Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 3
KRÚSTJOFF BÝÐST TIL AÐ FLYTJA Á BROTT ÁRÁSARVOPNIN FRÁ KÚBU Rússar fjarlægja nú það sem þeir sögðu ekki til NTB—New York, 29. okt. Krustjoff forsætisráðherra hefur nú samþykkt, að eld- flaugastöðvar á Kúbu verði rifnar niður, en áður höfðu Sovétrikin neitað að viður- kenna, að slíkar stöðvar væru á eyjunni. Krustjoff segist gera þetta ( þágu friðarins, en Kennedy forsætisráðherra hafði sett niðurrif stöðvanna sem skilyrði fyrir frekari sáttaumleitunum. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fer til Kúbu á morgun til þess að ræða þar við Castró, forstætisráðh. um undir- búning að komu sérstakrar rann sóknar- og eftirlitsnefndar til eyj arinnar, og á hún að hafa eftirlit með niðurrifi stöðvanna fyrir hönd S.þ. Með U Thant fara að þessu sinni 3 menn, en þeir eiga þó ekk ert skylt við eftirlitsnefndina, sem síðar mun halda til Kúbu. Ekki er enn vitað, hversu fjölmenn hún verður. Sænska stjórnin samþykkti í dag, að verða við beiðni U Thants framkvæmdastj. S.þ., að senda sænska liðsforingja til Kúbu, sem hluta af rannsóknar- og eftirlits- nefnd S.þ., ef til þess kæmi, að slík nefnd yrði send þangað tii þess að hafa eftirlit með niður- rifi eldflaugastöðvanna. Mun stjórnin veita allt að sjö liðsfor ingjum leyfi til þess að taka þátt í nefndinni. Arthur Sylvester, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag, að< vissulega myndu Bandaríkin halda áfram hafnbann inu á Kúbu, og einnig halda áfram að fljúga yfir eyjuna, þar til kom ið hefur verið á fót eftirlits- og rannsóknarnefnd á vegum Samein uðu þjóðanna, sem sjá á um nið- urrif á hinum sovézku eldflauga- stöðvum. Ekki vildi Sylvester láta neitt uppi um það, hvort verið væri að eyðileggja stöðvarnar, eins og Krustjoff hafði heitið um helgina. Sylvester var einnig spurg ur að þvl, hvort Bandaríkjamenn hefðu vitneskju um, hvort Sovét- ríkin hefðu komið sér upp kaf- bátastöðvum á Kúbu, og svaraði hann því til, ag ekki væri vitað um slíkar stöðvar á eyjunni. Ekki kvað formælandi varnar- málaráðuneytisins Bandaríkja- menn hafa í hyggju að flytja á Framh. á 15. síðu Líkt við Munchen- samninga Hitlers NTB—Lundúnir, 29. okt. Samkvæmt upplýsingum frá Peking, kom ákvörðun Krust- joffs forsætisráðherra um að semja við Bandaríkin algjör- lega á óvart. Æðstu menn inn- an kommúnistaflokksins deila þar mjög hart á Krustjoff og líka aðgerðum hans við Munc- hen samninga Hitlers. Bent er á, að Sovétstjórnin hafi farið þarna algerlega sínar eigin götur án þess að ráðfæra sig við nokkurt annað sósíalista- ríki. Menn í Kína hefðu í upphafi stutt stefnu Sovétríkjanna í Kúbu- málinu, þar eð álitið var, að Sovét- ríkin yrðu hörð í horn að taka, og myndu ekki láta undan sáttatil- mælum Bandaríkjanna, eins og nú hefur komið í Ijós. í kvöld höfðu aðeins tvö blöð skrifað um svar Krustjoffs til Kennedys. Annað þeirra segir, að Sovétstjórnin hafi gert sér grein fyrir því, að hún hafi nær því gengið skrefi of langt. Ákvörðun hennar um að draga sig til baka í Kúbudeilunni sýnir, að það er mjög mikilvægt þegar í odda skerst í heimsmálunum, að sýna Bandaríkjunum nákvæmlega hversu langt þolinmæði hins frjálsa heims nær. Búlgarska blaðið Rabotnichesko Delo skrifar, að Bandaríkin megi ekki gleyma því, að kommúnista- rfkin líti á það jafnalvarlegum augum, að Bandaríkamenn hafi herstöðvar allt í kringum Sovét- ríkin, eins og Bandaríkjamenn lítj á ástandið út af Kúbu. f Brezki heimspekingurinn Bert- rand Russel hefur setið við bréfaskriftir að undanförnu. — Hann hefur ritað bréf til Krust- ioffs forsætisráðherra og Kenne dys forseta og beðið þá að stofna ekki friðinum í heiminum í hættu. Þjóðhöfðingiarnir tveir svöruðu bréfum heimspekings. ins, og þegar síðast fréttist sat hann enn og reit ný bréf til þeirra um Kúbudeiluna. Indverjar kaupa vopn frá U.S.A. NTB-Nýju Delhi, 29. okt. Bandaríkin hafa ákveðið að SPIEGEL MENN SITJA ENNÞÁ í FANGELSI NTB-Hamborg, 29. okt. Frá því hefur verið skýrt í Vestur-Þýzkalandi, að hern- aðarsérfræðingar frá varnar- málanefnd vestur-þýzka þing- inu hafi nú rannsakað þau plögg, sem fundust við hús- rannsókn hjá tímaritinu Der Spiegel, og hafa þeir tilkynnt, að þar hafi fundizt hlutir, sem halda eigi leyndum samkvæmt þar um gildandi reglum. Lögfræðingar þýzka tímaritsins Ðer Spiegel fóru þess á leit við sambandsdómstólinn í Vestur- Þýzkalandi, ag gefin yrði út skip- un um að þeir starfsmenn tíma- ritsins, sem handteknir voru fyrir helgina af öryggislögreglunni, verði látnir lausir aftur. Á föstudagskvöldið var gerð húsrannsókn á ritstjórnarskrifstof um tímaritsins, og um leið voru gefnar út handtökuskipanir fyrir útgefandann, Rudolf Augstein og marga af helztu mönnum ritstjórn ar blaðsins, og voru þeir allir handteknir. Skrifstofurnar voru siðan rannsakaðar í annað sinn á mánudagsmorgun, og varð starfs- fólkið að fá inni annars staðar á meðan til þess að geta haldið vinnu sinni áfram. Skrifstofa ríkissaksóknarans skýrði frá því í dag, að ástæðan fyrir því, að húsrannsóknin fór fram, hefði verig greinar, sem birzt hafa í biaðinu að undanförnu um varnir Vestur-Þýzkalands, og nú sé þess óskað, að í ljós verði leitt, hvort liðsforingjar og aðrir starfsmenn hersins hafi selt eða gefið blaðinu þessar upplýsingar um hernaðarleyndarmál landsins. Þeir sem handteknir hafa verið eru Augstein. útgefandinn; Claus Jacobi, annar tveggja aðalrit- stjóra blaðsins og Konrad Ahlers starfsmaður við blaðið, og eru falsapír og mútur, í sambandi við greinarnar um varnarmálin. Der Spigel kom út í dag, og var hvergi minnzt á aðgerðir þær, sem getur um hér að framan. — Blaðið fór í prentun á föstudag- inn, og hefur eínn starfsmaður þess sagt, að það hafi verið tækni lega ómögulegt að skýra frá hand Framh a 15 síöl senda Indverjum vopn, vegna bardaganna við landamæri Indlands og Kína. Búizt er við, að vopnin verði komin til ind- verskrar hafnar í þessari viku, en þau munu verða flutt frá Thailandi. Sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi, Kenneth Galbraith, af- henti í dag Nehru forsætisráð- herra bréf frá Kennedy forseta, þar sem fórsetinn lætur í ljós samúð sína með Indverjum út af landamærastríðinu og fullan stuðn ing við málstað þeirra. Krishna Menon, varnarmálaráðherra skýrði s'ðan frá því á fundi miðstjórnar Kongress-flokksins, að Indverjar befðu þegar fengið vopnasending- ai frá öðrum löndum, bg myndu þeir eiga eftir að fá meira. Menon sagði, að nú hefðu Kínverjaniir Heldur Norstad áfram? NTB-aPiís, 29. okt FastaráS NATO kvað í dag, að fara fram á bað við IMorstad, yfirmann herja Atlantshafsríkjanna, að hann t(egndi stöðu sinni fram að áramótUTi Norstad baðst ambætti 'ausnat þeir allir grunaðir um landráð,1 sumar, og hafði Lyman L. Lemnitzer, yfirmaður herja í París á- ^aridaríkjanna í Vestur-Þýzka landi verið skipaður í hans stað. Lemnitzer nershöfðingj átti að 'éka við störíum Norstads næst- '■omandi fimmtudag, en Norstad nefur að undanförnu ferðast tii i'lestra ríkja Atlantshafsbandalags- Framh. á 15. síðu stnu misst þá yfirburði, sem þeir höfðu yfir Indverja í upphafj bardag- anna, og Indverjar myndu án efa hitta þá við landamærin, áður en yfir lyki. Við sama tækifæri lét Nehru þess getið, að indverska stjómin hefði ekki í hyggju, að rjúfa stjórn málasambandið við Kína enn sem komið væri, en nokkur indversk blöð stungu tipp á því í dag, að nú væri tími til kominn, að rjúfa síjórnmálasambandið milli land- anna. Þegar Galbraith sendiherra heimsótti Nehru í dag, mun Nehru hafa fæit það í tal við bann, hvort möguleikar væru á vopnakaupum hjá Bandaríkja- mönnum, og svaraði sendiherrann þessu vinsamlega. Fram til þessa hafa þó ekki farið neinar skrifleg- ar beiðnir á milli Indverja og Bandankjamanna út af vopnakaup um þessum, að því er segir i frétt- um frá Delhi. Formælandi Banda- ríkjamanna hefur skýrt frá því, að til greina komi einnig að Banda '•íkjamenn selji Indverjum þung \opn, en þau vopn, sem þegar hefur verið ákveðið að senda, ern fvrir fótgönguliðssveitir Indverja. Indverjar nafa á 10 sólarhring- um misst 2000—2500 menn i bar- dögunum, sem farið hafa fram við ndamærin. en að því er land- varnarráðuneytið segir, hefur Framh. á 15. slðu. TÍMINN, þriðjudaginn 30. október 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.