Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu búsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Arásin á Indland Nokkur undanfarin misseri hafa staðið yfir þrætur mini Indverja og Kínverja um landamæri Indlands og Kína á háfjallasvæði því, sem liggur milli landanna. Ind- verjar hafa viljað halda sig við þau landamæri, sem Indland hafði, þegar brezku nýlendustjórninni lauk þar, en Kínverjar hafa talið þau ákveðin af Bretum einum og að Kína ætti gamalt sögulegt tilkali til ýmissa svæða, er Bretar höfðu lagt undir Indland. Þetta sögulega til- kall virðist þó næsta óljóst, enda mun sannleikurinn sá, að aldrei hafi verið nein nákvæmlega umsamin landa- mæri á þessum slóðum. Hér er að mestu leyti um óbyggð svæði að ræða, er ekki hefur verið sótzt neitt sérstaklega eftir fram að þessu. Yfirráð yfir þeim geta hins vegar haft nokkra hernaðarlega þýðingu. Kínverjar hófu ekki að gera tilkali til þessara svæða fyrr en fyrir nokkrum misserum og bentu þá á, sem rétt var, að þeir hefðu aldrei viðurkennt þau landamæri, er Pretar ákváðu á sínum tíma eða um 1911. Jafnhliða þessu fóru þeir á sumum stöðum með smá herflokka yf- ir þessi landamæri og komu sér þar upp bækistöðvum. Á einum stað lögðu þeir allmikinn veg innan þeirra. Ind- verjar mótmæltu þessu, en lýstu jafnframt yfir því, að þeir væru reiðubúnir til að ræða pessi mál við Kínverja, en þó væri það því skilyrði bundið, að Kínverjar drægju herflokka sína burtu af því landi, sem er indverskt sam- kvæmt landamærum þeim, er Bretar höfðu ákveðið. Síðan hefur staðið þóf um þetta mál þangað til nú í haust, að Kínverjar hafa fært sig upp á skaftið, flutt mikið herlið til þessara héraða og hafið skipulega sókn gegn varðliði Indverja þar. Indverjar hafa orðið að láta undan síga í þessum átökum, en svo hörð hafa þau ver- ið, að um 2000 indverskir hermenn hafa fallið, en mann- fall Kínverja er talið enn meira. Svo er nú komið, að indverska stjórnin lítur ekki lengur á þetta sem mein- litlar landamæraskærur, eins og hún gerði lengi vel, heldur stimplar þetta hreina innrás í landið og hefur samkvæmt því fyrirskipað hernaðarástand í landinu. Þá hefur hún bæði beðið Bandaríkin og Bretland um vopn. Um heim allan er nú litið hinum alvarlegustu augum á þessa atburði. Menn hafa fram að þessu trúað því, að þessi landamæradeila myndi jafnast friðsamlega. Nú hefur stjórn Kínverja kollvarpað þessum vonum. Hún fer með her og stríð á hendur Indverjum. Fyrir Indverja er ekki annað að ræða en snúast til varnar enda myndu þeir ella missa álit sitt og verða kommúnismanum auð- veld bráð á eftir. Heimurinn stendur hér frammi fyrir þeirri staðreynd, að stríðsástand ríkir nú milli tveggja stærstu þjóða Asíu. Almenningsálitið í heiminum fordæmir í vaxandi rnæli árás Kínverja. Stjórnendur Kína munu hljóta for- dæmingu sem verstu árásarseggir, ef þeir hætta ekki þessari styrjöld gegn Indverjum. Hlutleysið ekki vörn Indverjar eru sú þjóð, sem trúlegast hefur fylgt hlut- leysisstefnu á undanförnum árum og talið hana vörn gegn því, að þeir yrðu fyrir vopnuðum árásum. Innrás Kínverja hefur nú kollvarpað þessari trú þeirra. Það hef- ur á ný sannazt áþreyfanlega, að gegn yfirgangsstefnu eins og nazismanum og kommúnismanum er hlutleysið ekki vörn. Wa!ter Lippmann ritar um alþjóðamál: Flugskeytastöðvarnar á Kúbu og í Tyrklandi eru sambærilegar Uppdráttur þessi birtist nýlega í enska stórblaðinu Times og sýnir hann i fyrsta lagi, hve langt þau flugskeyti draga, sem Bandaríkjamenn telja að þegar hafi verið sta'ðsett á Kúbu (þau munu draga um 1200 mílur) og svo þau flugskeyti, sem Banda- ríkjamenn telja að verið sé afj staðsetja þar (þau draga um 2000 mílur). ÞESSA grein skrifa ég á miðvikudagsmorgni, og yfirlýs- ing forsetans um hafnbann gegn vissum vörum er einmitt að koma til framkvæmda. Og svarsins að handan er beðið. Mörg skip frá Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum eru á leiðinni til Kúbu. Búizt er við að eitt þeirra sérstak: lega, hafi bannvöru innan- borðs. Enn hafa gæzlusveitir okkar ekki haft nein afskipti af þessum skipum, og við vit- um ekki, hvaða fyrirskipanir skipstjórunum kunna að hafa borizt frá Moskvu. Að svo stöddu veltur allt á þessum fyrirskipunum. Við vit um ekki enn, hvort þær fela í sér fyrirmæli um að snúa við frá Kúbu, halda áfram og leyfa athugun á farmi, eða halda á fram og neita allri athugun. MEÐAN þetta er ekki vitað, verðum við að Iáta okkur nægja að gizka á, hvort Sovét- ríkin láta koma til átaka á sjó á leiðinni til Kúbu, beygja sig fyrir hafnbanninu en hefna þess annars staðar, eða láta sér nægja stór orð án þess að stórar athafnir fylgi. Til eru þeir menn, — og ég virði dóm- greind þeirra mikils, — sem halda að nú sé orðið of seint fyrir Bandaríkin að hafa áhrif á ákvörðun Sovétríkjanna, og forsetinn sé nú ófrávíkjanlega bundinn ákveðinm stefnu. er annaðhvort leiði til algers hafnbanns eða innrásar . á Kúbu. Þessir menn kunna að hafa rétt fyrir sér. En ég hef lifað af tvær heimsstyrjaldir og eft ir að við urðum þátttakendur í þeim, gerðum við j bæði skiptin sömu, hörmulegu skyss una, Við lögðum stjórnmála- samskiptin á hilluna um leið og hleypt var af byssunum. í báðum styrjöldunum uppskár- um við mikinn sigur, en við gátum ekki komið á friði. Hér í landi er ríkjandi hugarfar, sem auðveldlega gæti leitt til þess að við gerðum sömu skyss una enn einu sinni. Við verð- um í einlægni að reyna að koma í veg fyrir það. EG SÉ fylgju þessarar skyssu bregða fyrir í þeirri staðreynd, að þegar forsetinn hilti Gromyko á fimmtudag- inn, hafði hann í höndum sann anir fyrir flugskeytaviðbúnað inum á Kúbu, en stillti sig um að segja Gromyko frá því. Þetta var að leggja stjórnmála samskiptin á hilluna. Ef ekki hefði verið um það að ræða, þá hefði forsetinn sýnt Gromy- ko myndirnar og sagt honum einslega frá þeirri stefnu, sem hann ætlaði að segja opinber lega frá innan fárra daga. Þetta hefði aukið á líkurnar fyrir því, að yfirvöldin í Moskvu gæfu skipunum skip- un um að halda ekki áfram ti! Kúbu. Ef þessi aðferð hefði ekki breytt skipunum frá Moskvu, ef Krustjoff hefði set- ið fast við sinn keyp, þrátt fyr ir hana, þá hefði hin opinbera ræða forsetans verið sterkari. Þá hefði ákvörðun forsetans ekki legið undir þeirri gagn rýni, að eitt stórveldi hefði sett öðru úrslitakosti, án þess að reyna fyrst að ræða málið. Ef forsetinn hefði haft samband við Gromyko einslega, þá hefði hann verið að gei'a Krustjoff kost á því, sem allir vitrir stjórnmálamenn gera gagnvart andstæðingi sínum, þ e. að bjarga heiðrinum. EG VEIT, að það þýðir ekki að gráta yfir þeirri mjólk, sem búið er að hella niður. En ég vek athygli á þessu vegna þess, að enn er um svo feikimikla mjólk að ræða, sem hægt er að hella niður. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að við höfum gert tvær, aðskildar kröfur Önnur er, að engin „árásar- vopn“ séu framar flutt t.il Kúbu. Um þessa lcröfu dregur til úrslita mjög bráðlega. Þeg ar höfð er hliðsjón af því, hve önnur Ameríkuríki eru okkur sammála, og einnig hinu, hvað Sovétríkin eru veik fyrir á þessu hveli, er full ástæða til að vona að sóttkví sú, sem Kúba er í, komi að haldi, en við verðum að búast við hefnd arráðstöfunum annars staðar En forsetinn hefur sett frarr. aðra kröfu, og hún er, að flug- skeytabúnaður sá, sem þegar er búið að koma fyrir á Kúbu, verði rifinn niður og fjarlægð ur. Og það er mikil spurning. hvernig þetta á að gerast. jafn vel þó að ekki komi til neinna vopnaviðskipta á sjó. Og það er einmitt í sambandi við þessa kröfu, sem mér finnst ekki mega varpa stjórnmála- samskiptunum frá sér. Hugsanlegar eru þrjár leið- tr til þess að losna við flug- skeytabúnaðinn, sem þegar er búið að koma fyrir á Kúbu Ein er að gera innrás og taka Kúbu herskildi. Önnur er að setja algert hafnbann á Kúbu. alveg sérstaklega að því ei olíuflutninga snertir, þvj að það mundi ríða efnahagskerfi eyjarinnar að fullu á fáum mánuðum. Þriðja leiðin er að reyna — ég endurtek — að reyna, að ræða samkomulag, sem haldi heiðrinum óskert- um. ÉG VIL taka fram strax. að ég á hér ekki við ,.hrossakaup‘ I á Berlín og Kúbu. og ég hef f ekki trú á þeim Kúba og Ber fj Iín eru alveg óskyld vandamál fi Framhald á bls. 13 8 di—— Uppdráttur þessi birtist nýlega í enska stórblaðinu Times o sýnir hann staðsetningu kinna svonefiulu Jupiter-flugskeyta Tyrklandi, en þau draga um 1500 mflna vegalengd. / z TfMINN, þriðjudaginn 30. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.