Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR þingfréttir 'í'. . : ^ mm Aðflutningsgjðld og söluskattar af landbúnaðartækjum verði afnumin Þeir Ásgeir Bjarnason, Sig- urvin Einarsson, Karl Krist- jánsson, Páll Þorsteinsson, Hermann Jónasson og Ólafur Jóhannesson þ.e. allir þing- menn Framsóknarflokksins í efri deild hafa lagt fram frum- varp til laga um afnám að- flutningsgjalda og söluskatts af vélum og tækjum til land- búnaðar. Ásgeir Bjarnason, 1. flm. mæUi fyrir frumvarpi þessu í efri deild í gær og kom til nokkurra orðaskipta milli hans og Magnúsar Jónssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, 6. þ.m. Norðl. eystra. í fram- söguræðu sinni sagði Ásgeir Bjarnason m. a.: Ein af óhjákvæmilegum þörfum nútímabúskapar er vélakostur, sem kaupa verður erlendis frá. Það er tómt mál að tala um bú- skap án hans. Frumvarp þetta er flutt til að greiða götu þess, að hægt verði að byggja landbúnaðinn upp tæknilega. Með gengisfellingunum tveim: 1960 og 1981, hækkuðu vélar til landbúnaðarins stórkostlega í verði, Hefur sú hækkun orðið landbúnaðinum mikið áfall, — ekki sízt byrjendum í búskap. Hækkandj innkaupsverð þýðir, að óbreyttum tollum og sköttum til ríkisins, hækkandi tolla og skatta í krónum. Þar hefur hækk- un hlaðizt á hækkun ofan. Ómissandi tæki eins og dráttar- vél (Massey Ferguson 35, stand- ard gerð) kostar nú kr. 106 000.00. Þar af eru tollar og söluskattur til ríkissjóðs kr. 27 000.00. Um þá fjárhæð mundi þessi vél lækka í verði, ef frumvarp þetta yrði að lögum. Frumvarpið felur fyrst og fremst í sér — í stuttu máli sagt — að afnema tolla og skatta, sem nú eru á vélum og tækjum, sem nauðsynleg eru við almennan bú- rekstur. Hér er því um stórfellt hagsmunamál að ræða fyrir bænda stéttina og framþróun landbúnað- arins. Sjávarútvegurinn nýtur sam- bærilegra tolla- og skattakjara í ÁSGHIR SIGURVIN KARL PÁLL HERMANN ÓLAFUR ýmsum greinum og hér er farið fram á til handa landbúnaðinum. í öðru lagi er lagt til í frv. að endurgreiða alla tolla og skatta af dísilvélum (rafstöðvum) til nota á sveitabæjum, sem fá ekki raf- magn í náinni framtíð frá héraðs- veitum rikisins. En öllum, sem til þekkja, má ljóst vera, hversu gíf- urlegur munur er á þvi að hafa einkarafstöð og standa undir rekstri af henni eða njóta raf- magns frá samsveitum, sem alla- jafna kostar miklu minna og skap- ar meira öryggi. Þá er í þriðja lagi gert ráð fyrir því í frv., að endurgreiddir verði tollar og skattar af þeim hljóladráttarvélum, sem bændur hafa keypt eftir 20. febrúar 1960, þ. e. síðan fyrri gengisfellingin kom til framkvæmda.ju , • • • ’ ‘ , Verður því ekki trúað að o- reyndu, að. þinginenn samþykki ekki þetta frumvatp, svo Ijóst sem nú liggur fyrir, hve kreppir að bændum og mikil þjóðarnauð- syn er, að landbúnaðurinn geti vél- vætt sjg og fullnægt sívaxandi þörf þjóðarinnar fyrir landbúnað- árafurðir. Ásgeir Bjarnason benti enn- fremur á, að svo gífurlegar hafi hækkanir á vélum orðið af völd- nm aðgerða núverandi ríkisstjórn- ar, að þrátt íyrir það, að afnumd- ir yrðu tollar og söluskattar af þessum tækjum, þ. e. ef frv. þetta yrði að lögum, myndu hjóladrátta- vélar samt kosta 26 þús. krónum meira en þær kostuðu 1958, en þá kostuðu þær 53 þús. Eftirfarandi tæki myndu lækka í verði sem hér segir, ef frumv. yrði að lög- um: Moksturstæki með skúffu og heykvísl, sem nú kostar rúmar 19 þús. krónur myndi lækka um kr. 4,399,— eða niður í 14,686,—. Sláttuvél. sem kostar nú kr. 11.526,— myndi lækka um rúmar ★★★ Þórarinn Þórarinsson mælti i gær fyrir frumvarpi sínu um eftirlit með ferðaskrifstofum. Er þetta frumvarp í samfloti með frumvarpi hans um afnám einkaréttar Ferðaskrifstofu ríkisins á móttöku erlendra ferðamanna hér á landi. Var getið um þetta frumvarp í sambandi við 1. umr. um frv. um breyting á lögum um Ferðaskrifstofu ríkisins. Þetta frv. kveður á um að réttur ferðaskrifstofu til að taka á móti er- lendum ferðamönnum sé háð leyfi ráðherra, er setur skilyrði slíkra leyfa í reglugerð, og verði settum skilyrðum ekki fylgt skuli það valda leyfismissi. Alfreð Gíslason og Einar Olgeirsson hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar í sameinuðu þingi um tafarlausan brottflutn- ing Bandaríkjahers af íslandi og að ísland taki upp hlut- leysisstefnu. 2 þúsund krónur eða niöur í kr. 9,442,—. Múgavél kostar nú rúm- ar 13 þús. krónur, myndi lækka niður i kr. 10,200,— eða um tæp ar 2,800,— krónur. Heyblásari, sem nú kostar kr. 12,838,— myndi kosta kr. 10,500,—, ef frumv. yrði að- lögum. Áburðardreifari kostar nú kr. 9,787,— en myndi lækka nið'ur í kr. 8,019,—. Öll þessi tæki myndu þrátt fyrir þessa lækkun verða miklum mun dýrari en þau vora 1958. Ákvæði frumvarpsins er kveður á um endurgreiðslu á aðflutnings- gjöldum og sölusköttum af vörum (il rafmagnsframleiðslu í sveitum, þar sem ekki er völ á rafmagni frá samveitum, sagði Ásgeir, að væri mikið réttlætismál. Árlega leggur rikið fram fé til að standa^ undir írékstri j'dfmagnsVéithk. Hér er því um aðstöðujöfnun að ræða milli þeirra, sem njóta raforku frá því opinbera og hinna, sem staðhátta vegna geta ekki átt þess kost, en verða að kaupa dýrar vélar til raforkuframleiðslu fyrir bú sín og verða að standa að öllu leyti sjálfir undir rekstri þeirra, en taka samt sinn þátt í rekstri héraðsveitna eins og aðrir lands- menn. 4 kw. dísilrafstöð kostaði árið 1958 um 21 þús. krónur en, nú kostar slík dísilrafstöð 37 þús. krónur eða hefur hækkað um 16 I þús. krónur. Ef þetta framvarp verður að lögum lækkar hún um kr. 8,500.— en kostar samt sem áður kr. 7.500.— meira en hún kostar samt sem áður kr. 7.500.— meira en hún kostaði 1958 Hér er um mjög litlar upphæðir að ræða árlega hjá rikissjóði, en þær myndu hjálpa mikið og bæta úr brýnni þörf margra heimila. sem ekki eiga kost raforku frá ríkisraf- veitum. Ásgeir Bjarnason lagði áherzlu á það, að hér væri ekki verið að fara fram á sérréttindi til handa bændastéttinni, heldur væri að- eins verið að fara fram á það, að landbúnaðurinn nyti sama réttar og sjávarútvegurinn nýtur í þess- um efnum, þ.e. jafnrétti. Hér er ekki um neinn óbærilegan tekju- missi ríkissjóðs að ræða. Það sem hér er um að ræða er t.d. aðeins örlítið brot af reksturshagnaði rikissjóðs 1961, sem nam 154 millj ónum króna og greiðsluafgangur þá 57 milljónum. hvað þá ef borið er saman við áæ laðar tekjur á næsta ári, en þær nema nokkuð á þriðja þúsund milljónum og inn- flutningur landbúnaðartækja hverfandi brot af öllum innflutn- ingi til landsins. Á það mætti einnig benda, að útgjöld og þátt- taka ríkissjóðs í kostnaði sam kvæmt jarðræktarlögunum hefði numið s.l. ár 17 milljónum króna minna en 1955 skv. sömu lögum, miðað við verðlag ársins 1961. Ef frumv. þetta nær fram að ganga verður mun auðveldara að tryggja bændastéttinni fullkomna tækni við búrekstur á sambærilegu verði og við svipaða aðstöðu og sjávarútvegurinn nýtur nú og ekki er ólíklegt að unga fólkið athyllt- ist landbúnaðinn meira en nú er, ef unnt væri að tryggja, að í sveit- um landsins gæti það lifað við fyllstu tækni frá byrjun búskapar- ins og þyrfti ekki að óttast það, að verða að hverfa frá vegna ónógs stuðnings þjóðfélagsins við fyrstu vængjatökin, en það er mikjð hags munamál alls þjóðfélagsins, að sveitabúskapur dragist ekki sam- an, svo landbúnaðurinn geti jafn- an tryggt nóg af góðum og ódýr- um afurðum á borð landsmanna. Magnús Jónsson sagði það skrýt- ið, að þetta skyldi verða að rétt- lætismáli hjá Framsóknarmönn- um svona allt í einu. Hvi gerðu Framsóknarmenn þetta ekki með: an þeir voru í stjórn? Fráleitt að halda því fram, að hagur bænda sé eitthvað verri núna en hann var í stjórnartíð Framsóknarmanna. Taldi Magnús það hin örgustu öf- ugmæli, að halda því fram, að bændur væru hart leiknir af að- gerðum núverandi stjórnarflokka. Sagði hann það þó rétt, að óger- legt væri að stunda búskap nema hafa fullkominn vélakost og vélar væru stór útgjaldaliður i bú- rekstrinum, og hann gæti verið sammála flutningsmönnum um að rétt væri að athuga þetta mál. Nú væri tollskráin í endurskoðun hjá stjórnarvöldunum og rétt að at- huga þessi mál vel í sambandi við þá heildarendurskoðun og hvað auðið er að ganga langt í þessum efnum. en um það kvaðst hann ekkert vilja fullyrða á þessu stigi málsins. Ásgeir Bjarnason kvaðst treysta Magnúsi Jónssyni til að veita mál- inu gott lið í sambandi við endur- skoðun toilskrárinnar og tryggja það, að sú lækkun aðflutnings- gjalda á landbúnaðartækjum, ef til kæmi. yrði meira en sýndar- mennska ein. Þá hrakti Ásgeir þá fullyrðingu Magnúsar Jónsson- ar, að ekki hefði verið um sam- drátt að ræða í' landbúnaði hin síðustu ár. Fór hann með óyggj- andi tölur máli sinu til stuðnings, er sýndu ljóslega mikinn samdrátt í framkvæmdum bænda. 1961 varð nýrækt 522 ha minni en 1958 Girðingar urðu 1961 145 km. styttri en' 1958 Steyptar þurrheys- hlöður urðu 1961 54812 rúmmetr- um minni en 1958, og þurrheys- hlöður úr öðru efni 3153 rúmmetr- um minni. Byggðar votheyshlöður Þingstörf í gær í efri deild var aðeins ei'tt mál á dagskrá. Frumvarp Framsóknarmanna um af- nám a'ðflutningsgjalda af vélum til landbúnaðar, og er skýrt ýtarlega frá um- ræðum um það mál hér á síðunni. f neðri deild mælti Bjami Benediktsson heilbrigðis- málaráðherra fyrir stjórnar- frumvarpi um Iyfsölulög. Þá mælti Þórarinn Þórar- insson fyrir frumvarpi um ferðaskrifstofur. Fundir verða í báðum deildum Alþimgis í dag. f neðri deild er m.a. mála á dagskrá frumvarp Þór- arins Þórarinssonar og Hall- dórs E. Sigurðssonar um af- nám innflutningsgjalds af heimilisvéium. á árinu 1961 urðu 6737 rúmmetr- um minni en 1958, og þannig mætti áfram telja. — Þá beindi Ásgeir þeirri fyrirspurn til Magn- úsar Jónssonar, hvað liði væntan- legum lánveitingum út á vélar úr stofnlánadeild landbúnaðarins í Búnaðarbankanum. Magnús Jónsson sagði, að það þyrfti ekki að benda til samdrátt- ar þótt bændur fjárfestu ekki sí- fellt og stöðugt ár eftir ár. Talið er að margir bændur hafi fjár- fest of mikið, þar sem búrekstur margra hefur ekki vaxið í fullu samræmi við fjárfestinguna og hin mikla fjárfesting hefur skap- að mörgum bændum áhættu. Sagði Magnús, að fyrst og fremst ætti að vinna að því að hagnýta þá fjárfestingu, sém orðih er í land- búnaði. Magnús sagði, að stofn- lápadeildin hefði ekki tekið neina ákvörðun um það enn, hvernig hagað yrði lánveitingum út á drátt- vélar eða hvort slíkar lánveitingar gætu komið til framkvæmda á þessu ári, en margir lagalegir og og aðrir vankantar væru á að koma slíku á. Búnaðarbankinn hefur iánað út á vélar Ræktunarsam- bandanna 30% af andvirði til 6 ára með kjörum stofnlánadeildar, og taldi Magnús ekki óliklegt að lán út á dráttarvélar gætu oroið eitt- hvað svipuð, þótt ekkert væri hægt að fullyrða um það enn. Ás.geir Bjarnason kvaðst harma það, að ekki skuli hafa verið tekin ákvörðun um það enn, hvort lánað yrði út á dráttarvélar á þessu ári, en nú væri orðið mjög áliðið árs. Taldi Ásgeir að lán Búnaðarbank ans út á jarðyrkjuvélar Ræktunar- sambandanna væru þannig til kom in, að ríkissjóður hefði vanrækt að greiða tilskilinn styrk 50% eins og áður var, til vélakaupa, og aðeins greitt 25% styrk og Búnaðarbank- inn síðan látinn hlaupa undir baggann af þessum sökum til að liðka til. Magnús Jónsson sagði, að ríkis- sjóður væri ekki skyldugur að greiða 50% styrk í lögunum væri aðeins kveðið á um að styrkurinn væri allt að 50% í upphafi, þ.e. við fyrsta stofnkostnað Ræktunarsam- bandanna, en siðan ættu að mynd- ast fyrningarsjóðir og Ræktunar- samböndin að annast sjálf endur- nýjun tækja, en ríkissjóður hefði samt haldið áfram að greiða 25% kaupverðs, þótt hann eigi væri til þess skyldaður í lögum. Málinu var vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. TÍMINN, þriðjudaginn 30. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.