Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 2
t V , . ,T f ,T . Er her FYRRI HLUTI Spieg- el-greinarinnar, sem hefur sett Vestur- Þýzkaland á annan endann Fyrir skömmu birtist grein í þýzka fréttaritinu „der Spiegel" um vestur-þýzka her- inn og hlutverk hans í sam- eiginlegum vörnum NATO, og hefur greinin vakið feiki- lega athygli þar syðra. Á föstudagskvöldið var gerð hús rannsókn á skrifstofum blaðs- ans á flugi flugvöllum. En fyrsta gagnhögg NATO-herj anna dugði ekki til að kyrkja sókn Rússa í fæðingunni. Járntjalds- löndin höfðu nægar herdeildir og kjarnorkusprengjur til að herða árásina. Að fáum dögum liðnum var mikill hluti Englands og V- Þýzkalands í eyði. Á báðum stöð- um var reiknað með tíu til fimmt- án milljónum látinna. Rússar vörpuðu vetnissprengjum á Banda ríkin og þar var eyðileggingin enn þá meiri. Öngþveitið var gífurlegt. En það hindraði líka framrás rúss- nesku herjanna, sem höfðu goldið mikið afhroð j gagnárásum með kjarnorkuvopnum. Þeir unnu þó mest allan norðvesturhluta Vest- ur-Þýzkala.nds á augabragði og Hamborg varð ekki varin. En það var yfirstjórn NATO ljóst áður. Markmið Fallex 62 var að reyna viðhragðsflýti NATO og öryggi yfirmanna herja þess, og einnig ins, ir og að reyna, hvernig stríðið færi með ritstjórar þess handtekn- almenning. Þess vegna tóku marg- sakaðir um landráð. ir borgaralegir, opinberir aðilar þátt í æfingunni. Þeim var gefið að sök að hafa Ijóstrað upp hernaðarleyndar- Varnirnar féNu saman málum í greininni og að hafa mútað herforingjum og em- bættismönnum til að gefa trúnaðarupplýsingar. „Der Spiegel“ er óháð frétta- Mað, en hefur á undanfömum mánuðum komizt í liarða and- stöðu við varnarmálaráðherra V- Þýzkalands, Josef Strauss. Hefur blaðið upplýst tvö geysilega um- fangsmikil hneykslismál í sam- band'i við verktiaka hjá varnarmála ráðuneytinu, FIBAG-málið og ALOlS-málið, og höggvið með því mjög nærri mannorði varnarmála ráðherrans. Greinin um varnir Vestur- Þýzkalands er eins konar fram- hald af baráttu blaðsins gegn Strauss, oig er honum kennt um, að vestur-þýzki herinn sé ekki vígfær, ef til heimsstyrjaldar kem- ur, og er það rökstutt með niður- stöðum nýafstaðinnia NATO-her- æfinga í Vestur-Þýzkalandi. Verður hér endursögð þessi grein í talsvert styttri útgáfu. Allsherjarárás á Evrópu — Haustæfing NATO í ár gekk undir nafninu Fallex 62. Þessi æf- ing var talin svo mikilvæg, að hermálaráðherra Bandaríkjanna, McNamara, brá sér alla leið frá Bandaríkjunum til Þýzkalands til þess að vera viðstaddur hana. Fallex 62 var fyrsta heræfing NATO á þeim grundvelli, að þriðja heimsstyrjöldin hæfist með allsherjarárás á Evrópu. í heræfingunni var gert ráð fyrir, að þriðja heimsstyrjöldin hæfist einn góðan föstudag að kvöldi til. Óvinurinn gerði skyndi lega kjarnorkúárás á flugvelli NATO í Þýzkalandi, Englandi, íta- líu og Tyrklandi. Rússum tókst þó ekki að út- rýma kjarnorkuvopnum Vestur- veldanna í þessari fyrstu leiftur- atómsókn. Tveir þriðju hlutar atómvopnaflutningatækja NATO voru óskemmdir. 14 dagarnir, sem liðu í spennu, áður en Rússar létu til skarar skríða, nægðu NATO til að breyta stöðu eldflauga sinna og halda miklurn hluta flugflot- I ljós kom, að viðbúnaður Vest- ur-Þýzkalands til varna var al- gerlega ófullnægjandi og meðal annars vantaði ákvæði um yfirlýs ingu á neyðarástandi. Sjúkradeild hersins féll fyrst saman. Það skorti lækna, aðstoð- arfólk og lyf. Matvæladreifingin reyndist ekki miklu betur og ekkj heldur starfsemi lífsnauðsynlegra fyrirtækja og samgönguæða. Loftvarnirnar reyndust alveg ó- fullnægjandi. Ógerlegt reyndist að hafa hemil á flóttamanna- straumnum. Fjarskiptasambandið varð strax óvirkt. Þeir, sem fylgdust með æfing- unum af hálfu hins opinbera, voru skelfingu lostnir yfir frammi stöðunni í þessari gervistyrjöld. Innanríkisráðherranum Hermanni Höcherl, varð að orði, þegar hann sá vanbúnaðinn: „Undir núver- andi kringumstæðum hefur varla neinn nokkra von.“ Hversu viðbúnaður vestur- þýzka hersins var slælegur, kom strax í ljós á 14 daga spennutíma- bilinu á undan heimsstyrjöid her- æfingarinnar. Bandarísku herdeildirnar í Evr- ópu voru 85% viðbúnar orrustu að tveimur stundum liðnum. NATO-hersveitir Þjóðverja gátu hins vegar ekki náð saman mann- aflanum, og auk þess skorti þær vopn og tæki. Aðeins fjórði hver herlæknir var til. Handa varalið- inu, sem mætti til herþjónustu, voru ekki til neinir liðsforingjar og alls engin vopn. Héraðsvarnarsamböndin voru varla vaxin hinum léttu verkefn- um sínum, og engir flokkar kunnu að verjast skriðdrekum, sem brot izt höfðu i gegnum yíglínurnar. „ASeins varnarhæfur við viss skilyrði" Yfirstjórn NATO flokkar heri aðildarríkjanna í fjóra gæða- flokka, og vestur-þýzki herinn er í þeim lægsta: „aðeins varnarhæf ur við viss skilyrði". Andspænis þessum veiku varnar herjum. Vestur-Evrópu standa herir, sem eru gráir fyrir járn- um á friðartímum. Rússar hafa fjölda herfylkja í járntjaldslönd- unum, fyrir utan þeirra eigin heri. Þessi mynd þýzka hersins. Arás kommúnistaríkjanna verð ur að byggjast á skipulegri sókn fremstu víglínunnar og styrkra bakvarðasveita, sem fylla upp í skörðin, sem myndast, þegar sókn in vellur fram. Rússneski herinn getur, ásamt hinum austanherjun- um, flutt á tíu dögum 50 herdeild ir til Vestur-Þýzkalands, studdar lofther og fallhlífaliði. Allar fram varðasveitir Rússa eru reiðubúnar núna, hverju sem vera skal. NATO verður aftur á móti að fylla upp í virku herdeildirnar og kalla inn varaliðið, ef það ætl- ar að marséra af stað til varnar. Amerísku herdeildirnar eru stöð- ugt reiðubúnar, ensku herdeild- irnar eru 60% reiðubúnar, oð aðr- ar evrópskar herdeildir eru svip- aðar þeim brezku. Herdeildirnar eru vanbúnar að mörgu nauðsyn- legu, svo sem orrustuflugvélum til stuðnings í bardögunum og eld flaugabyssum í stíl við „Stalín- orgelin“. sem Spiegel segir, a5 hafi sýnt Ijóslega vanmátt vestur- (Ljósm.: Polfoto). Fallex: Gerviheimstyrjöldin Þreföld sókn vestur yfir Andspænis slíkum yfirburðum Austantjaldslandanna reiknar yf- irstjórn NATO með því, að árás- inni að austan verði þannig hag- að: 1) Norðan Elbu verður sótt norður til Danmerkur til þess að ná Eystrasaltssundunum á sitt vald og opna þau fyrir flota sinn og kafbáta. 2) Frá Helmstedt verð ur sótt til Ruhrhéraðsins og yfir Rínarfljót. 3) Syðsti armurinn tekur Frankfurt og Miinchen í Suður-Þýzkalandi Þessa sókn, sem beinist að Norðursjó og Atlantshafinu, geta járntjaldslöndin framkvæmt án kjarnorkuvopna, vegna þess, hversu fámennir herir Vesturveld- anna verða. Hins vegar skortir Rússa atómvopn tii bardaga eða kunnáttu í mðferð þeirra. NATO-herdeildirnar eiga ekki annarra kosta völ, en að svara árásinni með bardaga-atómvopn- um, hvort sem Rússar beita slík- umvopnum eða ekki. Þessi vopn með þeim getur hann spillt undir- búningi árásaraðilans, m.a. með því að eyðileggja samgönguæðar og varasveitir hans. Ef hins vegar árásaraðilanum hefur tekizt að brjótast í gegn og sækja fram, verður varnaraðilan- um erfitt um vik að beita kjarn- orkuvopnum. Eigin herir og borg- arar verða í svo mikilli hættu af þeim. Strauss að kenna? Þetta svarta útlit hefur valdið yfirstjórn NATO miklum áhyiggj- um, og hefur liún ýmsar ráða- gerðir til bóta á prjónunum, sem sagt er frá í seinni hluta Spiegel- greinarinnar. Þar er e'innig skýrt frá því, hvernig blaðið telur her- málastefnu Strauss landvarnarráð- herra hafia gert vestur-þýzka her- inn ófæran um að gcgna hlutverki sínu með einhliða áherzlu sinni á eldflaugar og kjarnorkuvopn, á kostnað almenns vopnabúnaðar og fjölmenns hers. Kaflar úr seinni hiuta greiniarinnar birtast hér í I koma varnaraðilanum til góða, því! blaðinu á morgun 2 T f MIN N, miðvikudaginn 31. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.