Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 5
[ ÍÞRÓTT IR ; ÍÞRÚT' riR RITSrjÓRI HALLUR SÍMONARSON MEIRA ii MARK Á MÍNÚTU X i m Halldór Halldórsson, Karl Guðmundsson og Gunnar Guðmannsson — í leik Fram og ÍR í meistaraflokki — Fram sigraði með 23 gegn 13, — Ármann vann KR léttilega, 10-4. ! Reykjavíkurmótið í hand- knaítleik hélt áfram að Há- logalandi um síðustu helgi. Á laugardaginn fóru fram nokkr ir leikir í yngri flokkunum, en á sunnudaginn áttust meist- araflokksliðin við. Yfirleitt voru leikirnir skemmtilegir og vel leiknir — og úrslit sumra þeirra nokkuð á annan veg en búizt hafði verið við. Á sunnudaginn fóru fram þrír meistaraflokks leikir. — Valur niætti Þrótti, Ármann KR, og Fram ÍR. Einnig fór fram leik- ur í 3. flokki milli Fram og KR. Ármenningar áttu ekki í nein- um erfiðleikum með KR-inga og unnu þá 10:4. Með þessu sýndi liðið, að iún góða frammistaða þess gegn Fram í fyrsta leiknum, j var engin tilviljun. Framarar sigruðu ÍR-inga auð- veldlega með 23:13. ÍR-liðið kom ekki eins sterkt til leiks og búizt hafði verið við — það var einkum vörn liðsins sem brást. Þetta var síðasti leikur Framara fyrir leik þeirra í Evrópubikarkeppninni, sem fram fer á sunnudaginn kem- ur. — Liðið virðist vera komið í góða æfingu, og sýndi ágætan leik. í leiknum voru skoruð 36 mörk — eða meira en mark á mínútu — óg gefur það vel til kynna, að að fyrir það — svo og Þórður Ás- geirsson í markinu, sem oft varði varnarleikurinn hefur ekki verið sem beztur, eða öllu frekar mark- varzlan, sem var léleg í báðum mjög vel. liðum. Þar virðist vera eina „gatið“ í Framliðinu og kann Ármann — KR 10:4 það að vera hættulegt gegn Skov- bakken. Leikur Vals og Þróttar var jafn I allan tímann, og skiptust liðin á| að halda forustu í leiknum, sem lauk með jafntefli. Leikurinn í 3. flokki milli Fram og KR var hörkuspennandi og lauk með sigri Fram 5:2. Þróttur — Valur 10:10 Leikurinn var í daufara lagi, r.ema rétt síðustu mínúturnar. — Mestallan tímann skiptust liðin á að halda forustu — og í hálf- leik höfðu Valsmenn yfir 5:2 — Þrótti tókst að jafna bilið fljót- lega í seinni hálfleik — og kom- ast yfir 8:6. Á síðustu mínútunum færðist nokkuð líf í leikinn — og rétt fyrir leikslok tókst Valsmönn um að jafna 10:10. Lið Vals sýndi nú mun skárri leik en það gerði í fyrsta leiknum gegn Víkingi. Árni Njálsson lék nú aftur með liðinu, og hafði þrátt fyrir æfingaleysið, góð áhrif á liðið. — Annars er allt Valsliðið æfingalaust og óvenjudauft. Þróttaraliðið náði ekki vel sam- an í þessum leik. Grétar Guð- mundsson er bezti maður liðsins, og sá sem flest mörkin hefur skor- Armenningar áttu ekki í nein-; ism erfiðleikum með KR-inga. — j Þeir héldu forustunni allan leik- inn — yfirleitt með fjórum til fimm mörkum yfir ■— og gáfu ■ hinum sundurlausu KR-ingum; ekkert tækifæri til að byggja upp leik sinn. f hálfleik var staðan 5:1 fyrir Ármann. Ármenningar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, og bættu tveim mörkum við. KR-ingar náðu að skora þrjú mörk — en Ármenn- ingar svöruðu með öðrum þrem. Leiknum lauk því með sigri Ár- manns, 10:4. Ármannsliðið sýndi góðan leik, og virðist það vera í framför. Vörn liðsins er allsterk, með góð- an bakhjarl, þar sem Þorsteinn í markinu er. Liðið er létt og leik- andi, en má gjarnan bæta við út- haldið. KR-liðið var óvenju neikvætt og dauft í þessum leik — og sterk- ustu menn liðsins, Karl Jóhanns- son og Reynir Ólafsson, sem ver- ið hafa ógnvaldar hvaða vörn sem er undanfarm ár, mega sín nú lítils. KR-ingar mega sannarlega gera stórt átak, ef þeir ætla að balda sæti sínu í fyrstu deild á næsta ári. Heiiraðir af KRR A fundi Knattspyrnuráðs Reykjavíkur á fimmtudags- kvöld voru 2 af forystumönn- um knattspyrnumálanna í Reykjavík sæmdir gullmerki KRR, þeir Jón Guðjónsson úr Fram og Einar Björnsson úr Val. Hafa þeir báSir starfað ötullega undanfórna áratugi fyrir knattspyrnuíþróttina í Reykjavík og sérstaklega fyr- ir sín félög. Báðir hafa um órabil átt sæti í stjórn KRR og gegnt þsr formennsku. Þá voru 3 kunnir knattspyrnu- menn heiðraðir af ráðinu fyrir þáít töku í úrvalsliði Reykjavíkur, en allir hafa þeir leikið yfir 25 sinn- um í því liði Karl Guðmundsson hefur leikið 27 sinnum í úrvalinu, lék fyrst 1945 gegn brezku úrvalsliði og sxðast gegn norska landsliðinu 1954. Gunnar Guðmannsson hefur leik ið 26 sinnum í úrvalinu, lék fyrst í úrvalsliði 2. flokks gegn Siglfirð- inaum á Akureyri 1948 og síðast gegn Akureyringum á Akureyri í haust. Halldór Halldórsson hefur leik- ið 26 sinnum í úrvalinu, lék sinn fyrsta leik 1948 í sama leik og Gunnar og siðast 1959 gegn Ak-1 styttu og sæmdi þá merki KRR urnesingum í 40 ára afmælisleik með lárviðarsveig. I Sæmdi aldursforseti ráðsins, Ól- Afhenti formaður ráðsins, Ein- afur Jónsson, þá Jón og Einar ar Björnsson, þeim áletraða gullmerkinu. Hinir ungu Ármenningar í meistaraflokki sigruðu KR-inga með yfir- burðum á Handknattleiksmótinu á sunnudaginn. Hér er einn þeirra kominn frír inn fyrrr vörn KR og skorar auðveldlega. Ljósm.: Bjarnleifur Fram — FR 23:13 ÍR-ingar iéku nú sinn fyrsta leik í mótinu. — Almennt hafði verið reiknað með, að styrkleiki þeirra væri meiri en raun bar vitni. — Framarar, með sitt sterk- asta lið, höfðu leikinn í hendi sér allan tímann, og sýndu nú miklu betri og allt annan leik, en gegn Ármenningum á dögunum. Framarar byrjuðu á að skora, það var Sigurður Einarsson, sem skaut fallega af línu. Hermann Samúelsson jafnaði fyrir ÍR, en eftir það var um algjöran ein- stefnuakstur af hálfu Framara að ræða— og mörkin komu eins og á færibandi. — Yfirleitt höfðu Framarar sex til sjö mörk yfir, og í hálfleik var staðan 14:7 fyrir þá. Framarar byrjuðu seinni hálf- leikinn með að auka forskotið. ÍR- irigar með sína lélegu vörn, áttu í miklum erfiðleikum og náðu aldrei að ógna Fram. Annars tóku Framarar lífinu með ró í seinni hálfleik og forðuðust öll stórátök. Leiknum lauk með sig:ri Fram 23:13. Framliðið kom sterkt til leiks, og er liðið auðsjáanlega í góðri æf ingu. Sigurður Einarsson var bezti maður liðsins — hann er sterkur í vörn og hættulegur á línu —■ hann skoraði sex af mörkum Fram. Ingólfur Óskarsson sýndi einnig ágætan leik, en hann naut sín ekki fyllilega, enda lögðu ÍR-ing- ar-mikla áherzlu á að gæta hans. Guðjón Jónsson var traustur að vanda og er liðinu mikill styrk- ur. Lið ÍR-inga var ósamstillt í þess- um leik — og vörn þeirra mjög léleg. Gunnlaugur Hjálmarsson er stoð og stytta liðsins, svo og Her- mann Samúelsson. — En þessir tveir menn mega sín lítils gegn jafn sterku liði og Framliðið er, ef aðrir menn í liðinu sýna ekk- ert. ÍR-ingar verða að kappkosta að laga vörnxna hjá sér — en það sem mest háir þeim, er markmanns leysið. Úrslit leikja í yngri flokkunum, sem fram fóru á laugardaginn, urðu þessi: f 2. fl. kvenna b. Valur—Fram 2:2 og Víkingur—KR 1:1. í 2 fl. kvenna a. Víkingur—Valur 5:0 og Fram—Þróttur 6:0. — í 3. fl. karla b. Fram—Víking- ur 6:4 og KR—Valur 4:3. í 2. fl. karla a. KR—ÍR 12:6 og Víkingur —Þróttur 11:5. — alf. TÍMINN, þríðjudaginn 30. októbcr 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.