Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 9
W*má land og hafði tal af einni þeirra. En fólkið vildi auðvitað fræð- ast um ísland. — Hvernig var svo störfum hagað? — Þessar 6 vikur hlýddum við á fyrirlestra árdegis hvern dag; Þeir voru um ýmiss konar lýðhjálp í Bandaríkjunum eða starfsemi að félags- og líknar- málum og ýmsa þjóðfélags- hætti. Síðdegis heimsóttum við svo ýmsar stofnanir í þessum greinum. Fyrirlestrarnir voru fluttir í háskóla í borginni Western reserve University. Þær stofnanir ,sem vig áttum að kynnast voru t.d. Rauði krossinn, ská.taheimili, hæli fyr ir afbrigðileg hörn, áfengis- varnastofnun. unglingadóm- stóll, ráðleggingaskrifstofa um heimilisvandamál, barnavernd- arstofnanir o.s.frv. — Hver rekur þessar stofn- anir? — Margt af þeim eru einka- stofnanir en aðrar á borgin. — Bandaríkjamenn eru andvígir ríkisafskiptum; því minni stjórn, þvi betri stjórn, segja margir þeirra. Valdboð og fyrir mæli frá Washington er þeim yfirleitt þyrnir í auga. Þar er áberandi varúð gegn ofstjórn. Það er t.d. skrifstofa eða stofnun til heimilisiþjónustu, n?mnw$ aohikísuutk . Mynd þessi var tekin I Rauða krossinum í Cleveland. Stefán Eggertsson er lengst tií hægri, HJALPARIBANDARIKJUM viðtals-, ráðlegginga og fyrir- greiðslu í sambandi við ýmis fjölskylduvandamál. Tilgangur hennar mun einkum vera sá að spyrna við upplausn heimila. Þar vinna, 48 starfsmenn, sem eru til Viðtals fyrir þá, sem hjálpar leita. Sagt er að þeir fái um 35 mál til úrlausnar hver á mánuði til jafnaðar. Þessir menn hafa allir háskólamennt- un og þeir, sem hafa unnið þar lengi, hafa mjög góð laun. Þeir sem hafa efni á því, borga fyrir viðtöl og ráðleggingar og þann ig fær stofnunin 35% af rekst urskostnaði sínum. Hitt eru gjafir og framlög áhugamanna. Talið er að um það bil % af viðskiptamönum leiti þangað af sjálfsdáðum en hinum er vísað þangað af læknum, prestum, lögreglu o.s.frv. Oft eru fjár- hagskröggur samhliða vandræð um þess fólks að meira eða minna leyti, enda gerir stofn- unin marga nauðasamninga fyrir skjólstæðinga sína. Þessi stofnun útvegar líka húsmæður á heimili þar sem þær vantar og hefur t.d. 27 ráðskonur i fastri þjónustu sinni, til að taka ag sér heimilisstjórn þegar á liggur um stundarsakir. Félagsskapur Gyðinga t. d. rekur heimili fyrir afbrigðileg börn, kaþólskir menn reka upp- eldisheimili fyrir heimilislaus börn o.s.frv. Áfengismálastofnunin var i tengslum við háskólann en ann ars rekin mejj stuðningi bind- indisfélaganna og áhugamanna. — Þið hafið fengið þarna nokkur kynni af sjúkramálum? — Já, enda var mikið talað um frumvarp Kennedys for- seta um sjúkrahjálp. Sjúkrasam lög tíðkast ekki þarna, en aftur á móti sjúkratryggingar, frjáls ar. Menn kaupa sér tryggingu og tryggingafélagið borgar læknishjálp og sjúkrahúsvist eftir ákveðnum reglum. Lækn- ar segja, að af þessu leiði það, ag fólk, sem raunverulega þurfi e'kki að liggja á sjúkrahúsi, flykkist þangað á kostnað tryggingafélaganna og taki upp rúm fyrir þeim, sem endilega þurfi sjúkrahúsvist. — Þetta er vitanlega allt öðru vísi en hér, þar sem sjúkra hús eru opinber eign og eng- inn leggst inn nema læknir visti hann þar. En dómstól- arnir eru á vegum ríkisins. — Já, borgin greiðir dóm- urunum laun, en þeir eru kosn ir almennum kosningum á- kveðið kjörtímabil í senn. Fé- lagsleg vandamál eru mjög hin sömu í Bandaríkjunum og hér. Afbrot unglinga fara vaxandi, drykkjuskapur og upplausn heimila er mikið áhyggjuefni, og stendur þetta allt í nokkru sambandi við annað. Það átti að kynna okkur hvernig snúizt væri vig þessum vanda, en okk ur var vendilega sagt, að ekki væri víst að við ættum að taka allt eftir, því að sama eigi ekki vig alls staðar. — En hvað tók við eftir þessa sex vikna dvöl í Cleve- land? — Þá var okkur ráðstafað til ýmiss konar starfa hjá ýms- um þeim stofnunum og fyrir- tækjum, sem verið var að kynna okkur. Ég fór norður í Kanada í sumarbúðir KFUM Þær eru á fjórum eyjum í Temagamivatni í Ontariofylki. Þar voru 80 strákar frá Banda ríkjunum. Þetta hafa verið efnamannasynir, því að útivist in kostaði alls nálægt 500 dóll- ara fyrir hvern. Þeir voru 11 —15 ára gamlir. Allir urðu að vera syndir, því að mikið var verið á vatninu, — ferðazt um þag á vatnabátum, — canos — sem eru líking eftir barkarbát um Indíána. Þessir voru úr striga, sem þaninn var á tré- grind og báru þrjá menri hver. Þeir voru valtir og fyrir. kom ag strákarnir hvolfdu þeim. En þeir voru fisléttir, enda bárum við þá stundum á baki yfir eiði milli vatna. Helztu torfærur á þessum vatnaferðum voru stíflur bjór- anna. Þeir saga gildustu tré sundur með tönnunum og njörva trjábolina saman með viðjum og tágum. Stíflugarðar þeirra eru svo sterkir, að þeir þola vel að tveir menn standi á þeim og dragi hlaðinn bát yfir þá. Það er sagt ag bjór- arnir séu svo sterkir í rófunni, ag þeir geti brotið bát með henni, ef þeir slá með henni milli banda. — Við vorum í þessari útilegu 7 vikur, 29. júní til 17. ágúst. — Hvað tók svo við? — Þá vorum við þrjá daga saman í Cleveland. Eg held að allir hafi verig á einu máli um það, að dvölin hafi verið góð. en mörgum þótti hún hafa ver- ið nokkuð erfið. í Cleveland heimsótti ég björgunarstöð strandvarnarliðsins (Coast- guard). Þeir annast björgunar- störf af lofti og legi við Erie- vatn sem borgin stendur við, en vatnið er hafskipaleið, því að skurður tengir það við Atlants haf. Þar sá ég björgunarbáta ekki ósvipaða Gísla J. Johnsen. Þessi stöð hefur m.a. eftirlit með skemmtiferðabátum og lystisnekkjum og verður oft snúningasamt ag leita þeirra, því að þeir láta engan vita um ferðir sínar. Um margt minnir starf þessara björgunardeildar á íslenzkar aðstæður. — Síðan var farið meg okkur til Was- hington. Þar vorum vig í þrjá daga. Þá skoðuðum við ýmsar helztu byggingar borgarinnar, svo sem Hvíta húsið, minnis- merki Lincolns o.fl. Þar kom ég líka í tæknisafn þar sem flug- vél Lindbergs er m.a. geymd í heilu líki og þar er t.d. sýnd flugvél þeirra Wrigth-bræðra. Þá var hver og einn látinn heimsækja sitt sendiráð. Við íslendingarnir áttum á- gæta stund í sendiráðinu. Dag- inn eftir lá.naði svo sendiherr- ann okkur bíl með svörtum bíl- stjóra til að sjá okkur um í ná- grenninu. Það var ágæt þjón- usta. Síðasta daginn hélt utanríkis ráðuneytið okkur kveðjuhóf. Það var skilnaðarstundin. Hins vegar varg ég þess var, að ýms ir félagar okkar tóku þann kost inn ag fljúga um fsland og stanza hér einn eða tvo daga á heimleiðinni. — En hafðir þú nokkuð tæki færi til að kynnast kirkjulífi vestra? — Ég sótti kirkjur meg því fólki, sem ég bjó hjá. Ein fjöl- skyldan tilheyrgi biskupakirkj- unni, önnur var kaþólsk en hin þriðja tilheyrði söfnuði Christi- an sciense. Guðsþjónustur þeirra eru talsvert frábrugðnar okkar. Mary Baker Eddy hét trúarhetja þeirra og spákona. Hún skrifaði helgirit safnaðar- ins og upp úr því er lesið við guðsþjónustur jöfnum höndum og lesið er úr biblíunni. Rétt- trúaðir menn í söfnuðinum leita ekki læknis. En svo fékk ég tækifæri til ag sitja kirkjuþing Missiouris synoda ,en það er stærsta kirkjudeild lúterskra og nær bæði yfir Bandaríkin og Kana- da. Lúterskir greinast þar í þrjár deildir, en nú er rætt um að sameina þær og það var m.a. til umræðu á þessu kirkju- þingi. Þar voru bæði leikmenn og klerkar, fimmtán hundruð manns við þingsetningu. Þing- ið stóð í viku, umræður mikl- ar, og þar voru menn okkur til fyrirmyndar í því ag þeir voru stuttorðir. — Hvag virðist þér svo um kirkju og trúarlíf í Bandaríkj- unurn? — Það er talið að 53% Banda ríkjamanna séu í kirkjufélagi. Þeir, sem á annað borð eru í söfnuði, eru yfirleitt virkir og starfandi menn í safnaðarKfi. Það vakti t.d. furðu mína og aðdáun, hvað tiltölulega fá- mennir söfnuðir höfðu komið sér upp veglegu guðshúsi. Kirkjudeildir eru vitanlega mismunandi og trúarfélögýmiss konar, en í heild má segja, að kirkjan er áhrifamikið, starf- andi afl í bandarísku þjóðlífi og verulegur hluti þjóðarinnar finnur sér lífsfyllingu á því sviði. H. Kr. Halldór Kristjánsson ræðir við séra Stefán Eggertsson, Þingeyri f M I N N, laugardagurinn 27. okt. 1962. — £

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.