Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 14
verksmiðjurnar í Essen höfðu lif- að af þó nokkur stríð og kreppur. Þeir sátu saman í Bláa herberg- inu, þangað til klukkan sjö. Við og við þurftu þeir að tala í símann, og þjónninn kom annað slagið með eitthvað handa þeim að drekka. Þetta kvöld drukku þeir sódavatn og sólberjasaft. Með drykknum skoluðu þeir niður alls konar pill- um — allir nema Hartog og Schmitt. Hartog forðaðist þær, af því að hann agaði sjálfan sig hart, en Sehmitt af því að aldrei gekk neitt að honum. Hann var kominn fast að sjötugu, en saga Þýzka- lands haföi reynzt kynslóð hans hliðholl. Þegar hann var ungur, nutu jafnaldrar hans lífsins í rík- um mæli og skorti ekki neitt til neins. Síðan 1914 höfðu þejr ekki haft úr jafnmiklu að spila, en létu það ekki á sig fá. Schmitt hafði heldur aldrei sleppt fram af sér beizlinu í peningaflóði og allsnægt um siðustu ára. ÞesS vegna var hann við góða heilsu, og meira að segja hafði það ekki spillt honum að eiga bfl. Húsið hans stóð um tuttugu mínútna gang frá skrif- stofunni, og þangað var gegnum hans eigin garð að fara. Þennan spöl gekk hann vanalega tvisvar ef ekki fjórum sinnum á dag. Kona Nakonskis hafði gefið hon- um silfurbauk undir pillurnar sín- ar í jólagjöf. í hvert skipti, sem hann opnaði hann, gat hann lesið innan á gylltu lokinu þessi orð á frönsku: Pense á moi, hugs’aðu til mín. Frú Gernstorff hafði látið grafa þessi sömu orð á lyklahringinn, sem maður hennar geymdi bíllykil inn sinn á. Auk þess hafði hún gef- ið honum uppstoppað tígrisdýr, rándýrt leikfang, og lá verndar- gripurinn á meltunni að sætfsbaki við afturrúðuna. Hoff var sá eini í hópnum, sem var ókvæntur. Þrír þeirra, Na- konski, Killenschiff og Bruster, höfðu skilið við fyrri konur sínar með hjálp heils skara af lögfræð- ingum og kvænzt yngri og fegurri konum, sem betur hæfðu auðæfum þeirra, á árunum milli 1950 og 1955. Fyrri kona Schmitts hafði sjálf óskað eftir skilnaði, þar eð maður hennar var allt of fjörugur fyrir hana. í staðinn fyrir að standa í rifrildi út af þeim eiginmanns- ins að taka einkaritara sína með sér í verzlunarferðir, hafði hún sig hæga, en þess í stað sá hann henni fyrir ríkulegri upphæð til að lifa af. Með því að draga sig í hlé, lét hún tæplega tuttugu og fimm ára gamalli stúlku, sem hér Erika Bulger, eftir tækifærið til að giftast Schmitt og fyrirtækinu Mallenwurff & Erkelenz. Af því að Erika var vel vaxin, hafði hún verið valin úr hópi umsækjenda til að bera gestum kaffi á Iðnstefn- unni 1954. Þegar hún færði Schmitt kaffið, hafði hann veitt henni talsVerða athygli og séð að hún var ágætlega vaxin. Og þegar Rosemarie bar á góma eftir að hún var myrt, og fólk sagði, að hún hefði hlotið að beita fjárkúgun til að komast yfir alla þessa peninga, var það Erica Schmitt, sem sagði: — Eg get nú ekki séð, hvernig hún hefði átt að beita verulegri fjár- kúgun. Þegar öllu er á botninn hvolft, vitum við allar, hvað menn- irnir okkar gera sér til skemmt- una-r. Svo raunsæ var frú Schmitt yngri, og vissi upp á hár, hvernig hún átti að veita hjónabandinu í réttan farveg, að maður hennar ruglaðist alveg í ríminu. Hann hafði verið í þingum við einn af einkariturum sínum og litið á sam- band þeirra sem nauðsynlega upp- bót, og stundum vissi vesalings maðurinn ekki, hvort hamingjuna var að finna hjá eiginkonunni eða einkaritaranum. Þær voru báðar svo djarfar og ástríðufullar í svefnherberginu, að hann gat eng- an verulegan greinarmun gert á þeim, og að lokum hefði hann sennilega orðið allt of heimakær, ef Rosemarie hefði ekki allt í einu skotið upp kollinum innan Einangr unarsambandsins. Fundurinn dróst mjög á langinn. Vélarhlutarnir, sem framleiða átti í verksmiðjum Schmitts, sjálf líf- taug stýrisútbúnaðarins, reyndust í ólagi. Þetta breytti auðvitað raf- tækjapöntununum sjálfkrafa. —Fjandinn hafi það, sagði Kill- enschiff. — Dauður hlutur er þó ekki lifandi. Hann verður að vera í lagi og vinna sitt verk. — Hann gerir það bara ekki, svaraði Schmitt. — Þetta er gáta, sem við verðum að ráða. Mér þykir ólíklegt, að Prosky hafi sofið eina einustu nótt vikum saman. Prosky var aðalraffræðingur hjá Mallen- wurff & Erkelenz. — Við verðum að taka á þolin- mæðinni, sagði Hartog. — Við höf- um lent í þessu líka í mínum verk- smiðjum. Við settum niður nýja, sjálfvirka vél f janúar, en hún er ekki enn komin í gott lag. Mér finnst þetta eiginlega mjög skemmtilegt. Þarna erum við bún- ir að búa til vél, setja hana sam- an úr áttatíu þúsund pörtum, það er búið að reikna allt út og vinna það af stærðfræðilegri nákvæmni, og marghleypa rafstraumi á vél- ina, og þá byrjar hún að hiksta fær ósvikinn hiksta — og hættir um leið að vera vél. Nýja vélin veldur okkur heilabrotum og höf- uðverk, en ég kæri mig bara koll- óttan; í raun og veru nýt ég þess, ef þið skiljið, hvað ég er að fara. Það er eitthvað nýtt við það. Það var komið fram undir apríl- lok. Þennan dag var þrúgandi hiti, sem skyndilega hafði bundið endi á kuldakast, sem lengdi veturinn óþarflega mikið, en var nú á hröðu undanhaldi. Sú athugasemd Har- togs, að þeir yrðu að taka á þolin- mæðinni, æsti alla upp við borðið. Bruster stóð á fætur til að opna glugga. Ef Hartog hefði ekki ver- ið svona ríkur, mundi Braster hafa sagt honum tií syndanna, en hann sat á sér. Það hafði enginn gaman af hinum flókna hugsanagangi Hartogs. f hjarta sín fannst Brust- er Hartog vera lítið annað en upP- gerðin. Engu að síður þúuðust þessir tveir menn, þó að Hartog væri hins vegar ekkert sérstaklega alþýðlegur við hvern sem var. í raun og veru vissi hann ekki sjálf- ur hvemig það vildi til, að þeir fóru að þúast, hann og Bruster. Þeir hlutu að hafa drukkið of mikið eitthvert kvöldið fyrir nokkr um mánuðum síðan. Vel má vera, að það hafi verið í sömu andrá og Bruster spígspor- aði út að glugganum, sem hann ákvað að draga sig { hlé og taka ekki þátt í þessari áætlun, sem var til umræðu á þessum fundi þeirra félaga í Bláa herberginu. Bruster var ekkert gáfnaljós, en hann vissi sínu viti, og sjötta skilningarvitið sagði honum, að nú mundu þeir brátt lenda í klandri, ef svo héldi fram sem horfði. Og það, sem Hoff sagði einmitt nú til að leiða samræðurn- ar aftur að kjarna málsins, benti í nákvæmlega sömu átt og Bruster hafði óttazt. — Ef við höfum ekkert upp á að bjóða í haust, sagði hann, — taka Frakkar ómakið af okkur. Við höfum örugga vissu fyrir því, að þeix eru að gera tilraunir í Chali- eux með langdræga eldflaug, sem . . . — Látum þá um það, hugsaði Bruster. Eg get vel komizt af án 34 hæðnislega upp yfir sig með hinni djúpu rödd sinni, og ég sá að hún var undrandi yfir því, að ég skyldi ekki vera í einkennisbúningi. — Eg sé að þér látið eins og þér séuð heima hjá yður, ungfrú Browning. Svo snarsnérist hún á hæli og breiddi út faðminn á móti Carolyn. — Hamingjan góða, hvað þú hefur stækkað! Komdu og kysstu mig, ljúfan! Barnið stóð grafkyrrt eins og steinrunnið. Eg varð skelfd þegar ég sá hvernig öll svipbrigði hurfu af andliti hennar og hún kreisti litlu hnúana áVo að þeir hvítnuðu. Það var svo kyrrt að við hefðum heyrt saumnál detta. Svo snéri Deidre sér að Oliver og hló við. — Það gerir ekkert til, vinan. Eg hafði búizt við þessu. Segðu Hönnu að ég sé banhungruð og vilji fá heila tekönnu bara handa mér! — Eg skal fara, sagði ég hrað- mælt fastákveðin í því að verða ekki ein með þessari konu. Eg hafði þegar komið því í kring — gegn mótmælum Olivers — að ég átti að borða með Hönnu meðan Deidre var stödd í húsinu. Carolyn fylgdist með mér inn í eldhúsið en ég bað hana að fara aftur út á veröndina. Hún hristi ákaft höfuðið og pressaði saman varirnar og það var þrjózkuglampi í augum hennar. Eg hafði verið of bjartsýn, hugsaði ég örvænt- ingarfull. Frænka hennar gat gert hana sturlaða við það eitt að líta á hana. Eg vonaði bara að Caro- lyn yrði eins og hún átti að sér, þegar Deidre var farin, jafnvel þótt það væru mikil vonbrigði fyr- ir mig, að henni hafði slegið svo fljótt niður aftur. — Láttu telpuna vera hjá mér, sagði Hanna, sem sá hvað var í að- sigi. — Hún getur hjálpað mér að skræla baunir, ekki satt? Eg bar bakkann út á veröndina og kom nógu fljótt til að heyra Deidre segja við Oliver: — Elsku vinur, ég bjóst ekki við meiru. Börn eru svo óstöðug og systir Browning reynir náttúr- lega að ýkja framfarirnar til að koma sér í mjúkinn hjá þér. Eg fann að ég roðnaði þegar ég setti bakkann frá mér og ég halaði •sjálfa mig fyrir þann ósið að roðna, hataði hann jafnmikið og Deidre. Eg treysti mér ekki til að iíta á Oliver, jafnvel ekki þegar hann sagði: — Þú mátt ekki ásaka Mandy. Hún hefur sannarlega gert krafta- verk. Sir Charles varaði mig við . . — Eg get hellt sjálf, þökk fyrir . . . hrópaði Deidre stuttaralega og ég fór aftur, og heyrði hana segja: — Góði vertu ekki að vitna í sir Charles við mig, Oliver. Mér finnst hann vera heimskingi — honum skjátlaðist með Carolyn einu sinni, en vildi ekki viður- kenna það. Eg efast ekki um, að þessi manneskja hafi kennt Caro- lyn einhver brögð, en það stendur ekki lengi. Það er alveg vonlaust að ætla sér að komast að því hverju Carolyn getur fundið upp á. Eg gekk inn í húsið með eld- heitar kinnar. Eg sagði við sjálfa mig, — það væri hreint ekki að vita hverju ég gæli fundið upp á heldur. Eg hafði aldrei hatað neinn fyrri, og ég skelfdist næst- um tilfinningar mínar. Þessa nótt fékk Carolyn óskap- lega martröð, í fyrsta skipti síðan hún kom heim. Meðan ég reyndi I að hughreysta hana, varð mér ljóst að dyrnar út á ganginn voru opn- aðar. Oliver og Deidre stóðu og horfðu á okkur, og að baki þeirra var Hanna. — Eg sagði þér, að þú mæltir ekki flytja hana heim til Mulli- ons, sagði Deidre lágróma. — Á ég að reyna að róa hana, Oliver. Eg veit hvernig ég á að taka hana þegar þessi köst koma. Carolyn, sem hafði smáróazt í örmum mínum, byrjaði að öskra tryllingslega aftur. Eg sá að Oli- ver tók um axlir Deidre og leiddi hana frá dyrunum. — Það er bezt að við látum Mandy um það. Kannski þú viljir hita mjólk handa henni, Hanna, það getur bætt eitthvað . . . Dyrnar lokuðust og allt var kyrrt, nema aðeins snöktandi hljóð ið í barninu heyrðist. Eg lyfti henni upp og bar hana inn í stóra rúmiið mitt, og þar var hún það sem eftir lifði nætur. Hanna kom inn með heita mjólk og kinkaði kolli í viðurkenningarskyni. — Bara láta hana vera hjá yð- ur, ungfrú Mandy. Það er auðvelt að sjá að hún er hrædd við frænku sína. Það er leiðinlegt að sjá hana svona, blessaða litlu stúlkuna. — Henni líður betur núna, sagði ég rólega. — Hana dreymdi illa, Hanna. Á morgun skulum við fá okkur nesti og fara út í skóg og vera þar allan daginn. Mig grunaði að Deidre kærði sig lítt um skógarferðir, og ég hafði rétt fyrir mér. Við vorum úti mest allan daginn og komum ekki heim fyrr en Carolyn átti að fara í bað j og síðan í rúmið. Hún hafði leikið j eins og venjulega með mér og, Mark hafði sullað j ánni, en hún ! hafði ekki sagt eitt einasta orð. Eg j var virkilega óttaslegin og kveið því, að Carolyn hefði aftur lokað sig inni í sínum þögla heimi, að hún hefði misst allt traust á mér. Það hafði ekki kostað Deidre mikla fyrirhöfn að komast upp á milli okkar, og ég hlakkaði innilega til þeirrar stundar er hún ætti að fara burtu. Hún leit kuldalega og hæðnis- lega á okkur þegar við gengum fram hjá bókaherberginu. Hún sat þar með sherryglas í hendinni og ég fékk sting í hjartað að sjá hana og Oliver sitja svona. Þetta var einkaherbergi Olivers — hans og mitt. En Deidre, grönn, fögur og glæsileg, virtist eiga þar ólíkt betur heima en ég myndi nokkurn tíma gera. — Komdu ínn og fáðu þér sherryglas, Mandy, Caro getur feng ið sér saft!, hrópaði Oliver þegar hann kom auga á okkur. Mér fannst hann þreyiulegur. Eg fann að Carolyn tók í mig i þögulli bæn, og ég sagði að við værum þreyttar og óhreinar og yrðum að laga okkur til. — Eg fer eftir hálftíma, sagði Deidre. — Elsa hringdi og sagði að mamma hefði fengið hjartakast. Ekki neitt alvarlegt, en það er bezt ég fari. Eg þarf að tala við yður áður en ég fer. Eg baðaðj Carolyn og bað Ilönnu að sitja hjá henni meðan hún borðaði kvöldmatinn j rúminu. Svo snyrti ég mig og fór í annan kjól. Þegar ég gekk inn til hennar að bjóða Carolyn góða nótt, sat Oli. ver þar og las fyrir hana Eg skildi ekki, hvað Deidre átti vantalað við mig, og ég hlakkaði ekki til sam- ræðnanna. Eg var huglaus og bcið þess að hann kæmi með. Deidre stóð fyrir framan skrif- borðið þegar við komum. — Væri ekki betra að þú færir með lestinni, ég skal fá einhvern til að aka bílnum til London í fyrramálið, sagði Oliver kurteis- lega. — Vitleysa, þú veizt að mér þykir mest gaman að aka að nóttu til. Og hafðu ekki áhyggjur af mömmu, þetta er bara eitt af smá- brögðum hennar til að ég komi heim aftur og fari ekki að verða hrifin af Mullions aftur. — Ef það er eitthvað, sem ég get gert . . . sagði Oliver feimnis- lega, og ég vissi þá að honum var sjálfum ljóst, að það var ekki Mullions, heldur Oliver sjálfur, sem Deidre hafði átt við. Eg, per- sónulega, taldi hana ekki mundu geta elskað annan en sjálfa sig. — Góði Oliver! Alltaf ertu svo göfugur, og hún hatar þig meira en nokkra aðra mannveru í víðri veröld. Deidre hló ertandi og snéri sér að mér. — Þökk fyrir að þér gættuð þess að halda Carolyn í hæfilegri fjarlægð frá mér, þess ari voðamanneskju, ungfrú Brown- ing! — Meðan hún gengur með þess- ar grillur . . . byrjaði Oliver sein- lega . . . er kannski bezt að hún sjái þig ekki oft. Hún kemst sjálf- sa-gt yfir það. — Ekki meðan hún hefur líka enn einn tryggan þræl, sagði Dei- drei og brosti hæðnislega til mín. Eg skildi ekki hvað hún var sigri- hrósandi á svipinn. ■—■ Eg harma, að hún skyldi esp- ast svona upp, sagði ég stirðlega og 14 T í M I N N, laugardagurinn 27. okt. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.