Alþýðublaðið - 16.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.01.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUK 16. JAN. 1940 ALÞÝÐ U BLAÐtÐ 19) Fjórða systirin var ekki jafndjörf. Hún kom ekki nærri landi, en hún sá skip í fjarska og höfrunga og hvali. 20) Og nú var röðin komin að fimmtu systirinni. Hún átti afmæli að vetri til. Og hún sá stóra ísjaka, sem henni sýndist líta út eins og perlur. 21) Hún hafði setzt á einn jakann og hún sá, að skipin læddust milli jakanna. Það voru þrumur og eldingar og sjórinn æstist. Iðfam flHtt ikrifstofnr ekkar á VestðrgðtB 4 (V«rzlun Björns Kristjánssonar, uppi) FrlOrlk BeHelsen & Co. Símar 2872 & 1858. Vesturgötu 4. fiHiiBar M. Mapúss: Bærinnáströnd inni. Gunnar m. magnúss er löngu orðinn þekktur rithöfundur. Hann hefir skrifað Ijóð og sögur fyrir börn og ung- linga, skáldsögu handa full- orðnum og góða fræðibók. Bók sú, sem hér verður minnst, Bærinn á ströndinni, er sérprentun úr barnablaðinu Æskunni, og Æskan er útgef- andi bókarinnar. Gunnar M. Magnúss hefir fyrir löngu getið sér orðstír sem einhver bezti barnabókahöfund- ur okkar, og koma flestir kostir j hans sem rithöfundar fram í þessari bók. Menn álíta máske, þeir, sem ekki hafa reynt, að það sé auðvelt að rita bækur handa börnum, þau gleypi við öllu og skorti alla gagnrýni. En slíkt er hinn mesti misskilning- ur. Það er einmitt mjög erfitt að ná því tungutaki, sem er við hæfi barnanna. En í því er ein- mitt Gunnar M. Magnúss hinn mesti snillingur. Þá má ekki heldur gleyma því, hversu lifandi persónur hans eru og samtölin eðlileg. Börnin kannast við Jón litla Gugguson og Guðrúnu Lukku, eins og leiksystkini sín. Bær- inn á ströndinni er einhver bezta barnabókin, sem lesend- [ um barst í hendur fyrir jólin. UMRÆÐUEFNI Sigurjónskan, loftskeytin, þýzka skipið, Þór, talstöðin og loftskeytamaðurinn. Snjó kast og opnar hurðir. And- mæli gegn z-unni og frí- merki, sem gengin eru úr gildi. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. SIGURJÓNSKAN er oft nefnd, síðan Magnús prófessor Jóns- son var svo heppinn að finna þetta orð á leið sinni í sumar til Gol- gata. Eftir túlkun prófessorsins þýddi orðið: Hin heimskulega bar- átta Sigurjóns Á. Ólafssonar, for- vígismanns sjómannastéttarinnar fyrir bættu öryggi á sjónum, fleiri vitum, loftskeytatækjum, talstöðv- um og öðru, sem verða mætti sjó- mönnum tii bjargar á hættustund- um. , , FYRIR FÁUM DÖGUM kom fyrir atburður hér við land, sem sýndi þýðingu loftskeytanna. Hefði þýzka skipið, sem fórst í ísnum um 60 sjómílur norðaustur af Látra- bjargi, ekki haft nein loftskeyta- tæki, þá hefðu 62 hraustir þýzkir sjómenn farizt. íslenzkur togari bjargaði þeim og nú dvelja þeir meðal okkar heilir á húfi. Við gerum of lítið fyrir þessa gesti okkar, sem við höfum bjargað úr dauðans greipum. íslenzk gestrisni hefir enn ekki sagt til sín, eftir að þeir komu í land. Á LAUGARDAGINN birtist fyr- irspurn hér í blaðinu frá sjómanni um þdð, hvort. engin loftskeyti yrðu í Þór, sem nú hefði verið leigður Skúla Thorarensen. Þessi fyrirspurn var ekki ástæðulaus, en því skal sleppt hér að þessu sinni. Þetta skal tekið fram í sambandi við fyrirspurnina: Talstöðin var tekin úr skipinu, áður en það fór til ísafjarðar. Hún var tekin til viðgerðar og fer um borð í skipið í dag. Loftskeytastöðin hefir verið og verður um borð í skipinu og einnig loftskeytamaður. JÓN Í'KOTINU skrifar mér: „Nú er farið að snjóa og fólki þyk- ir það gott, en með srijónum kem- ur í ljós ljótur siður, sem börn og unglingar hafa hér á götunum, og það er snjókastið. Það er oft svo hér, að það er varla fært um götur bæjarins fyrir þessum ófögnuði, og svo getur þetta verið stórhættu- legt. Það eru dæmi til þess, að gamalt fólk hefir orðið fyrir snjó- kúlum og meiðst. Þá hef ég líka heyrt getið um dreng, sem hafi fengið snjókúlu á augað og orðið blindur af og' enginn vissi hver valdur var að, því vanalega er það nú svo, að unglingarnir reyna að koma sér nógu fljótt undan.“ „ER ÞAÐ í RAUN OG VERU svo, að ekkert sé hægt að gjöra í þessu? Er lögreglan alveg mátt- laus í þeim sökum, að kveða nið- ur slíkt ósæmilegt athæfi? Ég DAGSINS. ÚTSVÖRIN eiga samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkur að hækka um 500 þúsund krónur. Vinur minn, Jón Halldórsson, um- boðssali, situr núna á kvöldin og spekúlerar. Hann er í vandræðum með skattskýrsluna sína eins og Þorbjörn Jónsson, ég og allir aðr- ir. En tíminn líður og það þýðir ekki fyrir Jón Halldórsson að segja ”stopp“ við tímann, eins og kóngurinn getur sagt við ráðherr- ana. Þess vegna verður Jón að hafa skattskýrsluna tilbúna fyrir 1. febrúar, annars leggur Halldór skoaastjóri á hann eftir eigin geð- þótta — og þessum geðþótta hans geðjast mönnum yfirleitt ekki að. horfði á það í fyrra, að nokkrir unglingar voru að leika sér að því að henda snjókúlum inn um opinn glugga að kvöldi til. Ekkert ljós var í herberginu, en vissi nokkur hvað mikið tjón af þessu gat hlot- izt? Það gat verið svo, að veik manneskja lægi, þarna inni og snjókúlan hitti hana. Gat ekki verið þarna inni dýrt málverk, sem , eyðilegðist undan snjókúlu? Gat ekki verið þar dýr krystallsvasi, sem brotnaði í mola undan snjó- kúlunni? Gátu ekki þessir ungu Reykvíkingar gjört þarna stórtjón með þessu framferði sínu? Er ekki hægt að gera ráðstafanir til þess að þetta endurtaki sig ekki. Ég — sem þessa línur rita, hefi orðið fyrir því, að fá svona sókn á mitt heimili — og er síður en svo hrif- inn af.“ „ER EKKERT hægt að gjöra til þess að fólk hópist ekki svona saman á gangstéttir og standi þar kjaftandi langtímum saman — svo sem á horninu hjá Árna B. Björnssyni? Það tefur opt umferð og eykur óþægindi fyrir utan það, sem þetta er argasti ósiður. Ég sé að lögreglan skiptir sér aldrei af þessu. Kannske kemur henni þetta ekkert við, en ég veit það eitt, að þetta mundi enska lög- reglan ekki líða.“ „KARLA-MAGNÚS segir í bréfi: Heldurðu ekki, að rétt væri að minnast á við fjöldann, sem þú talar svo oft við, hvort hann vildi ekki sýna svo mikla mannasiði og menningu, að láta aftur á eftir sér hurðir, þegar hann gengur um hús. Það er mjög hart, hvað fólk er trassafengið að láta aftur á eftir sér hurðir eins og þetta eykur mikinn kulda í húsum og svo er þetta reglulegur hundasiður, sem fólki er alveg óhætt að leggja nið- ur. Fjöldinn er afar slæmur í þess- um efnum. Það ætti að taka þetta stranglega fram við börn og ung- linga í skólum, þó að það kæmi kannske ekki undir neitt sérstakt fag, þá má það þó fylgja með sið- menningunni, sem allir berjast nú fyrir.“ . J. H. skrifar: „”Z“, sem nú er lögboðin í íslenzku ritmáli, er mér mikill þyrnir í augum. Ég hefi lengi vænst þess, að einhver, mér ritfærari maður, úr hinnm fjöl- menna andstæðingahópi z-unnar, tæki sér penna í hönd, til þess að andmæla henni, en við lestur fyr- irlesturs hr. Björns Guðfinnssonar, íslenzkukennara Útvarpsis, er birt- ist í Alþýðublaðinu 8. þessa mán- aðar, fæ ég loks kjark til þess að fara af stað með hugleiðingar mín- ar.“ „í HINU FRÓÐLEGA og skemmtilega erindi Björns, um mállýsku og hljóðvillu í íslenzkri tungu, kemst hann réttilega að þeirri niðurstöðu, að „hvernig svo sem væntanlegur framburður kann að verða, þá er eitt alveg nauð- synlegt: að hann hafi skilyrði til þess að geta orðið vinsæll. Takist ekki að fullnægja því skilyrði, er hætta á ferðum: Þá verður fram- burður hinna fáu útvöldu and- spænis framburði allrar alþýðu manna.“ „ÞETTA er í fyllsta samdæmi við skoðun mína á þeirri ráðstöf- un, að taka z-una upp í ritmálið íslenzka. Því, ef gera á ráð fyrir, að framangreint skilyrði sé fram- burðinum nauðsynlegt, þá liggur í augum uppi, að það er ritmálinu síst þýðingarminna. Hinn ”rétti“, lögskipaði ritháttur verður aðeins ritháttur hinna fáu útvöldu." „ÞAÐ er staðreynd, að enda þótt talsvert beri á flámælsku hjá fjölda íslendinga, þá eru hinir þó enn fleiri, sem alls ekki hafa vald á ritmálinu. Þegar svo z-an bæt- ist við þá erfiðleika, sem fyrir eru, hlýtur sá hópur íslendinga að verða æ stærri, sem ekki ritar rétt sitt móðurmál. Kennarastétt lands- ins veit þetta hvað helzt og ís- lenzkukennararnir allra manna bezt.“ „ALVEG EINS og með ríkis- framburð, sem ætti að vera. eign íslendinga allra jafnt, bæði hinna útvöldu, sem allrar alþýðu manna, er það mín skoðun, að ritháttur- inn ætti að vera svo einfaldur, að allur almenningur gæti ritað rétt mál. Má í þessu sambandi benda á það, að meðal Dana hafa komið fram háværar raddir um að af- nema stóran staf í upphafi nafn- orða í dönsku, eins og nú tíðkast þar. Er það Dönum þó minni á- steytingarsteinn heldur en z-an oss fslendingum.“ „ÞVÍ FER MJÖG FJARRI, að ég með þessum línum sé að gefa í skyn, að æskilegast væri að gera íslenzkuna að málfræðilausu negra- máli. Hitt er álit mitt, að forðast beri að gera málið flóknara en nauðsynlegt er, eins og það vissu- lega hefir verið gert með z-unni. Nú munu málfræðingarnir segja, að íslenzkan sé ekki rétt rituð z- laus, þótt stafurinn hafi um skeið verið felldur úr málinu. Því vil ég svara, í fyrsta lagi, að vafásamt er, hvort ritháttur eins tímabils sé réttari en ánnars. og tel ég líklegt, að z-notkunin sé þar ekki undan- skilin. í öðru lagi virðist svo, sem málfræðinga, ekki síður en aðra fræðinga, greini á um svo margt, að ekki sé nein goðgá, þótt leik- maður, eins og ég, líti „endurbót“ á málinu, eins og z-una, nokkrum tortryggnisaugum.“ „EINS OG HR, BJÖRN GUÐ- FINNSSON ritar um framburðinn, vil ég segja um ritmálið: Það er alveg nauðsynlegt, að það hafi skilyrði til þess að geta orðið vin- sælt. Z-.an er sannarlega mjög ó- vinsæl hjá öllum þorra manna, sem neyðast til þess að reyna að læra að nota hana, það er í skól- unum. — Mér þykir það bera vott um fordild, að hafa far- ið að taka z-una inn í íslenzk- una að nýju, og væri fróðlegt að heyra, hvernig sú samþykkt er til komin. Starf málfræðinganna er á- reiðanlega mjög þýðingarmikið, en þeir ættu fyrst og fremst að beita sér fyrir því, að vér íslendingar eignumst ritmál, sem er eign vor allra, en ekki vinna að því, að efla mál, sem aldrei verður annað en eign hinna fáu útvöldu andspænis ritmáli allrar alþýðu manna." ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTT- IR, Bárugötu 17, sendir mér svo- hljóðandi fyrirspurn: „Er póstaf- greiðslumönnum leyfilegt að setja frímerki, sem gengin eru úr gildi, á vanborguð bréf?" —- Nei, það er ekki leyfilegt. Hannes á horninu. Æglr 12. blað síðastliðins árs, er ný* komii'ð út: Efni: IsfisksaLan síð- an strí'ðið hófst, Um hættu tund- urdufla, Ég horfi út á hafið, An'dreas Holdö, Nýtt frystitæki, Til athugunar fyrir matsveina, Aflakóngur Islands á opnUm bát- um, Útgerð Færeyinga á opnium bátum við Grænlarid, Fjárfram- lög rí'kissjóðs til hafnargerða 1940 o. m. fl. Fiskbirgöir í árs'lok 1939 nam 9838 þurr- um 'tonnum, í ársfok 1938 nam hann 3899 þurrum tonnum. Leikfélagið sýnir leikritið Dauðinn nýtur lífsins,. annað kvöld kl. 8. Hallgirimiur Helgason héldur hljómleika með eigin verkura næstkomandi fimmtudajgis kvöld kl- 7 í Gamla Bíó. Útvarps- kórinn, Einar Markan, Björn Ók afsson og strokkvaríett aðstoða. J0MN DICKSON CARR: NorðiB í faxmf BdasafBiofl. 29. hugað. En ég hygg, að það sé við hliðina. Já, það er alveg áreiðanlegt. — Eru gluggar á herbergjunum? — Já, og það eru ofurlitlar veggsvalir við hvern glugga. — Það er ágætt. Bencolin stakk lyklinum í vasa sinn og hneppti að sér frakkanum. Svo leit hann föstu augnaráði á Robiquet. — Jæja, ég ætti nú ekki að þurfa að skýra yður frá því, að þér verðið að halda þessu algerlega leyndu. — Ég mun aldrei segja frá því. Hver haldið þér, að ég sé? En þér lofið því þá líka, að gera ekki uppskátt um það? — Því lofa ég, sagði leynilögreglumaðurinn. — En ef yður langar til að vita, hver hinn myrti er, þá lítið í kvöldblöðin. Verið þér sælir! IX. KAFLI. LEYNDARDÓMSFULLA HÚSIÐ. Þegar við komum út á götuna, var vindurinn orðinn tölu- vert svalari. Bencolin bretti upp frakkakraga sínum og horfði glottandi á mig. — Ungi maðurinn var mjög vandræðalegur, sagði hann. — En ég mátti til. Þessi lykill er ómetanlegur. Alveg ómet- anlegur, Jeff! í fyrsta skipti í þessu máli hefi ég haft heppn- ina með mér. Það, sem ég hafði í hyggju að gera, gat ég að vísu gert án lykilsins, en nú er það miklu auðveldara. Nú býst ég við, að þér ætlið að fara að segja mér, að Galant hafi stefnumót í kvöld við ungfrú Frévost. Er ekki svo? — Þér hittið naglann á höfuðið. — Einmitt! Datt mér ekki í hug. Þessu bjóst ég alltaf við. En segðu mér nú nákvæmlega, hvað þau töluðust við. Ég skýrði honum frá því svo nákvæmlega sem ég gat. Þeg- ar ég hafði lokið frásögn minni klappaði hann saman lófun- um: — Þetta er betra en ég gat búizt við, Jeff, miklu betra. Galant heldur, að ungfrú Prévost viti, hver morðinginn er, og hann er ákveðinn í að rannsaka málið. Hann komst ekki að því í gærkveldi, en hann er ákveðinn í því að komast að því í kvöld. — En hvaða áhuga hafið þér á því að rannsaka Galant, fyrst víst er, að hann hefir ekki framið.- verknaðinn? — Ég veit. hvers vegna Galant vill komast að því, hver morðinginn sé. Hann ætlar að neyða fé út úr morðingjanum fyrir að þegja um glæpinn. Ég þarf því nauðsynlega að heyra þau 'ræða um þetta mál. — Bíðið andartak, sagði ég. Gerum ráð fyrir, að Galant vilji ræða við ungfrú Prévost um þetta mál. Myndi hann ekki sízt af öllu velja þennan stað til þess að ræða við hana, þegar hann veit, að þér hafið illan bifur á klúbbhúsinu? — Þvert á móti, Jeff, þvert á móti. Það yrði fyrsti staður- inn, sem honum dytti í hug. Galant hefir ekki hugmynd um, að við grunum Ginu Prévost eða nokkra aðra konu um, að vera við þetta mál riðin. En vafalaust grunar hann, að menn mínir séu á hælum hans. Og auðvitað eru menn mínir á hæl- um hans. Og ef hann hittir Ginu Prévost, hvar svo sem það er, þá verðum við að vera þar viðstaddir. Og þau hljóta að álíta, að þau séu óhult í klúbbnum. Það eru aðeins til hundr- að lyklar, og lögreglan getur ekki komizt inn til þess að njósna. Auk þess fara þau inn sitt í hvoru lagi, og engum myndi détta í hug, að þau hefðu stefnumót þar. — En nú förum við og heimsækjum foreldra ungfrú Martels. Við höfðum numið staðar á horni strætisins. Hann hikaði stundarkorn og sagði svo: — Sjáið til, ég hefi ekki mikla ánægju af því að heimsækja taugaveiklaða foreldra. Ég vildi helzt vera laus við það. Hann hrissti höfuðið. Þekkið þér þetta fólk, Jeff? — Ég hefi heyrt nafnið. — Martel-greifaættin er einhver göfugasta aðalsætt í Frakk- landi. Og heiður ættarinnar er settur ofar öllu. Ei að síður er greifinn hinn æstasti lýðræðissinni. En þér skulið samt ekki titla hann greifa. Hann er miklu hreiknari af því að vera kall- aður liðsforingi. Hann missti handlegginn í stríðinu. Kona hans er lítil vexti og nærri því heyrnarlaus. Þau búa í gríðarstóru húsi, og þau eyða tímanum í að spila domino. — Domino? — Klukkutíma eftir klukkutíma, sagði Bencolin. Gamli maðurinn var mikill spilamaður á sínum yngri árum. En það verður að segja þeim frá þessu með varkárni, Jeff. Ef þau vissu, hvar dóttir þeirra var myrt .... jæja, Jeff. — Hefir Chaumont ekki skýrt þeim frá því? — Ég vona, að svo sé. Og ég vona, að hann hafi verið svo gætinn, að minnast ekki á klúbbinn. — Við vorum nú komnir inn í stóran trjágarð. Allt í einu nam Bencolin staðar og skyggðist um. Mannkerti tötrum klætt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.