Alþýðublaðið - 18.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.01.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. IAN. 1940. LITLA HAFMEYJAN H.C.ANOERSEN 26) Hásetarnir dönsuðu á þilíarinu, og þegar prinsinn gekk upp á þilfarið voru sprengdar hundrað púðurkerlingar. Og þá varð hafmeyjan hrædd og kafaði, en hún stakk samt höfðinu upp úr áftúr. En hvað ungi prinsinn var fallegur. Og það var söngur og dans. 27) Það var orðið framorðið. en hafmeyjan gat ekki slitið sig frá þessu. Og skipið jók skriðinn og þá kom þrumuveður og hásetarnir felldu seglin. Og það var mikill ósjór. Þetta þótti haf- meyjunni skemmtilegt, en það fannst sjómönnunum ekki. Það brast og brakaði í skipinu og siglan brotnaði og skipið lagðist á hliðina og sjórinn fossaði inn. 28) Nú sá litla hafmeyjan, að hætta var á ferðum. Og hún sá fallega prinsinn sökkva í sjóinn. 29) Fyrst varð hún glöð, því að nú fór prinsinn til hennar, en þá mundi hún það. að menn geta ekki lifað í vatni. Og prinsinn mátti ekki deyja. Og hún synti til prinsins og hélt höfði hans upp úr vatninu. Merkilegt fitvarpsleikrit „öísli Súrssonw, eftir B. H. Barmby. .—-—•—-♦--- '^T'ESTKOMANDI laugar- * 'dágskvöld verður leikið merkilegt Ieikrit í útvarpinu, én það ér ..Gísli Súrsson“, eftir B. H. Barmby. , Hlutverkaskrá er sem hér •segir: Þörkell Súrsson, ríkur mað- ur, í Haukadal í Dýrafirði: Ind- riði Waage. Gísli Súrsson, bróð- ir hans: Brynjólfur Jóhánnes- són. Þorgrímur og Vésteinn. mágar þeirra og fóstbræður: Gestur Pálsson og Ævar Kvar- an. Börkur hinn digri frá Helga- felli, bróðir Þorgríms: Gunnar Stefánsson. Eyjólfur úr Otra- dal, hinn grái. frændi Þorgríms: Jón Aðils. Gestur hinn spaki, frændi Vésteins: Jón Leósson. Bergur og Helgi, synir Vésteins. Höfðingjar, bændur, þrælar þeirra Súrssona o. fl. Þórdís Súrsdóttir, kona Þorgríms: Emilía Jónasdóttir. Ásgerður, kona Þorkels: Alda Möller. Auður, kona Gísla, systir Vé- steins: Ingibjörg Steinsdóttir. Guðríður, fóstra og frændkona Gísla: Hildur Kalman. Konur, griðkonur og ambáttir. Leikstjóri er Ingibjörg Steins- dóttir og leikur hún Auði, konu Gísla. Fyrsti og annar þáttur fara fram á bæjum þeirra Súrssona, Sæbóli og Hóli í Haukadal. Þriðji þáttur á ýmsum stöðum á Vestfjörðum. Tíminn: Síðari UMRÆÐUEFNI Tjörnin og skautaísinn, róm- antíkin og músíkin. Fjár- hagsáætlunin og tillögur Al- þýðuflokksins. Sorgariagið í útvarpinu. Kjötfars, sem er of þunnt. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. AÐ HEFIR verið erfitt að fá nógu gott skautasvell í vetur, því að frostin hafa verið svo lítil. Nú er hins vegar komið ágætt skautasvell á tjörnina, enda mun unga fólkið nota sér það. Ég man varla eftir því að hafa séð jafn spegilsléttan ís á tjörninni og ein- mitt nú. Skautafélag Reykjavíkur hefir líka puntað upp á tjörnina á ýmsan hátt, fægt ísinn, sett upp Ijósker, þó að skemmtilegast sé nú að vera á skautum með stelpunni sinni í tungsljósinu einu saman, og svo hefir það allskonar músik með, hún er bara ekki nógu „dreym- andi,“ en „dreymandi“ músik er nauðsynleg til að sykra allra skautarómantíkina. ÞAÐ ER ÞÓ AEDEILIS EKKI eins mikil rómantík á bæjarstjórn- arfundinum í dag. Þar ræða bæj- arfulltrúarnir fjárhagsáætlun hins íslenzka höfuðstaðar, rífast um út- gjaldaliðina og tekjurnar, um eyðsluna og ekki eyðsluna og yfir- leitt allt. Þarna munu þeir sitja fram á nótt og halda sömu ræð- urnar upp aftur og aftur og þykj- ast allir hafa á réttu áð standa og samt er hver þeirra um sig hund- leiður á öllu malinu. Þetta tilheyr- ir nú og svona hlýtur þetta að vera, þegar margir eiga að fjalla um sama málið og ekki væri það betra — ef einum manni yrði falið að sjá um hlutina. I ALÞÝÐUBLAÐINU í gær var skýrt frá þeim breytingartillögum, sem Alþýðuflokkurinn gerir við fjárhagsáætlunina og ég veit, að mörgum leikur mikil forvitni á því að fá að sjá hvernig bæjarstjórnin afgreiðir tvær aðaltillögur Alþýðu- flokksins: um vélbátakaupin og um uppbótina til þeirra sem fá elli- laun eða örorkubætur. Þetta eru hvort tveggja alveg sjálfsagðar til- hluti 10. aldar e. Kr. Leikurinn tekur um 2 klst. Þetta leikrit er eitt af þeim lengstu og stórfenglegustu, sem útvarpið hefir nokkru sinni flutt. Hér er ekki rakið efni leiksins, því ætla má að saga Gísla Súrssonar sé flestum kunn og víða til á heimilum, svo að þeir ættu hægt með að líta yfir hana, sem ekki er áður vel kunnugt um efni hennar. Leikrit þetta er eftir enska konu og hefir hún samið það eftir Gísla sögu Súrssonar. Matthías Jochumsson snéri því á íslenzku. DAGSINS. UM ALLAN HEIM er Rússland táknað með mynd af bjarndýri. — Útlent blað skýrði frá því nýlega, að kommúnistar væru njósnarar meðal Norðurlandaþjóðanna, sem læddust til fundar við hinn rúss- neska björn til að segja honum tíðindi af baráttu og stríði þjóða sinna og vísa honum leiðina yfir landamærin. Myndin, sem er hér að ofan fylgdi þessum ummælum. Ekki vantar, að Kuusinen og rúss- neski björninn séu ekki nógu kumpánlegir hvor við annan! lögur og annað ekki trúlegt, en að þær verði samþykktar í einu hljóði, en við bíðum nú og sjáum hvað setur. EN ÞÓ AÐ TÖLUVERT sé nú rætt um fjárhagsáætlun bæjarins — þá mun þó vera öllu meira rætt í bænum um kosningar þær, sem nú eru að hef jast í Dagsbrún. Eng- inn þyrfti að efast um úrslitin í þessum kosningum. ef allt væri með felldu. En þegar hefir verið frá því skýrt, að svo er ekki. Ann- ar stríðsaðilinn í þessum átökum semur kjörskrána og stjórnar kosningunum að öllu leyti. Þetta hefir verið gert með þeim endem- um, að slíks þekkjast ekki dæmi í nokkrum félagsskap, og það er ekki annað sýnilegt, en að Dags- brún klofni hreinlega, ef slíkar að- ferðir eiga að ráða úrslitum í kosningum í félagi verkamanna í Reykjavík. Það væri mikill blett- ur, ekki aðeins á reykvískum verkamönnum, heldur og þjóðinni í heild, ef kommúnistar ynnu þess- ar kosningar. Öll verkalýðssamtök um öll lönd og ekki sízt á Norður löndum, leggja nú allt kapp á það, að útrýma áhrifum kommúnista úr samtökunum vegna þess, að á þá er alls staðar litið sem njósnara og landráðamenn. Sama hlutverk hafa þeir hér, og þess vegna eigum við einnig að vinna að útrýmingu þeirra. Ég vil hvetja alla lesendur mína í verkamannastétt að sækja kosninguna í kvöld og á morgun. Það er mikil nauðsyn, að þeir geri það og krossi við B-listann við kosninguna. ÚTVARPSHLUSTANDI skrifar mér á þessa leið: „Getur þú sagt mér, hver það var, sem söng ein- sönginn í barnatímanum á sunnu- daginn? Ég hefi aldrei á æfi minni heyrt aðra eins vitleysu. Það var varla hægt að segja, að hann hafi farið með eitt einasta erindi, af þeim, sem hann söng, rétt. Mér finnst ekki forsvaranlegt, að láta slíka menn syngja í útvarpið fyrir börn, og þó vantaði ekki tilgerðina og krúsedúllurnar.“ NEI, ég veit það ekki, enda kem- ur það ekki málinu við. Ég hlust- aði á þennan barnatíma, og ég verð að viðurkenna það, að einsöngur- inn fannst mér ákaflega afkáraleg- ur. HÚSMÓÐIR skrifar mér: „Upp á síðkastið hefir kjötfars í kjötbúð þeirri, sem ég verzla við, farið svo hraðversnandi, að það er ekki leng ur kaupandi. Framvegis er ekki hægt að komast heim til sín með það í bréfi, og verður maður helzt að fara með flöskur undir það, svo þunnt er það. Þetta hefir ágerzt um allan helming síðan kjötið hækkaði í verði.“ ÞAÐ VILL SVO einkennilega til, að um sama leyti og ég fékk þetta bréf, hringdi kona til mín, og kvartaði yfir því sama. Ég veit vitanlega ekki um ástæðurnar fyrir þessu, en ef satt reynist, þá er þetta athugavert, og mun nálg- ast vörusvik. „VIÐKV ÆMUR“ skrifar mér: „Það er siður útvarpsins, þegar það segir þjóðinni sorgartíðindi. að leika sorgarlag, mjog fagurt. Þetta var gert síðastliðið sunnudagskvöld áður en skýrt var frá láti Einars skálds Benediktssonar. Við þessu út af fyrir sig hef ég ekkert að segja. En nú lifum við á stórkost- legum hættutímum og um leið og tónar sorgarlagsins bárust inn í friðsæla stofuna mína á sunnudagskvöldið, sagði konan mín: „Guð minn góður, nú höfum við misst okkar fyrsta skip í þessu stríði.“ Ég verð að viðurkenna, að mér datt strax það sama hug. Vill nú ekki ríkisútvarpið breyta svo- lítið til um flutning þessa atriðis. Það er hægt með því að segja sorg- arfréttina fyrst og leika sorgarlagið síðan.“ Hannes á horninu. Vítfiverð fréttameð- ferð. Þó það geti ekki talist nein nýlunda, að ríkisútvarpið hag- ræði málum og meðferð frétta svo, að erfitt verði um vik fyrir hlustendur að ná tökum á og greina sundur í merka og ó- merka viðburði atvik þau úr daglegu lífi þjóðarinnar, er ber- ast til þeirra á öldum ljósvak- ans, og' þessi hvimleiði löstur útvarpsins og forráðamanna þess svo margþvældur í ræðu og riti, að ekki verður gert án fullrar hluttekningar við les- | endur blaða yfirleitt, að grípa | frekar en gert hefir verið á i meinsemd þessari, langar mig þó til, en auðvitað í fullu trausti á viðurkennt íslenzkt umburð- arlyndi, að drepa á meðferð út- varpsins á fréttum 15. þ. m. frá virðulegustu samkundu þessa lands, hæstarétti. Þetta kvöld skýrír útvarps- þulur svo frá, að þá um morg- uninn hafi verið kveðnir upp tveir dómar í hæstarétti. Var aimar sakborninga dæmdur fyrir leynivínsölu og hinn fyrir það, að aka bíl undir áhrifum áfengis. Hvorugur dómanna var strangur og hvorugur merkileg- ur umfram venju að því er sak- borninga snerti, enda málin frekar almenn og því fréttagildi þeirra nauða ómerkilegt. í fullu trausti á tæmandi frásögn út- varpsins mun því fleirum hafa farið eins og mér, og látið þetta, eins og sagt er, fara inn um annað eyrað og út um hitt. Með öðrum orðum, engan frekari gaum gefið ekki merkilegri málum. Það vakti því eigi lítið undr- un mína er Morgunbl. skýrir frá því daginn eftir, undir fyr- irsögninni „Héraðsdómari sekt- aður fyrir slælega rannsókn máls“, að í sambandi við mál hins brotlega bifreiðarstj. hafi héraðsdómarinn sjálfur verið dæmdur í 50 króna sekt „sem afplánist með 5 daga einföldu fangelsi, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa“, eins og segir í dóminum, fyrir mjög losara- lega og ónákvæma rannsókn málsins og aðrar smærri yfir- sjónir við rekstur þess í héraði, sem ég hirði ekki að tína hér upp. Þvílík málalok sém þessi hefðu einhvern tíma þótt frá- sagna verð. En hvers vegna máttu hlustendur ekki heyra þetta. Hér er þó, að því er mað- ur vonar, um fremur óvénju- legan viðburð að ræða. Viðburð, sem af má ýmsan lærdóm draga og erindi gætti átt til annarra héraðsdómara. Fréttameðferð sem þessi er mjög ósæmileg ríkisútvarpinu og hættuleg að því leyti, að hún elur þá trú með fólkinu í land- inu, að ávalt og æfinlega sé bar- ið í bresti yfirmanna á kostnað þeirra undirgefnu, og er þá hlutur útvarpsins orðinn minnstur, þeirra er mál þetta snertir. Hlustandi. Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra flytur lerindi í kvöljd í útvarpið um við- skiptamálin 1939. Hallgrimur Helgason tónskáld heldur hljómleika í Gamla Bíó í kvöld kl. 7. J0HN DICKSON CARR: Morðln 1 vaxipðasaliriDn. 91. Út af þessu urðum við sundurorða. Hún spurði mig, hvort ég þefði aldrei verið ungur. — Þér segið, herra, að þér hafið séð dóttur yðar við mið- degisverðarborðið í gær. Var hún þá nokkuð öðruvísi en hún átti að sér að vera? Var hún nokkuð áhyggjufull á svipinn? Herra Martel fitlaði við skegg sitt og kipraði augun. — Ég hefi verið að hugsa um það, já, hún var öðruvísi en hún átti að sér að vera. hún var töluvert æst. — Hún vildi ekki borða, hrópaði gamla konan. Bencolin snéri sér við og horfði á hana. Liðsforinginn hafði talað lágt og við undruðumst það, að hún skyldi hafa heyrt til hans. —- Hún getur lesið af vörum okkar það sem við segjum, sagði herra Martel. Það er satt. Claudine borðaði naumast nokkuð. — Haldið þér, að það hafi verið af æsingi eða ótta eða af hver-ju álítið þér, að það hafi stafað? — Ég veit það ekki. — Hún .var ekki heilbrigð, hrópaði gamla konan. Og nótt- ina áður heyrði ég hana gráta í rúmi sínu. Ég sá, að gamli maðurinn átti erfitt með að stilla sig. — Ég heyrði hana gráta, og ég fór inn til hennar og hún var að gráta í rúmi sínu. Og hún var góð við mig. Og ég spurði hana, hvað. gengi að henni. Og hún sagði, að enginn gæti hjálpað sér. — Þú getur ekki hjálpað mér. mamma, sagði hún, — og það getur enginn hjálpað mér. Og svona var hún í allan gærdag og í gærkveldi fór hún út. Bencolin snéri sér að henni og spurði: — Sagði hún yður, hvað að sér gengi? — Nei, hún vildi ekki segja mér frá því. — Datt yður nokkuð í hug? — Ó, það hafði ég ekki hugmynd um. Hvaða áhyggjur gat ung stúlka haft í hennar stétt? Nei, ég hefi ekki hugmynd um það. Rödd hennar var orðin aumkunarleg. Maður hennar tók nú til máls. — Ég get ef til vill bætt ofurlitlu við til skýringar. Ég hefi talað við André, þjóninn okkar, og hann sagði mér. að það hefði verið hringt til hennar um kl. hálftíu. Skömmu seinna mun hún hafa farið út. Hún skýrði ekki móður sinni frá því, hvert hún ætlaði, en hún lofaði því að koma heim ekki seinna en kl. 11. — Var það karlmaður eða kvenmaður, sem hringdi? — Það vitum við ekki. — Heyrðuð þið til hennar, þegar hún talaði í símann, — Konan mín heyrði það auðvitað ekki. En ég spurði And- ré nákvæmlega um þetta efni. Það eina, sem hann heyrði, var: „. .. en ég hafði ekki hugmynd um, að hann væri kom- inn til Frakklands aftur. . . . “ Leynilögreglumaðurinn endurtók þessa setningu, svo sagði hann: — Höfðuð þið hugmynd um, við hvern hún átti? — Nei, Claudine átti marga vini og kunningja. — Fór hún í bíl? — Hún tók bílinn okkar, í leyfisleysi. Það var komið með bílinn í morgun, lögreglan kom með hann. Það var lögreglan, sem kom með hann. Hann hafði fundist rétt hjá vaxmynda- safninu. þar sem líkið fannst. Jæja, herrar mínir. Hann drap fingri á borðplötuna, svo að domino-spilið hrisst- ist. Það var harka í augnaráði hans, þegar hann leit á Ben- colin. — Jæja, herra minn, sagði hann aftur. — Málið er nú í yðar höndum. Getið þér sagt mér, hvers vegna Claudine, — hvers vegna stúlka af Martelsættinni fannst myrt í vaxmynda- safninu á þessum draugalega stað? Það er einmitt þetta, sem mig langar til að vita. — Þetta er mikið vandamál, Martel liðsforingi. Eins og stendur er ég ekki viss um það. Þér segið, að hún hafi aldrei fyrr komið í vaxmyndasafnið? — Ég veit það ekki. Það hefir verið slunginn þorpari, sem lokkaði hana þangað. Ég vil, að hann fái makleg málagjöld. Ef þér óskið, skal ég heita miklum verðlaunum. — Ég held naumast, að það sé nauðsynlegt. Þér vitið, að dóttir yðar var ekki rænd. Það er að segja, peningar hennar voru ósnertir. Það sem morðinginn tók, var einungis einhvers konar men, sem hékk á mjórri gullfesti um háls hennar. Vit- ið þér, hvað það var? — Um hálsinn! Gamli maðurinn hrissti höfuðið, gretti sig og saug skeggið. Það hefi ég ekki minnstu hugmynd um. Það hefir ekki verið neinn af Martelsgimsteinunum. Ég hefi þá læsta niðri. Það er einungis kona mín, sem notar þá stöku sinnum. Það hefir aldrei getað verið mikilla peninga virði. Ég tók aldrei eftir því, hvað það var.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.