Alþýðublaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 12. JAN. 1940. ALÞÝ0UBLAÐIÐ 19) Fjórða systirin var ekki jaíndjörf. Hún kom ekki nærri landi, en hún sá skip í fjarska og höfrunga og hvali. 20) Og nú var röðin komin að fimmtu systirinni. Hún átti afmæli að vetri til. Og hún sá stóra ísjaka, sem henni sýndist líta út eins og perlur. 21) Hún hafði setzt á einn jakann og hún sá, að skipin læddust milli jakanna. Það voru þrumur og eldingar og sjórinn æstist. Arsbáti Stýrim&Kmaskólans verður haldin að Iiótel Borg laugardaginn 13. þ. m. og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. DANSINN hefst kl. 10. Aðgöngumiðar seldir í Veiðarfæraverzl. Geysir og Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju. Munið bezta dansleik vetrarins. SKEMMTINEFNDIN. iðaldaislelkir Sundfélagsins Ægis verður haldinn í Oddfellow næstkom- andi laugardag. Aðgöngumiðar seldir á sama stað eftir klukkan 2 á laugardag. Félagar, fjölmennið og takið gesti með ykkur. Matsveina- og veitingaþjónafé- lag Islands heldur aðaldainzleik sinn næst komandi mánudag að Hótel Borg, og ver'ða aðgöngumiðar afhentir hjá Janusi Halldórssyni, Hótel Island, og Henry Hansen, Hótel Boiig. Auglýsið í Alþýðublaðinu! r „Eg hefi átt „gleðilegt sumar“ síðan ég steig hér fyrst á land fyrir 38 árum“. Samtal við L. Kaaber fyrrv. banka stjóra sem nú hefir látið af starfi. ------------------------*-------- Fj EGAR ÉG KOM HINGAÐ TIL ÍSLANDS á sumar- daginn fyrsta, fyrir 38 árum, varð ég allmikið undrandi yfir því, að menn komu til mín og óskuðu mér gleðilegs sumars. Mér fannst þetta einkennilegur siður, en góður og fagur, og ég verð að játa það, að þessar fyrstu kveðjur juku bjartsýni mína um framtíðina hér. Ég skal líka segja yður, að þessar heillaóskir nafa fylgt rnér. Ég hefi orðið hamingjusamur hér á Islandi, sem nú er fóstur- land mitt. Ég hefði ekki kosið það betra.“ Þessi orð mælti Ludvig Kaaher fyrrverandi bankastjóri við mig í gær, er ég heimsótti hann. Hann lét af störfum núna um áramótin scra bankastjóri og meðlimur í innflutnings- og gjald- eyrisnefnd, dró sig í hlé fyrir þreytu sakir. Hann er nú 62 ára gamall. Ludvig Kaaber hefir alltaf átt miklum vinsældum að fagna og sögur fara af teðallyndi hans og hjálpfýsi. Ludvig Kaaber kom hingað árið 1902. Hann var sonur málafærslumanns í Koldíng í Danmörku, útskrifaðist af verzlunarháskóla í Kaupmanna höfn og réðist síðaan til Ditlevs Thomsens, sem i þá tíö rak stærsta verzlunaríyrivtæki hér í Reykjavík: „Thomsens Maga- sin“. „Það var dálítið emkenrdlegt atvik, sem kom fyrir mig um það leyti, sem ég réðist hingað til lands,“ segir Kaaber. „Það var afráðið, að ég skyldi taka mér far með skonnortunni „El- ín“, en einn morguninn kemur Thomsen til mín og spyr, hvort ég vilji ekki heldur bíða í viku, þá fari ,,Laura“ upp til íslands. Ég tók því og frestaði förinni, en „Elín“ kom ekki fram síðan, hún fórst í hafi með öllu sam- an. Ég kom ekki hingað með nokkra fordóma um landið, eins og margir Danir hafa þó kom- ið. Ég varð því ekki neitt undr- andi er ég kom hér. Þó að ým- islegt vantaði af þægindum og félagslífi, fann ég fljótt að hér bjó ágætt fólk, hjálpfúst og alúðlegt, og það var fyrir öllu. Ég var starfsmaður í Thomsens Magasini í 4 ár, þá fór ég aftur til Kaupmannahafnar og var á skrifstofu Péturs Thorsteinsson frá Bíldudal í 1 ár, en fór síðan aftur til íslands. Það var 1906. Það ár kom síminn hér og við vissum, að hann myndi ger- breyta allri verzlun og gefa landsmönnum sjálfum meiri kost á því að ná verzluninni 1 sínar hendur. Það varð því úr að ég og Ól- afur Johnson stofnuðum fyrstu inplendu heildsöluverzlunina, Johnson & Kaaber. Þetta þótti mikill viðburður í íslenzku verzlunarlífi, og var ég meðeig- andi firmans til 1918. Þá gekk ég úr firmanu vegna þess að mér bauðst bankastjórastaða við Landsbankann um leið og Björn Kristjánsson lét af störf- um. Þessu starfi í bankanum gegndi ég til síðustu áramóta.11 — Hvernig líkaði yður starf- ið? „Það var mjög erfitt. Ástæð- an var sú, að allan tímann, sem ég starfaði við bankann, var á- standið í fjármálum og við- skiptum alls ekki ,,normalt“. Fyrst var stríðið og svo öll eft- irstríðsárin með erfiðleikum og kreppum, þá voru íslenzk við- skipti og verzlun í sköpun og það jók vitanlega á erfiði bankastarfseminnar.“ Ludvig Kaaber hefir átt sæti í öllum þremur innflutnings- og gjaldeyrisnefndum, sem hér hafa starfað, síðan hann varð bankastjóri. Hann var skipaður formaður innflutningsnefndar, sem starfaði 1918, og aftur átti hann sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefndinni, sem starf- aði árin 1920 til 1922 og loks tók hann sæti í innflutnings- og gjaldeyrisnefnd, sem stofnuð Ludvig Kaaber. var 1932. í slíkum nefndum hefir hann því starfað í allt að 10 ár. Þetta voru hans auka- störf og mjög þreytandi. Iiann hefir því komið mjög við sögu íslenzkrar verzlunar á mestu erfiðleikaárum hennar og alltaf notið mikils trausts. En auk þessara starfa hefir L. Kaaber haft fjölda mörg önnur áhugamál. Hann var stofnandi Guðspekifélagsins á- samt Jóni Aðils og síðan starfað mikið í þeim félagsskap, hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Eimskipafélagsins og Sjóvátryggningafélagsins, á- samt Sveini Björnssyni sendi- herra og átti aðalþáttinn í stofn- un Fisksölusamlagsins. Hann stofnaði til Frímúrarareglunnar hér á landi, Rauða kross íslands og hann hefir verið riðinn við ýmsan annan merkan félags- skap. e Þó að starfsþrekið hafi verið mikið, er hann nú töluvert slit- inn maður, enda hefir hann skipt sér milli margs konar á- hugamála og unnið þeim öllum mikið gagn. Auk þessa, sem hér hefir verið talið, hefir hann verið á tímabilum konsúll fyrir Belgíu, Holland og Finnland. Ludvig Kaaber er tvígiftur. Fyrri kona hans var færeysk og lézt hún eftir 23 ára samveru með honum. Síðari kona hans er íslenzk, bróðurdóttir Matthí- asar Jochumssonar og alin upp af honum. Hann hefir átt 13 börn, þar af eru 11 á lífi. öll hin efnilegustu. Fyrir tveimur árum reisti hann sér myndarlegt hús við Flókagötu 1. „Hér kann ég mjög vel við mig,“ segir Kaaber. „Við erum dálítið út úr og hér er næði. Ég hefi hér við húsið dálítið garð- stæði, sem enn er ekki búið til ræktunar. Ég hlakka til að sjá það breytast í gróðurreit. Ann- ars uni ég mér hérna meðal bókanna minna. Ég á um 2000 bindi,“ segir hann brosandi og bendir til veggjanna, sem allir eru þaktir af bókum. Ég lít yfir kili þeirra. Hér ægir öllu sam- an, fögrum bókmenntum, skáld- sögum, kvæðum, ferðasögum, bókum um listir, um guðspeki og frímúrararegluna, um frjáls- lyndar trúarskoðanir, alfræði- orðabækur og loks bækur um fjármál og viðskipti. Nöfnin á bókunum, sem þekja þessa veggi, lýsa raunverulega mann- inum betur en nokkur orð, kaupsýslumanninum og banka- stjóranum, sem jafnframt var með hugann við bókmenntir og trúarbrögð, þjóðfélagsmál og listir. Ludvig Kaaber sótti fyrst um ríkisborgararétt hér nú um ára- mótin og var vitanlega veittur hann. — Þér ætlið þá ekki út aftur? „Nei, mér dettur það ekki í hug. Ég veit að hvergi er betra að vera en hér á íslandi. Svo una börnin mín sér hvergi til lengdar nema hér. Synir mínir hefðu allir getað fengið atvinnu í Danmörku og því setzt þar að, en þeir vilja það ekki — og svo á ég líka litla, kornunga ís- iendinga.“ vsv. Aðalfundiur Kvennadeildar slysavarnarfé- í.agsins í Hafnarfirði var haldinn p. 9- [). m. Stjóni deildarinnar var endurkosin, en hana skipa pær Rannveig Viigfúsdóttir, Krist- ensa Kristófersdóttir og Marta Biríiksdóttir. Fuindiurinn ákvað, að lleggja í nekstrarsjóð björgunar- skútunnar Sæbjargar 1500,00 kr. FO. Árshátíð Stýrimannaskólans verður haldin að Hótel Borg fyrir eldri og yngri nemendur s'kólans, og eru aðgöngumiðar af- hentir í Veiðarfæraverzluninni Geyai pg Bókaverzlun Isafioldiar- prentsmíiðju. Útbreiðið Alþýðublaðið! JOHN DICKSON CARR: Norðin I vaxmpdasafninn. 26. alltaf upp við það að liðnum hálfum mánuði, eða svo. Ég hefi litið á þessi blöð hennar, en þar er ekkert, sem gefið gæti nokkrar upplýsingar. Allt í einu sá ég, að Bencolin rétti úr sér og hlustaði. Ég varð skyndilega undrandi. Ég leit á Ginu Prévost og sá, að hún hafði risið upp og var sem hún hefði fengið stjarfa. Við heyrðum fótatak í stiganum og rödd, sem sagði: — Afsakið, mig langar til að ná tali af frú Duchéne. Ég heiti Etienne Galant. VIII. KAFLI. TRÚNAÐARMÁL. Ekkert okkar mælti orð. Ég leit framan 1 þá, sem sátu í stofunni. Gina Prévost starði trylltum augum á dyrnar, eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin eyrum. — Er hún ekki vel frísk? sagði röddin. — Það var slæmt. Reyndar þekkir hún mig ekki, en ég var ágætur kunningi mannsins hennar heitins. En ef ungfrú Prévost er hérna, þá mætti ég ef til vill fá að tala við hana. Ég heyrði fótatak stúlkunnar í forstofunni, er hún var á leið til okkar. En allt í einu stóð Gina Prévost á fætur, — Þú skalt ekki láta þetta trufla þig, frú Duchéne, sagði hún og reyndi að brosa. — Ég skal fara ofan og tala við hann. Henni virtist vera mikið niðri fyrir og svo var sem henni veittist örðugt að tala. Frú Duchéne sat grafkyr, Ég sá náfölt andlit ungfrú Prévosts. Um leið og hún lokaði hurðinni hvísl- aði Bencolin: — Frú mín, er nokkur stigi bakdyramegin ofan í húsið? Frú Duchéne leit upp undrandi, eins og hún botnaði ekki neitt í neinu. En svo var eins og ljós rynni upp íyrir henni. — Já, það liggur stigi niður milli borðstofunnar og eld- hússins. — Er hægt að komast éftir honum inn í fremri herbergin? — Já, inn í herbergið, þar sem Odette hvílir. — Þér þekkið leiðina. sagði hann við Robiquet. — Vísið Marle veginn. Flýtið yður, Jeff, þér vitið, hvað þér eigið að gera. Ég vissi, að mér var falið það hlutverk að hlusta á samtal þeirra. Robiquet var svo ruglaður, að hann vissi ekki, hvað hann átti til bragðs að taka. En hónum skildist þó, að hann ætti að hafa hraðan á og fara þó hljóðlega. Við heyrðum Ginu Prévost hraða sér ofan stigann, en við sáum hana ekki. Robi- quet sýndi mér þröngan stiga, og dyr til hægri lágu inn í borðsalinn. Þaðan lágu dyr inn í herbergið, sem líkkistan stóð. Þau stóðu í miðri forstofunni. Ég heyrði, að þau töluðu svo hátt, að til þess var ætlast, að það heyrðist upp á efri hæð- ina. En þess á milli töluðu þau leyndarmál sín í hvíslingum. — Þér óskuðuð eftir að hitta mig, herra, ég tók ekki eftir, hvað þér hétuð. (— Þér hljótið að vera brjálaður, leynilögreglumaðurinn er hér!) —r Ef til vill munið þér ekki eftir mér; ég hitti yður einu sinni hjá frú de Louvac’s. Ég heiti Galant. (— Ég mátti til með að hitta þig. Hvar er hann?) — Ó, nú man ég eftir yður, en það er allt í uppnámi hér! (— Hann er uppi. Þau eru öll uppi. Stúlkan er í eldhúsinu. I hamingjubænum farið þér!) — Kunningi okkar, sem ég talaði við í síma, sagði mér, að þér væruð hér, svo að ég fór hingað. Mér þykir mikið fyrir að heyra um lát ungfrú Duchénes. (— Hann grunar mig, en veit ekkert um yður. Við verðum að geta talast einhvers staðar við í næði.) — Þetta hefir fengið mjög á okkur. (— Það er ekki hægt hér.) Galant stundi þungan. — Viljið þér skila frá mér til frú- arinnar, að ég samhryggist henni. Ef til vill mætti ég líta á líkið. (— Þau geta ekki heyrt til okkar þarna inni.) Mér varð óglatt. Það þurfti meir en lítið þrek til þess að geta talast við yfir líkinu, en þau víluðu það bersýnilega ekki íynrfr _ . . ■ ''tUllíI Eg læddist inn í herbergið, þar sem líkið stóð uppi og faldi mig þar bak við veggtjöld. Ég heyrði þau nálgast. — Ég varð að fá að tala við þig, sagði Galant um leið og þau komu inn í herbergið. — Þú varst svo taugaóstyrk í gær- kveldi. — Viltu ekki gera svo vel og fara. Ég get ekki horft á hana. Og ég þoli ekki að sjá þig. Ég lofaði því að vera hér í allan dag . . . — Hvað á ég oft að segja þér það, að þú ert ekki grunuð. Þú elskar mig. er ekki svo?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.