Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaSa- lesenda um alli land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, simi 19523 241. tbl. — Laugardagur 27. október 1962 — 46. árg. Halda áfram aö byggja el flmigastöövai Myndin sér að neðan er af loftvarnarbyssu við höfnina í Havana. SJA 3; 5IÐU •• VERÐA SILDARSOLU SAMNINGAR ÓNÝ JK-Reykjavík, 26. okt. Deila útgerðarmanna og sjómanna um kjör á Suður- landssíldinni er komin á svo al varlegt stig, að nýir og stórir síldarmarkaðir eru í stór- Skortir sáEf ræð- inga og húsnæoJ BÓ—Reykjavík, 26. okt. Geðverndardeildin á Heilsu verndarstöðinni hefur hvergi | nærri við að sinna því fólki, I sem þar leitar aðstoðar. Starfs j menn deildarinnar hafa, að frátöldum nokkrum mjög að- kallandi tilfellum, ekki tekið nýjar umsóknir til meðferðar síðan þeir komu úr sumarfrí- um. Sigurjón Björnsson, sálfræðing- ur, forstöðumaður deildarinnar, gaf þessar upplýsingar á fundi, sem Kristinn Björnsson, sálfræð- ingur og varafonnaður Barna- verndarfélags Reykjavíkur, og Jónas Pálsson, sálfræðingur, for- stöðumaður Sálfræðideildar skóla, héldu með fréttamönnum. Sigur- jón Björnsson kvaðst hafa reikn- að út, að 20 sálfræðinga þyrfti til að anna því fólki, sem kemur til deildarinnar, en starfsmenn henn- Framhald á 15. síöu. hættu. í haust hefur verið selt fyrirfram miklu meira af salt síld og freðsíld af Suðurlands vertíðinni heldur en í fyrra. Nú eru um tvær vikur síðan vertíðin hefði getað hafizt, en bilið milli deiluaðila sízt mjórra en áður. Sáttasemjari boðaði fyrsta fund inn í deilunni fyrir viku, og verð- ur þriðji fundurinn nú í kvöld. Ekkert hefur þokazt í samkomu- lagsátt á fundum þessum, en reikn að var með, að sáttasemjari legði fram miðlunartillögu á fundinum í kvöld. Útgerðarmenn setja fram sömu kröfur og þeir gerðu í vor, þegar þeir sögðu upp samning- um, en sjómenn hafa hækkað sín- ar kröfur um 1% í launum. Málið er enn erfiðara fyrir þær sakir, a?j ekki er samkomulag um, hvaða sjómannafélög hafi lausa samninga. Alþýðusamband íslands telur, að útgerðarmenn hafi sagt ólöglega upp á verstöðvum Aust- fjarða og á allmörgum öðrum stöð; um. Málið á Norðfirði gekk ASÍ í vil, en útgerarmenn hafa ekki viljað viðurkenna það sem próf; mál. Samkvæmt dómnum telur ASÍ að gömlu samningarnir séu enn í gildi víða um land. Þau félög, sem nú semja við útgerðarmenn, eru aðeins þau, sem ótvírætt hafa lausa samninga, og ekkert Vest- fjarðafélaganna. Blaðið fékk í dag þær upplýs- ingar hjá Gunnari Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd- ar, að til þessa hefði verið samið um fyrirframsölu á u. þ. b. 125.000 tunnum, útflutningspökkuðum, af ýmsum tegundum saltaðrar Suður- landssíldar og er áætlað, að þurfi um 230.000 tunnur, uppmældar, til þess að framleiða það magn. Er þessi síld seld til V.-Þýzkaalnds, Rúmeníu, Póllands, Austur-Þýzka- lands og Bandaríkjanna. Þá skýrði Gunnar og frá, að samningaumleit anir hafi staðið yfir frá því í sum- ar um sölu Suðurlandssíldar til kaupenda í fleiri nýjum markaðs- löndum, svo sem ísrael, Belgíu, Frakklandi, Bretlandi og Hollandi og væri verið ag ganga frá samn- ingum við nokkra aðila í þessum löndum. Vegna hins alvarlega ástands, Framhald á 3. síðu. Ástandið aldrei eins alvarlegt f rá stríðsiokum NTB-New York, 26. okt. f DAG hóf U Thant fram- kvæmdastjóri Sameinu'ðu þjóð anna viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Kúbu út af deilunni, sem ris i® hefur upp, vegna hafnbanns ins, sem sett hefur verið á eyj- una. Framkvæmdastjórinn hafði borið fram málamiðlunartillögu þess efnis, ag Sovétríkin hættu að flytja vopm til Kúbu og Bandarikjastjórn félli frá að halda hafnbanninu til streitu í 2 til 3 vikur, en á meðan yrði reynt að finna friðsamlega lausn á málinu. Kennedy forseti hefur svarað þessum tiimælum U Thants og flutti Stevenson fulltrúi Banda- .ríkjanna hjá SÞ, U Thant svar- ið. Kennedy segist fús til þess að hefja samningaviðræð- ur, en hann leggur á það mikla áherzlu, að aðgerðir Banda- ríkjamanna við Kúbu, séu ekki það, sem ógnar friðinum í heim iinitn, heldur séu það eldflauga herstöðvarnar á Kúbu, sem séu friðinum hættulegar. Krústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefur einnig svarað tilmælum U Thants og segist hann einnig vera fús til viðræðna, ef aðrir aðilar séu það. U Thant hefur hvað eftir annað lýst þeirri skoun sinni, að aldrei hafi friðinum verið jafn géigvænlega ógnað og nú allt frá því síðari heimsstyrj- öldinni lauk, og því sé mikið undir því komið, að samkomu- Iag náist milli ríkjanna sem allra fyrst, áður en verra hljót- ist af. í síðustu fréttum frá Wash- Framh. á 15. síðu U THANT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.