlæj- andi. Allir fylgdust af áhuga með samtalinu, nema Hoff, sem leidd- ist. Einmitt það, sagði Hartog. — Áttu við það, sagði Schmitt, — að þú hafir þjónustulið, sem vefur upp teppin í hverri viku, ber þau út, hengir þau á slá og lemur þau, svo að lungun fyllast af ryki? Hartog svaraði, eins og hann væri hálffeiminn: — Við höfum stúlku, sem gerir það. Þjónninn hjálpar henni auðvitað. — Hvað eru þau búin að vera lengi hjá þér? spurði Bruster. — Stúlkan er búin að vera nærri átta ár, en þjónninn var hjá pabba í gamla daga. — Nú, það er svona, sagði Na- konski. Rafmagnsklukkan yfir dyrunum var hálfþrjú. Fundurinn átti að hefjast klukkan kortér yfir tvö. — Gætuð þið gefið mér nokkra hugmynd um það, herrar mínir, hve lengi þið ætlið að halda á- fram að tala um vinnukonur? spurði Hoff, ráðuneytisfulltrúi. — Nú, þú hefur kannski enga? sagði Schmitt. Hann var elzti mað- urinn við borðið, með silfurhvítt hár, en rjóður og sællegur í and- liti, enda nýkominn úr fríi frá Sviss. Hann minnti á dómara í amerískri kvikmynd. Hann var sá eini af þesum sjö, sem leyfði sér að móðga Hoff, og hann naut þess að nota sér þá dirfsku sína. Hann hafði lengi harmað þátttöku sína í þessum samtökum, sem höfðu orðið tilefni svo margra funda í Bláa fundarherberginu á liðnu ári og rugluðu hann í öllum fram- leiðsluáætlunum. — Eg átti bara við, að vinnu- konur eru óendanlegt umræðu- efni, sagði Hoff. — Allt í lagi, þá skulum við snúa okkur að viðskiptunum, sagði Bruster. — Hvaða góðar fréttir geturðu sagt okkur í dag? — Eg er smeykur um, að þær séu fáar, svaraði Hoff. Erfiðleik- arnir, sem skapazt hafa hjá Mall- enwurf, — þið eruð allir kunn- ugir síðustu skýrslu, — gera okk- ur stórum erfiðara fyrjr um alla afgreiðslu. — Þetta var strax dauðadæmt, sakut Bruster inn í. — Við samþykktum afgreiðslu- skilmálana samhljóða, svaraði 1 Hoff strax. — Hér er fundar- gerðin frá þeim fundi. — Við þurfum ekki að fara yfir hana, sagði Nakonski. — Við gerðum axarskaft. Það er allt og sumt. Hraðinn var allt of mikilL — Já, herra ráðuneytisfulltrúi, okkur hefur skjátlazt, svaraði Hartog. — Mistök okkar vora fólgin í því, að við héldum, að við þyrftum ekki að taka tillit til venjulegra byrjunarerfiðleika. Við vonuðum, að við gætum notfært okkur eþkkingu og reynslu ann- arra fyrirhafnarlaust. En það er ekki hægt. Við erum búnir að glata fimmtán árum og getum ekki bætt okkur þau upp á einu. Það er eitt, sem vfst er. Hartog brá öðru hverju fyrir sig orðalagi, sem hinum hefði aldrei dottið í hug. Hann hafði einu sinni sagt um varnarmála- ráðherrann, yfirmann Hoffs: „Hann er alltaf að segja okkur, hvar Davíð keypti ölið, en það vitum við bezt sjálfir". Þarna kom fram bændablóðið úr Rínarlönd unum, sem var æði ríkt í Hartog- fjölskyldunni. Annars gátu meðlimir Einangr- unarsambandsins yfirleitt ekki státað af arfgengri hefð. Meira að segja var aðalstign Killen- schiffs ekki nema einnar kyn- slóðar gömul. Hann erfði hana frá föður sínum eða réttara sagt Vilhjálmi keisara II. Og Killen- 'Schiff lagði jafnve] talsvert á sig til að dylja fortíð sína Hann gerði sér fara um að líkjast hinum í tali, sem sjaldan notuðu fleiri en átta hundruð orð. Það nægði þeim til að segja það, sem þeir þurftu. Hartog og Gernstorff voru þeir einu í hópnurh, sem áttu sér verulega fortíð í viðskiptaheimin- um. Ættir þeirra höfðu verið rík ar og staðið í nánum tengslum við iðnaðinn í hundrað ár. Hartog- 33 vatnskrani, sem bilaður var, eða seðlaveski, er hún ætlaði að kaupa sér. Allt og sumt, sem Caro- lyn þarfnast er, eðlilegt heimilislíf hér, þar sem hún er borin og barnfædd, hélt ég áfram. Marion lygndi augunum. — Ó, já, þér eruð nú hjúkrunar- kona, ungfrú Browning, svo að þér eruð sjálfsagt vanar því, að hafa með að gera erfið og leiðinleg börn. Eg verð bara frávita af skelfingu við tilhugsunina eina. Og þér eruð náttúrlega alltof ung- ar til að skilja hvað við — Oliver og ég höfum orðið að þola . . . líf okkar voru eyðilögð algerlega þessa hræðilegu nótt. Þetta kom ekki alveg heim og saman hjá henni, að minnsta kosti notaði hún ákaflega mikla peninga til fata og snyrtitækja alls konar. En mér stókst að stynja einhverj- um samúðarorðum fram. Eg skildj ekki hvernig Oliver þoldi að um- gangast þessa hundleiðinlegu konu. Hún var alls ekki hans kven- gerð og tal hennar um Carolyn gerði mig reglulega reiða. Kannski var það veðráttan, sem hjúpaði mig inn í svikna öryggis- tilfinningu eða kannski voru það daglegar framfarir Carolyn, sem gerðu það að verkum, að ég kveið ekki svo mjög komu Ðeidre. Og að hljómaði hreint ekki svo illa þegar Oliver sagði dag nokkurn, um það bil mánuði eftir komu okkar, við mig: — Deidre kemur ein og stoppar aðeins um helgina. Frá- Donovan er veik eða lætur að minnsta kosti sem hún sé það. Hún neitar allavega að fara frá London. Eg get ekki sagt að ég harmi það. Það hefur verið svo friðsælt og indælt hér upp á 'síðkastið, ekki satt? — Mjög friðsælt, samsinnti ég, en ég hef likast til fölnað eilítið, því að Oliver brosti til mín. — Kæra Mandy mfn, þú ert varla hrædd við Deidre enn? Þegar hún sér Carolyn verður hún ákaflega undrandi yfir breyt- ingunni . . og hún er tilneydd að éta ofan í sig allt, sem hún sagði. — Ekki hef ég trú á að hún geri það nokkurn tíma. Eg gat ekki ímyndað mér að Deidre bæði nokk urn tíma afsökunar á neinu. Og ég var ekki viss um að Deidre kynni að meta þær breytingar, sem orðið höfðu á Carolyn. Eg var reglulega kvíðin yfir því, að henni tækist einhvern veginn að eyði- leggja það sem okkur hafði miðað þennan mánuð, og ég sagði biðj- andi: — Oliver, lofaðu mér einu! Láttu ekki Carolyn vera ejna með henni — ekki eitt einasta augna- blik! Hann leit alvarlegur á mig og hrukkað'i ennið. — Eg held enn, að þú dæmir Deidre rangt. Þú skalt sjá það, að hún verður stórhrifin af breyting- unni á Caro . . . Han hristi höf- uðið og brosti eilítið. — Hún væri ekki mannleg ef henni þætti ekki mikið til koma. — Við eigum þér óskaplega mikið að þakka, Mandy. Hann horfði á mig ljómandi augum. Eg vissi að honum þótti vænt um mig og að hann var mér óendanlega þakklátur fyrir það, sem ég hafði gert fyrir dóttur hans, en ég vissi einnig að hann hélt að ég ýkti þau völd, sem Deidre hafði yfir Carolyn. — Þá verður þú að vera svo góður að gera það, sem ég bið þig um, Oliver. Jafnvel þótt ekki sé Deidre um að kenna — þá er Carolyn hrædd við hana. Eg vil ekki að hún verði hrædd við nokkra manneskju aftur — aldrei, sagði ég biðjandi. — Gott og vel Mandy. Eg skal sjá til þess að þær verði ekki BARNFÓSTRAN einar eitt andartak, sagði Oliver léttilega, og ég varð að gera mér það að góðu. Við höfðum ekki haft upp á Jane Polvern enn þá — og það fannst mér í rauninni merkilegt, og ég óskaði að við hefðum getað talað við Jane áður en Deidre kom til Mullions í helg- arheimsókn. En helgin gætj samt gefið mér skýringar á ýmsu, hugs- aði ég. Carolyn og ég stóðum hvor annarri svo nær núna, að ég vissi alltaf hvað barnið hugsaði eða hvað hennj leið, auk þess gat hún talað skýrt núna og stamaði ekki nærri eins mikið og áður. Fyrsta merkið um erfiðleika kom 'Um leið og Oliver sagði Carolyn að von væri á Deidre. Barnið starði skelfingu lostið á hann og ýtti frá sér diskinum eins og hún væri allt í einu orðin södd. — Eg vil ekki mála. Hún getur ekki n-neytt mig til að m-mála, pabbi, hrópaði hún þverlega, en augu hennar voru biðjandi. Deidre hafði sett allt teikn'dót Carolyns niður í tösku, en barnið hafði allan tímann nejtað að snerta dót- ið og ég hafði aldrei reynt að neyða hana til þess. — Auðvitað þarftu ekki að mála ef þig langar ekk: til þess, svaraði Oliver hálfóþolinmóður, en áhyggjufull augu hans mættu mínum. — Deidre frænka kemur í bíl hingað frá London, — það er að segja hún verður bara föstu dagskvöld og taugardag hérna, hún verður sjálfsagt að leggja af stað snemma á sunudagsmorgua. — Eg vil ekki fá hana hingað, sagði Carolyn skýrmælt og leit í kringum sig eins og óttaslegið dýr. Hún leit á Oliver, á mig, á Mark, sem sat á gólfinu vjð stól- inn hennar, á þær lifandi verur, sem hún hafði lært að treysta. Oliver þurfti varla skýrari sönnun en þetta, hugsaði ég . . En hvort sem hann hefur hugs- að það, þá "sýndi hann það að minsta kosti ekki. Hann brosti vi'ð Carolyn og sagði ákveðjnn: — Deidre er frænka þín og hún verður hér aðeins í tvo daga Hún verður okkar gestur, Caro, og við verðum að láta henni líða vel þessa helgi. Skilurðu? — Já, pabbi, sagði Carolyn fús- lega, en þegar máltíðinni var lok ið, hljóp hún út í skóg með hund inn sinn, og mótmælin skinu af henni. — Láttu hana hlaupa. sagði Oliver, þegar ég gerði mig líklega til að fara á eftir henni Svo and- varpaði hann: — Þessi helgi verð ur sjálfsagt erfið, Mandy Eg gei ekki gleymt og má ekki gleyma. að ég hef líka ýmislegt að þakka Deidre. Eg vorkenndi honum. Eg hafði mína eigi,n reynslu og hugboð mín að fara eftir, þegar barn átti í hlut, en Oliver hafði þekkt Deidre í átta ár, hún var mágkona hans og hafði að því er virtist gert hon um mikinn greiða eftir hinn mikla sorgaratburð fyrir tveimur árum Eg gat að nokkru leyti skilið hann — Varpaðu sökinni á mjg, ef Carolyn er ókurteis við hana, sagði ég rólega. Deidre hefði gert það alla vega, hugsaði ég bitur lega, en jafnvel hún gæti ekki sagt að ég hefði haft slæm áhnt á barnið að öðru leyti Carotvn leit þegar mun betur út hún gat lesið og skrifað betur en fles sex ára börn, hún hljóp um í hu;, inu og á eigninni eins og húr hefðj aldrei frá Mullions fanð og hún gat skrafað heilm kið þegar vel lá á henm Og framar öltn öðru, hún gat hlegið ug ve-ið stríðnisleg prakkarakerhng þei.ir hún vildi það við hafa Nei. hugs aði ég. Carolyn er frjáls núna Deidre, og þú hefur ekki frámar neitt vald til að kúska hana Deidre kom meðan við sátum og drukkum te á veröndinni við rósa garðinn. Oliver gekk til að taka á móti henni þegar við heyrðuni í bílnum. Það kom torkennilegur svipur á andlit Carolyn allt líf hvar úr augum hennar. Og hjart- að í mér sökk niður í skó af ein- skærri meðaumkun Eg reis fljót lega upp og þrýsti hennj að mér og hvíslaði: — Hún verður bara til sunnu- dags, vina mín, reyndu að vera eóð stúlka. Hún svaraði engu. en reis hægt upp, þegar Oliver og Deidre komu fyrjr hornið. Deidre kjpraði sam- an augun þegar hún sá hvað við höfðum haft það notalegt Carolyn og ég vorum í fallegum og lé t um sumarkjólum. og þegar orðn- ar sólbrúnar eftir ferðirnar niður á ströndina , . — Nú-nú . . . L hrópaði hún 14 T f MIN N, föstudaginn 26. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.