Tíminn - 08.12.1962, Page 14

Tíminn - 08.12.1962, Page 14
Þannig var þaS að minnsta kosti í fyrstu. Gagnvart honum var hún fullkomlega heiðarleg í þeim skilningi, að hjá henni fékk hann llákvæmlega það, sem hann ætl- «iist til fyrir peningana sína. Hún gaf honum tíma til að tala út, og hún sagði ævinlega: „Það var rétt hjá þér, gamli minn!“ — á réttu augnabliki. Hún var í senn skrifta- faðir og dómari og í báðum tilfell um var hún nákvæmlega jafnspillt og blygðunarlaus og hann átti von á. Honum var ekki búin hóti meiri hætta af henni en sjálfum sér. Það eina, sem hann óttaðist, var lausmælgi hennar eða að minnsta kosti sú hætta, sem í henni er fólg- in, — en hana þurfti hann ekki að óttast, meðan Rosemarie átti heima í Dornbusch. Það voru sem sagt Bruster og Hartog, sem komu Rosemarie í snertingu við raunveruleg auðæfi og þá mýkt og lítilþægni, sem pen- ingar geta valdið, en það er bezt að fara varlega, þegar að því kem- ur að svara þeirri spurningu, hvort það hafi líka verið þeir tveir, sem leiddu hana fyrst í spillingu, en síðan í glötun. Hvað sem því líður, er augljóst, að Bruster hafði mest á samvizkunni í því sambandi, þó að Hartog hafi ekki hreinan skjöld heldur. EN HVERNIG sem því er varið, þá var það þriðji maðurinn úr Einangruna'rsambandinu, sem ýtti Rosemarie lengst út á hálan ís- inn. Það var Schmitt, sem var heigarleikinn uppmálaður, maður inn, sem alla ævi hafði lifað á dýr- legum kræsingum, klæðzt dýrum fötum og sofið hjá dýrustu gleði- konunum, sem völ var á, — mað- ur, sem naut hins mesta álits, bæði í einkalífi sínu og á opinber- um vettvangi. Rosemarie varð ekkert sérstak- lega undrandi á að sjá silfurhærð- an herra í dyrunum. Einu sinni, löngu áður en Bruster fleygði mið- anum út um gluggann á Palace Hotel, hafði hún söfið hjá göml- um manni. Sá náungi vildi endi- lega fá að mála á henni allan kroppinn með einhvers konar lit- blýum, og hún átti mjög erfitt með að ná af sér litunum og strikun- um. Þessi leit ekki út fyrir að hafa gaman af að leika sér með litblý. Hann leit í kringum sig jafn- kuldalega og eðlilega og Bruster, þegar hann heimsótti hana í fyrsta sinn til Dornbuseh. Hann var mjög gætinn í hreyfingum; hann tók stutt og hröð skref, og við og við talaði hann svo lágt, að hún heyrði varla, hvað hann sagði. „Þú ert líklega ekki búin að búa hér lengi?“ sagði-hann. „Nei“, svaraði hún. Hann gekk þvert yfir stofu- gólfið út að glugganum. „Þetta er smekklegt“, sagði hann, „mjög smekklegt. En ég vildi ekki eiga hér heima sjálfur, — mér mundi finnast ég vera sýningargripur, en það er heldur ekki ætlunin, að ég fari að búa hér — eða hvað?“ sagði hann hlæjandi. Utan við þunn, gagnsæ tjöldin ríkti blátf sumarkvöld. Rosemarie kveikti loftljósið og ætlaði að draga tjöldin fyrir. „Nei“, sagði Schmitt, „þetta er synd. Slökktu ljósið aftur.“ Hann lyfti tjöldun- um svolítið og leit út. „Það er allt svo fallegt f þessari birtu“, sagði hann, „það ætti einhver að taka sér fyrir hendur að mála þetta. Eg vildi gjarnan eiga það málverk. Eg vissi ekki, að Frank- furt . . . “ Hann var að horfa á húsið hand- an götunnar, en framhlið þess var úr gleri, sem skein og glitraði, eins og fægðar stálplötur. „Hvar kynntist þú Bruster?“ spurði hann eftir stundarkorn. Dagsbirtan var á hægu undan- haldi. Á neðri hæðunum var búið að kveikja Ijós. „Á kappreiðum", sagði Rose marie. „Ertu mikil hestamanneskja?“ spurði hann. „Já“, laug hún. Hann sneri sér að henni. „Hvaða kappreiðar voru það?“ spurði hann vantrúaður, og rödd- in gaf orðunum hálfleiðinlegan blæ. „Hjá klúbbnum“, sagði Rose- marie. „Humm“, sagði Schmitt hugsi. Svo spurði hann allt í einu: „Viltu korná í ferðalag með mér?“ „Hvert?“ ,Bara eitthvert. Núna er allt of heitt í Suðurlöndum. Eg á þriggja daga frí í næstu viku. Kannski til Svíþjóðar.“ Hartog hafði líka verið að tala um það fyrstu nóttina í Heidel- berg, að hann lángaði að fara í ferðalag með henni. En hann sló þessu bara fram og hafði aldrei minnzt á það síðan. Og einu sinni var Bruster meira að segja búinn að kaupa flugfarseðla til Nizza, en þá hafði eitthvað komið upp á. Nú langaði þennan „afa“ að fara með henni í ferðalag líka . . . Hún vissi ekki til hvers átti að fara að ferð- ast. Hana langaði ekkert að fara í burtu eða skipta um umhverfi og gat ekki ímyndað sér, að hún græddi neitt á því að ferðast. Það var ekki fyrr en seinna, sem hún tók að leggja leið sína á fundi og ráðstefnur, þangað sem góðir við- skiptavinir komu hópum saman og höfðu kærkomnar ástæður til að vera að heiman. Enn gerði hún sér Frankfurt að góðu. Hún lifði í fullkomnu samræmi við eigið eðli. Hún hafði enga ástæðu til að flýja frá sjálfri sér, og ímyndunarafl hennar var ekki svo mikið, að hún sæi önnur lönd í framandi ljóma eða lifði sig inn í falska gleði. Hún var alls ekki forvitin. „Eg get ekki farið núna“, sagði hún og var að hugsa um ógreiddu 38 reikningana sína. „Kannski seinna“, bætti hún við, þegar hún sá, hve hann varð fyrir miklum vonbrigðum. Hún vildi ekki móðga hann, hann leit úr fyrir að vera svo ríkur. Skrýtið, hugsaði Schmitt, — kvenmaður, sem ekki langar að ferðast. Hvers vegna þá Svíþjóð? Þegar ljósin tóku smám saman að kvikna um alla borgina og fyrstu stjörnurnar komu í ljós og í djúp- um götudölunum flöktu bíllijósin til og frá, datt honum París í hug. Nú var einmitt rétti tíminn til að fara til Parísar. Á þessum tíma árs hengja Parísarbúar spjöld á búðarglugga og útidyr, þar sem stendur: „í fríi“. Og Schmitt þekkti borgina svo vel, að hann þóttist viss um að geta notið ferðalagsins og haft Rosemarie út af fyrir sig og notið með henni alls konar gleði, þrátt fyrir alla þá hópa amerískra ferðamanna, sem ævinlega sækja borgina heim um þetta leyti árs. „Eigum við að fara í þriggja daga ferðalag til Parísar?" sagði hann. „Til hvers?“ svaraði Rosemarie. Honum fór að skiljast, að þessi ljóshærða hnáta, sem var rétt eins og allar hinar, væri gædd ein- hverri alveg sérstakri skapgerð, sem hann botnaði ekkert í enn. „Jæja, sleppum því“, sagði hann og dæsti. „Þú getur svo sem brynnt þínum hrossum . . „Hvað heitirðu?“ spurði Rose- marie. Hún vildi beina umræðun- um að peningum, og henni fannst, að slík mál væri hægt að ræða á raunhæfari grundvelli, ef hún gæti ávarpað viðmælanda sinn með nafni. Schmitt sagðist heita Bernhard. En hann fann, að hún ætlaði að veiða hann. „Var það noklcuð fleira?“ sagði hann. Áður en hún fengi tækifæri 25 Lafðin las þetta allt án þess að segja orð, jafnvel þótt hún yrði oftar en einu sinin að taka af sér gleraugun og þurrka þau til að sannfæra sig um, að hún lsési rétt. Svo lagði hún blaðið frá sér. Rödd hennar var hás, þegar hún sagði: — Já, auðvitað þetta liggur allt ljóst fyrir. Á hverjum morgni hefur hún heimtað að fá að ganga alein út. Mér fannst það óvið- eigandi, en nú skil ég ástæðuna. Hún hefur komið að máli við þennan hr. Chudleigh fyrsta dag- inn, sem hún var í London, og þá hefur hún fengið að vita þetta. Hún hefur fengið hann til að lofa að þegja — með því að hóta handtöku, ef hann segði frá því. Allir áttu að standa í þeirri trú, að hún væri erfingi að miklum auðæfum, að minnsta kosti þang- að til hún hefði náð Hudson. Hún hlýtur að hafa sagt Chudleigh frá því, að hún hygðist giftast Hudson í dag og þess vegna flúði hann úr landi. Þetta liggur allt svo ljóst fyrir. O, hvílíkan lygara og svika- kvendi hef ég hýst í húsi mínu. Og í sömu andrá kom svika- ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. IHafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 kvendi þetta inn í dagstofuna. 13. KAFLI Horatia var enn að hugsa um Hudson og brúði hans og þá at- höfn, sem hún hafði verið við- stödd í gamalli og drungalegri kirkju í London, og því veitti hún ekki athygli strax, hversu óvel- komin hún var. Hún var að velta því fyrir sér, hvernig bezt væri að segja föður og frænku Hudson frá brúðkaupi hans. Þótt hún hefði af fúsum vilja lofað að færa þeim fréttina, var henni nú ljóst, að það gat orðið erfiðara og óþægilegra en hún hafði haldið. — Eg er fegin, að þér eruð hér hjá lafði Wade, hr. Crankcroft, byrjaði hún óstyrkum rómi. — Það, sem ég þarf að segja, er ykkur báðum viðkomandi, en ég er hrædd um, að þið eigið erfitt með að fyrirgefa Hudson, að hann hefur leikið á ykkur. — Hefur Hudson l.eikið á okk- ur? hrópaði lafði Wade hæðnis- lega. — Hirðið ekki um Hudson, stúlka góð, sagði hr. Crankcroft þrumandi raustu. —- Við bíðum eftir skýringu yðar. Það fór að renna upp fyrir henni, hversu móttökur þeirra voru kuldalegar, en hún skildi ekki hvers vegna, þar sem henni var alls ókunnugt um það, sem staðið hafði í morgunblaðinu. Hún hélt, að þau hefðu einhvern veg- inn fregnað hverri Hudson ætlaði að kvænast. — Vitið þið það kannski? sagði hún, — að Hudson kvæntist í í morgun? — Við gátum getið okkur til um það án þinnar hjálpar, sagði lafði Wade. — Og ég fyrir mitt leyti vil gjarna vita, hvers vegna hann er ekki með þér? Ertu strax orðin leið á manninum þínum? MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA — Manninum niínum?! hrópaði Horatia undrandi. Eg hélt . . . þegar þið sögðust hafa getið ykkur til . . . eða þið hefðuð frétt . . . ég giftist ekki Hudson, lafði Wade. Eg var aðeins viðstödd sem vottur og vinkona brúðarinnar. — Eruð þér ekki giftar honum? Eitt andartak var hr. Crankcroft alls hugar feginn, en svo rann merking orðanna til fulls úpp fyrir honum. — Sem föður hans leyfist mér kannski að spyrja, hvað konan heitir? Eða er til of mikils mælzt, að ég fái að vita ■slíkt smáatriði? sagði hann biturri röddu. — En ég er einmitt komin til þess að segja ykkur það, sagði Horatia rólega. — Hann gekk að eiga Soffíu Greenwood, mjög geð þekka unga stúlku og mjög fagra. Hún er læknisdóttir frá Exeter og þangað til í morgun var hún barn- fóstra hjá fjölskyldu einni j st. John Wood. Eg vona, að þið reið- izt honum ekki vegna þess, að hann blekkti ykkur — eða réttara sagt, leiðrétti ekki misskilninginn, þegar hann sá, að þið álituð, að það væri ég, sem hann hygðist kvænast. Eg er viss um, að þið munduð fyrirgefa honum, þegar þið sjáið hann og Soffíu saman. Þau eru hamingjusömustu hjón í öllum heiminum. — Og ég, sem borgaði skuldina hans út á þetta! æpti Crankcroft fjúkandi reiður. — Eg gaf honum meira að segja fimm hundruð pund og svo labbar hann bara út og kvænist einhverri fátækri kvensnift . . . þetta er það ósvífn- asta . . . Hann geystist út úr hús- inu og skildi Horatiu og lafði Wade einar eftir. Lafði Wade horfði á Horatiu með svo mikilli illgirni, að Horatia varð skelkuð. — Eg harma það mjög, að ég hef valdið yður vonbrigðum, lafði Wade, sagði hún. — Eg bið yður afsökunar á því, ég veit, að það var rangt af mér, þar sem ég hafði notið gestrisni yðar. En Hudson var svo örvæntingarfullur þegar hann bað mig um aðstoð, að mer fannst ég ekki geta neitað. Ég held, að þér munið fyrirgeía hon- um, þegar þér hittið Soffíu. Ilún er svo indæl og þykir svo ákaflega vænt um hann . . . rödd hennar dó út undir augnaráði frúarinnar. — Ertu bráðum búin? spurði gamla frúin. — Ef þú ert búin, vildi ég gjarnan fá að vita, hvenær þú sást hr. Chudleigh síðast. Horatia varð undrandi. — Ó, það eru mörg ár síðan. Eg sagði yður, að hann kom til Newcross. Ég er ekki að tala um hr. ’William Chudleigh. Hann er dauður, og það veiztu fullvel. — Nei, það vissi ég ekki. Hor- atia var ringluð. Hvenær dó hann? Nýlega? — Þú getur sparað þér þetta við mig, ungfrú sakleysingi! Rödd lafði Wade var skræk af æsingi. —Og reyndu ekki að bera á móti því, að þú hefur haft samband við bróðurson hans, hr. Harold Chud- leigh! Og til að kóróna allt þetta hefurðu tekið á móti gestrisni minni endurgjaldslaust! Hún benti á blaðið, sem enn lá á borð- inu. —- Þarna stendur það svart á hvitu, svo að þú getur ekki neitað neinu. Við vitum allt um þig! Horatia leit skelfd á lafði Wade, sem var svo öskureið, að unga stúlkan óttaðist, að hún fengi eitt af hjartaköstunum sínurn. Svo greip hún blaðið og las klausuna- — Þetta hlýtur að vera á mis- skilningi byggt, hrópaði hún upp- yfir sig. — Eg trúi því ekki, að bróðursonur hr. Chudleigh komi svona óþokkalega fram. Það hlýt- ur að vera eðlileg skýring á snöggri brottför hans af landinu. Það er ég viss um. — Eig er viss um eitt, sagði frúin kuldalega. — Og það er, að ég hef ekki hugsað mér að hýsa lengur svona fátæklingshyski. Þú getur farið upp og tekið saman föggur þínar . . . og gættu þess, að þú takir þínar en ekki mínar . . . og svo geturðu farið. Horatia skildi hana hreinlega ekki. — Eigið þér við, að þér . . . rekið mig á dyr? spurði hún ráð- þrota. — Eg á vig það, að ég vil ekki hafa þig hér augnabliki lengur, svaraði lafði Wade. — Þú getur 14 T í M I N N, laugardagur 8. desember 1082. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.