Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.10.1962, Blaðsíða 16
Margir vegir hafa teppzt um helgina Þriðjudagur 30. okt. 1962 243. tbl. 46. árg. MB-Reykjavík, 29. okt. Eins og við er að búast hafa margir vegir teppzt í áhlaup- inu nú um helgina. Blaðið hafði samband við Vegamála- skrifstofuna og fréttaritara og spurðist fyrir um þessi mál. Á Vestfjörðum hafa Breiðadals- heiði og Botnsheiði lokazt og Þing mannaheiði er gjörsamlega ófær. Vegurinn í Barðastrandarsýslu er víða mjög slæmur, má til dæmis geta þess, að fólk, sem lagði upp um sexleytið í gærkvöldi frá Firði á Skálmarnesmúla var 12 stundir á leiðinni að Kleifum í Gilsfirði á jeppabifreið. í Gilsfirði varð ófært í gærdag, en búizt er við því, að Framh. á 15. síðu „SJADU ELDINN, II SK-Vestmannaeyjum, 29. okt. — í morgun klukkan hálftíu varð elds vart á Vestmannabraut 71 hér í bæ. Þar býr Örn Einarsson með konu sinni og tveim ungum börn- um. Konan var heima með börn- in. Annað þeirra opnaðf hurð að einu herbergja hússins og kallaði: ,.Sjáðu eldinn, mamma“. Konan hljóp til og var herbergið þá al- e!da. Brunaliðið kom strax á vett- vang og var þá orðinn mikill eld- ur í ibúðinni, en því tókst að ráða niðurlögum hans á þremur stund- arfjórðungum. Þá var húsið mjög brunnið að innan og varð meðal annars að rjúfa þekjuna, þar eð eidur var kominn í hana. Innbúið brann og eyðilagðist af vatni og reyk. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. LÖGDU4 EN KOMU AF STAD 5 HEIM íi“!!tu Is'knls-, " m ■:-r, líaXsfcííinsgon r.kipstjórl ■ <•***-. - Hanna.n '2* stýri-níur* ifuldn Hol.god6tt,l:í jrirþorm, í ÍRt;t>og t G.{*tasan 3» Stýrinatu: Þannig lítur fæðingarvottorðið út, sem hinn nýi heimsborgari fékk hjá yflrmönnum skipsins og Ijósmæðrum sínum. — (Ljósmynd: TÍMINN RE). KH-Reykjavík, 29. oktT — Konan var sú kjarkað- asta, sagði Kristján Aðalsteins- son, skipstjóri á Gullfossi, þeg ar við spurðum hann um fæ'ð- ingu fyrsta Gullfyssingsins í þau 12 ár, sem skipið hefur siglt um heimsins höf. — Hún lét sér hvergi bregða, þó að aðstæðurnar væru ekki sem beztar. Við vorum líka svo heppnir, að ljósmóðir skyldi vera með í förinni, og 2. stýri- maður hagaði sér, eins og hann hefði ekki gert annað en taka á móti börnum allt sitt líf. í klefa nr. 223 á II. farrými sat frú Ragnheiður Jónsdóttir uppi í koju sinni, hin hress- asta, þó að ekki væru liðnir nema 13 tímar frá fæðingu þriðja sonarins. Hinn stolti faðir, Hafsteinn Ingvarsson, var önnum kafinn við gæzlu hinna sonanna tveggja, Þor- varðs, sem er IVz árs, og Jóns Óskars, sem er 8 ára. — Þetta gekk allt vel, og ég var ekkert smeyk, sagði Ragn- heiður, — enda hafði ég nú minnst fyrir þessu, ljósmæð- urnar mínar stóðu sig svo prýði lega. Við erum að koma heim eftir 14 mánaða dvöl í Kaup- mannahöfn, og mig óraði ekki fyrir því, að við kæmum heim fimm talsins, eða réttara sagt 7, því að ekki má gleyma bless uðum páfagaukunum tveimur. Ég fór til læknis á.ður en við lögðum af stað, svona til frek- ara öryggis, því að ég hef áður fætt fyrir tímann, en hann hélt, að allt væri með eðlileg- um hætti, og ég var alveg ró- LIKNAR VIUA EKKI FÉLAGSDÓM í MÁLID KH-Reykjavík, 29. okt. Eins og Tíminn skýrði frá í siðasta blaði, hefur ríkisstjórn in vísað læknamálinu til Fé- lagsdóms. Almenn óánægja ríkir meðal lækna um með- ferð þessa máls, og er ekki annað fyrirsjáanlegt nú en að | flestir þeirra lækna, sem sagt hafa lausum stöðum sínum, { hverfi frá störfum, eins og þeir hafa boðað, nú á fimmtu daginn kemur. Á morgun verð'ur málið að lík- ir.dum þingfest í Félagsdómi, þ. e. skráð og nánar ákveðið um fram- hald þess, og Páll S. Pálsson, sem er málflutningsmaður ríkisins, r.iun birta s-tefnu í málinu. Guð- mundur Ingvi Sigurðsson fer með 1 málið fyrir hönd stjórnar BSRB. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem gefin var út á laugardaginn Aðalfundur Framsóknarfélagsins 1 Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í Fram- % sóknarhúsinu vi'ð Fríkirkjuveg, miðvikudaginn 31. þ.m. og hefst | íin. B kl. 8,30. — Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. var, sagði, að þess væri vænzt,, að læknarnir mundu gegna hin-j um ábyrgðarmiklu störfum sin- um, meðan Félagsdómur fjallaði um málið, en ekkert hefur verið rætt um það frekar við hlutað- CJgandi lækna Blaðinu er kunn- ugt, að mikil óánægja ríkir meðal iæknanna um afgreiðslu málsins, og telja þeir það furðulega máls- meðferð jð ieggja það fyrir Fé- lagsdóm, þar sem það er gert samkvæmt iögum, sem samþykkt voru eftir að uppsögn læknanna átti sér stað. Alls eru það 31 læknir, sem hlut eiga að máli, 25 sem starfað hafa við Landspítalann, einn við Hvítabandið og 5 á Heilsuverndar- siöðinni. Flestir hafa orðið að reka eigin stofur með sjúkrahús- Síarfinu, og nafa þeir í hyggju að snúa sér þá einvörðungu að rekstri þeiira, en aðrir hafa flestir ein- hver störf í bakhöndina, sem þeir geta gengið að með stuttum fyrir- vara. Ekkert hefur verið reynt að Frainh. á 15. síðu EKKERT BÓ-Reykjavík, 29. okt. — Sátta- semjari boðar fund í síldardeil- unni kl. 9 annað kvöld. Siðasti t'undur var haldinn á laugardags- nóttina og stóð til klukkan langt gengin í 5 — Þar gerðist ekkert rnarkvert, sagði Jón Sigurðsson, þegar blaðið talaði við hann í gær, og það er ookstaflega ekkert af þessu að frétta, bætti hann við. Ragnheiður Jónsdóttir leg. Svo var ég svolítið sjóveik, enda var vont sjóveður, en um miðnætti í nótt varð mér ljóst að hverju dró. Sem betur fer gekk þetta allt fljótt og vel, og ég fann ekki, ag neinu væri ábótavant í aðbúnaði og að- stöðu, þrátt fyrir allt. Ólöf Kristjánsdóttir heitir konan, sem svo óvænt gerðist ljósmóðir litla snáðans. — í raun og veru er ég hætt að praktísera, þó að ég sé enn á skrá, sagði hún, — en mér er ánægja að því að hafa hjálp- að þessum litla manni í heim- inn. Hann er nú ekki fjarska stór, enda fæddur a.m.k mán- uði fyrir tímann. Við höfum ekki handbæra vigt„ en brugð um á hann máli, og hann var 43 sm. Aðstaðan var auðvitað Framh. á 15. síðu Keflavíkurvegar- laening stöðvast KH-Reykjavík, 29. okt. — Nú eru um sex vikur liðnar, síðan byrjað var að steypa Keflavíkur- veginn nýja, og hefur verkið geng 'ö ágætlega, svo að nú er búið að steypa rúmlega 3600 metra. Sem stendur er þó algert hlé á steyp- unni, því að þriggja tommu frost er í jörðu. Ætlunin er að reyna að fá þíðara frá Keflavíkurflugvellin- um, svo að hægt verði að steypa a m. k. suður fyrir gamla veg- inn, þar sem hann sker þann nýja, og þar verður vegurinn orðinn nálega 4 km. Geri frostlaust og gott veður, verður lokið við þann 5—6 km. spotta, sem upphaflega var ætlunin að steypa í haust. Enn hefur ekki viðrað til að fylla í raufarnar með asfaltblöndu, er Vegagerðin farin að fylla í þær rieð hampköðlum til bráðabirgða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.