Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 3
hin gullna, kemur dt í dag í dag kemur út lokabindið á ritverkinu Saga skálds eft- ir Kristmann Guðmundsson og nefnist það ísold hin gullna. Höfundur hefir þessi tileinkunarorð með bókinni: „Sögu þá, er endar hér, til- einka ég eiginkonu minni, Steinunni S. Briem, sem nefnd er Dadinah í þessari bók." Fyrri bindi þessa ritverks eru ísold hin svarta, Dægrin blá og Loginn hvti. Sagan ísold hin gullna hefst á Kambabrún um vetur, þegar skáldið nemur land í Hveragerði, og upphafskaflinn nefnist: „Út í eyðimörkina“. Segir þar: „Við komum okkur snoturlega fyrir í húsinu hans Halldórs kaup manns. Þar voru tvær stofur sæmi- legar, svefnherbergi, eldhús og baðklefi. Gugga var fyrirmyndar- húsmóðir, kattþrifin og kunni að gera mikið úr litlu. Kom það sér vel, því að lítið annað hafði ég að lifa af en það, sem ég gat unn- ið mér inn með þýðingum. Ég var óvanur því starfi og gekk fremur stirðlega að snúa á íslenzku bók- um þeim, er Ragnar Jónsson hafði falið mér að leggja út. Ein þeirra var „Elskhugi Lady Chatterley". Hreinsaði ég úr henni allan heila- U Thant í tvo daga á Kúbu NSIS-NTB-New York, 30. okt. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna flaug á- leiðis til Kúbu síðdegis ■ dag í boði Fidels Castro forsætis- ráðherra Kúbu. í fylgd með U Thant var 18 manna nefnd sér fræðinga, og er þeim ætlað að hafa hönd í bagga með undir- búningi að niðurrifi og brott- flutningi sovéjtkra eldflauga frá Kúbu. Framkvæmdastjórinn verður í 2 daga á Kúbu, og ræðir hann þar við Castro og reynir að finna leiðir tii þess að samkomulag náist í, rieilunni Til Kúbu fór U Thant í j hrazilíanskri flugvél. Bandarikjastjórn hefur aflétt hafnbanninu af Kúbu og verður nú hvorki leit gerð í skipum, sem s;gla til Kúbu en haldið áfram eft- irliti úr lofti yfir eyjunni í næstu 48 klukkustundir. brotavaðal og þær kynferðilýsing- ar, sem mér þótti óþarfar. Eigi að síður var reynt að skemma mannorð mitt með þýðingunni, og Jónas Jónsson skrifaði, áður en sagan kom út, greinarstúf henni og mér til hnekkis, er hann nefndi: „Bók handa dónum“. Svaraði ég ritsmíð þeirri í stutt- um formála fyrir bókinni og gerði grein fyrir því frá sálfræðilegu sjónarmiði, hvers vegna gömlum mönnum er illa við berorðar kyn- ferðislýsingar.“ Þessi síðasti hluti sjálfsævisögu Kristmanns spannar yfir rúmlega tuttugu ár, árin í Hveragerði og í Reykjavík, til þessa dags. Þar koma við sögu og eru nefndir nöfn um fjölmargir þjóðkunnir menn, og mun mörgum þykja forvitni- legt ag lesa þetta bindi verksins. Því lýkur skáldið með þessum orð um: „Og nú sitjum við hér í litlu íbúðinni okkar á Tómasarhaga 9. Út um gluggann ber við himin Reykjanesfjöll, dökkrauð undir hnignandi sól. Eg er að fást við prófarkir af riðasta bindi ævisögu minnar, en andspænis mér situr ísold hin gullna og þýðir „Þokuna rauðu“ á enska tungu. Kvöldið er hljóðlátt og bæði við önnum kafin. En ósjaldan gleymi ég öllu öðru en því að horfa á eiginkonu mína. Ást hennar er fegursta ævin týr lífs míns og dýrasta gjöfin, sem ég hef meðtekið úr hend* Skaparans. Eg veit þó, að hin Framh a lö. síðu Telja aðgeröirnar brot á ritfrelsi NTB—Bonn og Ziirich, 30. okt. í dag báru lögfræðingar Der Spiegel enn fram kvart anir vegna handtöku útgef- anda og tveggja annarra starfsmanna blaðsins, og í þetta sinn var kvörtunin lögð fyrir stjórnarskrár- dómstólinn. Var kvartað yf- ir framferði lögreglunnar við handtöku mannanna, sem ásakaðir eru um að hafa skvrt frá rikisleyndar- málum í blaðinu og var dómstóllinn beðinn um að taka afstöðu varðandi það, hvort aðgerðirnar væru ^kki í andstöðu við stjórn- '•skrá landsins. Zimmermann, einn af með- 'imum varnarmálanefndar vest- ir-þýzka þingsins kvaðst í dag æra undrandi yfir að heyra, að evndarskjöl frá nefndinni 'efðu fundizt í skrifstofum blaðsins. Einnig sagði hann blaðið hafa birt svo til orðrétt '’vniiegar tiivísanir, sem komið 'iefðu fram á fundum nefndar- ■nnar. Zimmermann er framkvæmda tjóri kristilesa demókrata- flokksins í Bayern, en Franz Josef Strauss, varnarmálaráð- herra er formaður flokksins. Blöð í Vestur-Þýzkalandi halda áfram í dag að deila á aðgerðir þær, sem hafðar voru í frammi við Der Spiegel. — Óháða Hamborgarblaðið Die Welt skrifar í leiðara, að hér sé um ritskoðun að ræða af stjórninni, og aðgerðirnar séu alvarlegt brot á ritfrelsi, og að svo geti litið út, sem stjórnin hafi áhuga á að koma í veg fyrir útkomu blaðsins, og þetta brjóti í bága vig anda stjórnar- skrárinnar. Blaðið Frankfurter Allge- meine segir aðgerðir lögregl- unnar minna einna helzt á visst tímabil í sögu landsins. Alþjóðlega blaðaútgáfustofn- unin í Ziirich í Sviss hefur gef- ið út yfirlýsingu varðandi þetta mál. Segir þar, ag að- gerðirnar gegn Der Spiegel séu brot á prentfrelsi. Hafi það valdið stofnuninni miklum á- hyggjum, er fréttist af aðgerð- unum. Án þess stofnunin blandi sér inn í það stríð, sem blaðið hefur nú dregizt inn í, telur hún, að lögreglan hafi blandað sér á þann há.tt í útgáfu blaðs- ins, að það stríði á móti öllum reglum um prentfrelsi. PAKISTAN IND- FREST I KASMiR? það mál sé að skjóta upp koilin- um aftur, Þó gat formælandi ind- verska utanríkisráðuneytisins hvorki afsannað né staðfest þann orðróm, sem gengið hefur að und anförnu, að Indland hafi farið fram á það við Pakistan að bíða Framhald á 15 síð’u. Tveir struku af „íslandi" SJ—Patreksfirði, 30. okt. Það bar til tíðinda hér í bæ í dag, að þýzkur togari, „Is- land" frá Bremerhaven, gat ekki látið úr höfn vegna þess að tveir skipverjar höfðu strokið af skipinu og höfðu ekki komið I leitirnar, þegar skipið ætlaði að fara í morg- un, Strokumennirnir tveir, menn á þrítugsaldri, höfðu farið frá borði i gærkvöldi með föggur sínar, og haldið til í hlöðu um nóttina, sem er hér i kauptúninu. í morgun var þeirra saknað, og voru þeir ókomnir um hádegi. Stóð þá til að hefja skipulega leit að þeim, en þá sást til ferða tveggja manna, inn með firðinum, og þegar nánar var aðgætt, reyndust það vera Þjóðverjarnir tveir. Þeir voru sóttir á bíl, og fóru þeir síðan um borð í togarann, nauðugir þó. Ekki vildu þeir gefa upp neina á- stæðu fyrir flóttanum. Skipið lagði úr höfn um tvöleytið í dag. bók Ný NTB—Nýju Delhi, 30. okt. Indverska varnarmálaráðu- neytið gaf út tilkynningu í dag þar sem segir, að Indverjar eigi nú í bardögum við Kín- verja á norðausturlandamær- unum. Indverjar sækja fram móti Kínverjum undir stór- skotahríð, og er þetta í fyrsta sinn, sem Indverjar láta í það skína, að þeir sæki fram á þessum slóðum. Aðal bardagarnir eiga sér stað skammt fyrir utan borgi'na Taw- ang, sem Kínverjar tóku fyrir nokkrum dögum, en borgin ligg- ur í vesturhluta hins norðaust- læga landamærasvæðis. í austur- hlutanum berjast Indverjar gegn Kínverjum utan við bæinn Wal- ing, sem er um 24 km. frá landa- mærum Burma. Á miðhluta svæð- isins hafa Indverjar hins vegar orðið að hörfa undan hörðum ár- ásum Kínverja. Engin breyting hefur orðig á stöðunni í Ladakh- héraði, að sögn formælanda varn armálaráðuneytisins. De Gaulle, Frakklandsforseti hefur ákveðið ag segja ekki af sér, þar eð meirihluti þeirra, sem atkvæði greiddu um tillögu hans á breytingum á forseta- kosningu, greiddu atkvæði meg tiliögunni. Um 75 af hundraði þeirra, sem atkvæðisrétt hafa í Frakklandi, komu til atkvæða greiðslunnar, og hlaut tillaga forsetans fylgi 62,1% kjósenda. — Forsetinn hefur dvalið und- anfarna daga í heimaþorpi sínu Colombey-Les-Deux-Eglise, og þar greiddi hann sjálifur at- kvæ'ði, en myndin var tekin við það tækifæri. í gær sneri de Gaulle síðan aftur til París- ar, til þess að halda þar áfram störfum sínum sem æðsti mað ur landsins. Kristmanns, Isold Vitað er, að Kanadamenn hafa sent Indverjum tvær flutninga- flugvélar af gerðinni CTD-5, en Indverjgr munu einnig óska eftir ag fá Dakota-flutningaflugvélar, feftir þvl, sem skilizt hefur í Nýju Delhi. Ástæðan er sú, að auðveld ara er að koma þeim við á hinum stuttu og erfiðu flugbrautum inn í dölum Himalayafjallanna. Auk þess vilja Indverjar fá langdræg- ar sprengjuvörpur, þannig að her inn geti varpag sprengjum yfir hina háu fjallgarða. Og að lokum óska þeir eftir fallbyssum, sem hægt er að flytja upp í fjöllin á burðardýrum og á annan svip- a.ðan há.tt, f París fara fram viðræður milli indversku stjórnarinnar og þeirr- ar frönsku um sölu á fótgöngu- iiðsútbúnaði til indverska hersins. Hefur lengi verið rætt um slík við skipti, en nú hefur indverska stjórnin farið þess á leit, ag við- ræðunum verði flýtt. Lítig hefur verið rætt um ástand ið milli Indlands og Pakistan að undanförnu, en svo virðist, sem VEITIR LANDI T 3 MIN N, miðvikudaginn 31. október 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.