Alþýðublaðið - 10.01.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRÍ: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDIj ALÞÝÐXJFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. MIÐVIKUDAGUR 10. JAN. 1940. 7. TÖLUBLAÐ Skotgirafir við austurlandamæri Hollands. Kyrrðln á vestorvigstSðv- iiii bráðum á enda? ?------------- Hollendingar telja að næstu vikur geti orðið hættulegar fyrir land þeirra. —i——«».....*— • Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. UTÍ um heim ter nú ýmislegt talið benda til þess, að su kyrrð, sem hingað til hefir ríkt á vesturvígstöðvunum, geti fyrr en varir tekið enda. í sambandi við þaS vekur sú fregn frá Amtserdamfréttaritara Lundúnablaðsins „Daily Telegraph," sem birtist í þvi blaði í gær, töluverða athygli, að Hollendingar óttist mjög, að allra næstu vikur geti orðið hættulegar fyrir Holland. Hollenzka stjórnin hefir, ber- sýnilega af þeirri ástæðu, ný- lega birt þá yfirlýsingu, að hlutleysi iandsins muni, ef á þáð verði ráðizt, verða varið með öllum þeim meðulum, sem landið eigi á að skipa. Hollendingar eru sagðir efla landvarnir - sínar af fremsta megni og er sérstaklega unnið af kappi að því að grafa skot- grafir og endurbæta gömul vígi við þýzku landamærin. iæða Ghamberlains i London í gær. LONDON í gærkveldi. FÚ. Chamberlain forsætisráð- h'erra flutti ræðu í dag í yeizlu, sem haldin var í Mansion House í London. Hann hóf máls á því, að heit- strengja, að vérja öllum kröft- um sínum til þess, að Banda- nienn ynni sigur í styrjöldinni. Hann kvað .nýja árið hafa byrjað kyrlátlega, en hann minnti á, að oft væri kyrrt, áður fárviðri brytist út, og það væri ekki að vita, hvenær til hinna stórkostlegustu átaka kæmi í styrjöldinni. Það hefði ekki verið um nein- ar stórkostlegar viðureignir að ræða í lofti eða á landi, sagði Chamberlain, en um sjóstríðið væri allt öðru máli að gegna. Þar komi stöðugt til átaka og það vaéri ekki hægt að segja, að sjóhernaðurinn hefði gengið þannig fyrstu fjóra mánuði stríðsins, að Bretar hefði á- stæðu til óánægju, því að þeir hefðu aðeins misst tæplega 1% af smálestatölu flutningaskipa- flota síns, og það hefði verið þjarmað með ágætum árangri að Þýzkalandi, sem sjóveldi. Chamberlain sagði svo, að þegar hann liti út fyrir mörk síns eigin lands, sæi hann ljós- lega, að hið illa, sem Banda- menn ættu í höggi við, myndi breiðast út, ef það væri ekki upprætt . Hjálp ereta til Finna meira en orðin tóm. Hann talaði um kúgun þá, sem Pólverjar og Tékkar eiga (Frh. á 4. síðu.) Hltler f mikilli kiípn mllll la AIbI BBbhBI ^flm h Bllð (Sf! ^-^ : Sa *&vm m 5ð §118? ^¦k B8h fvruB We 03 H aS S® w« ts^m m HB IS H ». in) 6a ÉSTiiS ffik !H Sk m«n 6 Danir láta skrá slg sí Sendiherra ítala í Berlín heiintar, að her- gagnasendingarnar til Finnlandsf sem stöðv- aðar voru á Þýzkalandi, verði látnar lausar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, KHÖFN í morgun. ~ SVO er að sjá, sem kastazt hafi í kekki milli Hitlers og Mussolini út af hergagnasendingum ítala til Finnlands, sem stöðvaðar voru á Þýzkalandi, samkvæmt beiðni eða kröfu Stalins, núverandi handamanns Hitlers. Sendiherra ítala í Berlín hefir snúið sér til hýzku stjórnarinnar og krafizt þess, að þessar hergagnasendingar verði þegar í stað látnar lausar, og annaðhvort sendar á- fram til Finnlands eða heim til ítalíu aftur. Er sendiherr- ann sagður hafa hent á það, að hvorki éigi Þýzkaland í neinu stríði við Finnland, né ítalía við Þýzkaland, þannig að á nokkurn hátt sé hægt að réttlæta það, að stöðva þess- ar hergagnasendingar. Svar þýzku stjórnarinnar er ókomið enn, en það er nú kunn- ugt, að 45 járnbrautarvagnar, hlaðnir ítölskum hergögnum til Finnlands, hafa verið stöðvaðir og haldið teftir í Sassnitz á eyj- unni Riigen, en þaðan eru stöðugar skipaferðir yfir til Trelle- borg í Svíþjóð. Hitler virðist út af þessu vera í miklum vanda staddur milli hins gamla bandamanns síns, Mussolinis, og hins nýja, Stalins. Það er talið alveg víst, að Stalin hafi heimtað það, að hergagna- sendingar ítala til Finnlands um Þýzkaland yrðu stöðvaðar og að Hitler hafi ekki séð sér annað fært en að verða við þeirri kröfu. En með tilliti til þess, að ít- alía hefir stöðugt verið að fjar- lægjast Þýzkaland síðan stríð- ið hófst, er ekki talið óhugsan- legt, að stöðvun hergagnasend- inganna geti haft þær afleiðing- ar, að endanlega dragi nú sund- ur með hinum gömlu banda- mönnum, Hitler og Mussolini. Hitler á ráðstefnu í Berlín. . LONDON í gærkveldi. FÚ. Hitler, sem er kominn til Berlín frá Berchtesgaden, held- ur mikilvæga fundi í dag með ráðunautum sínum. Almennt er íalið, að viðfangsefnið sé við- horf Þjóðverja gagnyart ítalíu og Sovét-Bússlandi og tilraun til að koma málum í það horf, að báðar þessar þjóðir verði á- nægðar. (Frh. á 4. síðu.) Héðlnn og Moskóvítar skriða nú saman affur Stiila upp sameiginlegum lisfa við stjéraarkosnÍEigii i Dagsbrúnf IT OMMÚNISTAR til- *'^- kynna í hlaði sínu í dag lista sinn við væntanlega kosningu á stjórn Dagshrún- ar. Hefir aftur tekist að bræða saman flokkshrot kommúnista, sem klofnuðu um daginn, enda þykir nú liggja mikið við að geta hald- ið áfram stjórn í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. Héðinn Valdimarsson er tenn í formannssæti, stillt af kom- múnistum og studdur af þeim, og af sama sauðahúsi eru aðrir, sem í kjöri eru. Þjóðviljinn tekur mjög á- kveðna afstöðu með þessum lista og hvetur alla verkamenn til að kjósa listann og bendir á afrek þeirra, sem skipa hann — í stjórn Dagsbrúnar á s.l. ári, sem verkamenn eiga þó 'ekki gott með að koma auga á. Ekki er getið um hverjir skipa trúnaðarráð eða trúnaðar- mannaráð Moskóvíta, enda mun það óþarfi. Það tomur glöggt í ljós, að ekki er neitt regindjúp staðfest milli Moskóvita og Héoins,, þiar sem þeir hafa sameuiast um list- ann með hinn brotthiaupna mið- stjórnar-út-á-við-formann í æðsta sessi. Verður og augljóst af þess- ari uppstillinjgu, að ekki eru allir búnir að fá nóg af starfsleysi fiormaninsins og óstjórn á síðast liðnum árum, en það skal ekki rætt frekar nú; síðar mun tilefni gefast til þess. Eins og getið var um hér í jblaðinu í gær, verður mál þetta Inætt í íkvölid á fundi Málfundafé-. lagsins Skjaldborg og ákvörðun tekán um afstöðu Alþýðuflokks- verkamanna í Dagsbrún. Hafa ýmsum verið send fundarboí, sem enn eru ekki komnir í mál- fundafélagið, og er þess fast- lega vænzt, að þeir mæti á fuwd- inum. Frh. á 4. síðu. hér af skipi klendmgar ráðnir i staðinn. T"^ ANSKA flutningaskipið „Knut" er nýfarið héðan til útlanda. Meðan skipið dvaldi hér létu 6 skipverjar afskrá sig. Voru pað bæði hásetar og BgBBgBggg Mjólburverðlags- oefnd á Engin áWrðui befír verið tekin enn. M JOLKURVERÐ- LAGSNEFND sat á fundi í allan morgun og ræddi um breytingu á verðlagi á mjólk. Alþýðublaðið náði tali af Páli Zóphóníassyni rétt fyrir kl. 12, og skýrði hann blaðinu frá því, að breyt- ing á mjólkurverðinu yrði ekki ákveðin í dag. En búast má við því að mjólkin hækki núna fyrir helgina. kyndarar, sem á skipinu woru. I ;stað þ'eirra voru skráðir á skipið 6 Isleindingar. Lausn tveggja vandamála í einu; IsframleiðslHhás bæjarins og hrað frptiMs Flskimálanefndar. —------------------------------------------*-------------------------------:----------------------¦. . , ' Togararnir verða að bíða eftir ís og end- urbygging ísbjarnarins verður varla leyfð |j ESSA DAGANA verð- ¦ ur lokið við að meta tjónið, sem varð af völdum brunans í ísbirninum á að- fangadag. Hefir það orðið allmikið. Eins og skýrt yar frá um leið og skýrt var frá brunanum, eyðilagðist húsið svo mjög, að ekki er hægt að halda áfram störfum í því, og yrði að byggja húsið upp til þess að það væri hægt að halda áfram starfrækslu. — Húsið er eign dánarbús Ólafs Benjamínssonar og Geirs Sigurðssonar fyrrv. skip- stjóra. Það hefir alltaf verið gert ráð fyrir því, að húsið hyrfi á þessum stað, og að ekki yrði byggt á horium aftur. Er þetta gert samkvæmt skipulagsuppdrætti Reykja- víkur og vitanlega heppileg- ast fyrir útlitið við tjörnina að þarna séu ekki neinar byggingar. Er gert ráð fyrir því, að bær- inn leyfi engar endurbyggingar þarna. Enn þá liggur það fyrir — að Fiskimálanefnd er orðin húsnæðislaus með hraðfryst- ingu sína hér, sem veitt hefir svo mörgum mönnum vinnu á undanförnum árum og borið hefir giftudrjúgan árangur. Á síðasta bæjarráðsfundi var bæjarverkfræðingi falið að at- huga og gera áætlanir um það, hvað kostaði að koma upp ís- framleiðsluhúsi hér í bænum. Er orðin mjög brýn nauðsyn á því, að komið verði upp slíku ísframleiðsluhúsi, því að undanfarið hafa togararnir orð- ið að bíða eftir að fá ís hjá Sænska frystihúsinu en ástæð- (Frh. á 4. síðu.) FjárlsagsáaBtlBnRvík- w ti! 1. amræða á HMðnflokkBrinn hefir breyt- ingartillðant sinat I nnðli- F JARHAGSAÆTLUN Reykjavíkur verður til 1. umræðu á bæjarstjórnar- fundi á morgun. Önnur um- ræða fer svo fram í næstu viku. Frumvarp til fjárhags- áætlunar verður lagt fram á morgun, en jafnframt mun flokkunum gefinn frestur til að skila breytingartillögum sínum. Alþýðuflokkurinn hefir um þessar mundir breytingartillög- ur sínar í undirbiíningi og munu þær, eins og áður fyrst og fremst miða að aukinni at- vinnu í bænum. Niðurstöðutölur frumvarps- ins (tekju- og gjaldamegin) kr. 7.526,800 kr. Nemur hækkunin um 570 þúsundum króna. — Tekjumegin eru aðalhækkan- irnar af útsvörum um 572 þús. kr. og eru útsvör því áætluð um 5292 millj. kr. og tekjur af tekjuskatti 120 þús. kr. Þessi tekjuliður var enginn áður. Gjaldamegin hækka útgjöld til fátækraframfæris um tæpar 200 þús., stjórn kaupstaðarins um 40 þúsund, til gatna um 30 þúsund, vextir um 90 þúsund og flestir aðrir liðir hækka um minni upphæðir. Að sjálfsögðu (Frh. á 4, síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.