Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 15
Vsrzlunarfólk segir upp Framhald af 16. siðu þykkt á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins, sem haldinn var í gær. Guðmundur Garðarsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reyjkavíkur, skýrði blaðinu frá þessu í dag. Hann sagði ennfrem- ur, að undanfarið hefðu farið fi'am viðræður milli verzlunar- manna og atvinnurekenda um breytta flokkaskipun í launakerfi verzlunarmanna, á grundvelli samkomulags, sem gert var um það efni í sumar. Umræður þessar hafa enn ekki borið árangur, a.m. k. ekki áþreifanlegan. Eins og fyrr segir, eru það að- eins kaupgjaldsákvæði samninga, sem sagt hefur verið upp. Verzlun armenn hafa enn ekki sett fram neinar kröfur, en munu a.m.k. vilja fá bætta upp þá skerðingu, sem hækkuð vísitala hefur valdið á laun þeirra. rvær tennur Framhald af 16. síðu — Það er víst fremur sjald- gæft, að barn fæðist með tenn ur? — Það hefur vist komið fyr ir aðeins tvisvar áður hér í bæ, á fæðingardeildinni, það voru ! telpur, og önnur þerra er frænka mín, 7 ára. En þetta er víst fyrsti drengurinn, sem fæð ist með tennur hérna í bænum. — Eru tennurnar ekki sær- andi fyrir þig og soninn? — Ég fann til svolítils sárs- auka rétt fyrst, þegar ég hafði hann á brjósti, en síðan ekki. Hann virðist ekki hafa nein ó- þægindi af tönnunum og er ó- sköp þægur. — Voru hin börnin ykkar svona stór og bráðþroska, þeg- ar þau fæddust? — Nei, hann er sá lang- stærsti. Hin voru svona í með- allagi. Annars segja læknarn- ir, að það sé að verða algeng- ara hér í seinni tíð, að börn fæðíst svona stór. — Gekk fæingin vel? — Já, þetta tók bara engan tíma. Ég veiktist kl. hálf átta að morgni og drengurinn var kominn eftir 20 mínútur. Það var mikill léttir, barnið var orðið svo þungt, að ég á.tti mjög erftt mejs gang síðustu vikurnar. — Var unga manninum ekki tekið með kostum og kynjum á fæðingarheimilinu? — Jú, jú. Þær kölluðu hann kónginn, og þegar vifi fórum heim, sagði ein, a^ það væri réttast að láta hann fara í matrósafötum. Ein var meira að segja búinn að gefa honum kærustu. Skáldsaga jafnóðum Framhald af 16. síðu Húsmæðraþættir verða síðdegis tvisvar í viku, og verður þar flutt ýmis konar efni til skemmtunar og fróðleiks, en auk þess verða framhaldssögur fyrir húsmæður tvisvar í viku, og verður byrjað á að lesa úr ævisögu tizkudrottning- arinnar Schiaparelli. Þá má geta þess, a?j Kvenstúd- entafélag Reykjavíkur mun sjá um flutning erindaflokks, þar sem 12 menntakonur flytja erindi, hver um sína grein. Fyrsta framhaldssagan verður Felix Krull, síðasta saga Thomas- ar Mann. Þá verður flutt fram- haldsleikritið „Lorna Dún“, samið af Ronald Gow upp úr samnefndri sögu eftir R. D. Blackmore. — Verður fyrsti þáttur á þriðjudag- inn kemur. Tónlistin skipar stórt rúm í i dagskránni að venju. Margir fastir þættir halda áfram, eins og óska- iagaþættirnir, Hljómplötusafnið ng jazzþáttur Jóns Múla. Af ný- breytni má telja, að 6 íslenzkir söngvarar og tveir píanóleikarar íkipta á milli sín að kynna lög Schuberts. Þá hafa verið þýddir á íslenzku textar við „Paganini“ eftir Franz Lehár, „Sagan um dát- i ann“ eftir Stravinsky, „Oklahoma" eftir Rodgers og Hammerstein og „Þættir úr Ódysseifskviðu“ eftir Britten, og munu íslenzkir sögv- arfar og hljómlistarmenn annast flutning þeirra. Tveir erindaflokkar verða flutt- ir eftir hádegi á sunnudögum, sá fyrri er í 17 erindum um tækni og verkmenningu, sem Verkfræð- ingafélag íslands stendur að, sá síðari í 10 erindum um íslenzka málfræði og málsögu, og verða þau flutt af ýmsum málfræðing- um. Þá verða einnig fluttir er- indaflokkar frá Grikklandi, ísrael og um skozka þjóðsöngva, írskar bókmenntir og sjlfstæðisbaráttu íra. Börnin fá eitthvað við sitt hæfi á degi hverjum, og má m. a. nefna nýjan þátt um þjóðleg efni fyrir unga hlustendur, sem fluttur verður á mánudögum kl. 18 í um- sjá Ingimars Jóhannssonar og Stef áns Jónssonar. Margt fleira nýstárlegt verður á boðstólum í vetrardagskránni, en of langt yrði að telja það allt upp. Gestir fjarri Framhald af 16. síðu Tengingum við hina nýju sæ- línu til Eyja er nýlokið og hafa við það verk unnið menn úr Eyj- um og úr landi. Fastir starfsmenn rafveitunnar í Eyjum eru 13 eða 14 manns. Árleg raforkunotkun í Vestmannaeyjum er nálægt 10 irilljónum kilóvattstunda. Rafmagninu verður sennilega hleypt á á morgun, ef gestir kom- ast til Eyja. , Frá Alþingi •greina lækning eða ónæmisað- gerðir. Á þessari miklu vísinda- og tækniöld er það bæði skaði og skömm fyrir þjóðina, að bændur skuli ekki vegna fjárskorts geta notað þá véltækni, sem mundi gera atvinnuveg þeirra að mestu leyti á- fallalausan af völdum hinna miklu og tíðu votviðra, sem úthafslofts- lagið á eylandi þessu eðlilega skapar. Stórmál Með þingsályktunartilllögu þess ari vilja flutningsmenn leggja á- herzlu á, að það verði kannað til hlítar, hvort til séu færar leiðir fyrir ríkið á einhvern hátt að hjálpa bændum til að tryggja hey- verkunina. Þetta er svo stórt mál, í fyrsta lagi fyrir bændastéttina og í öðru lagi fyrir þjóðfélagið í heild, að óhjákvæmilegt er, að rík- ið láti það til sín taka. Það hefur komið fyrir hvað eftir annað, að bæta hefur þurft úr yfir vofandi neyðarástandi vegna ó- þurrka með skyndihjálp hins opin- bera, sem — þótt góð sé — kem- ur aidrei að fullum notum. Það væri því hyggilegt af hálfu þjóð- félagsins, að aðstoða bændastétt- ina við að koma í veg fyrir, að vandræðaástand skapist vegna vot viðra. Okkur flutningsmönnum finnst, að mál þetta þurfi allvíðtækrar at- hugunar við,- svo að raunhæfar tillögur sé hægt að gera um það, hvernig málefni þetta verði farsæl legast leyst. Nauðsynlegt er, að sú athugun sé gerð af þeim aðilum, semgera ráð fyrir að bezta og víð- tækasta þekkingu hafi á þessu sviði. Stofnanir þær, sem gert er ráð fyrir að tilnefn menn i nefnd- ina, eru allar tengdar landbúnaðin um sérstaklega nema raforkumála skrifstofan, en hún er sjálfsagður aðili, þar sem raforka frá orku- veitum ríkisins er og verður í vaxandi mæli notuð til að knýja vélar við landbúnaðarstörf og eki' j sízt til þeirra starfa, sem hér e' ; um rætt. Ásiandíð aldrei jafn slæmf Framhald ai l síðu. ington segir, að enn sé haldið áfram a® byggja eldflaugastöðv ar á Kúbu, og hcfur varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna lýst því yfir, að verði því ekki hætt, verði Bandaríkjamenn neyddir til þess að grípa til nýrra og alvarlegri aðger'ða til þess að tryggja frið í heimin- um. Stevenson var kallaður óvænt til Washington, en kom til baka um hádegisbilið, og var þá reiðubúinn að ræða við frarn- kvæmdastjórann, þegar hann óskaði þess. Upphaflega hafði verið svo ráð fyrir gert, að Zorin ræddi við U Thant kl. 17 í dag, en hann kom til við- ræðnanna þremur og hálfri klukkustund fyrr en ætlað hafði verið. Ekki var nein á- stæða gefin fyrir þessu. f gær kom til hörðustu orða- skipta sem orðið hafa milli Zorins fulltrúa Sovétríkjanna og Stevensons, þegar Steven- son vildi fá Zorin til þess að svara því annað hvort með já eða nei, hvort ekki væri verið að reisa eldflaugastöðvar á Kúbu. Zorin neitaði ajs gefa ákveðið svar, og lét þess getið, ag hann væri ekki í bandarísk- um rétti. Svaraði Stevenson því til, að það væri rétt, en Zorin væri nú fyrir rétti, þar sem allar þjóðir heims dæmdu og drægj'u skoðanir sínar af svör- um Zorins. Sálffræóingar Framhald af 1 síðu. ar eru nú 7, þar af 3 sálfræðingar, 1 félagsfræðingur, 2 læknar og 1 skrifstofustúlka. Á deildinni eru taugaveikluð eða geðsjúk börn tekin til meðferðar og rætt sér- staklega við foreldra þeirra, ef með þarf. Sigurjón taldi, að deild- in g'æti hjálpað einum þriðja. þeiira, sem fekið er við, eri mörg- um tilfellum er þann veg háttað, að deildin þyrfti að hafa fulla um- sjá með viðkomandi til að með- ferðin bæri árangur. Á s.l. ári voru 150 börn innrituð hjá deild- inni og svipaður fjöldi í ár, en langur biðlisti hefur nú mynd- ast. Fundarboðendur töldu því brýna þörf að reisa heimili fyrir taugaveikluð börn, þar sem kleift yrði að taka veikindi þeirra til' r.auðsynlegrar meðhöndlunar og sinna umsóknum. Heimilissjóður taugaveiklaðra bama var stofnað- j ur með 100 þúsund króna fram- j lagi Barnaverndarfélags Reykja- j víkur fyrir tveimur árum, og auk- inn með 40 þúsund króna tillagi í fyrra. í dag, laugardag, er merkja j söludagur barnaverndarfélaganna, | og rennur ágóði af merkjasölu hér í Reykjavík í þennan sjóð. Fund- arboðendur töldu að hefjast mætti handa um bygginguna á næsta ári, ef söfnun gengur sæmilega. Þegar er byrjað að gera teikning- ar af byggingunni, sem verður fyrir 15—20 börn fyrst í stað, og þá að sjálfsögðu fyrir börn, sem þurfa lengi og stöðugt að vera undir handarjaðri sálfræðinga. FÉLAGSMÁLASKÓLI Framsókn- arflokksins hefur starfsemi sína n. k. mánudagskvöld kl. 8,30 e.h. í Tjarnargötu 26. Er Gunnar Dal, skólastjóri, hefur sett skólann, flytur Eysteinn Jónsson erindi um störf Alþingis. Á næsta fundi skólans talar Helgi ergs um Efnahagsbandalag- ið. Haldin verða tvö námskeið á Bvegum skólans í vetur. Annað þeirra verður um ræðumennsku og hitt um launamál. : Allir Framsóknarmenn, eldri ; >em yngri, eru velkomnir á fundi ' skólans. Áttræður í dag: Bjarni Kjartansson T résmíðameistari Þeir, sem undanfarna áratugi hafa átt leið um Laugaveginn í nánd við „Brynju“ eða þar um bil, hafa hlotið að taka eftir manni, sem býr og vinnur þar í nándinni, nánar tiltekið Laugav. 28 A. Maður þessi er allmikill að vallarsýn. Hann mun nálgast sex feta hæð „þykkur undir höndina og ávalur á herðar og brjóst“, eins og Sigfús Sigfússon sagð'i, að Grettir Ásmundarson hefði ver- ið. Hann hefur grísk-rómverskan háls og herðalag,. enda vel að manni. Maður þessi heitir Bjarni Kjartansson, trésmíðameistari er hann að mennt, en auk þess ákaf- lega fjölhæfur, svo að óvenjulegt má teljast, hvað tekizt hefur að hnatta í einn mann af margs kon- ar góðum gáfum, bæði andlegri og líkamlegri fjölhæfni. Það eru engar ýkjur, að Bjarni hefur lagt gjörva hönd á flest. Bátasmíðar iðkaði hann lengi með kurt og alls kyns aðra trésmíðavinnu. Sízt hefur hann forðazt né flúið hin vandasömustu störf, þar til vil ég telja handriðið í þjóðleik- húsinu, sem hvorki er neitt au- kvisaverk né handvömm. Og þér, háttvirtu leikhúsgestir, sem e.t.v. styðjið yður við handriðið, megið minnast þess, ekki sízt núna í kvöld, að þar hefur áttræðisafmæl isbarnið Bjarni Kjartansson manna fyrstur og manna mest far- iff höndum um. Tálgað það og telgt, gnuddað það og gnúð, þéljað það og mutrað. Fjölda annarra hagleiksverka mætti nefna, meðal annars skraut lega, listræna kirkjugripi. Aukin heldur hefur hann stórlega lag- fært, jafnvel að nokkru leyti smíð að og betrumbætt, ýmiss konar hljóð'færi, enda er Bjarni söngv- inn vel og þéttings söngmaður. Þá hefur forsjónin gætt Bjarna óvenju fallegum karlmannsmál- rómi, enda væri annað óviðeig- andi. Þó að Bjarni Kjartansson sé fæddur og uppalinn hjá „vondu fólki“ nefnilega Snæfellingur, bróðursonur dr. Jóns Þorkelssonar (forna), hef ég einmitt þá reynslu og spurnir af Bjarna, að hann sé hreint íðilmenni, hjálpsamur og vinsæll, sem sagt, vel séður mað- ur, sem fengið hefur hið bezta Mál VSÍ gegn ASI til dóms BÓ-Reykjavík, 26. okt. KLUKKAN 16 í dag hófst munn legur málflutningur í félagsdómi í máli Verzlunarmannasambands íslands gegn Alþýðusambandi ís- lands. Sækjandi, Áki Jakobsson, hrh, talaði fyrst og síðan verjandi, Egill Sigurgeirsson hrl. Þá talaði sækjandi aftur. Málflutningi lauk kl. 18,30, og lýstu bæði sækjandi og verjandi þá yfir, að þeir hefðu ekki meir um málið að segja. — Málinu var þá vísað til dóms. orð, hvar sem hann hefur kom- ið. Sú trésmíðavinna, sem orðið hefur eins konar sérgrein Bjarna, er renniverk, sem hann hefur stundað langdvölum, og í kunn- ingjahópi er hann oftast kallaður Bjarni rennari og eru þeir eigi allfáir sem notið hafa góðs af þeirri hagleiksmennt hans. Sjálf- ur kallar hann sig „Kallinn á Laugaveginum" og hefur það eft- ir krökkunum þar í grenndinni. Og í síma kynnir hann sig og svar- ar oftast sem slikur, því gaman- samur er hann einnig með af- brigðum. í mörgum af hinum áðurnefndu kúnstum, er Bjarni lærður lítt, en hugvit hans og handlægni er svo mikið og samæft, að gengur oft göldrum næst, enda hefur hinn listfengi maður allt fram á þennan dag verið sjálfs síns kennari. Svo sem áðu er sagt, er Bjarni kraftamaður miikll, þó lítið vilji hann sjálfur úr því gera, hann þarf þess ekki. Það er einmitt nierki yfirburðamanna í hverju sem er, að státa lítt, þetta er þeim svo sjálfsagður hlutur. Það eru hinir, sem þurfa að fylla í eyð- urnar með grobbi. Kraftajasarnir þarna vestra og viðar nota afl sitt til þess að lemja hver annan nið- ur, limlesta og jafnvel drepa hver annan fyrir fé. Þessa aðferð not- ar Bjarni ekki. Krafta sína hefur hann mér vitanlega aldrei notað til annars en þess, sem „gott er og fagurt og guði þóknanlegt." Oft heyrði maður það á orði haft hér áður, að sérstakir krafta menn ekki hvað sízt, væru svo þungir til vinnunnar að letin yf- irbugaði kraftana í glímu lífsins, vóru þeir þá kallaðir ýmsum mið- ur virðulegum nöfnum meðal annars klytti (af klettur) með vel viðeigandi blótsyrði framan við. Þessu er alveg þveröfugt far- ið með Bjarna Kjartansson. Það er einmitt hans óþreytandi elju- rnund, sem hefur fært honum í skaut hina sífelldu vinnugleði, var úð og virðingu. Þá er enn ótalin ein aðalgáfa Bjarna Kjartanssonar, það er frá- sagnargáfa hans, en á því sviði er hann eigi allsjaldan hreinn og beinn listamaður, hann er lesinn maður mjög, stórminnugur og fróður og 'þar að auki er hann einn af þeim mönnum, sem kann íslenzka tungu svo að unun er á eð hlýða. Bjarni er maður skrúð- máll, hann talar oft í myndum og likingum og ber ört á. f frásögn Bjarna fylgjast að þrjár elskandi systur, orðgnótt, mælska og fróð- leikur. Og síðan sjálfur höfuð- meistarinn séra Árni Þórarins- son lézt, þykir mér trúlegt, að Bjarni eigi ekki marga sína líka í frásagnarlist, a.m.k. hér á landi. Að svo mæltu kveð ég afmælis- barnið, og hans ágætu heiðurs- konu með ljúfum þökkum fyrir Isnga og frábæra viðkynningu ásamt alúðarfyllstu heillaóskum framvegis. Rikharður Jónsson. k þakkarayorp Hjartanlega þökkum við öllum þeim sem heiðruðu okkur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar með nærveru sinni, blómum, skeytum og gjöfum Lifið heil. Sigrún Ólafsdóttir, Arnór G. Kristinsson, Barónsstíg 14. f f M I N N, laugardagurinn 27. okt. 1962. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.