Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 7
ifnmin« Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskriístofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla. -ruglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar; iS300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 17323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — íbúðabyggingarnar óamkvæmt opinberum og staðfestum heimildum hafa í tíð núverandi ríkisstjórnar orðið straumhvörf í íbúða- byggingum almennings í landinu. Þau straumhvörf eru því miður ekki til framfara, heidur fela í sér geigvæn- lega afturför og samdrátt þessara grundvallarfram- kvæmda lífskjara fólksins í landinu. Á valdatíma vinstri stjórnarinnar var svo að þessum málum unnið af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar, að fram- vinda byggingamálanna mátti kallast eðlileg, eftir því sem geta þjóðarinnar leyfði. Á árunum 1956 til 1958 var byrjað samtals á 4847 íbúðum á landinu, en á árunum 1959 til 1961 — valda- tima „viðreisnar"-stjórnarinnar hefur aðeins verið byrjað á 3399 íbúðum, eða 1448 íbúðum og 29,9% færri en næstu þrjú árin á undan. Hér munar nærri því þriðjungi, og hefur í för með sér stóraukin húsnæðisvandræði og fiölgun þeirra fjölskyldna, sem búa í óviðunandi húsnæði. Ef sæmilegt ætti að kalla, hefði þurft að byrja á rúmlega 5000 íbúðum þessi síðustu þrjú ár, og hefði þó vart verið haldið til jafns við næstu þrjú ár á undan, vegna f jölgunar í landinu. En þessar tölur segja aðeins hálfa þá ógæfusögu, sem hér hefur átt sér stað. Orsökin er — og sverfur fast að hverjum þeim efnalitlum manni, sem reynir að byggja sér íbúð þessi ár — hinn stóraukni byggingakostnaður. Samkvæmt skýrslum Hagstofu íslands kostar nú 300 rúmmetra íbúð 440—490 þúsund kr. og hefur hækkað í verði um 130—145 þúsund á s.l. þrem til fjórum árum. Jafnvel þótt húsbyggingalánin hækki úr 100 þúsundum í 150 þús. — sem enn er þó aðeins stjórnarloforð — mundi allt lánið rétt duga fyrir hækkuninni. Þetta sýn- ir, að húsbyggjendur eru miklu verr staddir nú en árið 1958. Xillögur Framsóknar- manna á þingi Þingmenn Framsóknarflokksins hafa á hverju þingi síðan þessar hatrammlegu ráðstafanir „viðreisnar“-stjórn- arinnar komu til framkvæmda, reynt að rétta við hlut almennings í byggingamálum með tillögum til lánsfjár- hækkunar og leiðréttinga. En stjórnarliðið hefur þver- skallazt við slíkum tillögum. Á hinu nýbyrjaða þingi hafa Framsóknarmenn enn reynt að knýja fram stefnubreyt- ingu í þessu geigvænlega alvörumáli og flytja níu þing- menn flokksins í sameinuðu þingi tillögu um skipun nefndar er taki þessi mál til nýrrar athugunar og geri drög að nýrri og raunhæfari löggjöf í þessum málum, er tryggi lánsfé allt að tveim þriðju byggingarkostnaðar og jafni aðstöðu manna. í greinargerð eru ýtarlegar upplýs- ingar um ástand eþssara mála og hina geigvænlegu þróun síðustu ára og bent á samdráttinn 'm að framan grein- ir, en skýrsla Efnahagsstofnunar rhuoms um tölu íbúða. sem byrjað var á, er þessi. 1956—1958 1959- -1961 Fækkun Sveitir 406 246 160—39% Kauptún 753 583 170—23% Kaupstaðir 1341 1040 301—22% Reykjavík 2347 1530 817—35% Samtals 4847 3399 1448—29,9% Vilhjálmur Hjálmarsson: Ruddalegar stjórn- arathafnir Fjármálaráðherra víkur fjórum skattstjórum úr starfi og skipar flokksmenn sína í stöðurnar Síð'ostu embættaveitingar rík- isstjórnarinnar, skipun fjög- urra skattstjóra, hafa vakið þjóð- arathygli — og ekki án verð- skuldunar. Rutt er til hliðar flestum þeim mönnum, sem áð- ur höfðu gegnt skattstjórastörf- um á viðkomandi stöðum, en sett ir í stöðumar menn sem lítt eða ekki hafa við skattamál fengizt- Framkvæmd þmssara „refsLað- gerða“ er og með endemum og öll meðferð skattamálanna í höndum núverandi ríkisstj’órn- ar með óvenjulegum hætti. Það var frá upphafi baráttu- og stefnumál „viðreisnarstjórn- ar“ að setja ný skattalög til að tryggja betri og einfaldari skatt- heimtu, eins og það mun hafa heitið. Stjórnin kvaddi til að undirbúa löggjöfina einlita hjörð stjórnarliða. Hin stjórnskipaða nefnd hafði í engu samráð við þá, sem undanfarin ár höfðu einkum unnið að framkvæmd skattalaga, hvorki einstakling- ana né stéttarfélagið, hvorkj um efnisatriði né framkvæmda. Er slíkt þó viðtekin regla, þegar um hliðstæðar lagasetningar er að ræða. Skömmu eftir staðfestingu lag- anna á síðastliðnu vori, auglýsti ráðherra stöður skattstjóranna lausar til umsókna. Ríkisskatt- stjóri var skipaður snemma i vor. Umsóknarfrestur um hinar stöðurnar var til 7. ágúst. Litlu síðar, eða um miðjan mánuð, voru veitt fjögur af níu embætt- um umdæmisskattstjóra. — En aldrei voru nöfn umsækjenda birt almenningi. hvernig sem á því hefur staðið! Þegar hér var komið sögu ger- ist sá hæstvirti hikandi. Gunnari fjármálaráðherra nægja ekki minna en sex vikur til að undir- búa næstu aðgerðir. Hinn 29. september berst fjórum skatt- stjórum tilkynníng um það, að nýir menn hafi verið skipaðir í stöður þeirra, enda skyldu hinir nýju taka við störfum næsta virkan dag, þ. e. 1. október. Ráðn , ingatími flestra gömlu skattstjór- anna var útrunninn fyrir nokkr- um mánuðum. En launagreiðsl- um til þeirra var haldið áfram þegjandi og hljóðalaust meðan Gunnar lá „undir feldi“ og þeim engin bending gefin um breyting una fyrr en þann dag, 29. sept., er þeim var gert að hverfa frá starfi á stundinni. Það getur hver og einn stung- ið hendi í eigin barm og gert sér ljóst, hversu þénanlegt þetta muni vera fyrir viðkomandi menn og þeirra fjölskyldur, og þarf ekki orðum að því að eyða. Þó tekur fyrst í hnúkana, þegar aðgætt er, hvers konar „manna kaup“ hér hafa átt sér stað. Aust firðingum verður eðlilega fyrst að líta á það, sem þeim stendur næst. Vilhjálmur Sigurbjörnsson hefur verið skattstjóri í sjö ár. þar af full sex í ríeskaupstað Enginn hefur véfengr hæfm hans í starfi, jafnvel ekK. ^ræsn ustu andstæðingar hans í pólitík og hefur þó ekki skort hörku á þeim vettvangi hér um slóðir. Þvert á móti er það almanna- rómur, að hann hafi rækt starf sitt af miklum myndarskap. Hann uppfyllir og þær hæfnis- kröfur laganna, sem leggja að jöfnu verulega starfsreynslu og nánar tiltekin háskólapróf. En nú kemur annar maður fram á sjónarsviðið, Páll Hall dórsson, og ekki með öllu ókunn- ugur Austfirðingum, sem vel muna þá tíð, er sami Páll dvald- ist þeirra á rneðal sem sérlegur útsendari íhaldsins. Skyldi hann þá rita „Þór“ að hálfu móti Thuliniusi, 1—1V2 síðu í hálfum mánuði, en hvarf á braut, þegar Ijóst varð, að hann þoldi ekki svo mikið álag. Aldrei hefur Páll sýslað við skattamál, svo vitað sé og ekki trúlegt, að mik- il áherzla hafi verið lögð á ís- lenzkan skattarétt á því nám- skeiði viðskiptafræðinga vestur í Kanada, sem með vafasömum rétti kom daufum sérfræðings- stimpli á Pál. Eftir sérlegan samanburð, sem virðist hafa staðið um sex vikna skeið, fellir Gunnar Thor.. sinn Salómonsdóm og veitir Páli starff i. Me in eru orðnir vanir pólitísk um :mbættaveitingum á landi hér. £n eitt er það að setja havf- an flokksmann í stöðu, sem stendur auð og annað hitt að flæma mann úr starfi, sem hann hefur rækt með prýði um ára- bil og veita það öðrum, sem hef- ur flokkslitinn svo að segja ein- an verðleika. — Þeir starfshætt- ir eru fordæmdir af öllum þorra manna. — íslenzkt almennings- álit er þó ekki komið neðar en það — ekki enn þá. Þess vegníi hlýtur veiting skattstjóraemb- ættisins á Austurlandi og sams konar bolabrögð á öðrum lands- hornum verðuga fyrirlitningu. Sá hæstvirti hefur eins og ti) smekkbætis tekið upp þá ný- lundu í sambandi við veitingar skattstjóraembættanna, að setja þá til eins árs, sem hafa veru- lega reynslu í starfinu s. s. skatt- stjórana á ísafirði og Siglufirði, en skipa hina, sem hvergi hafa komið nærri skattamálum, sbr. P. H. og hina aðra nýsveina. — Mun þetta eiga að tryggja i reynd þann tilgang laganna að bæta vinnubrögðin og auka af- köstin!! En til frekara öryggis kveðst ríkisskattstjóri ætla að láta það verða sitt fyrsta verk. að semja „kennslubók” fyrir skattstjóra! Flestir kannast við „Vista- skipti“ Einars Kvaran. — Það var Steina litla á Skarði torráð- in gáta hvernig það mátti verða, að Þorgerður húsmóðir hans væri í senn guðhræddust allra kvenna og þó verst þeirra allra En þetta vill enn. við brenna. Núverandi fjármálaráðherra er sléttmáll og blíðmáll umfram flesta aðra stjórnmálamenn okk ar Nú hefur hann ratað í þa? að fremja einhverja hraklegustu misbeitingu í embættaveitingum Hér er ekki aðeins vegið að þeirn einstaklingum, sem bolað er úr starfi, heldur og fjölskyld- um þeirra. En það er dálítið meinleg tilviljun, að sömu dag- ana sem Gunnar formaður í Norræt'a félnginu flytur þar eina af sínum kunnu „helgiræð- um“, þá sker Gunnar ráðherra skattstjóranum í Neskaupstað þá sneið, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. En fjöl- skylda Vilhjálms Sigurbjörns- sonar er einmitt tákn þess sam- norræna anda, sem ráðherrann lofaði svo mjög í helgiræðunni góðu! V. H. Sex nýjar Leifturs- bækur Nýlega eru komnar út hjá Leiftri h.f. sex nýjar bækur, þar af fjórar barnabækur. Hinar bækurnar eru þessar: „Fullnuminn" eftir Cyril Scott, víðfrægt brezkt tónskáld og dulfræðing. Bók þessi hefur hlotið miklar vinsældir meðal þeirra, sem hneigjast að andleg- um málum og dulspeki. Stein- unn Briem hefur gert þýðinguna. „Stýfðar fjaðrir“, síðara bindi skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi. Barnabækurnar eru þessar: „Kim og blái páfagaukurinn" eft ir Jens K. Holm heitir nýjasta bókin í bókaflokknum um Kim leynilögreglustrákinn, sem ásamt leiksystkinum sínum lendir þar í fjölmörgum ævintýrum. „Ógnir í lofti“ eftir Henri Verns er nýjasta Bob Moran- bókin og þar sem söguhetjan, Bob Moran, sviptir hulunni af leyndardómsfullum slysum, sem henda flugvélar brezks flugfé- lags. „Konni og skútan hans“ eftir Rolf Ulrici heitir þriðja bókin í flokknum um Konna. Ræðst hann nú j það stórvirki að bjóða frægum kappsiglingamanni að þreyta við sig kappsiglingu. „Matta Maja á úr vöndu að ráða“ eftir Björg Gaselle Er það 12 bókin í hinum vinsæla telpu bókaflokki um Möttu Maju. Ég reikna í haust kom út á vegum Ríkis- útgáfu námsbóka ný reibnings- bók, eftir Jónas B. Jónsson, træðslustjóra Bókin heitir: „Ég ieikna“ Hún er titprentuð og rrýdd mörgum myndum. teikn- iðum af Bjarna Jónssym listmál- ara. Bókin er 48 blaðsíður að =?tærð og er ætluð 7 ára börnum. Efni hennar er í samræmi við fyrir- (Framhald á 13. siðuj T í M I N N, laugardagurinn 27. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.