Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 6
BBBS MywipK y wf im\ i ji <mi iw«! Frumvarp Þórarins Þórarinssonar og Halldórs E Sigurðssonar. Þórarinn Þórarinsson mælti , í neðri deild í gær fyrir frum- varpi því, er hann flytur ásamt Halldóri E.»Sigurðssyni um af- nám innflutningsgjalds á heimilisvélum. Kveður frum- varp þetta á um, að rafmagns- vélar og rafmagnstæki, sem notuð eru á heimilum, svo sem eldavélar, hitunar- og suðutæki, strauvélar, hræri- válar, kæliskápar, bónvélar, ryksugur og loftræsar, skulu undanþegin innflutnings- gjaldi, sem ákveðið er í 10. grein iaga nr. 4 1960 um efna- hagsmál, þ. e. „viðreisnarlag- anna". Þórarinn Þórarinsson sagði m. a., að á undanförnum árum hafi flestar stéttir tryggt sér styttan og hagfelldari vinnutíma. Ein stærsta stétt þjóðfélagsins, húsmæðurnar, hefur hins vegar ekki fylgzt með í þessari þróun. Þvert á móti má segja, að vinnu- tími margra þeirra hafi lengzt. Nú er t. d. miklu örðugra fyrir heimilin. að fá vinnuhjálp en áð- ur. Jafnhliða þessu hafa svo störf húsbæðra orðið á ýmsan hátt fjöl- þættari en áður var. Afleiðing þessa alls er sú, að ekki hafa nú aðrir þegnar þjóðfélagsins erfiðari og lengri vinnutíma en húsmæð- urnar, þótt þeim sé ætlað að ann- ast þær stofnanir, sem þjóðfélag- :nu er mikilvægast að reynist vel og raunverulega eru þýðingar- œesta undirstaða allra annarra stofnana þess, en hér er að sjálf- sögðu átt við heimilin. Þess er rétt að geta, að á síð- ustu árum hafa komið til sögu ýms ai heimilisvélar, sem bæði draga úi vinnu og erfiði. Löggjafinn hef- ur hins vegar litið svo furðulega á, að þessar vélar ætti að tollleggja sem lúxusvörur. Þess vegna eru; nú mörg heimili alls ekki búin eða verr búin þessum vélum en vera skyldi, og það oft þau, sem hafa einna mesta börf fyrir þær. Á heimilisvélar þær, sem þetta frv. fjallar um. leggjast nú allir venjulegir tollar og skattar, eins og vörumagnstollur, verðtollur, innflutningssöluskattur og smá- söluskattur. Auk þess leggst á þær 40% innflutningsgjald samkv. „viðreisnarlögunum“ frá 1960. Þetta innflutningsgjald er aðallega lagt á lúxusvörur eða þær, sem eru taldar mmna nauðsynlegar en hinar, sem eru undanþegnar gjald- inu. í frv. þessu er ekki gengið lengra en að leggja til, að inn- flutningsgjaldið frá 1960, er leggst á umræddar vélar, falli niður. Tíl dæmis um þá verðlækkun, sem það mundi hafa í för með sér, má geta þess, að þvottavél, sem nú kostar 19200 kr. í heildsölu, mundi kosta 14200 kr. í heildsölu, ef gialdið félli niður. Kæliskápur, sem nú kostar 18200 kr. f heild- sölu, mundi kosta 13500 kr. í heildsölu, ef gjaldið féllj niður Þrátt fyrir þessa verðlækkun mundi verð bessara véla verða tals vert hærra en það var haustið | i 958. Þvottavél, sem kostar nú 19200 kr. í heildsölu, kostaði þá 3100 kr. Kæliskápur, sem kostar armíkil, að hætt verði að toll- nú 18200 kr. í heildsölu, kostaði j jeggja sem lúxusvörur vélar og þá í heildsölu 12000 kr. tæki, er létta þeim erfiðustu störf- Því ber að treysta, að Alþingi in og stytta hinn langa vinnutíma telji störf húsmæðra svo þýðing- þeirra. Þórarinn Þórarinsson Hermann Jónasson Taka veröur lán til vegagerðar Vestfjöröunr og Austurlandí Hermann Jónasson talaði í gær fyrir frumvarpi því, er hann flytur ásamt þeim Sig- urvin Einarssyni og Páli Þor- steinssyni um auknar fram- kvæmdir í vegagerð á Vest- fjörSum og Austurlandi. Kveð ur frumvarpiS á um, aS á ár- unum 1963—1967 skuli árlega verja 10 milljónum króna um- fram fjárveitingar á fjárlög- um til nýbyggingar þjóSvega á Vestf jörSum og Austurlandi. Til þess er ríkisstjórninni heimilaS aS taka lán. Ilermann Jónasson sagði, að flutn- ingsmenn þessa frumvarps hefðu flutt það á þremur undanförnum þingum. í tvö skipti hlaut það ekki afgreiðslu, en á síðasta þingi var málinu, af þingmönnum stjórn arflokkanna, vísað til ríkisstjórn- arinnar. Þær röksemdir voru fram færðar fyrir þeirri afgreiðslu málsins, að stjórnskipuð nefnd starfaði að athugun á vegalögum og mundi hún taka lausn þessa máls, er hér liggur fyrir, til at- hugunar. Heyrzt hefur, að umráidd nefnd hafi skilað einhverju áliti, en ekki er flutningsmönnum þessa frum- varps kunnugt um að hún bendi á neinar leiðir til þess að leiðrétta það ranglæti, sem með frumvarpi þessu á að ráða bót á. — Þess vegna er frumvarpið enn flutt til þess að gera tilraun til að koma því fram, enda er hér um ótvírætt réttlætismál að ræða. Það er viðurkennd réttlætisregla að þeim gæðum og þægindum, sem veitt eru almenningi víðsveg- ar um landið fyrir almannafé, eigi að vera sem jafnast skipt milli landshluta, enda mun það reyn- ast farsælast í öllu stjórnarfari. Á þessu vill þó verða misbrest- ur í framkvæmd — og liggja til þess ýmsar ástæður, sumpart lítt 'dðráðanlegar, en sumpart eru á- stæðurnar þær einar, eð þess hef- ir ekki verið nægilega gætt að skipta gæðunum rélllállega. Þegar vegir eru teknir í þjóð vegatölu, — ef það er gert með sanngirni — verður að telja það viðurkenningu þess, að því byggð- arlagi, sem vegurinn á að liggja um — frá eða til — sé hann nauð- synlegur og það sem fyrst. — Samkvæmt þessu ætti lagningu þjóðveganna að miða hlutfallslega sem jafnast áleiðis um allt landið. Það var 1958 að vegamálastjóri lét gera skýrslr um vegakerfi lands ins og sést af henni að mikið mis- rétti á sér stað i framkvæmd vega málanna. f skýrslu vegamálastjóra er tjóðvegum í landinu skipt í þrjá flokka. 1. fl. Lagðir vegir (þ. e. full- gerðirj 2. fl. Ruddir vegir (þ. e. bráða- birgðavegir). 3. fl. Óbílfærir vegir (þ. e. vega- laust). Af þjóðvegunum í Vesturlands- kjördæmj voru 22,2% óbilfærir. í Austurlandskjördæmi 10%. En í öðrum kjördæmum voru óbíl færir þjóðvegir aðeins 1,9—5,9% Af þjóðvegunum í Austurlands- kjördæmi voru 37,2% fullgerðir. í Vesturlandskjördæmi 46,6%. En i öðrum kjördæmum 67,4—82,9%. Óbílfærir þjóðvegir í Vestur- landskjördæmi og Austurlands kjördæmi eru næstum helmingi lengri en í öllum hinum kjördæm- unum — utan Reykjavíkur — til samans. Ruddir þjóðvegir eru einnig mun lengri í þessum tveim kjör- dæmum en i öllum hinum kjör- dæmunum samanlögðum. Af þessari skýrslu var þegar auðsætt að tvö kjördæmi hafa orð ið langt á eítir í vegamálum. — Ástæðurnar eru augljósar. Til vega og brúa er veitt á fjár- lögum árlega sem líkust fjárhæð i hin mismunandi kjördæmi. Þetta hefir veiið þannig og þingmenn eiga mjög erfitt með að sætta sig við að þeirra kjördæmi fái minna en önnur. Enn háttar svo til að kjördæm- in eru mismunandi stór óg ólík að landslagi. Lengd nauðsynlegra vegagerðar um hið vogskorna Austurland og Vestfirði er mikiu meiri en annars staðar á landinu. En auk þess er vegastæðið á þess- um landsvæðum víða yfir há fjöll og brattar hliðar, meir en víð- ast annars staðar. — Vegagerðin er því mjög dýr um þessi land- svæði. Þótt veitt hafi verið til þessara kjördæma hærri fjárveitingum til vega en til.annarra kjördæma, hef ir það, af augljósum ástæðum, ekki nægt til að koma í veg fyrir ranglæti. Það sanna skýrslur vega málastjóra. Það er alveg ljóst mál, að væri sú ieið valin til þess að jafna metin, að stórhækka fjár- veitingar til vega í þessum tveim kjördæmum, á kostnað hinna kjör tíæmanna, yrði sú aðferð aldrei þoluð af þingmönnum þeirra, og er það að vonum. Til þess að leiðrétta misréttið er aðeins ein leið fær — að taka lán. eins og bent er á í þessu frumvarpi. Aðferð sú, sem notuð hefir ver i? til þess að afla fjár til stórbúa. er mjög svipuð þeirri leið, sem lagt er til í þessu frumvarpi að farin verði Auðsætt var, að með hinum jöfnu fiárveitingum til brú argerða i kjördæmin. var litt vinn andi vegur að brúa ýms stórfljót. Þau voru því tekin út úr og til þeirra aflað fjár í Brriasjóð með sérstökum benzín-skatti, sem auð- vitað var lagður jafnt á alla lands- menn. Það þóttj ekki réttlátt, og var það heldur ekki, að láta þau land svæði, sem stórfljótin renna um, sjalda þess, að landslagi var þann- ig háttað — Þessi regla ætti einn ig að gilda úm hinar miklu vega- lengdir og fjallgarðana á Vest- fjörðum og Ausrtfjörðum. Það hefir að vísu verið regla hér á landi, að ríkissjóður taki ekki !án til vegagerðar. En nú hefir þetta verið gert. Stórlán hefir verið tekið án heimildar, til þess að steypa nýjan veg til Keflavík- ur. — Eg efast ekki um að um- ferðin um gamla malarveginn er crðin meiri en malarvegur þolir. Þess vegna er nýja vegarins full þörf — En hitt er alveg fordæman legt, að taka þetta lán án laga- heimildar og verður ekki annað séð. en að sneitt sé fram hjá lögboðinni þinglegri afgreiðslu málsins. til þess að koma í veg fyrir að breytingartillögur komi frá þingmönnum um lán til fleiri vegaframkvæmda, sem eiga sama rétt á sér og erfitt er að neita um. Það er enga sérstaka um það að saka, að Vestfirðir og Austfirðir hafa orðið fyrir misrétti i vega- málum. En skýrslur vegamála- stjóra sýna okkur að þetta mis- rétti er staðreynd. Fyrir þá, sem vilja leiðrétta þetta misrétti, er ekki til nema ein leið, það er að samþykkja efnis- lega það sem fellst í þessu frum- varpi með þeim breytingum, sem þeir kunna að vilja gera á formi þess og sem við flutningsmenn er- um fúsir til að taka til athugun- ar, ef óskað er. Indverjar með NTB—New York, 30. okt. — Alls herjarþing Sameinuðu þjóðanna felldi í dag tillögu Sovétríkjanna um það, að kínverska alþýðulýð- veldið tæki sæti Kína hjá sam- tökunum. Alls greiddu 56 ríki at- kvæði á móti tillögunni, 42 voru með henni, en 12 ríki sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þegar sams konar atkvæða- greiðsla fór fram á síðasta ári féllu atkvæðin þannig, að 48 ríki greiddu atkvæði á móti tillögunni, 36 voru með henni og 20 ríki sátu hjá. Indverjar greiddu tillögu Sovét ríkjanna um aðild Kínverja að S.þ. atkvæði sitt. Fulltrúar margra ríkja, sem greiddu atkvæði á móti tillög- unni létu þess getig við atkvæða greiðsluna, að árásar*tefna Kína gegn öðrum ríkjum, væri ein aðal ástæða fyrir því. 6 T í M IN N , miðvikudaginn 31. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.