Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 9
n >3 / Minningar Vigf úsar Þegar Æskudagar Vigfúsar Guð mundssonar komu út, minntist ég þeiira með nokkrum orðum. Þótti mér sú bók vel úr garði gerð, skemmtileg og fjörlega skrifuð. Hið sama má segja um allar bæk- ur Vigfúsar. Hin síðari ár hefur V.G. gerzt ærið athafnasamur rithöfundur, og hver bókin rékið aðra. Sú síð- asta ber nafnið Minningar Vig- fúsar. Þroskaárin. Með örfáum orðum sendi ég V.G. kveðju mína og þakka bók- ina. Margt er í þeirri bók, sem binum fyrri, vel sagt, fróðlegt og skemmtilegt. Hún hefst, þar sem Æskudagar enda. Nú er hann á leið heim til ættlandsins eftir margra ára útivist, þar sem hann hefur ratað' í ýmiss konar ævintýr. Strax og heim kemur, tekur hann til óspilltra málanna að vinna að hugsjónum þeim, sem hann hefur átt í óvenjurikum mæli. Hér hefst barátta lífsins, barátta þroskaár- anna. Og vitanlega koma þar margir menn við sögu. Dóma hans um þá læt ég liggja á milli hluta. Þessar myndir, sem hann dregur upp af þeim, blasa við honum frá hans sjónarhól. Og hann skortir aldrei kjark til að segja það, sem honum býr í brjósti. En hér er ætíð míkill vandi á ferðum, og ólíklegt að öllum þyki fugl sinn fagur. En af bókinni er Ijóst, að vinmargur er Vigfús. Eg ætla ekki að rekja efni Minn inganna. En þó get ég ekki látið hjá líða að geta þess, að fegurstur þykir mér kaflinn um nýbýlið Bjarg. Með stofnun þess og öll- um ráðstöfunum gagnvart því hef- ur V.G. reist sér glæsilegan minn- isvarða, enda eru hugljúfustu og um leið sárustu minningar hans bundnar við þann stað. Og í Bjargi birtist ein af hugs'jónum hans: að fjölga íslenzkum sveitabýlum, rækta og klæða landið. í Minningum segir V.G. allmik- ið frá baráttu sinni fyrir fram- gangi ýmissa menningar- og þjóð- nytjamála. Um það er frásögn VIGFUS GUÐMUNDSSON hans hiklaust oð segir hann óhrædd ur frá, þótt hann geri ráð fyrir, að siíkt verði af sumum nefnt karla- grobb. Hugur V.G. beindist snemma að þjóðmálum. Segir hann, að það hafi í fyrstu verið áhrif frá föður hans. Sjald- an fellur eplið langt frá eikinni. Eg þekkti föður hans vel. Hann var búhöldur góður, greindur og bókfróður, frjálslyndur og áhuga- samur um almenn mál, stálminn- ugur og einn glaðasti gestur á æs'kuheimili mínu. En V.G. varð fyrir áhrifum úr fleiri áttum, sem mörkuðu djúp spor í hugarheimi hans. Nokkiu eftir, að ungmeonafé- | lagshreyfingin hafði fest rætur hér á landi, fengu meðlimir þess félagsskapar á sig heitið „Vor- menn íslands." Hlaut það stað- festingu með ljóði Guðm. Guð- mundssonar, sem hann tileinkaði U.M.F.Í. Áhrif þess félagsskapar á aldamótakynslóðina var geysi- mikil. Fór þá vorhugur og vakn- ingaralda um íslenzkt þjóðlíf. Og engan hef ég þekkt vökulli í þeim anda svo langt fram á efri ár sem V.G. Sá eldur, sem ungmennafé-1 lagshreyfingin kveikti í sál hans,' hefur í engu fölskvazt, og ætlar sýnilega að loga til hinzta dags. Þessara áhrifa gætir sirax í Æsku- dögum, og þó enn ■ meir í Minn-1 ingum, sem segja nokkuð frá1 starfi hans sem ungmennafélaga. Þar var hann sem annars staðar heill í starfi. Minningarnar bera Vigfúsi glöggt vitni um gott minni. Þar eru dregnar upp lifandi myndir af ýmsum hræringum þjóðlifsins. Og alls staðar er frásagnargleðin efst á baugi. Þótt mér sýnist, að einstaka atriði mætti betur fara í bókinni og jafnvel ofaukið, þá sleppi ég að minnast þess hér, enda má þetta frekar skoðast sem hugleiðing en ritdómur. Eg veit, að þessi bók V.G. verð- ur mikið keypt og mikið lesin. Svo fcefur verið um allar bækur hans. Eins og alþjóð er kunnugt, er Vigfús einn víðförlasti íslending- ur, sem uppi hefur verið. Og ajlar þær ferðir hafa víkkað sjónarsvið hans, stælt orku hans og vilja- festu. Ferðabækur hans sýna, að bonum er í blóð borin skörp at- hyglisgáfa. Hver þáttur er hlað- inn fjörlegum frásögnum og fýsi- legum fróðleik. í öllum bókum hans eru dregnar upp skýrar myndir af því, sem fyrir augu ber. Eins og sjá má í síðustu bók- inni, hefur lífsfjörið og umbóta- viðleitnin verið sterkasti þáttur- inn í athöfnum hans. Gat hann þess einhvern tíma við mig, að bonum fyndist enginn dagur nógu langur fyrir þau stöif, sem fyrir lægju. Þetta er að trúa á lífið og tilgang þess. Og kaflarnir, sem segja frá veitinga- og gistihúsrekstri V.G. benda til þess, að hann hafi verið í bezta lagi hjúasæll. Þarf í því sambandi ekki annað en minna á j þau þakklætisorð og góðu um- mæli, sem hann færir öllu starfs- fólki sínu. Slíkt getur vart nema góður húsbóndi og vinsæll. Bjöm Jakobsson, Reykholti Líf er að 'loknu þessu lýsir fyrst og fremst viðhorfi spíritistans til þessara mála. Hún er drengileg, ákveðin og hiklaus játning gáf- aðs menntaðs manns, sem kynnt hefur sér sálarransóknirnar um tugi ára og setið fjölda funda hjá ágætustu miðlum bæði hérlendum og erlendum, hreinskilin játning þess hvernig hann hafi gjörsam- lega sannfærzt um framhalds- lífið og sambandið við annan heim, og hvers virði honum haf' orðið sú sannfæring. Að hinum þræðinum er bókin skrifuð í tilefni aldarfjórðungs miðilsþjónustu Hafsleins Björns- sonar, en þá þjónustu hefur höf- undurinn rækilega kynnt sér í full tuttugu ár, og sú kynning að verulegu leyti orðið til þess að gefa honum þá sannfæringarvissu, sem bókin er þrungin af. Er hér að finna mjög athyglisverðar upplýs- ingar og fróðleik um þróun mið- iishæfilejka Hafsteins og frásagnir af miðilsgáfum hans og miðils- starfi, sem mikill fengur er í og mörgum mun þykja forvitnilegt að kynnast, og þá ekki sízt hinum ýtarlega kafla um minningar Finnu, lífs og liðinnar, en hún er ein af stjórnendum eða hjálpend- um Hafsteins Björnssonar að handan og hefur verið það frá upp- hafi. Aftur á móti koma ekki fram í þessari bók margar nýjar frá- sagnri um starf þessa merka mið- ils, sem beinlínis hafi vísindalegt sannanagildi. Er og bókin engan veginn rituð með það fyrir augum sérstaklega, vegna þess að áður hafa komið út tvær bækur um þá hlið á miðilsstarfi Hafsteins, rit- aðar af frú Elinborgu Lárusdótt- ur, og lætur höfundur nægja að vísa til þeirra. í mínum augum er þessi bók sérstaklega athyglisverð og aðlað- andi ekki sízt vegna þess, að hún er einlæg og hreinskilin játning leitandi manns, og mér liggur við að segja þakkargjörð fyrir það, sem hann hefur fundið og orðið hefur honum óendanlega dýrmætt. Mér finnst það vera orðið svo sjaldgæft að finna slíkt í bók- menntum okkar nú á dögum. Okk- ur er margt annað tiltækilegra en lotningin og þakkarhugarfarið, því miður. Þegar dregur að bókar- lokum, segir hann meða) annars: „Kynni mín af spíritismanum og samband mitt við framliðna menn hafa haft í för með sér ger- breytingu á viðhorfi mínu til lífs- ins og tilverunnar, lífslíðan mína og viðleitni til lífsbreytni. Þau hafa veitt mér aukin tök á skap- stjórn minni, geðró og umfram allt æðruleysi Þau hafa veitt mér víðari útsýn og kennt mér að leggja hóflegt mat á lystisemdir jarðlífsins. Barnatrú mín hefur eigi aðeins dýpkað, heldur hlotið staðfestingu. Og ég tel mig hafa öðlazt ó víræðar sannreyndir fyr- ir því. sem er kjarni allra trúar- bragða: Trúnni í framlífið, trúnnj á eilíft líf.“ Af þessum ummælum er ljóst, t að spíritisminn er engan veginn jafn háskalegur trú manna og sál- arheill og andstæðingar hans hafa oft látið í veðri vaka, né heldur er hann til þess fallinn að fjar- lægja menn meginkjarna kristin- dómsins. Þvert á móti. Kraftur frumkristninnar byggðist á uppris- unni, að Kristur birtist lifandi eftir líkamsdauðann og á sannfær- ingunni um framhaldslífið vegna þeirrar síaðreyndar. Og hin fyrsta prédikun lærisveinanna var játn- ingin, vitnisburðurinn um það, sem þeir höfðu heyrt og séð og verið vottar að. Það sem megin- máli skiptir er, að maðurinn fái öðlazt þá trú og lífsskoðun, sem verður honum styrkur og hjálp í lífi og dauða og gerif hann að heilli, betri og sannari manni. Hitt skiptir minna fyrir hann, hvort hann öðlast þetta á vegum kirkjunnar eða eftir öðrum leið- um. Hins vegar skiptir það nokkru fyrir kirkjuna og framtíð hennar, eins og höfundurinn bendir rétti- lega á í lok bókar sinnar, Að lokum vil ég þakka höfundi þessa bók. Og ég vil hvetja alla til þess að lesa hana með gaum- gæfni. Ég held, að þeir hafi gott af því og alveg án tillits til þess hvort þeir eru spíritistar eða ekki. Spurningin um líf að loknu þessu varðar alla jafnt. Sveinn Víkinigur. Sinfóníutónleikar Lif er að loknu þessu Skuggsjá, Hafnarfirði 1962 „Eitt sinn skal hverr deyja“. Það lögmál fær enginn maður flú- ið hér á jörð, hversu ólíkt sem líf okkar er að öðru leyti. Þess vegna er það spurning, sem alla varðar undantekningarlaust, hvað tekur við eftir líkamsdauðann eða hvort nokkuð tekur við. Löng- um hafa það verið trúarbrögðin, sem leitazt hafa við að svara þeim spurningum, og menn hafa tekið afstöðu til þeirra í trú en ekki j rökstuddri skoðun í þessU sambandi er þó vert að geta þess, íié eitthvert hugboð um fram- hald lífsins eftir dauðann virðist mönnunum hafa verið í eðli bor- ið þegar frá upphafi og er þetta athyglisvert sökum þess, að það sem við þeim blasti hvarvetna var í raun og veru sigur dauðans yfir öllu einstaklingslífi á jörðinni. Þetta verður auðveidlega ráðið af fornleifum, sem fundizt hafa eftir þá menn sem lifað hafa fyrir tug- þúsundum ára og það löngu áður en sýnist votta fyrir nokkurri guðstrú í fari þeirra. Síðan skráðar sögur hófust, hafa á öllum öldum verið til menn, sem sannfærðust um framhalds- lífið vegna þess, að þeir voru gæddir skyggnigáfu eða öðrum dulhæfileikum, sem gerði þeim kleift að komast í samband við látna menn. Ekki er þó nema rúmlega öld síðan tekið var að rannsaka þessar dulargáfur að nokkru ráði. Þeim rannsóknum og tilraunum hefur síðan verið haldið áfram og nefnd ar einu nafni sálarrannsóknir. Hlutverk þeirra var og er að reyna að ganga úr skugga um það, hvort framhaldslíf og sam- band við hina látnu sé í raun og veru til. Fé hefur jafnan verjð af skornum skammti til þessara rannsókna og þar að verulegu leyti verið um sjálfboðastarf að ræða. Er þar því ekki ólíkt á kom- ið og um vísindarannsóknir á öðr- um sviðum. Eigi að síður hefur árangurinn þegar orðið næsta mikill. Tugþúsundir manna hafa; sannfærzt og eru sífellt að sann-! færast um framhaldslífið og sam- bandið við látna vini. Þeir eru nefndir spiritistar. Aðrir telja að enn bresti á um algildar sannan- ir, ekki fyrir því að fyrirbærið gerist í raun og vera — því neita ekki nema þeir ofstækisfullu og og fávísu — heldur fyrir hinu, að þau sýni algjörlega ótvírætt sam- band við þá, sem látnir eru. Þeir telja, að þar geti aðrar 'Skýringar komið til álita. Þannig standa þessi mál í dag. Hin nýútkomna bók Jónasar Þorbergssonar fv. útvarpsstjóra: JONAS ÞORBERGSSON Sinfóníuhljómsveit íslands hélt aðra tónleika sína á þessu hausti þ. 25. þ. m. í samkomusal háskól- ans undir stjórn W. Strickland. Einleikari var ungverski fiðluleik- arinn Béla Detreköy. Tónleikarnir hófust á Lundúna- sinfóníu eftir J. Haydn, sem er eitt af þeim hljómsveitarverkum þessa höfundar, sem oftast heyrist, þótt hann hafi samið fjölda ann- arra slíkra verka. Sinfónían er auðveld og aðgengileg í flutningi og heyrn, og kom þarna fyrir eyru manna með léttum og fallegum heildarsvip. Symphonie Espagnol f. einleiks- fiðlu og hljómsveit eftir E. Lalo, er litauðugt og stemmningsmikið verk. Béla Detreköy lék þar ein- leik. Er tónn hans ekki mikill, en mjúkur og tær, tækni hans er bæði haldgóð og örugg. Var leik- ur hans yfirleitt mjög góður, þótt nokkuð skorti á breidd og hljóm. Samleikur hans og hljómsveitar- innar var ágætur. Verk Carl Nielsen heyrast ekki oft á tónleikum, og því mjög á- nægjulegt að fá Sinfóníu hans No 5, op. 50, á efnisskrána Þetta ó- venjulega verk, í tveim löngum þáttum, þar sem list höfundarins rís kannske hvað hæst af hljóm- sveitarverkum hans, var þarna mjög áheyrilegt í flutningi sveit- arinnar. Auka þurfti við mannafla hljómsveitarinnar, svo að hún varð þéttskipaðri en ella, og eykur það á ýmsa útfærslumöguleika. Var t.d. Adagio-kaflinn í sínum fullkomna polyfoniska stíl, eftir- minnilegur. Hljómsveitarstjórinn W. Strickland er dugandi stjórn- andi, og á hann þakkir fyrir sjnn hluta að þessum tónleikum. Tök hans á verkefnum eru með þeim hætti að mikils má af vænta. Sú er þetta ritar, var eftir þessa tón- leika að hugleiða, hversu miklum áfanga nú er náð, að í ekki stærri bæ en Reykjavík er, skuli menn eiga þess kost að hlýða hálfsmán- aðarlega á góða sinfóníutónleika. Fyrir svo sem tveim áratugum virtist þetta allt eiga svo óralangt í land, nægilegur mannskapur eða fjármagn var þá ekki fyrir hendi og reglulegir tónleikar hljómsveit voru sem fjarlægur draumur. Nú er þetta allt orðið að veru- leika, hvílíkur menningar- og ánægjuauki, að geta að staðaldri setzt inn í Háskólabíó og hlýtt þar á fjölbreyttan og margvíslegan flutning tónverka, og gegnum út- varpið náð til þeirra hlustenda úti um land, sem ekki geta án góðrar tónlistar verið. Þeir menn, sem beitt hafa sér fyrir því að gera þetta mögulegt, eiga allt gott skilið, og það eilífa fjas nokkurra óánægðra sálna, um Framhald á 13, síðu. kí MINN, þriðjudaginn 30. októbej;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.