Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 2
verk sem á einkemillegan hátt segja allt um dýpsta eðli tveggja manna og list- ar þeirra Dostoievskís og Leo Tolstois. Myndin af Dostoie- vskí er eins og ör í hjarta- stað, þetta er eins og andlit af Kristi með gráma af jarð nesku ryki umhverfis ásýnd- ina. Varla er hœgt að ímynda sér einmanaleikann komast á hærra stig. Niðurlútt and- litið er sjúklega sjálfkann- andi. Það er ósýnileg byrði í sál þessa manns. Þjáning og sök í hverjum andlitsdrætti. Nú fyrst rennur þa5 upp fyrir mér hver Dostoievskí í rauninni er, varð Priestley að orði er hann stóð frammi fyrir þessari mynd fyrir skemmstu. Og svo er málverkið af Tolstoi. Þar er styrkur og þróttur og ber ofurliði innri átök. Opið andlit. Blá, einarðleg augun horfa einbeitt framan í mann. Óttalaus. Hann þekkir manneskj una og takmarkanir hennar og fylgir henni alvitrum augum á leið hennar. Það er harðneskja í augnatillitinu sem lofar engri málamiðlun og þar er einnig að finna ofurgnægð þess mannlega, blik af draumi. Kom þú, veruleiki. Eg er reiðu búinn að takast á við þig. Jafnvel stelling mannsins og allt fas hans sameinar alþýðu- skap bóndans og stolt hermanns ins. Þannig var maður serft hafði örlög sín í hendi sér — og veit þó að örlagataumarnir liggja í höndum meðbræðranna. Breiður munnurinn er nautna legur en ljósið í skæru augna- ráðinu er þó öllu æðra. „í augum hans voru þúsund augu“, skrifað; Maxim Gorki. Dag einn fórum við til Jasn- aja Poljana til þess að sjá hvað heimilið gæti frætt okkur um Tolstoi. Dag einn á yngri árum mín- um — ég var nánast unglingur — sá ég í vikublaði mynd af Tolstoj við vinnuborð hans. Myndin var eins og opinber- un. Eg klippti hana út og geymdi hana, fyrir mér var hún ímynd einfaldleikans. Skáld í vinnu- klæðum. Maður sem skaut öllu óviðkomandi til hliðar. Nú — hálfri öld síðar — gafst mér tækifæri að líta eigin aug- um umhverfi Tolstoj á þessari mynd. Jasnaja Poljana — „Ljósa engi“ — liggur um tvö hundruð kílómetra fyrir sunnan Moskva og við brunuðum eftir aðalveg- inum sem iiggur til Krím. Húrra, hrópaði Hans klaufi. Bíllinn okk- ar þaut með þungum dyn fram hjá óteljandi vörubílum og flutningavögnum og við urðum eitt með hinni voldugu náttúru Rússlands. Búsmalinn reikar eirðarlaus um víðáttumiklar slétturnar og tötralegir bændur eigra um margir illa haldnir af klæðleysi. Loks komum við að Jasnaja Poljana. Það er eins og sælu- garður, lokaður frá ysi og skark ala umheimsins. Húsvarðaríbúð, skóli og loks þetta hvíta hús, hús skáldsins. Hér fæddisi; Tolstoj og hér lifði hann síðustu fimm- tíu ár ævi sinnar, vildi vera bóndi meðal bænda. Sjálfur gróð ursetti hann mörg þeirra trjáa, sem nú byrgja útsýnið með lauf- ríkum greinum. Stundum er einn litur ríkjandi framar öðrum þótt litadýrðin virðist fjölbreytileg. Hér ber mest á grænsku gróð- ursins en samt er það hvíti lit- urinn sem er áleitnastur. Píla- grímurinn hvíti, kirkjuhöfðing- inn hvíti. Þegar við nálguðumst húsið hafði ég það á tilfinningunni að hann gæti birzt okkur þá og þeg ar. Hann lifði í svo nánu sam- bandi við þessa hluti að hann var vart aðgreindur frá þeim. Eigr- aði hann ekki álútur hér með- fram þessum hvíta múrvegg, berfættur, hvitur fyrir hærum og skegg öldungsins hafð'i sama lit og skyrta hans? Fyrir framan innganginn stendur tré bíðendanna, aldar gömul eik. Hér var það sem hús- gangsmenn biðu eftir ölmusu og syrgjendur biðu eftir huggunar- orði. Þeir virðast vera hér enn, þögull, hnípinn hópur orðlausir stara þeir á dyrnar: mun hann ekki brátt birtast? Látum oss ganga inn fyrir í allri auð'mýkt. Sérhvert hús býr yfir eigin andrúmslofti og þetta hús ein- kennist af vinnusemi og nægju- semi. Hver hlutur er gagnlegur. Eg lít í kringum mig eftir bók um og rek fyrst augun í Victor Eremitus: „Annaðhvort — eða“. Úr endurminningum Gorkis vitum við hvaða álit Tolstoj hafði á H. C. Andersen. „Andersen hlýt ur að hafa verið mjög einmana — mjög einmana." En hvað vit um við um viðhorf hans til Sören Kierkegaard? Þetta er óð'alsetur sem við heimsækjum. Stórt í sniðum en einfalt að sama skapi. Dagstof- an bendir til fjölskyldusam- heldni, sumargleði. Báðum meg- in við aðalmatborðið er smáskot og smugur þar sem virðist upp- lagt að sitja yfir skákborði, te- drykkju eð'a hannyrðasýsl. Vinnuherbergið er ekki stórt. Við skrifborðið stendur stólkríli. Tolstoj vildi ekki nota annan eins hégóma og gleraugu og varð því að vera með nefið ofan í því sem hann skrifaði og las. Bak við stóiinn stendur skældur og slitinn legubekkur þar sem hann fæddist sjálfur og þar sem börn hans fæddust og smám sam an rennur það upp fyrir manni hvað honum fannst líf sitt nú- tengt lífi kynslóðanna. í fyrstu bókum sínum fjallar hann um eigið líf sitt og foreldra sinna og forfeðra og hér í herberginu sjáum við' mynd af dóttur hans, hann hafði sýnilega litið á sig sem tengilið ættarinnar, kynslóð anna. Við vitum hve sár harmur var að honum kveðinn er sonur hans sjö ára gamall dó. Hann hafði alltaf litið á þennan son sinn sem erfingjann, þann er skyldi bera merkið áfram fram á veginn. Hann náð'i sér aldrei eftir þetta áfall, sorgin vegna dauða sonarins varaði allt líf hans. .. . Og svo komum við í hvítt kjall araherbergið, þar sem ýmsar stór fenglegustu sýnir hans fengu á sig form orða. Hér var það. Eg reyndi að finna líkingu með þessu herhergi og þeirri mynd sem ég varðveittj af skáldinu í æsku minni. Eg stóð þarna og reyndi að skynja til fulls hina hyldjúpu þögn er þarna ríkti. Þetta hvíta herbergi sem virtist gefa öllu öðru ljóma sinn og lit. Nei — mér tókst það ekki til fullnustu. Eg sneri mér við, hin- ir voru farnir og ég reyndi að ljúka upp dyrum þagnarinnar og eitt andartak var sem birtan hvíslaði mér á orðlausu máli þar inni . . . Tolstoj lét sér aldrei nægja ytri lýsing þótt þar væri hann meistari og snillingur svo mik- ill að fáir hafa verið honum fremri. Hann lýsti persónum, at- höfnum og umhverfi mjög ná- kvæmlega og list hans hefur með réttu verið kölluð „plastískur realismi". En hann lét sér það ekki nægja, hann vildi komast inn að innstu verund hlutanna, ná sambandi við innsta þátt sál- arinnar. Að síðustu fjarlægði hann allt sem hann taldi gæti orðið til traf ala til að ná þessu sambandi, allt sem gæti truflað. Hann varð meinlætamaður og pílagrímur, afneitaði sinni eigin ritlist. Hann gat ekki fundið svar í bókum síns tíma og því gekk hann á vit náttúrunnar. Hann vildi vera í henni. Komast eins nálægt henni og unnt var. Tolstoj gerði sér ljósa grein fyrir eina möguleika sínum. — Hann krafðist samhengis og sam ræmis, ekki einvörðungu í heimi hugsunarinnar — það var of auð velt — en einnig samræmis í raunveruleikans heimi. Hann — óðalseigandinn — varð að ganga sjálfur þá braut í veruleikanum sem hann prédikaði í bókum og ræðum. Sem mað'ur og skáld vissi hann að þau gæði sem máli skipta Framhald á 13. síðu. RÚM SKÁLDSINS VÍDAVANGUR m Tómar tunnur Talið er, að fyrirferðarmestu vörubirgðir í landinu séu nú tómar tunnur — tunnur, sem átti að sálta í síld, sem ríkis- stjórnin er búin að seljia út i lönd, en bannar að veiða. Og eina skynsamlega stjórnarráð- stöfunin, sem gerð hefur verið síðustu dagana í þessum mál- um, er ,að stöðva innflutn'ing á tómum tunnum, þar sem aug- Ijóst er orðið, að ekki veiðist síld í þær á þessu bausti. Síldarsaga ríkisstjórnarinnar ir orði,n kyndug á þessu áw. I sumar var síldveiði tafin með ýmsum hætti og móttaka tafin. Svo þegar síldveiðin stóð sem hæst o,g menn vel komn- ir af sf.að með söltunina, hróp- aði ríkisstjórnin: STOPP! Við erum ekk'i búnir að selja meira og við neitum að ábyrgjast nokkra söltun fram yfir að, þó að við vitum að „æpandi salt- síIdarskortur“ sé og í haust verði unnt að selja mildu meira. Bannað er að salta. í haust sagði svo saltsíldar- skorturinn mjöig til sín á er- lendum markaði, og var hægt ij að selja mikið magn ,af saltsíld. || Þá bannar ríkisstjórnin alveg að veiða síldina, eða neitar al- veg að gera ráðstafanir sem henni ber að gera til þess að koma flotanum út. Síldarsiaga ríkisstjórnarinnar á þessu ári er í stuttu máli þessi: f sumar er bannað að salta sfld, meðan hún veiðist sem bezt, en í haust er bannflð að veiða síld, þegar hún selzt betur en nokkru sinni fyrr. Skiptir ekki máli, þó að síldar- miarkaðir fari veg allrar ver- aldar, og eniginn þori framar að gera við okkur sfldarkaupa- samninga, af því að við stönd- urn ekki við þá. Er furða, þó að menn séu farnir að raula þennan vísupart, sem á vel við sfldarsögu ríkisstjórnarinnar: „Tunnan valt og úr henni allt ofan í djúpa keldu“. Og menn efast um, að botn- gjarðirnar haldi. Svipmynd af stjórn- arfarinu f Degi á Akureyri er brugð- ið upp þessiari svipmynd af á- standi því, sem stjórnarfarið í 'landinu hefur skapað — mynd þessara haustdaga 1962, þegar kjörtímabil „viðreisnar“-stjórn- arinnar er að renma á enda, og þjóðin átti samkvæmt loforðun- um að vera farin að njóta ríku- lega ávaxtanna af stjómarstefn unni og hinum ,,varanlegu“ bjiargráðum: „Nú er svo komið, að fjár- lög ríkisins eru, að heildarút- gjöldum, orðin 2 milljarðar og 126 milljónir eða 1 m'illjarð og 244 millj. kr. hærrl en þau voru 1958. Skuldir þjóðarinnar við út- lönd hafa stóriega hækkað. Dýrtíðin hefur magnazt, svo að mælt með gömlu vísitölunni hefur hún hliaupið upp um full 80 stig. Verklýðsfélögin segja hvert á fætur öðru upp samn'ingum. Starfsmenn ríkis- og bæja sam þykkja að krefjast meirl kjara- bóta en heyrzt hefur fyrr. Síldveiðrflotinn fer ekki á veiðar við Suðuriand fyrir á- greiningi um kjör — og er tal- ið, að sú stöðvun kosti þjóðar- búið fimm milljó,nir króna á diag. Bændurnir telja sig harðast leikna allra stétta af stjórnar- Framhald á bls. 13 2 T f M I N N, laugardagurinn 27. okt. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.