Alþýðublaðið - 17.01.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1940, Blaðsíða 1
DAGSBRÚNARMENN! Komið til viðtals í kosningaskrifstofuna í Alþýðuhúsinu, 6. hæð. Gætið að hvort þið eruð á kjörskrá! RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANBI: ALÞÝ®Ug:LOKKUEÍMN KOSNIN G ASKRIFSTOFA Alþýðuflokksverkamanna Alþýðuhúsinu, 6. hæð. Sími 5020. XXI. ÁRGANGUR. MIÐVIKUDAGUR 17. JAN. 1940 13. TÖLUBLAÐ F|árhagsáætl6in Heykjiivikng* á morgms Alþýðuflokkurinn leggur til að keyptir verði 10 vélbátar. ---•--— Gamalt fólk fái sðmu uppbót ú ellllaun og ðrorkubætur og kaupuppbót nemur. FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBÆJAR fyrir árið 1940 verður til annarrar umræðu og afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn verður á morgun. Það mun engum koma á óvart, þó að fjárhagsáætlun Reykjavíkur beri, eins og fjárlög ríkisins, töluverðan svip af þeim tím- um, sem nú eru. Sama gildir vitanlega um tillögur til breytinga á fjárhagsáætluninni frá hinum ýmsu flokkum, sem skipa bæjarstjórnina. Vitanlega er það líka held- ur ekki nema eðlilegt, að fjárhagsáætlunin miðist að nokkru við þá miklu vinnu, sem hitaveitan veitir verka- lýð bæjarins á því fjárhags- ári, sem nú er að byrja, og að öðrum verkefnum en hinni daglegu vinnu, t. d. gatnagerð, sé meiri gaumur gefinn en áður og meiri á- herzla á það lögð, að miða á- ætlunina að einhverju leyti við framtíðina. Þessi sjónarmið skapast af því viðhorfi, sem nú er, en að sjálfsögðu geta atburðir næstu tíma breytt þessum sjónarmið- um. Það er líka athugunarvert, að á styrjaldartímum eins og þeim, sem við nú lifum á, er það miklum örðugleikum bundið að ganga þannig frá hlutunum, að þeir geti staðizt. Er því sízt fyrir það að synja, að bæjarstjórn Reykjavíkur verði ef til vill síð- ar á árinu að taka málefni bæj- arins til annarrar og ýtarlegri yfirvegunar, þó að þess sé að vænta, að til slíks þurfi ekki að koma. Áður hefir nokkuð verið skýrt frá frumvarpi því, sem fyrir liggur um fjárhagsáætlun bæjarins. Það var þá tekið fram, að bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins myndu við aðra umræðu bera fram breytingar- tillögu við fjárhagsáætlunina. Þessum tillögum var skilað í gærmorgun og bera þær vitan- lega svip þeirra tíma, sem við lifum á. Aðaltillaga Alþýðuflokksins er svohljóðandi: „Til framleiðslubóta og at- vinnuaukningar, svo sem framlag til hraðfrystistöðvar og til kaupa á fiskiskipum, enda fáist tilsvarandi fram- lag annars staðar frá, kr. 150 þúsund.“ Áður hefir verið nokkuð rætt um þetta mál hér í blaðinu og við undanfarandi fjárhagsáætl- anir bæjarins. Tillaga þessi er áframhald af baráttu Alþýðu- flokksins fyrir því, að bæirnir stuðli meira að raunhæfum at- vinnubótum með það fyrir aug- um að fólk fái vinnu við fram- leiðslu í stað framfærslu. Ef tillaga þessi nær fram að ganga og ríkisstjómin sér sér fært að leggja fram jafn mikið fé á móti, þykir sýht að hægt verði að kaupa allt að 10 sæmi- leg vélskip til þorsk- og síldar- veiða. Með þessu er það ennþá einu sinni tekið skýrt fram, að Alþýðuflokkurinn vill að sam- vinna bæjar, ríkis og einstak- linga komi í þessum málum og með þessari tillögu er beinlínis stefnt að því, að örva einstak- lingana í Reykjavík til þess að stofna til sjálfstæðrar atvinnu, en á engan hátt að því stefnt að einstaklingarnir kasti öllum sínum áhyggjum á ríki og bæi og ætlist til alls af þeim. Þess er að vænta, að bæjar- stjórnin hafi það mikinn skiln- ing á nauðsyn þessa máls og því að auka framleiðsluna í bænum, að hún samþykki þessa tillögu og hrindi þar með í framkvæmd hagnýtri atvinnu- aukningu hér í bænum. Þá leggur Alþýðuflokkurinn til að til atvinnubóta fyrir kon- ur verði varið á þessu ári kr. 30 þúsund umfram það, sem frum- varpið ber með sér. Er að sjálf- sögðu fyrst og fremst gert ráð fyrir því, að þessar atvinnubæt- ur nái til kvenna, sem hafa fyr- ir heimili að sjá og ekki eiga heimangengt til annarra starfa. Þá er lagt til, að fjárveiting- in til matar-, mjólkur- og lýsis- gjafa í barnaskólunum verði hækkuð um 10 þúsund krónur IfÉÐINN VALDIMARS- J.J. sqN 0g kommúnista- skríll hans hélt leynilegan fund meS útvöldum fylgis- mönnum sínum í fyrrakvöld. Á þessum fundi var rætt um kosningarnar í Dagsbrún og kom mjög berlega fram ótti þeirra við verkamannalist- ann. ♦ Héðinn tilkynnti á fundinum, að alveg sérstakar aðferðir yrðu hafðar við þessa kosningu, og skýrði síðan frá því, að kosn- ingin ætti að hefjast á fimmtu- dag kl. 3 í Hafnarstræti 21 og standa til kl. 6. Þá skyldi kjör- stofunni lokað og Dagsbrúnar- fundur hefjast, að honum lokn- um um kl. 8 yrði kosning hafin að nýju og skyldi standa til kl. 11 um kvöldið. Á föstuddag skyldi kosning hefjast kl. 9 f. h. og standa óslitið til kl. 11 um kvöldið. Þar með væri kosning- unni lokið. Jafnvel á þessum fundi, sem var skipaður innan við 100 mönnum af nánustu fylgismönnum kommúnista, kom það fram að mönnum þótti full langt gengið. Tilhæfilaus ósannindi! EJ LAÐ kommúnista sprengir í dag kosn- ingabombu. Það birtir með 4 dálka fyrirsögn þá „frétt“ að ákveðið sé að kaup í Krísuvíkurvegi eigi að lækka um meira en þriðj- ung. Alþýðublaðið hefir leit- að sér upplýsinga um þetta mál, og er frásögn Þjóð- vljans uppspuni frá rótum. Verkamenn! Varizt að leggja trúnað á kosninga- lygar sendimanna Stalins í félagsskap ykkar! og er þar einmitt tekið tillit til þeirra tíma, sem við lifum á. Viðvíkjandi garðrækt í bæn- um leggur Alþýðuflokkurinn til, að varið verði 25 þúsund krónum til ýmis konar aðstoðar við garðrækt, svo sem garð- Frh. á 4. síðu. • Það mun aldrei hafa heyrst fyrr, að kosningu yrði slitið í miðju kafi til þess eins að halda æsingafund út af sömu kosn- ingu. En með þessum aðferðum hyggjast kommúnistar að reyna að koma í veg fyrir það, að and- stæðingar þeirra komist að kjörborðinu á fimmtudag, en verkamannafjöldinn 1 Reykja- vík mun gera þessa fyrirætlun þeirra að engu, — Á þessuni fundi gerðist ekki annað en þetta og að nokkrar ræður voru fluttar um það, að hætta væri á því að B-listinn sigraði, sögðu og tveir fundarmanna, að það væri ekki nema eðlilegt, svo lé- leg sem Dagsbrúnarstjórnin hefði verið á s.l. ári. Með slíkum og þvílíkum lög- leysum og ofbeldi ætlar H. V. að gera síðustu tilraun til að bjarga Dagsbrún fyrir Mosko- víta. En auk þess eru daglega framdar hinar freklegustu lög- leysur á einstökum mönnum. Það kom t. d. í ljós fyrir nokkr- um dögum, að menn, sem höfðu greitt öll sín gjöld, voru alls (Frh. á 4. síðu.) Fidæma ofbeldi beitt við kosDÍngarnar í Dagsbrún. -- ♦...... — Ráðin sem kommúnistar skýrðu frá á leyni£unái I fyrrakvðld. Bretar sead'a Flnnum í í mikið af hergiguuma Roosevelt leggur tii að keyptar verði landbún aðarafurðir og iðnaðarvðrur og sendar til Finna NEÐRI DEILD brezka þingsins skýrði Chamberlain forsætisráðherra frá því í gær, að innan skamms verði mikið af allskonar hergögnum sent frá Bretlandi til Finn- lands. Um það hil samtímis snéri Roosevelt Bandaríkjafor- seti sér til leiðtoga fulltrúadeildarinnar og lagði til við þá, að stórar fjárhæðir yrðu veittar til þess að kaupa land- búnaðarafurðir og iðnaðarvörur, sem síðar yrðu sendar til Finnlands. Jafnframt því, að þessi tíð- indi hafa gerst, koma fregnir frá fjölda mörgum löndum um mjög aukna hjálp Finnum til handa, meðal annars streyma sjálfboðaliðar í stærri og stærri hópum frá öllum Norðurlönd- um til Finnlands. Fregnin veknr geysi athygli. Fregnin um yfirlýsingu Chamberlains í brezka þinginu í gær, hefir vakið feikna at- hygli. Hún sýnir að Bretar ætla að efna það loforð, sem gefið var í þinginu fyrir nokkru síðan að hjálp Breta til Finna yrði áreiðanlega meiri en orðin tóm. Það eru einmitt hergögn og hermenn, sem Finna vant- ar. í blöðum á Norðurlöndum er iátinn í ljós mikill fögnuður út af því, að þegar undan eru skildir sjálfboðaliðarnir, sem farið hafa frá Norðurlöndum og fleiri löndum til að berjast með Finnum. verður hergagnasend- ing Breta þýðingarmesta hjálp- in. Vitanlega hefir þó önnur hjálp, sem Finnum hefir verið veitt og verður veitt, meðal annars frá Bandaríkjunum, stórkostlega þýðingu,. 600 sgrengjom varpað niðnr á einnm ðegi. í FÚ-fregnum í morgun segir meðal annrs frá Finnlandi: — Loftárásir voru enn gerðar á finnskar borgir í gær. Tvær loftárásir voru gerðar á Hangö og var varpað niður 11 sprengj- um. en engar frekari fregnir hafa borizt um manntjón og eigna. í tilkynningu Finna í gær- kveldi segir, að tjón hafi verið minna í loftárásunum á mánu- dag en á sunnudag, sem var að margra áliti mesti Ioftárása- dagur stríðsins. Fjórar rússneskar flugvélar voru skotnar niður. Giskað er á, að flugmenn Rússa hafi varpað niður um 600 sprengi- kúlum og íkveikjusprengjum þann daginn. i Finnar tilkynna einnig, að 2 herdeildir Rússa hafi stráfallið í bardaga á Sallavígstöðvunum. Viðskiptafulltrúi þýzku sendi- sveitarinnar í Helsingfors- hefir beðist lausnar og gerst sjálf- boðaliði í finnska hernum. Rðssar herða árásirnar á Nerðnrlönd. Rússneska útvarpið ræðst hat- ramlega á Svíþjóð og heldur því fram áð yfirvöldin þar stuðli að öflun sjálfboðaliða til þess að senda á vígstöðvarnar í Finn- landi. í Noregi hefir verið ákveðið að endurskipuleggja rekstur sjúkrahúsanna með hliðsjón af þeim óvenjulegu ástæðum sem nú ríkja. Norska stjórnin hefir lagt fram mótmæli í Moskva út af því að 30 rússqeskar flugvélar hafi flog- ið yfir Norður-Noreg. Norsku blöðin fullyrða þó að það hafi ekki verið enn opin- berlega • staðfest. að stjórnandi rússneskrar flugvélar sem sezt hafi innan norsku landamæranna LONDON í morgun F.Ú. HAMBERLAIN forsætisráð- herra sagði í neðri málsstof- tunni í gær, að ráðstafanir þær, sem teknar hefði verið í Belgíu og Hollandi, væri ekki óðagots- ráðstafanir, heldur viturlegar á- kvarðanir forsjálla ríkisstjórna, sem væri staðráðnar í að veita mótspyrnu ef löndurn þeirra væri sýnd ágengni. Chamberlain fór aðdáunarorð- um um rikisstjórnir Hollands og Belgíu og Hollendinga og Belgíú- menn yfirleitt, fyrir þrek og ró- lyndi. Utanríkismálaráðherra Belgíu ræddi í gær við sendiherra Bret- lands, Frakklands og Þýzkalands en engin tilkynning var gefin út að viðræðunum loknum. Það var opinberlega tilkynnt í Brussel í gær, að ef ekkert gerð ist næsta sólarhring, sem leiddi til að horfurnar versnuðu, yrði dreg- ið úr heraflanum við landamær- in, en enn væri ekkert gert til þess að slaka á neinum öryggis- ráðstöfunum. Chamberlain. hafi ógnað norskum varðmanni með skimmby.ssu og flogið síð- an burtu. Norska blaðið Noregs Hancifet óg Sjöfartstidende segir í grein að framkoma Rússlands hafi vakið gremju um allan hinn menntaða heim. Danska blaðið Socialdemokrat- fen í Kaupmannahöfn skrifar að ástandið sé mjög alvarlegt og geti mjög vel logað upp úr þá og pegar. Bretar missa prjá kafbáta. Frá fréttaritara Alþýðubiaðsins. KHÖFN) í morgun. REZK flotamálastjórnin til- kynnti í gærkvöldl aö Bret- ar hefðu mist þrjá kafbáta síð- an styrjöldin hófst. Tveimur þessara kafbáta mun Þjóðverjum hafa tekist að sökkva í Helgolandsflóa, en áhöfnum þeirra mun hafa tekist að bjarga. Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 21. jan. kl. 13 í K. R.-húsinu. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram fyrir föstudagskvöld 19. jan. kl. 21, því þá verður rtregið. Askriftar- listi liggur frammi í K. R.-húsinu Uppi. Öllum Reykvíkingum heim- il þátttaka. — Taflfélag Reykja- víkur. Vltnrlegar ráðstafanir Holl- endinga og lelgiumanna. ES iSflltll wersiinp ekki verður dreglð ur TOrdlÞarráðstðfi&iauBn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.