Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.10.1962, Blaðsíða 16
Laugardagur 27. október 1962 241. tbl. 46. árg. FÆDDIST MBD 2 TENNUR Gestir fjarri og ekkert rafmagn : BORINN f ÓLAFSVÍK. (Ljósm.: Brynj. Sveinss). Seinni holan ekki síðri BS-Ólafsfirði, 26. okt. NORÐURLANDSborinn er nú staðsettur hér í Ólafs- firði og hefur þegar borað eina holur, sem úr fást 40 sekúndulítrar af 50 stiga heitu vatni. Þessa vatnsæð hitti borinn á 277 metra dýpi um mánaðarmótin. — Borinn hefur nú verið flutt- ur um 60 metra ofar og er byrjaður að bora þar nýja holu. Borinn er nú kominn niður á fast á 22 metra dýpi og hefur undanfarig verið unnið að því að fóðraholuna. Því verki mun um það bil að ijúka, en síðustu daga hef- ur veður tafið. Þegar lokið verður við fóðrunina, verð- ur væntanlega að bora nótt og dag, þegar veður leyfir. Kunnugir telja sennilegt, að ekki séu minni líkur á því að mikig vatnsmagn fáist úr þeirri holu, sem nú er byrj- að að bora. MB—Reykjavík, 26. okt. ÆTLUNIN var að hleypa á raf- straumi frá Sogsvirkjuninni til Vestmannaeyja í dag, en af því varð ekki, vegna þess að gestir úr Reykjavík komust ekki til Eyja, þar eð flugveður var ekki. Samkvæmt upplýsingum Garð- ars Sigurjónssonar rafveitustjóra í Eyjum, er ráðgert að Eyjabúar fái um 1400 kw orku frá Sogs- virkjuninni. Dieselstöðin í Eyj- um framleiðir 400 kw og mun hún notuð sem toppstöð í framtíðinni eg sem varastöð. 1400 kw nægja Eyjabúum mestan hluta dagsins, en þann tíma, sem álag er meira, verður dieselstöðin í gangi. Framh. á 15. síðu Valdís meS son sinn. Hann steinsvaf; meS tennurnar tvaer. (Ljósm.: TÍMINN-GE). GB-Reykjavík, 26. okt. Á F ÆÐIN G ARHEIMILI Reykjavíkur fæddist drengur fyrir viku — og var með tvær tennur. Móðirin kom heim af fæðing- arheimilinu í gær með þennan bráðþroska son sinn, sem vóg 19 merkur og var 55 sm. á lengd. Þau voru bæði vig beztu heilsu og sonurinn svaf vært, þegar fréttamaður og ljósmynd ari Tíma'ns fengu að heimsækja þau í gærkvöldi að Njálsgötu 22. Valdís Valdimarsdóttir heitir móðirin, en mann sinn missti hún fyrir 8 mánuðum, Birgir Guðmundsson, sem fórst með v.b. Stuðlabergi í vetur er leið, en þau hjón höfðu áður eignazt fimm börn, þrjár dætur og tvo syni, elzta barnið er 18 ára. — Ertu búin að gefa litla kútnum nafn? spurðum við Val- dísi. — Já. Hann á, að heita í höf- uðið á pabba sínum. Ég missti hann fyrir 8 mánuðum, og nú eignaðist ég þennan dreng I staðinn. — Var maðurinn þinn búinn að stunda sjóinn lengi? — Frá því hann var 14 ára, og hann hefði orðið fertugur í maí í vor. Hann var lengst á togurum, en svo fór hann á Stuðlabergið. Síðast var hann á heimleið. Framh. á 15. síðu SKALDSAGAN SAMIN JAFNÓÐUM í ÚTVARP KH-Reykjavík, 26. okt. í vetrardagskrá Ríkisút- varpsins, sem kungjörð var í dag, virðist margt fýsilegt til fróðleiks og skemmtunar. Af nýungum má nefna þátt sem áreiðanlega verður vinsæll af mörgum, er nefnist „Á blaðamannafundi" og svara þar kunnir borgarar spurning um blaðamanna. Þá fær kven- FUNDUR í B.Í. ALMENNUR FUNDUR verður haldinn í Blaðamannafélagi ís- lands í Blaðamannaklúbbnum að Hótel Borg, sunnudaginn 28. þ. m. og hefst fundurinn kl. 2 e. h. Mjög áríðandi mál á dagskrá. fólkið sinn skerf í ríkara mæli en áður, og frægir söngleikir Verzíunar- fólk segir upp samn. MB—Reykjavík, 26. okt. Verzlunarmannafélag Reykja-. víkur hefur nú sagt upp kaup-1 gjaldsákvæðum samninga við at- vinnurekendur. Var þetta sam- Framh. á 15. síðu verða fluttir af íslenzkum söngvurum. Þátturinn „Á blaðamannafundi“ verður undir umsjón Gunnars Schram, en hann velur mefi sér 2—3 blaðamenn hverju sinni til að spyrja kunna borgara út úr. — Fyrsti þátturinn verður á mánu- daginn, og mun þá dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálarðherra svara spurningum þeirra Emils Björns- sonar, Indriða G. Þorsteinssonar og Matthíasar Johannessen. Annar nýr þáttur hefur göngu sína á sunnudaginn, „Sitt af hverju tagi“ í umsjá Péturs Péturssonar. Eins og nafnig bendir til, kennir þar margra grasa, en samkvæmt upplýsingum stjórnanda þáttarins, vill hann gera hann þannig úr garði, að öll fjölskyldan geti haft gaman af. Verður m. a. flutt fram haldssaga, samin jafnóðum af jafn mörgum rithöfundum og þættirnir verða margir, þannig að 1 sendir fyrir hvern þátt. Indriði G. Þorsteinsson ríður á vaðið á sunnudaginn kemur, en um fleiri var ekki hægt að fá að vita, nema Jónas Árnason mun leggja fram si’nn skerf í einhverjum þættin- um. Framh. á 15. síðu Brídgekeppnin jöfn HSIM—26. október Borgarkeppnin í bridge milli Reykjavíkur of Amsterdam hófst á fimmtudagskvöld og er spilað í Klúbbnum við Lækjarteig. Mik- 111 áhugj er fyrir keppninni og fylltist salurinn á skömmum tíma, þannig að t’ærri komust að en vildu. Meðal áhorfenda var borg- arstjórinn í Reykjavík, Geir Hall- grímsspn Þetta fyrsta kvöld voru spiluð 32 spil og er keppnin nokkuð jöfn. Amsterdam hefur þó 13 stig yfir 75 gegn 62. í hálf- leik var staðan 35—25 fyrir Am , stp.rdam ITm tíma í síðnri h.álflp.ik i komust reykvísku spilararnir 12 stigum yfir, en þeir hollenzku unnu talsvert á í síðustu spilun- um. Áður en keppnin hófst ávarp- aði formaður Bridgefélags Reykja víkur — en keppnin er háð í til- efni af 20 ára afmæli félagsins — Stefán Guðjonsson gesti og einn- ig tók tii tnals fyriliði Hollend- inga, Hermann Filarski. Á mánu- dagskvöld lýkur borgarkeppninni, ’.g verður bá spilað i efri salnum ; Klúbbnum. Óll spilin verða sýnd á rafmagnssýningartöflunni og skýrð eftir föngum. ítarlegar verð i.i sagt frá pessari keppni eftir belaina. 181 ÁR FRÁ FÆÐ- INGI) AFANS TIL LÁTS SONARSONAR JH-Reykjavík, 26. okt. ÞEGAR Árni tónskáld Thor- steinsson lézt, var há.tt á 182. ár liðig frá fæðingu afa hans, Bjarna amtmanns Þorsteinson- ar, og mun fátítt, að þrjár kyn- slóðir brúi svo breitt bil. Enn ljósara verður þetta, ef það er tekig fram, ag Bjarni, afi mannsins, sem dó fyrir fáum dögum, var tveggja ára sveinn i Kerlingardal. þegar Skaftár- eldar hófust, og kominn hátt á þrítugsaldur á veldisdögum Jörundar hundadagakonungs. Aliir ná.ðu þeir feðgar, Bjarni amtmaður, Árni landfógeti og Árni tónskáld, háum aldri. — Bjarni amtmaður varð hálf- tíræður,, Árni landfógeti ná- lega áttræður, en Árni Thor- steinsson yngri hafði þrjá um nírætt. þegar hann andaðist. J l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.