Tíminn - 02.11.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.11.1962, Blaðsíða 13
DETTIFOSS Framhald af 9. síðu gerð og síðan reist stóriðjuver, mundi verða þar veruleg aðlög- un vinnuafls og fjármagns. Þar sem það er ljóst, að stóra lands hluta skortir mótvægi, þótt þeir búi yfir miklum ónýttum land- kostum, er þá ekki eðlilegt, að þjóðfélagið hafi fyrst og fremst áhuga fyrir því að veita straum um í uppbyggingu þessara landshluta. Það á að vera keppikefli ráða manna þjóðarinnar, að land- kostir séu alhliða nýttir um land allt. Sé því markmiði náð, þá er í raun og veru hið rétta jafnvægi komið á í bvggð lands ins, en fyrr ekki. Það eina, sem réttlætir að þjóðin leyfir er- lendum aðilum yfirráð yfir at- vinnutækjum í landinu, til dæm is meiri hlu'ta eignar í stór- iðjuverum, er það að þjóðin sé með þeim hætti að stuðla að uppbyggingu í þeim landshlut- um, sem ’búa yfir ónýttum land gæðum, og í fyrirsjáanlegri framtið verða ekki nýtt með eðrum hætti. Endanlegt svar mitt við spurningunni er því þetta: fs- lendingar verða sjálfir að setja skilyr'ði fyrir erlendri fjárfest- ingu í landinu, og taka heldur þann kostinn að bíða, en færa fórnir, fyrir ímyndaðan skjót- fenginn gróða. Ekki kemur til mála að þreyta kapphlaup við vanþróuðu löndin, um framsal au'ðlinda til erlendra aðila. ÞAÐ VANTAR NÝJA AT- VINNUGREIN, SEM HVORKI ER HÁÐ FISKIGENGD NÉ ÁRSTÍÐASVEIFLUM. r— Hér liöfum við rætt um stóriðju, sem hugsanlcga leið til að efla jafnvægi í byggð landsins. Við sjáum það bá'ðir, að henni yrði vart komið á nema mcð erl. fjármagni, og að vi'ð yrðum að ganga að ýms um óljúfum skilyrðum. Þá vakn ar hins vegar spurningin: — Mundi smæiTÍ iðnaður, byggð- ur á íslenzku fjármagni geta komið í stað stóriðjunnar í þessu sambandi? — Sá iðnaður, sem gæti orð- ið til verulegs jafnvægisauka er fyrst og fremst í sambandi við nýtingu sjávaraflans. Iðn- aður þessi þarf ekki vegna markaðsaðstöðu að vera stað- settur í þéttbýlli héruðum landsins. Hins vegar þarf hinn almenni neyzluiðnaður alla jafna að vera nálægt aðalmark- aðssvæðunum og því ólíklegt að með uppbyggingu venjulegs neyzluiðnaðar sé hægt að gera fljótvirk átök til mótvægis. — Sjávarvöruiðnaðinn er sjálf- sagt að efla, enda er hann þjóð hagslega mjög hagkvæmur. Miklu af vinnuafli þjóðarinnar er þannig breytt í erlendan gjaldeyri. Uppbygging sjávar- vöruiðnaðarins er þannig eitt allra þýðingarmesta úrræðið til að lyfta landsbyggðinni. En ekki er því að leyna að fram- leiðsla, sem bundin er sjávar- afla myndar sveiflur í atvinnu- lífi umhverfisins og því vara- samt að hætta um of á í þessu efni. Það sem vantar aðallega er atvinnuuppbygging, sem er stöðugri, og hvorki fylgir á.rs- tíðasveiflum né breytilegri fiski gengd. í dreifbýlinu þarf að koma upp nýjum útflutnings- iðnaði. Þessi útflutningsiðnað- ur getur orðið ijornsteinn í uppbyggingunni, er önnur al- menn atvinnuuppbygging kæmi í kjölfarið. Tökum hlið- stætt dæmi um hvernig stór- virkur atvinnurekstur geti leitt af sér almenna atvinnubylt- ingu: Reykjavík efldist rnjög á fyrri hluta þessarar aldar vegna togaraútgerðar, sem þá var árviss og skapaði mikið verðmæti.;í skjóli hennar risu upp aðrir atvinnuvegir. Svo er nú komið, að togaraútgerðin, sem var burðarás atvinnulífs Reykvíkinga er fallin í skugg- ann af þeim atvinnuvegum, sem spruttu upp í skjóli hennar. Stóriðjan sjálf, miðað við fjár- festingu, veitir ekki tdtölulega mörgum mönnum atvinnu. — Sama má segja um stórútgerð í samanburði við smáútgerð. Með stóriðju, eins og stórútgerg vinnst það helzt, að aðlaga mikið fjármagn á einn stað, sem síðar leitar út í aðrar at- vinnugreinar, sem kalla á aukið vinnuafl, sem byggja upp með fjármagni sínu, þá er mark- miðinu náð. Ég mæli fyrst og fremst með stóriðju af þessum ástæðum, vegna þessaðaðhenni laðast aukið fjármagn og vinnu afl, nýjar atvinnugreinar og almenn uppbygging. Velgengni okkar íslendinga undanfarna áratugi er meðal annars vegna þess, að hver einstaklingur hef ur fært tiltölulega meira verð- mæti í þjóðarbúið, en tíðkast annars staðar. Til þess að skapa mótvægi í byggð landsins þurf- um við að leita þeirra ráða, sem eru stórvirkust til að beina fjármagninu á þá staði í dreif- býlinu, sem geta orðið það máttugir, að skapa mótvægi í byggð landsins. — Ef við sem sé, Áskell, drög um nú þessa ni'ðurstöðu okkar saman, þá verður hún eitthvað á þessa leið: Það er nauðsyn- legt ag virkja Jökulsá á Fjöll- um, og byggja upp stóriðju í sambandi vi'ð hana, til þcss að skapa mótvægi, gegn því að- dráttarafli, sem Faxaflóabyggð in f dag liefur yfir að ráða. Stór iðjan á að verða lykill a'ð fram- tíðarlausn þessara mála og munu aðrar atvinnugreinar fylgja í kjölfar hennar, og njóta góðs af því fjármagni, sem hún flytur með sér. — Jú, þetta er a'ðalatriðið. — Hvað er svo ag frétta af framgangi þess mikla máls, virkjun Jökulsár á Fjöllum? — Á síðustu árum hafa menn veitt Jökulsá á Fjöllum vax- andi athygli til stórvirkjunar í sambandi við stóriðju. Veru- legur skriður komst ekki á mál- ið fyrr en í tíð vinstri stjórn- arinnar, þegar þáverandi raf- orkumálaráðherra, Hermann Jónasson beitti sér fyrir, að unnið væri að áætlunargerð um stórvirkjun í Jökulsá á Fjöll- um. Áður höfðu fulltrúar ame- rískra aluminiumhringa snúið sér til íslenzkra aðila, með alu- miniumframleiðslu fyrir aug- um, og kom Jökulsá mjög til greina í þeirra á.liti. Síðan mún hafa verið unnið að rannsókn- um og athugunum á virkjunar- hæfni Jökulsár á Fjöllum, jafn hliða því, sem rannsóknir fóru fram á virkjunarmöguleikum Þjórsár. Virtist mönnum, að rannsóknir þessar ættu að vera nokkuð samsíða og standa jafnfætis, þegar draga ætti á- lyktanir af niðurstöðunum, hvort vatnsfallið yrði valið til stórvirkjunar í sambandi við stóriðju. Nú, síðustu árin virð- ist bregða út af þessu, þar sem öllu meiri áherzla er á það lögð að kanna virkjunarmögu- leika Þjórsár, en Jökulsár. Hins vegar er rétt að hug- leiða það í fullkominni alvöru, séu þær kenningar réttar, að raforkuþörfin tvöfaldist á hverjum tíu árum, hvort það sé skynsamlegt að binda fyrir- fram nýtingu þeirra orkulinda til stóriðju, sem eru næstar þéttbýlustu héruðum landsins. Erum við ekki þannig að kalla yfir okkur, þótt síðar yrði ó- yfirstíganlegan þröskuld í orku búskap þjóðarinnar? Því að svo getur farið, ef kenningar þessar reyndust réttar, að virkj anlegt vatnsafl sunnanlands verði að fullu nýtt á næstu öld, eða eftir rúman mannsaldur, þótt hin svonefnda stóriðja komi ekki til. En í öðrum landshlutum. norðanlands og austan væri hægt að binda veruleg orkunot til langs tíma, þótt ekki væri kreppt að fyrir- sjáanlegri stóraukinni orku- þörf til almennvar notkunar. VIRKJUN ÞJÓRSÁR MUNDI VEIKJA DREIFBÝLIÐ — Land, eins og ísland, sem á mjög takmarkaðar orkulind- ir, verður að vera á verði um það, að'nýting orkunnar komi að sem mestu þjóðfélagslegu gagni um ókomin ár. Tæplega detturnokkrumhyggnummanni í hug, að ráðstafa til langs tíma ' verulegum hluta af orkugetu þess vatnsfalls, sem er vara- sjóður þéttbýlustu byggða landsins, og getur orðið að engu fyrr en varir. Það hlýtur að liggja í aug- um uppi, sé skyggnzt inn í framtíðina, að gera þarf skynsamlega áætlun um nýt- ingu auðlinda landsins, og leggja áherzlu á, að þær orku lindir séu helzt nýttar að fullu um fyrirsjáanlega framtíð vegna almennrar neyzlu. Þar eru þvi bein búhyggindi að 'nýta í þessu skyni þær orkulindir, sem verða ónotaðar í dreifbýl- inu í næstu framtíð, og kemur í því sambandi helzt til greina Jökulsá á Fjöllum. FJÓRÐUNGSÞING NORÐ- LENDINGA VILL AÐ BETUR SÉU ATHUGUÐ HAFNAR- STÆÐI AUSTAN EYJA, FJARÐAR. — Fjórðungsþing Norðlend- inga tók það mál upp og beindi því til ríkisstjórnarinnar, að þetta yrði athugað, þar sem það getur ráðið úrslitum um endanlegt val stórvirkjunar, að hafnarstæði vegna stóriðju finn ist austan Eyjafjarðar. Enn fremur kom það mörgum und- arlega fyrir sjónir, að það skuli vera reiknað með helm- ingi minni varastöð vegna Þjórs ár en Jökulsár. Fengust þær skýringar á Akureyrarfundin- um, að nota mætti Sogið sem varastöð, ef á þyrfti að halda. Augljóst er að tæplega mundu Sunnlendingar líða það til lengdar, að Sogsvirkjunin yrði nýtt í þessu skyni pm lengri eða skemmri tíma. Hætt er við að síðar kæmi bakreikningur fyrir nýrri varaaflstöð. Þetta gefur hugboð um, að það sé fleira i samanburði um virkjunarkostnað, sem þurfi gaumgæfilegrar endurskoð- unar við, og í sjálfu sér er það ekki hægt að dæma Jök- ulsá úr leik, fyrr en endanleg- ar athuganir hafa farið fram, bæði á Jökulsárvirkjun og Þjórsárvirkjun. Það er eðlilegt, að allar ákvarðanir um stóriðju bíði þess tíma, að fullnaðar rannsóknir liggi fyrir. — í uplýsingum Jóhannesar Nordal bankastjóra á Akureyr- arfundinum í sumar, kom fram, ag ódýrasta raforka nálægt stærstu iðnaðarsvæðum Evr- ópu og Ameríku sé um 21 til 26 aurar á kílówattstund. Sam- kvæmt útreikningum raforku- málastjóra, miðað við hina út- eltu áætlun um Dettifossvirkj- un, kostaði rafmagnið, komið vestur að Dagverðareyri um 17 aura kílówattið, sem er allt að 9 aurum ódýrara, en kílówatt- stundin gerist ódýrust í mestu ið.naðarhéruðum Evrópu og Ameríku. Það fer þvi ekki milli mála, að þrátt fyrir hina óhag- stæðu áætlun er Jökulsárvirkj- un samkeppnishæf um raf- magnsverð. Þetta er höfuðatr- iðið. Þótt í Noregi sé nú um sinn hægt að fá ódýrari orku til stóriðju er skammt undan, að stóriðjuhringarnir verði að fara að sætta sig við það næst- bezta, því að verð á orku mun eðlilega fara hækkandi í heim- inum. Með vaxandi þjóðerniskennd og sjálfstæðisvitund þjóðanna, sem eiga ónotaðar auðlindir á borð við íslendinga verður al- þjóðaauðmagnið, sem stendur að baki aluminíumhringnum að taka tillit til þjóðhagslegra sjónarmiða einstakra þjóðlanda í vaxandi mæli. Smáríkjum og fátækum löndum hefur tekizt að lyfta Grettistökum á sviði stórvirkjana og iðnaðar, án þess að láta heimsfjármagnið' skammta sér úr hnefa. ÞANNIG GÆTI ÞJÓÐIN EIGNAZT STÓRIÐJUVERIN — En má nú ekki búast við því, a'ð hinir erlendu hringar lieimti fríðindi á landi liér? —Jú, höfuðáhættan við er- lent fjármagn er sú, að líklegt má telja að hinir erlendu að- ilar geri kröfur um óheftan fjármagnsflutning og ívilnanir í sköttum. Með frjálsum fjár- magnsflutningr geta þeir flutt úr landi afrakstur framleiðsl- unnar, annan en þann, sem eft- ir verður í landinu í orkuverði, vinnulaunum og annarri inn- lendri þjónustu. Þar að auki er rétt að taka tillit til þess, að hluti ágóðans er má.ske feng inn vegna þess, að viðkomandi stóriðjufyrirtæki nýtur skatt- fríðinda? Þá er máske vanda- mál, hvernig hægt er að binda fiármagnið í landinu, og vinna að því að staðbinda það hér. Það er lítil búmennska að veita erlendum aðilum sérréttindi um skattlagningu, ef það yrði fyrst og fremst vatn á myllu erlendra fjármagnseigenda, en ekki til uppbyggingar þeirra atvinnutækja. sem staðsett eru í landinu. Það eetur vcri'ð skyn samlcgt og réttlætanlegt að veita erlendum aðilum einhvers konar sérstöðu í skatta- og út- svarsmálum, en þó með því aðcins að þa'ð fjármagn, scm þannig mvndast hjá fvrirtæki um verði í^Ienzkur höfuðstóll. eins konar sameign b.ióðarinn- ar. Þannig gæti fvrirtækið smátt og smátt orði'ð íslenzkt að meirihluta. þótt ekki væri gengið á hlut erlendu fjár- magnseigendanna. Ég get ekki fallizt á, að þjóðin veiti nokkr- um crlendum aðila skattfríð- índi í sambandi vW rckstur hér, nema það fjármagn sé bundið áfram í framleiðslunni og verði þjóðareign. KI I TÍMINN, föstudaginn 2. nóvember 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.