Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.10.1962, Blaðsíða 15
Grefnargerií Framhald af 16. síðu einn þeirra lækna, sem sagt hafa upp, og á morgun er væntanleg greinargerð frá Læknafélagi Reykjavíkur um afstöðu þess til málsins. Fer greinargerð Friðriks Einarssonar hér á eftir: „Um mörg undanfarin ár og allt þar til lög um kjarasamninga op- inberra starfsmanna voru sam- þykkt á síðasta Alþingi, hafa laun þeirra verið ákveðin með launa- lögum. Lítill munur hefir verið milli hinna ýmsu launaflokka. — Spítalalæknum mun alltaf hafa fundizt, að of lítið tillit væri tek- ið til hinnar sérstæðu vinnu, sem fram fer á spítölunum. Spítalar starfa allan sólarhringintn. Þar þurfa því alltaf að vera margir læknar til taks þegar á þarf að lialda, hvenær sem er. Menn skipta á milli sín vöktum um nætur og helgidaga, en vegna stöðugt auk- innar sérhæfingar lækna í hinum ýmsu greinum kemur það ekki sjaldan fyrir, að læknar, 'sem eiga „frí“ þessa eða hina nóttina, eru kallaðir til skrafs og ráðagerða og jafnvel aðgerða, þegar vanda ber að höndum, sem viðkomandi er talinn færari um að leysa, heldur en sá, sem þá er á vakt. Þótt lækn- ir sé að vinna alla nóttina, þykir , samt sjálfsagt að hann haldi á- fram næsta dag, eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta aukna vinnu- álag væri hægt að bæta upp með því að borga sómasamlega fyrir það og sjá fyrir nauðsynlegum hvíldartíma. 1954 tók Læknafélag Reykjavík- ur (L.R.) upp skipulagða baráttu fyrir bættum kjörum spítalalækna. Á árunum 1955—1958 voru öðru hverju haldnir fundir með fulltrú- um ríkisstjórnar og Reykjavíkur- borgar annars vegar og launanefnd ar L.R. hins vegar. Auk þess rit- aði stjórn L.R. stjórnarnefnd rík- isspítalanna 5 bréf um þessi mál. f apríl 1958 tókst samkomulag um lágar greiðslur fyrir næturvaktir á sjúkrahúsum og öðrum heil- brigðisstofnunum. Námu greiðsl- urnar kr. 150,00 fyrir 18 klst. vakt eða rúmar 8.00 kr. fyrir hverja klst., en áður höfðu þessar nætur- vaktir alls ekki verið greiddar á nokkurn hátt. Læknarnir skoðuðu þetta náttúrulega sem málamynda greiðslur fyrir þessa aukavinnu, en ekki sem framtíðarfyrirkomu- lag. Samt hefir þessi greiðsla ekki hækkað síðan 1958 nema með "isitöluálagi. Sunnudaga — og sðrar helgidagavaktir hafa aldrei verið greiddar á nokkurn hátt. 1958 fékkst siglingastyrkur á 4 ára fresti fyrir deildarlækna og bílastyrkur kr. 750,00 til 1000,00 á mánuði fyrir nokkra læknanna, og hefir hann eigi hækkað síðan. Vinna lækna á þeim stofnun- um, sem hér um ræðir, hefir auk- izt mjög með hverju ári, og er það bein afleiðing af stórstígum fram- íörum læknisfræðinnar. Sjúkling- unum fjölgar stöðugt en legutími þeirra á spítölunum styttist, flókn ari viðfangsefni eru tekin fyrir, tímafrekari aðgerðir, heldur en áð ur var. Þetta veldur svo aftur því, að vinna við hvern sjúkling eykst stöðugt og vindur þessu fram með ári hverju. Vegna aukinnar spítalavinnu hafa flestir þessara lækna orðið að hætta algerlega eða minnka mikið við sig önnur launuð störf, svo sem vinnu á lækningastofum og fyrir sjúkrasamlög. Sú litla hækkun, sem orðið hefir á föstu laununum hin síðari árin, hefir því hvergi nærri vegið upp á móti því sem minnkað hefir frá sjúkra- samlögum og einkasjúklingum. 31. janúar 1961 ritaði stjórn L. R. stjórnarnefnd ríkisspítalanna bréf, þar sem mál þessi voru reif- uð, fcant á leiðir til þess að bæta í jrr læknanna og óskað eftir við- •i'ðurr. nir. málið. Ekki var bréfi arað 15. júní 1961 var því ritað annað bréf, þar sem bent var á mikilvægi málsins og ítrek- uð ósk um viðræður. Ekkert svar. Var þá gripið til þess ráðs að rita heilbrigðismálaráðherra, sem þá var Jóhann Hafstein, og óska þess, að hann skipaði nefnd til við- ræðna við launanefnd L.R. Ráð- herrann skipaði þegar nefnd og hófust viðræður í október 1961 og voru allmargir fundir haldnir fram að jólum. Ekkert jákvætt skeði og þegar fyrir áramót fór þeim læknum fjölgandi, sem sögð ust mundu segja upp stöðu sinni og hverfa til annarra starfa líf- vænlegri, eða þá með minna vinnu álagi. Á síðasta fundi fyrir jól kom fram, að ríkisstjórnin mundi ekki veita fastlaunalæknum kjara- bætur fyrr en búið væri að ganga frá samningum milli Sjúkrasam- lags Reykjavíkur og heimilis- lækna. Biðum við því með upp- sagnir um sinn. í lok ársins 1961 gerði sjúkrasamlagið bráðabirgða- samning við heimilislækna. Á fundi launanefndar L.R. og full- trúa Reykjavíkurborgar og ríkis- stjórnar í febrúar 1962 gáfu hin- ir síðarnefndu vilyrði um, að hug- myndir um kjarabætur fastlauna- lækna mundu koma fram, þegar sjúkrasamlagið hefði endanlega samið við heimilislækna. Sá samn- , ingur var gerður um mánaðamótin marz—apríl. f byrjun apríl var enn haldinn fundur, en fulltrúar ríkisstjórnar og Reykjavikur höfðu þá engar tillögur fram að færa og kváðust ekki vita hvort eða hvenær það yrði. Stjórn L.R. hafði jafnóðum til- kynnt hlutaðeigandi læknum, hvernig samningaviðræður gengu, og þegar hér var komið, sýndist ástæðulaust að halda þessum gagns lausu viðræðum áfram. Var þetta tilkynnt heilbrigðismálaráðuneyt- inu með bréfi L.R. 13. apríl 1962, og jafnframt tilkynnti læknafélag- ið að eins og málum væri nú kom- ið mundi læknafélagið ekki hafa frekari afskipti af þessu máli. Eins og að framan getur höfðu viðkomandi læknar hver um sig talag um að segja upp störfum sinum allt frá desember 1961. Og þegar hér var komið í apríl 1962, scgðum við allir: „Nú segi ég upp“. Uppsagnir voru með lögleg- um fyrirvara, sem eru þrír mán- uðir og skyldu gilda frá 1. ágúst 1962. Heilbrigðisstjórnin notfærði sér strax „rétt“ sinn til ag fram- lengja uppsagnarfrest um þrjá mánuði til 1. nóvember, eins og það var orðað: „vill því með leng ingu á uppsagnartímanum auka möguleika á samkomulagi milli aðila um ágreiningsatriði áður en í algert óefni er komið“. Heilbrigðisstjórnin hefur nú samt ekki notað þessa lengingu á uppsagnartímanum betur en svo, að enginn fundur var haldinn fyrr en í byrjun ágúst og kom þar ekk ert tilboð fram frá ríkisstjórninni. Er því vandséð, hvers vegna okk- ur hefur verið haldið í nauðung- arvinnu í þrjá mánuði, nema til þess að draga málið á langinn, en lög kunna það að vera. Síðan við sögðum upp stöðum okkar, hefur það gerzt, að launa- kjör ríkisins hafa verið numin úr gildi, en Alþingi hefur samþykkt lög um kjarasamninga, sem koma til framkvæmda 1. júlí 1963. Vissu lega er þess að vænta, að þessi skipan verði til bóta fyrir opin- bera starfsmenn. En þessi lög snerta ekkert okkar mál nú. Fyrstu tillögurnar, sem launanefnd L.R. gerði fyrir okkar hönd voru að vísu miðaðar við framtiðarskipu- lag, enda hafði þá enginn minnzt á kjaradóm. Þær voru miðaðar við það, að hægt væri að lifa af störfum á þessum stofnunum, og að hægt væri að bæta þjónust una fyrir sjúklin.gana. Þetta mun r,ú því miður verða að bíða um sinn. En nú erum vig að krefjast bóta fyrir vangoldna aukavinnu. svo sem vaktavinnu, helgidaga vinnu og margs konar aðra vinnu, sem Iæknar hafa í æ rfkari mæli innt af höndum af þegnskap ein um saman, án þess að krefjast greiðslu fyrir þar til nú, þegar undan er skilin málamynda greiðsl an fyrir næturvaktir. Hieilbrigðisstjóminni mun ekki enn vera orðig ljóst, að á síðari árum hefur verið að rísa upp hér nýr starfshópur, sem sé spítala- læknar. Fram til þessa hafa lælcn- ar við sjúkrahús hér í bæ haft lífsviðurværi sitt af því að vera heimilislæknar, en nú er svo kom- ið, að mikill meiri hluti spítala- lækna eru hættir ag geta sinnt heimilislæknisstörfum og margir þeirra geta alls ekki haft neinn privatpraxis og er þróunin mjög ör í þá átt. Spítalavinna er sem sagt orðin fullkomin dagvinna, auk þess tíma sem fer í að kynna sér nýungar í læknisfræði. Þetta á einnig svo að vera, nema við sættum okkur ekki við að dragast mjög aftur úr öðrum þjóðum á þessu sviði. Þessi greinargerð skal ekki höfð lengri að sinni. Við skulum bíða með að ræða um þær umbætur á spítalaþjónustunni, sem fyrir okkur vakir, svo sem eins og að aðstandendur sjúklinga geti feng ið tíma og tækifæri til að ræða við læknana um batahorfur sjúkl inga, eða um bætta eftirmeðferð sjúklinga, eftir að þeir eru út- skrifaðir af spítala, og þó ekki alltaf orðnir frískir. Við skulum líka leiða hjá okkur að sinni að tala um heilbrigðisstjórnina okk ar, bæði fyrr og síðar, og hvernig hún hefur rækt störf sín með til- liti til nútíðar og framtíðar. — Kannske gefst tilefni til þess síð- ar. Friðrik Einarsson. Fangelsisdómar Framhald af 16. síðu 14.224,00. Hann gerðist einnig sekur f marz og apríl s.l. um ökugjaldssvik, sem r. ámu samtals kr. 2,052,000 svo og um hilmingu. Hafþór seldi í maí s.l. 4 tékka, sem hann vissi að voru falsaðir, samtals að fjárhæð kr. 5.554,00. Kristján sveik í marz og apríl s. l. út samtals kr. 2,300,00 með því að gefa út 3 tékka á ávísanareikn-! ing, sem var ekki til og enn frem- j ur ók hann bifreið í júlí 1961 • þreyttur og „þunnur“ eftir undan- farandi áfengisneyzlu. Sigurvin og Sigurður brutust. inn í verzlun í Njarðvík í janúar s.l. og slógh þar eign sinni á pen- ingakassa, sem í voru kr. 2,000,00 og 20 dollarar. Sigurvin og Sigurpáll Eiríkur j tóku í apríl s.l. bifreið að ófrjálsuj og ók hinn fyrrnefndi henni undir í áhrifum áfengis og án þess að hafa ökuréttindi. Við ákvörðun refsinga ákærðu var meðal annars tekið tillit til fyrri refsidóma og brota þeirra. Hlutu þeir þessar refsingar: — Eg,gert Böðvars og Stefán Ingvi fangelsi í 15 mánuði hvor, Hafþór fangelsi í 7 mánuði. Kristján fangelsi í 6 mánuði, Sig- urvin fangelsi í 5 mánuði, Sigur- j páll Eiríkur fangelsi í 4 mánuði. ailir óskiiorðsbundig svo og Sig- urður fangelsi í 10 mánuði skilorðs bundið í 3 ár. Kristján var sviptur leyfi til að stjórna vélknúnu öku- tæki í 6 mánuði og Sigurvin svipt- ur réttindum til að öðlast leyfi til að stjórna slíku tæki æfilangt. — 32 aðilar, einkum kaupendur fals- aðra tékka. gerðu í málinu fébóta- kröfur og voru þeim tijdæmdar =amtals kr 79.814.30 Af þessari upphæð voru Eggert Böðvars og Stefán Ingvi dæmd’r til að greiða ssmtals kr 70,617.30 Loks voru ákærðu dæmdir til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar á meðal fjórir þeirr'a máls- varnarlaun verjenda sinna. Lifrúður Framhald af 16. síðu ir, að hún hefur framleitt kirkjurúður að beiðni páfans í Róm. — Langafi okkar, dr. H. Oidt mann, sem var læknir, byrjaði á því í tómstundum sínum að búa til litrúður, og síðan tók vig því maður fram af manni í ættinni í 110 ár. Verksmiðja þessi var gereyðilögð í síðasta stríði. Þá tókum við Ludovicus okkur til og byggðum hana á ný, Ludovicus sér um rekstur- inn heima, en ég fer með rúð- urnar til viðskiptavina víðs veg ar um heim og sé um uppsetn- ingu. Tvær íslenzkar listakon- ur hafa teiknað rúður og unnið að þeim á vinnustofum okkar, Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir. Þær hafa báðar teiknað glugga fyrir þýzkar kirkjur, og Gerður er einmitt um þessar mundir ag vinna að gluggum í aðra þýzku kirkjuna, gat þess vegna ekki komið því við að vera vig uppsetnin,guna hér í Kópavogskirkju. Auk glugganna í þessa kirkju höf- um við framleitt glugga í Skál- holtskirkju, Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd, og nú kom um við einnig með rúður eftir Nínu Tryggvadóttur, sem við setjum upp í Þjóðminjasafninu hér. Þegar ég var hér síðast á ferð, kynntist ég Gunnlaugi Blöndal Iistmálara og spurði hann, hvort hann væri ekki fáanlegur til að mála rúður, sem við framleiddum síðan. — Gunnlaugur hafði áhuga á þessu. En sökum vanheilsu gat hann ekki komið þessu í verk. Er mikill skaði að fráfalli þessa stórsnjalla málara. — Hvað verðið þið lengi að setja rúðurnar í Kópavogs- kirkju? — Eg býst við, að þag taki okkur tvær vikur, ef veður hamlar ekki. voru allir bátar héðan í höfn á ísafirði, vegna óveðurs. Fékk Jón þá Vilmund Reimars- son til þess að fara með sig til ísafjarðar og freista þess að fara af stað á báti sínum, Sædísi, til móts við Gissur hvíta. Hélt Vil- mundur af stað með Jón og tókst að draga Gissur hvíta heilu og höldnu til hafnar á ísafirði í gær- dag. Kveikfu bál Framhald af ’6. síðu mótorbátsins Særúnar, sem var að koma frá Reykjavík á leið til Bol- ungarvíkur, og reyndu þeir að vekja athygli skipverja á Særúnu á sér, með því að kveikja bál á þilfari Gissurar hvíta, en af ein- hevrjum ástæðum var ekki eftir þeim tekið. Þar sem þeir lágu við stjóra undir Miðleiti, varð þeim tíðrætt um, með hvaða hætti þeir gætu gert vart við sig. Greip formaður þá til þess ráðs að fara í gúmbát, sem þeir höfðu meðferðis, og freista þess að ná landi í fjörunni fyrir ofan þá. Eftir mikið volk tókst formanni að ná landi, þótt aðstæður væru mjög erfiðar, stór- grýti í fjöru og haugasjór. Náði Jón svo til Bolungarvíkur aðfara- nótt mánudags, hrakinn og renn- votur. Ætlaði hann sér að fá bát héðan til þess að fara og draga skip sitt og menn til hafnar, en þá Hansína Framhald af 16.. síðu henni til mín og ná í hana aftur. Þá bölvaði hann og þá var nú gaman!“ — Megum við taka af þér mynd? — Fyrir hvern er það? — Þag er fyrir Tímann. — Ö-ö-ö-ö-ö-ö — Nú er það ekkiTillt í lagi? — Hver sendi ykkur hingað? — Hann Indriði G. — Ö-ö-ö-ö-ö-ö, er það ekki sá, sem skrifaði 65 úr budd- unni? Nú beið RE, Ijósmyndari ekki lengur boðanna, heldur gægðist yfir skilrúmig og smellti af. Um leið tók Hansína eitt af sínum frægu stökkum og nef RE slapp naumlega við kjaft hennar og fréttamaður- inn kom fyrir hreina guðsmildi niður á réttan enda fyrir utan dyrnar. Það var heldur engin furða þótt Hansínu brygði við, þegar ljósglampinn lýsti upp andlit Ijósmyndarans .... Kasmír átekta með frekari aðgerðir í deil unni út af Kasmír, á meðan Ind- verjar eiga í stríði við Kínverja út af öðrum landamærum Ind- lands. Sagt er að bæði Bretar og Eandaríkjamenn hafi beint þeim tilmælum til stjórnar Pakistans, að hún skapi Indverjum ekki frek ari vandræði á meðan á landa- mærastríðinu stendur. Forseti Indlands er sagður hafa í dag ritað Aýub Khan forseta Pakistans bréf, og fjalli þag um afstöðu Pakistans gagnvart landa mæradeilu Indlands og Kína. Vit að er, að herlið það, sem Indverj ar hafa haft við landamæri Pak- istan, hefur nú verið flutt á brott sem liðstyrkur til herja Indverja annars staðar við landamæri lands ins. Kristmann mesta náð er ekki það að vera elskaður, heldur hitt að geta sjálf ur unnað. Hafir þú eitt sinn öðl- azt þann fjársjóð, ertu ríkur sem guðirnir, og ekkert getur svipt þig auði þeim. Einnig þá gjöf hef ég hlotið, hún býr méi í hjarta, og ljómi hennar skín um alla til- veruna . . . “ Á kápu bókarinnar er mynd af Kristmanni og Steinunni, undir- rituð þessum orðum: „Við hlið mér situr ísold hin gullna — og fortíð, nútíð og framtíð sættast í hinu ævarandi augnabliki ham- ingjunnar". ÞAKKARAVÖRP Hjartanlega þakka ég þeim öllum, sem minntust mín af hlýjum hug á sjötugsafmæli mínu. Freysteinn Gunnarsson. Systir mín, GUÐNÝ BJÖRNSDÓTTIR HANSEN, Kleppsvegi 34, lézt í Landakotssjúkrahúsi 22 október. JarSarförin hefur farið fram. Sigmar Björnsson. Hjartkæri maðurinn minn og faSir okkar, GUNNARGUNNARSSON Vegamótum,Stokkseyri, andaðist í sjúkrahúsi Selfoss mánudaginn 29. okt. Ingibjörg SlgurSardóttir og börn hins látna. *’ í lí I N V.. mRVyilrudaginn 31. október 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.