Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÞfNGFRÉTTIR Hvernig má gera heyverkun sem öruggasta og ódýrasta 7 þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar í sam- einuöu þingi um heyverkun- armál. Flutningsmenn eru þeir Ágúst Þorvaldsson, Gísli Guðmundsson, Halldór Ás- grímsson, Björn Pálsson, Björn Fr. Björnsson, Ingvar Gíslason og Halldór E. Sig- urðsson. Tillagan er svohljóð- andi: „Alþingi álykter að fe'Ia' ríkis- stjórninni ag skipa séx manna nefnd til þ ess að geria tillögur um almennar ráðstafanir með l«g- um eða á annan hátt, er að því miði að gera heyverkun bænda sem öruiggiasta og ódýrasta. Nefnd- armeinn skulu skipaðir eftir til- nefningu Búnaðarfélags fslands, Stéttarsambands bænda, tilrauna- stöðvar háskólans í meinafræði á Kddum, tilraunaráðs búfjárrækt- ar, verkfænaneíndar ríkisins og raforkumálaskrifstofunnar, einn tilnefndur af hverjum aði'la. Nefnd in kýs sér sjálf formann . Nefndin athugi sérstaklega, hvemig auka megr súgþurrkun og votheysgerð sem allra mest, t.d. með því að hækka rík'isfnamlag o>g ve'ita lán til þess að koma upp súgþurrkunartækjum, lofthitun í sambandi við blástur, votheys- geymslum, færiböndum og sax- blásurum. Enn fremur láti hún uppi, að fengnum sérfræðilegum upplýsingum, á'iit sitt á möguleik- um til þess að konra í veg fyrir tjón á sauðfé vegna votheysgjafar. Nefndin Ijúki störfum svo fljótt sem frekast er unnt cg skili til- lögum um fjárveitingar til ríkis- stjórnarinnar svo trmanlega, að unnt sé að taka tillit til þeirra á árinu 1963. Kostnaður við nefndarstörf, þar á meðal fræ'ðilega aðstoð, greið ist úr ríkisstjóði.“ í greinargerð með þessari til- lögu segja flutningsmenn: „Tillaga samhljóða þessari var flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. Fylgdi henni þá_ eftirfarandi greinargerð: íslendingar hafa, svo sem kunn- j ugt er, stundað kvikfjárrækt, frá ! því að land byggðist. Hefur þessi atvinnuvegur byggzt á því, að heyja hefur að sumrinu verið afl að til vetrarfóðurs, og á hagnýt- ingu landsins til beitar fyrir bú- féð. Afkoma bændanna og < efna- hagur hefur frá fyrstu tíð farið eftir því, hvort vel heyjaðist eða illa. Ef grasspretta var góð og þannig viðraði, að hey nýttust vel, i gat bóndinn horft ókvíðinn móti vetri og harðindum. En hins vegar voru annaðhvort grasleysisár eða óþurrkatíð um slá.ttinn, mátti gera ráð fyrir búsveltu og bjargarskorti fyrir heimili bóndans. Dýrkeypt reynsla Þær eru mar.gar til hrakfalla- og sorgarsögurnar, sem gerzt hafa í þessu landi vegna þess, að/ hey- ÁGÚST GÍSLI m HALLDÓR ÁS. BJORN HALLDÓR E. INGVAR BJÖRN FR. skapurinn brást. Fyrsta sagan af landnámi hér er um það meðal annars, að landnámsmennirnir urðu að yfirgefa þetta fagra land aftur vegna þess, að Þeir höfðu ekki aflað heyja handa búfé sínu, svo að það féll af bjargarskorti. Saga landsins hefst á þessari sorg- legu og dýrkeyptu reynslu hinna fyrstu landnámsmanna, og svo hef ur hún endurtekið sig í fleiri eða færri skipti á æviskeiði flestra eða allra kynslóða, er landið hafa byggt síðan, og oft legið við, að þjóðin yrði af þeim sökum hung- urmorða. Vaxandi tækni Nú er svo komið vegna hinnar hraðstígu tækni, að grasspretta þarf varla að bregðast; Hið mikla undraefni, lilbúni áburðurinn, sér fyrir því, ef hann er borinn á jörð- ina í réttum skömtum fyrir nær- ingarþörf jurtanna. Að vísu getur kal í túnum rýrt mjög uppskeru einstöku sinnum en í slíkum til- fellum er sá möguleiki fyrir hendi að brjóta land til sáningar fyrir fljótsprottnar jurtir, svo sem hafra, fóðurkál eða aðrar jurtir, og bæta sér þannig upp að nokkru eða öllu það tap, sem kal í ein- stökum tilfellum kann að valda. Þá er tæknin einnig komin á það stig, að oftast eða jafnvel allt- af má með aðstoð véla verka góð hey þó að tíðarfar sé votviðrasamt. Er þar átt við súgþurrkun og vot- heysgerð. Mikill kostnaður Almennt kosta bændur nú eftir getu kapps um að nota tilbúna á- burðinn þannig á landið, að það gefi fulla uppskeru. En því miður eru þeir margir, sem hafa ekki enn getað tryggt hjá sér góða og árvissa heyverkun. Þetta er ekki af því, að bændur vanti áhuga i þessu efni, heldur er hér um ræða svo gífurlega kostnaðarsam ar framkvæmdir, að margir hat': orðið að vera án þeirra, enda hvergi neina hjálp til slíks að fá, hvorkj í formi styrkja né lána, nema ef nefna skyldi þann lítil- fjörlega styrk og lán, sem fæst út á súgþurrkunarkerfi og votheyí geymslur. Vélakaupin, súgþurrkunarblás arar og mótorar til að knýja þá og færibönd eða blásarar til þess að koma grasi í votheysgeymslur, eru svo kostnaðarsöm, að allur fjöldi bænda getur ekki ráðizt í slíkar framkvæmdir, þegar hvergi er lán að fá eða stuðning með fjárfram lagi til slíkra hluta. Með því verðlagi, sem nú er, mun kosta að koma súgþurrkun í 1000—1200 hesta hlöðu ekki minna en um 70 þúsund krónur, og er þó miðað við rafmagnsmótor og að óuphituðu lofíi sé blásið. Súgþurrkun Eins og nú háttar til orðið í sveit um landsins um vinnukraft, þá þurfa bændur að láta vélar vinna helzt öll þau störf, þar sem þeim verður við komið. Ekki munu liggja fyrir skýrslur um fjölda þeirar bænda, sem hafa súgþurrk- unartæki, en samkvæmt upplýs- ingum frá raforkumálaskrifstof- unni höfðu 464 bændur súgþurrk- un frá héraðsrafagnsveitum rikis- ins 1961. Hvað þeir eru margir, sem nota aðra orku til súgþurrk- unar, er ekki vitað. Þó er nokkurn veginn. víst, að ekki er meira en þriðjupgur bænda, sem hefur súg- þurrkun. Mun þetta misjafnt eftir landshlutum og byggðarlögum. Voiheysgeymslur Þá mun ekki liggja fyrir örugg vitneskja um það, hve margir bændur hafa votheysgeymslur, en vitað er ,að á árunum 1950—1961 hafa verið byggðir 191689 m3, og að frá 1925 til 1948 voru 778634 m3 byggðir, en fróðir menn áætla, að % þeirra bygginga séu nú úr sögunni. Það er þannig í hæsta lagi hægt að gera ráð fyrir 100m3 votheysgeymslurúmi hjá hverjum bónda í landinu að meðaltali. Oft heyrist ræt um það, að hey- skapinn sé hægt að tryggja með því að hafa nægar geymslur fyrir vothey. Vissulega er fengin reynsla fyrir því, að þessi hey- verkunaraðferð getur bjargað miklu. En til þess að hún sé möguleg í stórum stíl, þarf auk- inn vélakost hjá flestum bændum. Blatitt hey er þungt í meðförum, og það er illframkvæmanlegt fyrir þá, sem eru liðfáir við heyskap- inn, að moka miklu magni — ef til vill mörg hundruð hestum — af blautu grasi fyrst upp á vagna og síðan af þeim aftur í votheys- geymslurnar, oftast við óhæga að- stöðu. Hér þurfa þvj til að koma vélar og tæki: blásarar og færi- bönd. En það er eins um þessi tæki og þau, sem þarf til súg- þurrkunar, að þau eru dýr og flesta bændur skortir fé til þess að leggja í þann kostnað. Hin erfiða vinna við votheyið bæði sumar og vetur á vissulega mikinn þátt í því, hvað þessi hey- verkunaraðferð er enn tiltölulega lítið notuð, en þar kemur það einnig til, að margir bændur óttast vanhöld í sauðfé, ef vothey er gefið. Til þess því að bændur geti aukið þessa heyverkunaraðferð, þarf meiri véltækni en nú er og bættar aðferðir við votheysverkun ina, annaðhvort með efnaíblöndun í votheyið eða á annan hátt, sem tilraunir eða reynsla kunna að upp götva, svo að ekki þurfi að óttast óhollustu af þess völdum fyrir búféð. Enn fremur kemur til Framh a 15. síðu SEXTUGUR í DAG EMIL JÓNSSON, Sjávarútvegsmálaráöherra Emil Jónsson, ráðherra, er sex- tugur í dag. Hann er fæddur í Hafnarfirði 27. október 1902, son- ur Jóns Jónssonar, múrara, frá Sólheimum í Ytrihrepp í Árnes- sýslu, en kona hans og móðir F.mils var Sigurborg Sigurðardótt ir frá Miðengi á Vatnsleysuströnd. Emil lauk gagnfræðaprófi í Flensborgarskóla 1917 og stú- dentsprófi i Menntaskólanum í Kéykjavík 1919. Sigldi síðan til Kaupmannahafnar og stundaði þar verkfræðinám við Den poly- tekniske Læreranstalt og lauk þar verkfræðiprófi 1925. Síðan starf aði hann í Hafnarfirði um skeið stundaði kennslu og stofnaði iðn skóla i Hafnarfirði og rak hann til 1928 er Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar tók við honum, en “kólastjóri iðnskólans var hann til 1944! Árið 1925—26 var Emil aðstoð srverkfræðingur í Óðinsvéum í Danmörku, en er hann kom heim 1926 varð hann bæjarverkfræð- ingur í Hafnarfirði og gegndi því starfi tii 1930, er hann varð bæj arstjóri þar. Árið 1937 varð hann i . ! vitamálastjóri og gegndi því starfi til 1944 og siðan aftur 1950—56. Árið 1930 var Emil kjörinn bæj- .rfulltrúi i Hafnarfirði og alþing- umaður Hafnfirðinga 1934 og hef ur átt sætj á Alþingi síðan. Sam- göngumálaráðherra var Emil 1944—49, og hefur síðan átt sæti í tveim ríkisstjórnum og er nú at- vinnumálaráðherra. Hann hefur átt sæti í ýmsum þingnefndum og milliþinganefndum og gegnt fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum. í miðstjórn Alþýðuflokksins var Emil Jónsson kjörinn 1928 og hef- ur átt þar sæti lengst af síðan og er nú formaður Alþýðuflokksins. Kvæntur er Emil Guðfinnu Sig- urðardóttur trá Kolsholti í Vill- ingaholtshreppi og eiga þau nokk- ur uppkomin börn. Emii Jónsson hefur um þrjá áratugi verið svipmikill stjórn- málaleiðtogi hér á landi. Á Al- þingi hefur jafnan kveðið að hon- um og hann hefur átt mikilvægan hlut að mörgum þjóðmálum. Um !angt skeið hefur hann notið mik- ils trausts í heimabæ sínum og átt mikinn hlut „ð málefnum hans og 'T'argvíslegum framförum. T lands málunum er hlutur hans einnig orðinn mikili svo og starf hans fyrir Alþýðufiokkinn. Emil nýtur frausts iafnt samherja sem and- stæðinga fynr glöggan og hófleg- ar, málflutning og stillingu í póli- tiskum skiptum Hann er starfs- maður mikil 1 góðum gáfum bú- inn og menntur vel. 6 T f M I N N, laugardagurinn 27. okt. Í962, —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.