Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 13
Prestur gerist vandlætingasamur Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason í Ási skrifar greinarkom í Tímann 23. okt. s.l., sem hann nefnir „Hug- takafölsun e‘ða fáfræð'i.“ Tilefni greinar prestsins, er grein, sem Þórarinn Magnússon, sem nú er staddur á Grænlandi, hafði skrif- að í Tímann 4. október og segir þar nokkuð fra gjöfum, er hann hafi fengið til „Kristniboðsstöðv- ar“ í Narssak á Grænlandi. Sr. Sigurbjörn eirir því ekki að Þórarinn skuli kalla þetta „kristni boðsstöð“ þar sem Grænland sé kristið land. Þetta telur hann að sé alrangt samkvæmt íslenzkri málvenju. Út frá þeim forsendum telur hann að hér sé um að ræða „hugtakafölsun eða fáfræði" hjá Þórarni. f einlægni sagt, þá hygg ég að um hvorugt sé að rgða. Strax í fyrsta bréfi, sem ég skrifaði Þór- arni eftir að við vissum um að hann hafði, upp á eigin ábyrgð, keypt þessa stöð í Narssak og kallaði hana „kristniboðsstöð11, benti ég honum á, að hann skyldi ekki kalla þetta „kristniboðsstöð", því að það myndi verða misskilið. Benti ég á sömu ástæður fyrir því og sr. Sigurbjörn gerir í grein sinni. En Þórarinn hafði sína skoð un á málinu; Ef til vill er hún eitt hvað á þessa leið: Trúboð er svo víðtækt orð, að það getur átt heima um óteljandi trú og stefn- ur. Búddatrúarmenn reka trúboð, Múhammeð og Vottar Jehova o.fl. o. fl. Þórarinn, sem elskar frels- ara sinn og Drottin af öilu hjarta, vill lá.ta alla vita, að hann er ekkert af þessu. Hann er krist- inn maður, sem raunverulega hef- ur mætt Kristi, sem frelsara sín- rm. Og það er Kristur, sem hann vill boða alls staðar, hvort sem það er í heiðnu landi eða nafn-kristnu. Þetta er mergurinn málsins, og Þórarinn setur hann hærra en „ís- lenzka málvenju". Eg minnist þess, að fyrir mörg- um árum var ég á samkomu hjá Ólafi kristniboða, norður á Akur- eyri. Þá sagði Ólafur efnislega á þessa leið: Eg kann e|kki við það, þegar fólk kallar þann trúboða, sem flytur fagnaðarerindið um Krist, því að það er svo margt trú- boð til í heiminum, sem á ekkert fkylt við Krist. En orðið kristni- boðí er rétta orðið um þann, sem gengur út með fagnaðarerindið um Krist. Þegar Ólaíur sagði þessi orð, var ég alveg sammála honum. Og þannig hygg ég að Þórarinn 'hugsi líka, og því vilji hann kenna trúboðsstöðina í Narssak við Krist, en ekki við eitthvert óákveðið trú- boð. Maður í heiönu landi, sem þekk- ir ekki Krist og annar, sem þekkir hann ekki í svo kölluðu kristnu landi, þeir eru báðir í myrkri og þarfnast hins sama: að finna hjálpræðið í Kristi. Það er því ekki málvenjan sem skiptir mestu máli, heldur hitt, hvort maðurinn hefur fundið Krist, sem frelsara sinn eða ekki. Þótt hvorki ég persónulega, né Hvítasunnumenn yfirleitt hér á landi, standi með Þórarni í því. er hann hefur skrifað til margra og hvatt þá til að styrkja „kristni- boðsstöð“ sina í Narssak, þá finnst mér st. Sigurbjörn ekki skrifa um þetta í þeim bróður- ^nda, sem ég hefði vænzt af svo teyndum guðsmanni. Presturinn veit þó betur en margir aðrir, að allt frjálst kristilegt starf er venju lega byggt upp af frjálsum gjöf- um. og ég þarf ekki að seilast lengra en í Morgunblaðið frá s.l. sunnudegi til þess að sjá það svart á hvítu, að þar talar sr. Sig- urbjörn um það, að hann hafi verið einn af nokkrum, sem geng- ust „fyrir almennum samskotum11 eitt sinn, og hann segist sjálfur hafa tekið það að sér að kynna þörfina á þessum almennu sam- skotum í blöðum landsins, þegar hann vildi hrinda í framkvæmd byggingu elliheimilisins í kristi- legum anda. Og árangri af þeirri fjáröflun lýsir hann með þessum orðum: „Við fengum mik- ið af gjöfum.“ Vegna þess að sr. Sigurbjörn minnist á kristniboð- ið í Konsó í sambandi við gjafir til Grænlands, þá veit hann það ofurvel að vinir okkar, sem standa að því kristniboði, eru duglegir að safna inn peningum með frjáls- um gjöfum,. og engum dettur í hug að dæma þá fyrir það. Og það er vegna þess að allir vita, að þetta er yfirleitt sú aðferð, sem frjálst kristilegt starf hefur notað um aldir, til að efla framgang sinn. Þórarinn Magnússon er kost- gæfinn kristinn maður. En mikl- um áhugamönnum getur farið þannig að kostgæfni þeirra verður ekki alltaf með skynsemd. Það er rétt, sem sr. Sigurhjörn segir í grein sinni, að við Hvíta- sunnumenn höfum lýst því yfir í blaði okkar, að við höfum ekkert með þessa „kristniboðsstöð" að gera. Við höfðum engan kunnug- leika á þessum málum, þegar Þór- arinn keypti stöðina. Þess vegna fannst okkur rétt og skylt að lýsa þessu yfir, sem við gerðum. 'Það er því Þórarinn . einn, sem hefur hafið þessar framkvæmdir, og upp á eigin ábyrgð. En allt fyrir það, finnst mér það sér engin ástæða til að skrifaí hvorki um Þórarin sjálfan né starf hans á Grænlandi í þeim anda, sem sr. Sigurbjörn í Ási ger- ir. Það er ekki heldur nein ástæða til þess fyrir hann að vera við- kvæman fyrir því þó að danskir prestar ’séu ekki hrifnir af starfi Þórarins. Sjálfur veit sr. Sigur- björn að íslenzkir prestar voru ekki hrifnir af starfi hans, þegar hann sem ungur, djarfur kristinn maður fór að boða fslendingum Krist, fyrir áratugum síðan. Og eins og sr. Sigurbjörn lét sér það í léttu rúmi liggja, hvað íslenzk- ir prestar sögðu um hann, þánn- ig hygg ég að Þórarinn geri einn- ig, þegar um álit danskra presta á starfi hans á Grænlandi er að ræða. Ásmundur Eiríksson. í ættfræSinni vFramhaid af 9. síðu.) „Þegar við vorum komnir í miðjan Langadal" segir Páll, „tókum við ofan af hestunum, sprettum af, lögðumst fyrir og sofnuðum með sama. Eftir nokkurn tíma kemur maður og vekur okkur. Var þá Ásgeir horfinn úr fylgd okkar. Konr- um við brátt auga á hann, þar sem hann gekk í átt til fjalla. Fórum við á eftir honum og náðum honum innan stundar. Gekk hann hægt og var stein- sofandi, en vaknaði, þegar við- yrtum á hann og sagði, að sig hefði verið að dreyma, að hann væri eitthvað að andstalta við poka“. JÖKULDALS SAGA. — Annars er ég með rit í smíðum, sem ég byrjaði á í júlí í sumar. Það er Jökuldals saga. Þar rek ég sögu allra bæja og ábúenda á Jökuldal. Er fyrsti kaflinn um Hofteig, annar um Þorstein jökul. Ég er nokkuð langt kominn, þetta verður urn 300 blaðsíðna bók raeð mörg- um myndum, en hvort það verður nokkurn tíma gefið út, er óvíst. Nú eru allir gömlu heiðarbæirnir farnir. Fyrir 100 árum, eða 1860 var mest byggð á Jökuldal, 40 býli með 455 íbúðum. Þ óhafa nokkur komið í stað þeirra gömlu á Jökuldal, ein 6 á siðustu tuttugu árum eða frá því unr 1940. Kjarnorkan Framhald af 7. síð'U. ef þær vonir, sem bundnar eru við tæknilegar nýjungar, sem þar eru hagnýttar, rætast að fullu. Hvað sem því líður, er víst, að taka verður tillit til kjarnorkunnar, þegar gerð skal grein fyrir orkumálum Evrópu langt fram í tímann. Um 1970 ætti kjarnorkan að vera orðin samkeppnisfær að margra áliti, og vera má, að hún verði það til vissrar notkunar fyrir þann tíma. G a s Gas framleitt úr kolum hefur þýðingu, en verð þess er háð verði á koksi. Nýjar jarðgasæð- ar hafa fundizt f Hollandi, og talað hefur verið um innflutn- ing á jarðgasi frá Sahara. Þó er ekki talið líklegt, að hlutdeild gasframleiðslunnar í orkuvinnslu í álfunni aukizt að verulegum mun, en hún er nú um 10%. Reikn- ingsfoók Fagna ber hverri nýrri kennslu bók í reikningi, sem kemur út á íslenzku. Kennslubækur í reikn- ingi hafa verið og eru alltof fáar, þannig að mjög lítið úrval hefur verið fyrir kennara. Þessari nýju bók er ætlað að vera fyrir annan bekk gagnfræðastigs og nrun falla vel að því námsefni, sem öðrum bekk er ætlað. Bókinni er skipt í 12 kafla og eru þeir allir vel skýrðir, flestir frábærlega. Er sýnilegt, að höfundur hefur lagt mjög mikla vinnu í bökina. Eg get ekki rætt ýtarlega einstaka kafla hennar, enda yrði það of langt mál. Þó get ég ekki stillt mig um að minnast á kaflann um prósentureikning. í byrjun kafl- ans stendur: „Grunntalan fundin“. Grunntalan er, að því ég bezt veit, nýyrði í þessari merkingu. Grunntalan þýðir hér sú tala, sem prósenta reiknast af, t.d. kostnað- arverð, brúttóþyngd og fleira. í bókinni eru dæmi, sem nefn- ast æfingar, og önnur, sem nefn- ast dæmaflokkar. Æfingarnar æfa r.emendur í aðferðum, og eru flest dæmanna létt. Dæmaflokkunum er skipt í A., B og C-flokka. Flokk- ur A er léttastur, B næstur og C- flokkurinn þyngstur. Eru því dæmi í þessum flokkum, sem hæfa öllum nemendum. í fáum | orðum sagt, bókin er ágæt, og er ' mikill fengur að henni. Færi ég höfundi alúðarþakkir fyrir vel ! unnið verk. Þórður Jörundsson, kennari. Duglegur sendisveinn óskast þegar. Vinnutími fyrir hádegi. AFGREIÐSLA TÍMANS, Bankastræti 7, sími 12323, hátUonÍAlcó H E RRADEI L D * )armenn - ()3d taeigen cíi lur Með hinum heimsþekktu Perkins dieseU vélum býðst yður: Óumdeild tœknileg gceði. — ® Bezta verðið á markaðnum. — % Þrautreyndar vélar. — Perkinsverksmiðjurnar eru s t cer sti framleiðandi heims í dieselvélum af stœrðunum 30—125 hö. — sem báta* vélar, Ijósavélar o.s.frv. 125 ha. bátavélin 6.354M með sjófor- kceldu ferskvatnskerfi, olíuskiptum gír- kassa og niðurfcerslu 2:1, kostar aðeins um 127 þúsund krónur með tollum. — 87 ha. iðnaðarvélin 6.3051, sem notuð er sem Ijósavél, með frystivélum o. s. frv. kostar aðeins um 55 þúsund krónur með tollum. m LEITIÐ NÁNARl UPPLÝSINGA, JO/s TÍMINN, miðvikudaginn 31. október 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.