Alþýðublaðið - 10.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1940, Blaðsíða 2
MIDVIKUDAGUR 10. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ LITLA HAFMEYJAN f). 0. ANDERSEN 9) Við styttuna gróðursetti hún rósrauða grátviðargrein. 10) Ekk- €rt þótti henni skemmtilegra en að heyra sagt frá mannheimi. Gamla amman varð að segja henni allt, sem hún vissi um skip og borgir, menn og dýr. Einkum fannst henni dásamlegt, að þar uppi skyldu vaxa angandi blóm. Og þar svifu syngjandi fiskar milli trjánna. Gamla konan varð að kalla fuglana fiska, því að litla hafmeyjan hafði aldrei séð fugl. 11) Þegar þið eruð orðnar fimmtán ára, fáið þið að gægjast upp úr hafinu og sitja í tungls- ljósi á klettunum og sjá stóru skipin sigla framhjá. Árið eftir varð ein systirin 15 ára, en sú yngsta var ekki nema 10 ára. En elzta systirin lofaði að segja hinum systrunum frá því, sem hún sæi. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- inrnar: Spilaklúbbur 20 kr. S. H. 5 kr. Skemmtifél. „Gömiu dansarni," í Álþýðuhúsiinu 30. des. 300 kr, Starfsfólk hjá Laugavegs Apó- tek 108 kr. Spilamenn, Hellu- sundi 3, 5 kr. Starfsmenn hjá Gasstöbinni kr. 17,50. Starfsmenn hjá Áfengisverzlun ríkisins í Ný- boþg kr. 25,50. K. S. 50 kr. Síarfsfölk hjá Slysatryggingu rík- isins 12 kr. Starfsfólk hjá Litir og Lökk 18 kr. Starfsfóik hjá Bif- reiðastöö Steindórs kr. 42,69. Starfsfólk á Skattstofunni 32 kr. Safnað af Morgunblaöinu kr. 1671,50. Kærar þakJdr. F. h. Vetr- arhjálparmnar. Stiefán Á. Páls- sion. Gjafir til Slysavarnafélags Is- Iands á árlntu 1939: Frá Ölafi Ámasyni, Karlagötu 24, kr. 4. Ásvaldur Eydal, Há- vallagötu 46, kr. 5, Kvenfélag Gnúpverjahrepps kr. 60. Sig. ól- afsson, Hverfisg. 71,kr. 4. Kven- félagið’ Bergþóra, V.-Landeyjum, kr. 40. N. N. kr. 1. Skipverjar á e. s. „Katia“ kr. 167. E. P. Reykja vík kr. 10. — Beztu þakkir. — J. E. B. Farsóttir og manndauði vikuna 10—18. des. (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls- bólga 63 (82). Kvefsótt 157 (183). Blóðsótt 317 (82). Iðrakvef 111 (35). Kveflungnabólga 3 (1). Skar- Iatssótt 0 (1). Hlaupabóla 6 (2). Munnamgur 1 (4). Mannslát 8 (6). — Landlæknisskrifstofan. FB. Póstferðir 10. jan. 1940. Ffá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafn- arfjörður, Álftanesspóstur. Tii Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Dáiasýslupóstur, Húnavatnssýslu- póstur, Skagafjarðarsýslupóstur, Strandasýsiupóstur, Austur-Barða strandarsýsiupóstur, Snæfellsness pósfur, Breiðafjarðarpóstur, Akra nes, Borgarnes. Auglýsið í Alþýðublaðinu! UMRÆÐUEFNI Yfirstandandi vetur og veð- urblíðan. Harðindin á Norð- urlöndum og bænir reyk- vískrar æsku. Bréf úr þorpi á Vesturlandi um ýmislegt. Hvað um „eftirætur“? Bréf frá póst- og símamálastjóra um fargjöldin til Vífilsstaða. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. RÁTT FYRIR einmunagóða vetur undanfarin ár, þá mun láta nærri að þessi sé, að minnsta kosti það, sem af er, langbeztur. Þeir eru teljandi dagarnir, sem við höfum séð snjó á götunum hér í Reykjavík, og svo lítur út sem janúar ætli sízt að verða kaldari en nóvember og desember, en með- alhiti i þessum mánuðum var 1,7 stig. UM ÞESSAR MUNDIR þekur djúpur snjór Norðurlönd og hafnir leggur jafnvel við Danmörku. Nú iðka Danir vetraríþróttir, en á sama tíma horfir æskan í Reykja- vík til fjallanna og biður alföður um snjó, en hann bænheyrir hana ekki. ÚR ÞORPI á Vesturlandi fékk ég þetta bréf núna eftir nýjárið frá H. H.: „ÞÚ VARST að fara fram á að fá raddir utan af landi, og þá datt mér í hug að rétt væri að ég færi strax að æfa mig í að skrifa 1940, því oft vilja fyrstu bréfin mín eftir nýjárið ljúga til aldurs síns, eins og sagt er að kvenfólkið geri stundum, og þó víst raunar öfugt við.“ „ÉG HEFI VERIÐ AÐ HLUSTA á jóla- og áramótaræður í útvarp- inu, og verið að vona að ég fengi að heyra til hans Sigurðar Einars- sonar, helzt um áramótin, þótt af því hafi ekki orðið, en ég hefði viljað gefa töluvert til að heyra hann flytja ræðu á þessum ára- mótum. En svo hlustaði ég á for- sætisráðherrann í dag. Það var vit- anlega mikið rétt, það sem hann sagði. Meðal annars það, að al- mennigur myndi ekki enn hafa áttað sig á því, hve alvarlegir tím- arnir eru. En hvernig er með þing- mennina, okkar leiðarljós? Mig minnir að í þingfréttum væri get- ið um að áætlun fjárlaganna um tekjur af áfengis- og tóþakseinka- sölu hefðu verið hækkaðar nokk- uð frá því, sem þær íekjur hafa verið. En höfum við efni á þessu? Okkur eru skammtaðar nauðsyn- legustu matvörur, en væri ekki enn frekari ástæða til að takmarka nautnavörurnar? Vitanlega lít ég svo á, að með skömmtuninni hafi stjórnin tekið á sig þá ábyrgð, að skömmtunarvörurnar skyldu fram- ar öðrum vörum vera til, og því hverfi nautnavörurnar af sjálfu sjálfu sér, ef þröng verður, en þá standast heldur ekki tekjurnar af þeim.“ DAGSINS. UM ÞESSAR MUNDIR sitja all- ir með sveittan skallann við að gera uppkast að skattskýrslunni sinni — það er að segja þeir, sem eitthvað hafa að tíunda. Þorbjörn Jónsson var í gær búinn að gera 24 uppköst, en aldrei var hann á-> nægður. Hann á nokkur bréf og parta í húsum, þrjá lóðarskika og hefir ýmsar smásportlur auk að- alatvinnunnar. Honum finnst að það hljóti að vera hægt að draga eitthvað undan af því. Hann hefir alltaf sloppið, þó að hurð skylli nærri hælum í fyrra, þegar Halldór skattstjóri kallaði hann fyrir sig og setti svo að segja hnífinn á barkann á honum. Jósefína sagði mér í gær, að Þorbjörn væri ger- samlega óviðráðanlegur þessa dag- ana og mér virðist hann svo sem ekkert frýnilegur þarna sem hann situr. Það er eins og brennivíns- þefinn leggi af honum langar leið- ir. „EN EF TIL VILL fer allt vel á þessu nýbyrjaða ári hvað okkur snertir íslendinga. Hérna í þessu plássi hefir liðna árið endað ó- venju vel, dágóður afli á báta og ágætt verð. En svo vantar okkur bara fleiri báta til að sækja þemv an afla á miðin. Og sjálfsagt eru margir bátar fáanlegir, og með góðum kjörum sumir. En þá er bara að seljandi og kaupandi hitt- . ist. Okkur vantar einhvers konar bátakauphöll, þar sem framboð og eftirspurn mætast-“ „OG SVO VÍK ÉG aftur að hon- um Sigurði Einarssyni. Það var í erindi hjá honum um daginn, að hann notaði orð — ég geri ráð fyrir að hann hafi skapað það sjálfur —, sem ég skil ekki í öðru en að lengi lifi. Það var orðið ,,eftirætur“. Það hafði þau áhrif á mig, að ég brá mér á skáldfákinn, eins og Jón í Kotinu, og læt þá produktið fylgja. Ég kallaði það Eftirætur,“ „ÞEIR DANSA og leika sinn loddaradans, þeim leiðin vinnst skjótt milli þræls og manns og lostætur lyganna gróður. Svikum og ofbeldi knýta þeir krans og kórsyngja foringjans hróður. „Hver einasta hugsun hugsuð frjáls skal heft og bönnuð og varnað máls, óvirt í orði og verki, en hitt, að afneita sál sín sjálfs, hin sígildu afreksmerki. Ef foringinn segir að svart sé hvítt, að sólin sé myrkur, að gamalt sé nýtt, hver dirfist þá dóm hans að efa? Hverri skipun án hugsunar hlýtt, sem hungraðir blóðhundar gefa! Ég spyr: Viltu fylla flokkinn þann, þú frónska sál, eða styðja hann, sem líf fyrir frelsið lætur? Hvort kýstu þér frekar hinn finnska mann í fylgd, eða eitirætur?" „OG FYRST ÉG ER FARINN að senda þér minn ágæta skáldskap, þá er bezt að þetta fylgi með, sem kom í tilefni af sama erindi: Þú elskar víst stundum heitast það hnoss, er hatrammast áður þú smáðir. Nú státa með sams konar stjörnur og kross þeir Stalin og Ribbentrop báðir.“ PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRI hefir sent mér eftirfarandi greinar- gerð út af bréfi „Sjúklings á Vífils- stöðum“ um fargjöldin milli Víf- ilsstaða og Reykjavíkur, sem ég gerði nýlega að umtalsefni: „Síð- ustu árin áður en sérleyfisbundinn akstur hófst, eða fram til júní 1935, mun íargjald milli Reykjavíkur og Vífilsstaða hafa verið 1 kr., en 50 aurar milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar." „ÞEGAR fyrstu sérleyfin voru veitt, í júní 1935, voru sætiskíló- metragjöldin á öllum sérleyfisleið- um ákveðin af ráðherra eftir til- lögum nefndar, sem ráðherra hafði sett til undirbúnings þessu máli. Á leiðinni R.—Víf., sem talin er 10,1 kílómeter, var sætiskílómetra- gjald ákveðið 9,6 aurar, en á leið- inni R.—Hf. (11,0 kílómeter) 3,5 aurar, þannig að fargjöldin urðu 1 króna (nákvæmlega útreiknað 97 aurar) milli R. og Víf. og 50 aur- ar milli R. og Hf. Mun þá hafa ver- ið ekið litlum vögnum milli R. og V., en stórum milli R. og H. Um þetta segir svo í áliti nefndarinn- ar: „Umferðin á þessari leið er svo lítil, að ekki þykir koma til greina að veita tveimur sérleyfi og jafn- vel hæpið að hagkvæmt sé, að nota þar stærri bifreiðar en 6 manna. B. S. R. hefir udanfarin ár annast þessar ferðir að mestu leyti.“ „UM HAUSTIÐ sama ár mun þó hafa verið tekinn upp akstur, að minnsta kosti að nokkru leyti, með stærri bifreiðum, og 1. desember 1935 voru fargjöldin milli R. og V. lækkuð ofan í 75 aura, eða 7,4 aura á hvern sætiskílómetra. Héldust þau síðan óbreytt frá þeim tíma allt, fram á árið 1939. Eftir geng- islækkunina í apríl 1939 kom fram erindi frá sérleyfishöfum um al- menna fargjaldahækkun um 10— 20%. Skipulagsnefnd mælti með hækkun allt að 10%, en ráðherra ákvað samkvæmt tillögum póst- og símamálastjórnarinnar, að sætis- kílómetragjöldin skyldu frá 1. júní 1939 hækka um 5% og skyldi þó sú hækkun ekki ná til sérleyfis- aksturs Strætisvagna Reykjavíkur, h/f. og leiðarinnar Reykjavík— Hafnarfjörður. Við þetta hækkaði sætiskílómetragjaldið milli R. og Víf. úr 7,4 í 7,8 aura, en þar sem fargjaldið hefði þá orðið 78,7 aur- ar, varð það að samkomulagi milli póststjórnarinnar og sérleyfishafa að halda 75 aura g’jaldinu fyrst um sinn óbreyttu." „EFTIR AÐ STRÍÐIÐ skall á og benzín og annað til bifreiðaaksturs hækkaði, fóru sérleyfishafar (í nóvember 1939) fram á 15% hækkun. Mælti skipulagsnefnd fólksflutninga einróma með hækk- un þessari og síðan ákvað póst- og símamálastjórnin í samráði við ráðherra að frá 1. desember 1939 skyldu sætiskílómetragjöld hækka um 15%. Með þessari hækkun varð sætiskílómetragjaldið á leið- inni R.—Víf. 1,0 aurar, fargjald 90 aurar, og á leiðinni R.—Hf. 5,2 aurar, fargjald 60 aurar. Þar við bætist 25 aura skattur á fargjald milli R. og Hf. þannig að þau verða 85 aurar. Síðan í lok ársins 1933, að fargjöldin milli Reykja- víkur og Vífilsstaða voru sett ofan í 75 aura, hefir, samkvæmt resktr- arskýrslum sérleyfishafa, öll árin orðið nokkur halli á rekstrinum. Hins vegar sýna rekstrarskýrslur sama sérleyfishafa flest árin tekju- afgang á Hafnarfjarðarakstrinum. Ástæðan til að Vífilsstaðaakstur- inn gefur verri afkomu með hærri fargjöldum en Hafnarfjarðarakst- urinn virðist liggja í því, að í Víf- ilsstaðaakstrinum (4 ferðir á dag) verður nýting vagnsins mun minni en í Hafnarfjarðarakstrinum (8 ferðir ó dag).“ Hannes á horninu. Dratimadansinn heitir myndin, sem igamla Bíó sýn'ir í Ikvöld. Er það dans- og söngvamynd me'ð Fred Astaire og Ginger Rogers. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Trlebosan S Eitt helzta úrræðið til þess að halda hársverðinum og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið TRICHOSAN-S. Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi. Fæst hjá rökurum og mörgum verzlunum. Heildsölubirgðir hjá j Áfengisverzlun ríkisins. JOHN DICKSON CARR: Ui- Horðin í vaxmyndasafninu. 24. Er herra Chaumont staddur hér? — Chaumont? endurtók hinn. — Nei. ekki sem stendur. Hann kom hingað snemma í morgun. en fór aftur. Viljið þér ekki gera svo vel og fá yður sæti? í þessu herbergi voru gluggatjöldin dregin fyrir gluggana, og enginn eldur brann á arninum. Yfir arinhillunni hékk stór mynd af Odette. Bencolin þáði ekki sætið: — Ég kom til þess að heimsækja frú Duchéne, sagði hann, — er hún ekki á fótum? — Þetta hefir fengið mjög á hana, sagði Robiquet og ræskti sig. Hann reyndi að bera sig virðulega. — Þetta var hræðilegt áfall fyrir hana. Herra minn! Hafið þér nokkurn grun um, hver ódáðamaðurinn getur verið? Ég hefi þekkt hana frá því ég man fyrst eftir mér, og ég get ekki hugsað mér, að nokk- ur hafi viljað gera henni mein. —- Er nokkur hjá frú Duchéne um þessar mundir? — A.ðeins Gina Prévost. Chaumont símaði til hennar í morgun og sagði henni, að frú Duchéne langaði til að tala við hana. En hann tók það upp hjá sjálfum sér, frú Duchéne lét ekki í ljós neina ósk um það, að Gina Prévost heimsækti sig. Hann klemmdi saman varirnar og hélt áfram: — Ég held. að ég geti séð um allan undirbúning greftrunarinnar. En samt getur hún hjálpað til, ef hún herðir upp hugann. En hún ber sig nærri því ver en frú Duchéne. — Gina Prévost? Bencolin endurtók þetta nafn, eins og hann kannaðist ekki við það. — Ó, ég gleymdi því. Hún er gömul kunningjakona okkar. Hún var mikil vinkona Odette og enn fremur . . . hann þagn- aði skyndilega. — Þá man ég það, að ég þarf að hringja í Claudine Martel. Ég veit, að hún mun flýta sér hingað, ef hún veit, hvernig komið er. En hvað mér hefir yfirsést. Bencolin hugsað sig um. — Viljið þér nú fylgja okkur til frú Duchéne? — Ég hygg, að hún vilji taka á móti ykkur, sagði ungi maðurinn. — En ég er sannfærður um, að hún tekur ekki á móti neinum öðrum. Komið þessa leið, gerið svo vel. Hann fylgdi okkur upp dúklagðan stiga. Robiquet hikaði þegar við komum í efsta þrep stigans. Að ofan heyrðum við raddklið, svo voru slegnar nokkrar nótur á píanó. — Önnur röddin bar vott um mikla æsingu og móðursýki. — Þær eru gengnar af vitinu, sagði ungi maðurinn, — og Gina er ennþá verri. Þér skiljið, herrar mínir, — frú Du- chéne gengur um gólf án afláts, hún vill ekki fá sér sæti, og hún kvelur sjálfa sig með því að horfa á hluti, sem Odette átti að leika á píanóið, sem Odette lék á. — Viljið þér reyna hvort þér getið veitt henni húggun í raunum hennar? Þegar hann barði að dyrum þögnuðu raddirnar skyndilega. Svo sagði skjálfandi rödd: — Kom inn! Þetta var dagstofa hinnar myrtu ungfrúar. Þar voru þrír stórir gluggar og úti fyrir gluggunum sást trjágarður. Við píanóið sat lítil kona, dökkklædd og starði á okkur hörðurn, stingandi augum. Hár hennar, sem var ofurlítið hæruskotið, en hafði áður verið hrafnsvart, liðaðist lítið eitt. Andlitið var fölleitt. Beizkjan hvarf smám saman úr augnaráði henn- ar, þegar hún sá, að ókunnugir voru komnir. — Paul, sagði hún rólega, — þér sögðuð mér ekki frá því. að gestir væru komnir. — Gerið svo vel og komið inn, herr- ar mínir! Framkoma hennar var engin uppgerð. Hún virtist ekki veita því athygli, hversu hirðuleysislega hún var búin. Hún virtist ekki skynja umhverfi sitt. En það var ekki fyrst og fremst frú Duchéne, sem dró að sér athygli mína. Við hlið frúar- innar stóð Gina Prévost. Ég myndi hafa þekkt hana, hvar sem hefði verið. að undanteknu því, að hún var hærri en ég bjóst við. Augnalok hennar voru rauð og þrútin og hún hafði ekki borið á sig snyrtilyf. Hún virtist óttaslegin og trufluð á svipinn, og þegar hún kom auga á okkur virtist ætla að líða yfir hana. — Ég heiti Bencolin, sagði leynilögreglumaðurinn, — og þetta er félagi minn, herra Marle. Ég kem til þess að fullvissa yður um, að við munum finna morðingjann. Rödd hans var djúp og stillileg. Ég heyrði Ginu Prévost draga þungt andann, þegar hún reikaði frá píanóinu og út að glugganum. — Ég hefi heyrt yðar getið, sagði frú Duchéne og kink- aði kolli. — Þið eruð báðir velkomnir. Þetta er ungfrú Pré- vost vinkona okkar frá fornu fari. Hún kom til mín í morgun. Gina Prévost reyndi að brosa. Gamla konan hélt áfrarn: — Gerið svo vel og fáið yður sæti. Ég skal með ánægju svara öllum spurningum yðar og segja yður allt, sem ég veit. Paul. viljið þér gera svo vel og kveikja? Þá hrópaði ungfrú Prévost upp yfir sig: — Nei, viljið þið gera svo vel og kveikja ekki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.