Alþýðublaðið - 19.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 19. JAN. 1940. ALÞfÐUBLAÐIÐ 39) Um morguninn var komið gott veður, en af skipinu sást ekk- ert. Sólin kom upp og þá kom roði í kinnarnar á prinsinum. Haf- meyjan kyssti hann á ennið og strauk hár hans. Henni sýndist hahn líkjast marmarastyttunni sinni, 31) Nú sá hún land fram urídan sér, há fjöll, snævi þakin. En við ströndina voru grænir skógar. Hafmeyjan synti með prinsinn að landi og bar hann upp í sandinn. 32) Nú hringdu klukkurnar í stóra, hvíta húsinu og margar ungar stúlkur komu út í garðinn. Þá synti hafmeyjan lengra út og settist á stein. 33) Það leið ekki á löngu áður en ung stúlka kom þangað, sem prinsinn lá. Svo sótti hún fleiri og hún sá, að prinsinn lifnaði við og brosti til þeirra, sem umhverfis hann voru. En hann brosti ekki til hafmeyjarinnar, því að hann vissi ekki, að hún hafði bjargað honum. Þá varð hún sórgbitin og hvarf í djúpið. LITLA HAFMEYJAN H. C. ÁNDERSÉN ÞANN 16. janúar síðastlið- inn voru eftirtaldir ís- l'endingar sæmdir heiðurs- merkjum. Er venja að úthluta heiðursmerkjum 1. desember, en hefir dregizt í þetta sinn. A. Stórriddarakrossi með stjörnu: Gunnar Gunnarsson, skáld og sjálfseignarbóndi á Skriðu- klaustri í Fljótsdal. B. Stórriddarakrossi: Ágúst H. Bjarnason, prófess- or, dr. phil., Reýkjavík. Gíslí Sveirísson, sýslumaður, Vík í Mýrdal. Gunnar Ólafsson, kaupm. og konsú.ll, yestmannaeyjum: Jón Hermannsson. tollstjóri, Reykjavík. Steingrímur Jónsson, fyrrv. sýslum. og bæjarfógeti, Akur- eyri. C. Riddarakrossinum: Erlendur Pétursson, forstjóri og formaður K. R., Reykjavík. Eyjólfur Jónsson, bæjarfull- trúi og konsúll, Seyðisfirði. Guðmundur Bergsson, fyrrv. póstfulltrúi, Reykjavík. Gunnar Marel Jónsson skipa- smiður, Vestmannaeyjum. Halldór Jónsson, prestur, Reynivöllum, Kjós. Haraldur Sigurðsson, yfirvél- stjóri, Reykjavík. Ingólfur Gíslason, héraðs- læknir, Borgarnesi. Jón Guðbrandsson, skrifstofu stjóri, Kaupmannahöfn. Jón Halldórsson, skrifstofu- stjóri og söngstjóri, Reykjavík. Jón Þorsteinsson, leikfimi- kennari, Reykjavík. María Markan, söngkona, Vareham, Darsel, Englandi. Páll ísólfsson, tónskáld og organleikari, Reykjavík. Pétur Ingimundarson, slökkvi liðsstjóri, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson. skrif stofustjóri, Reykjavík. Sigurður Halldórsson, húsa- UMRÆÐUEFNI DAGSINS. Kalt bað í sundlaugunum í frostinu. Aðsóknin að Sund- höllinni. Litla skíðafólkið og strætisvagnarnir. Hvenær lýkur formiðdagsvist? Hve lengi ber húsbændum að sjá um vinnustúlku, sem veik- ist? Bílferðir forstjóra Sam- sölunnar. Skammir og ekki skammir um Viíhjálm Þ. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. VILTU KOMA BIEÐ MÉR inn í Sundlaugar? sagði vinur minn við mig f gær. — Hvað að gera? spurði ég undrandi. Hann svaraði: Fá sér bað, ég fer núna á hverjum degi í Sundlaugarnar. Ég spurði hann bara að því, hvort hann væri hringlandi snarvitlaus að halda að ég færi inn í sund- laugar í þessu frosti (7 gráður). En þeir eru alls ekki fáir, sem sækja sundlaugarnar þó að frost sé og ég veit að þeir hafa gott af því. ÞAÐ GEFUR EKKI góða hug- mynd um framtíð Sundhallarinn- ar, að aðsókn að henni skuli fara sífellt minnkandi og þar með tekjurnar. Hvernig stendur á þessu? Reykvíkingar voru búnir í fjölda mörg ár að bíða með eftir- væntingu eftir henni og þegar hún kom var hún bráðmyndarleg, þó að segja megi að á henni kunni að vera einhverjir gallar. Það er á- reiðanlegt, að Sundhöllin er lieilsuverndarstöð og að allir, sem sækja Sundhöllina, hafa mjög gott af því auk þess sem menn geta lært þar íþrótt íþróttanna, sundið. BJARNI OG MAGGI eru bræð- ur. Bjarni er 10 ára, en Maggi 6. Jónatan faðir þeirra, sem vinnur við skrifstofustörf, hafði um dag- inn hvað eftir annað áminnt dreng- ina um það, að þeir mættu ekki fara út á tjörnina, því að ísinn væri ótraustur. Einn daginn, þegar Jónatan kom heim, voru strákarn-' ir ókomnir — en litlu síðar komu þeir, og Bjarni var eins og hund- ur af sundi dreginn, rennblautur upp fyrir haus, en Maggi var, þó ótrúlegt sé, þurr. Jónatan reiddist — tók í hnakkadrembið á Bjarna, háttaði hann og breiddi sængina yfir hann, en Maggi horfði á Jóna- tan. fór svo út úr stofunni og sagði: „Þegar þér hefir hlýnað nóg, ætla ég að flengja þig.“ Bjarni kúrði sig niður, en Maggi beið eftir því að bróður sínum hlýnaði. Við og við spurði hann: „Hefir þér nú ekki hlýnað nóg?“ Loks þegar honum var ’farið að leiðast hve illa gekk, hljóp hann til, kallaði á pabba sinn og sagði svo: „Nú er Bjarni víst orðinn nógu heitur“- LÍTILL SKÍÐAMAÐUR skrifar mér á þessa leið: „Finnst þér ekki Ijótt, Hannes minn, að Strætó skuli neita að flytja okkur inn að Ell- iðaám? Ég er 8 ára og ætlaði með kunningjum mínum á sunnudaginn inn að ám og þaðan í Ártúnsbrekk- una og leika mér á skíðum. Við fengum aura til að fara í strætó, en bílstjórinn neitaði. Við vildum þó komast inn eftir og fengum bara prívatbíl inn eftir með því að leggja saman aurana okkar, en svo urðum við að ganga alla leið heim af því að við höfðum ekki meiri aura. Góði, skammaðu nú strætó- kallinn fyrir mig.“ smíðameistari, Reykjavík. Sigurður Þórðarson, tónskáld og söngstjóri, Reykjavík. Sigvaldi Guðmundsson, sj álfs eignarbóndi, Sandnesi, Stranda- sýslu. Stefán Guðmundsson, óperu- söngvari, Kaupmannahöfn,- Stefán Þórarinsson, hrepp- stjóri, Mýrum í Skriðdal. Þórdís Carlquist, frú ljós- móðir, Reykjavík. Þórhallur Sigtryggsson, kaup félagsstjóri, Húsavík. ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT að skamma strætókallinn. Hins vegar væri það gott ef Strætisvaganfé- lagið gæti flutt skíðafólk inn að ám. Það er mjög vont fyrir krakka að þurfa að kaupa sér prívatbíl inn eftir með skíðin sín, því að varla er hægt að ætlast til þess, að þeir geti gengið báðar leiðir. HÚSMÓÐIR skrifar mér alllangt bréf um vinnukonur. Hún spyr mig hve lengi húsbændum sé skylt að sjá fyrir vinnukonu sinni, sem veikist, og auk þess spyr hún hve- nær formiðdagsvist sé lokið. Ég skal nú játa það, að ég er ekki neinn sérfræðingur í vinnuhjúa- lögum, enda er vafasamt að hægt sé að ákalla vinnuhjúalögin við- víkjandi öllum spursmálum, er snerta vinnustúlkur á heimilum hér í Reykjavík. Um það atriði hve lengi húsbændum beri að sjá fyrir vinnustúlkm, sem veikjast hér í bænum og sem ekki eru árs- stúlkur, mun ekki vera nein föst ákveðin regla. Það mun í flestum tilfellum verða samkomulag um það. En það er áreiðanlegða talin siðferðileg skylda húsbænda að sjá fyrir þeim einhvern tíma. — Það mun algild venja hér og mun hafa gilt mjög lengi, að formið- dagsvist sé lokið kl. 3 á daginn. Þó munu margar stúlkur, sem eru í formiðdagsvist, fara út þegar þær hafa gengið frá borðbúnaði eftir miðdagsmat. ÍBÚI f SOGAMÝRI skrifar mér bréf þrungið af vandlætingasemi yfir því, að forstjóri Mjólkursam- sölunnar skuli láta samsölubílana aka sér oft á dag milli skrifstofu sinnar og heimilis. Telur íbúinn þetta óhæfu hina mestu og alls ekki leyfilegt. Kemur hann með mikinn útreikning um það, hvað þetta kosti samsöluna, auk þess sem þetta sé að fara í kringum bannið við notkun einkabifreiða. ÞETTA GETUR VEL VERIÐ, en hér er ekki um stórvægilegt atriði að ræða. Má vera að það sé ekki rétt gert af forstjóranum að nota bifreiðarnar þannig, en svona eru forstjórar og það gildir allt annað fyrir þá en vegavinnuverkamenn- ina, sem fá fríar ferðir heim ein- staka sinnum um helgar til mikils angurs og kvíða fyrir þá, sem bezt hugsa um framtíð þjóðarinnar á al- þingi hennar. ÞÁ SKRIFAR útvarpshlustandi mér skammir um Vilhjálm Þ. Gíslason, telur útvarpshlustandinn að hann brjóti oft þá reglu að hætta erindum sínum á réttum tima. Ég hefi ekki tekið eftir þessu, en vitanlega eiga sömu út- varpslög að gilda fyrir Vilhjálm og aðra útvarpsræðumenn. Veit ég og að hann vill það sjálfur, því að þetta er hinn prýðilegasti kall og mér finnst hann sjálfum oft ágætur í útvarpinu, sérstaklega þó á gaml- árskvöld og vildi ég helzt bara þess vegna að gamlárskvöld væru miklu oftar. Vill ekki útvarpsráð láta Vilhjálm tala um hlaupárin næstkomandi hlaupársdag 29. febr- úar n. k.? Ilannes á horninu. Verkalýðsfélög Finnlaids ávarpa stéttarsamtðkio á ðllnm Narðnrlðndin. Landssamband finnsku VERKALÝÐSFÉLAGANNA hefir sent eftirfarandi ágrip, und- irritað af formanni sínum, Vuori, til verkalýössamtakanna annars síaðar á Norðurlöndum: „Hin norræna verkalýðshreyf- ing, — 1 en ' í henni er finnska verkalýðshreyfingin einn hlekkurinn, raunar þó sá veik- asti — hefir á síðustu árum látið til sín taka til varnar réttindum smáþjóða. Eins og allir vita, hafa Finnar núna orðið að neýð- ast til þess að grípa til vopna í því skyni að vernda þessi rétt- indi. Þeir berjast ekki einungis fyrir frelsi Finna. Árásin á Finn- land er jafnframt árás á rétt allra smáþjóða til þess að lifa sjálf- stæðu lífi. Ef þessi árás heppn- ast, ef frelsi Finnlands verður jhneppt í fjötra, ef finnsku þjóð- inni verður drekkt í blóði og því sem verra er — gasi, þá er frelsi og réttur allra smáþjóða í hættu statt. Ef heimurinn lÉtur þetta ske, þá er þar með öllum þeim grundvelli raskað, sem reynt var að byggja líf þjóðanna á eftir heimsstyrjöldina. Og það eina, sem eftir verður, eru rjúkandi rústir og limlest lík í Finnlandi og fullkomið öryggisleysi allra smáþjóða. Þetta vita allar þjóðir. Og hvers vegna á þá að vera að skrifa um þetta. Það er til þess, að þjóðirnar geri sér þetta full- komlega ljóst. Það eru ekki ein- asta finnsku heimilin, sem finnsku hermennirnir berjast fyr- ir. Þeir vita, að það er vegna legu landsins, að þeir hafa, fyrst- ir Norðurlandaþjóða, orðið heims veldisstefnunni að bráð, sem hef- ír læst þá klóm sínum, ef til vill a miskunnarlausari hátt en dæmi eru til áður. En það er líka um fleira að ræða en þetta. Ósigur Finna myndi tákna ósigur menningarinn ar. Hernaðara'ðferðir og pólitískt siðferði árásarþjóðarinnar mun eitra allt, sem verkalýðshreyfing- in hefir kennt okkur að líta á sem dýrmæt menningarverðmæti. Fihnar eru mjög þakklátir fyrir þann siðferðilega stuðning, sem hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa þeim í té látið. Og enn fremur fyrir hina fjárhagslegu aðstoð. Þeir vita nú, að þeir eiga ágæta vini meðal hinna Norðurlanda- þjóðanna. Það hefir veitt þeim hugrekki. Það styrkir þá í baráttunni, sem þeir verða nú að heyja gegn of- ureflinu. Síðustu dagana hefir meginstyrkur þeirra legið i ein- ingu finnsku þjóðarinnar. Hin pólitízku herbrögð árásarþjóðar- innar hafa ekki megnað að vinna bug á þessari einingu, þvert á móti. Og það þarf enginn að láta Frh. á 4. síðu. JOHN DICKSON CARR. . , - - . : ___ ■ ___ Morðio í vaxiflífldasafiiinfl. S2. Hann horfði spyrjandi á konu sína. — Nei, hrópaði hún. — Hún bar aldrei hálsmen. Flún sagði, að það væri komið úr móð. Ég er viss um það. Ég ætti að vita það. Það virtist ekki neinna upplýsinga að vænta. Við þögðum ofurlitla sturíd og regnið buldi á húsinu. Bencolin virtist vera að hugsa sig um. Ég sá örlítið glott leika um varir hans. Klukk- an var að slá tólf. — Ég held ekki, sagði Bencolin — að við þurfum að spyrja ykkur fleiri spurninga. Lausn málsins liggur ekki hér. Það er þýðingarlaust að reyna að kynna sér hag ungfrú Martel meira. Ég þakka ykkur, herra minn og frú fyrir upplýsingarnar. — Verið viss um, að ég læt ykkur vita, hvernig málið gengur. Húsbóndinn stóð á fætur. Við fórum út í rigninguna. X. KAFLI SKUGGI DAUÐANS. — Gefið mér upplýsingaskrifstofu lögreglunnar, sagði Ben- colin. Hann stóð með símatólið í hendinni. Það heyrðist suð, svo var svarað: Líkrannsóknarstofan hér! — Gefið mér niðurstöður rannsókna yðar á Odette Duc- hene, sem fannst myrt nýlega í Signu. — Odette Duchene, endurtók maðurinn, sem svaraði. — Fundin 19. október 1930. fundin í ánni við Pont au Change? — Rétt. — Brotin höfuðkúpan, sem stafar af tuttugu feta falli. En dauðameinið er hnífsstunga í hjartað, þumlungs breið og sjö þumlunga djúp. Þegar hún fannst, hafði hún verið dáin í 18 klukkutíma. — Það er allt og sumt. Má ég biðja um fjórðu deild. Lu- trelle umsjónarmann. Hauströkkrið var þegar tekið að færast yfir. Ég hafði ekki fengið færi á því að hitta Bencolin fyrr en þetta. Hann hafði orðið að fara heim á skrifstofu sína stundarkorn til þess að afgreiða ýms mál rétt eftir hádegi, og klukkan var orðin yfir fjögur þegar ég kom á skrifstofu hans. Og ég hitti hann ekki þá strax í stóra herberginu með grænu gluggatjöldunum, þar sem hann stjórnar rannsóknum málanna. Hann hefir einka- herbergi efst í húsinu, en þaðan hefir hann símasamband við allar rannsóknardeildirnar í húsinu og lögreglustöðina, sem er þar rétt hjá. Ile de la Cité, sem er eyja, eins og skip í lögun. í Signu, er um míla að lengd. Við annan endann er Frúarkirkjan, en hinum megin er garður. Mitt á milli er bygging rannsóknarlögreglunn- ar. Gluggarnir á deild Bencolins eru hátt uppi. Og þaðan er hægt að sjá yfir Parísarborg, Við sátum í skuggalegu herbergi uppi undir þaki. Bencolin sat við gluggann með símatólið í hendinni. Ég sat beint á móti honum. Ég heyrði draugalegar raddir starfsmannanna hér og þar í húsinu. Það var löng þögn, meðan verið var að ná í m^nninn, sem Bencolin hafði beðið um. Ég sá Bencolin drepa fingrum óþol- inmóðlega á stólbríkina og mér varð litið út um gluggann. Úti var sv:alur stormur. Regndropar stóðu ennþá á rúðunni. Ég gat séð ljóskerin á brúnum og götunum. — Lutrelle umsjónarmaður hér, heyrði ég rödd hrópa. — Lutrelle, hvað hafið þér aðhafzt í Duchéne-morðmálinu? — Það er ekki mjög mikið. Ég heimsótti móður hennar í kvöld og þar var mér sagt, að þér hefðuð verið þar. Náði tali af Durrand. Hann starfar í Martel-morðmálinu, er ekki svo? — Jú. — Hann segir, að þér álítið, að bæði morðin standi í sam- bandi við klúbb svartgrímumanna á Boulevard de Sebasto- pol. Mig langar til að brjótast þar inn, en hann sagði mér, að þér hefðuð skipað svo fyrir, að ág léti það afskiptalaust. Er það rétt? — Já, eins og sténdur. Röddin var önug: — Jæja, ef það eru skipanir, þá er ekki meira um það að segja. En ég get ekki skilið ástæðuna. Líkið fannst við Pont au Change, við einn brúarstólpann. Þar er straumurinn harður. Líkinu hefir vafalaust verið kastað þar. Brúin er rétt við endann á Boulevard de Sebastopol. Það hefði verið hægt að bera líkið beina leið frá klúbbhúsinu. — Hafið þér tekið eftir nokkru grunsamlegu? — Nei, við höfum yfirheyrt ýmsa, sem búa í nágrenninu. — Hverjar eru niðurstöður rannsóknanna? — Þar eru engar upplýsingar. Hún lá svo lengi í vatninu, og það hefir eyðilagt öll verksummerki. En þó fundust gler- brot í andliti hennar, og það er litað gler. Annaðhvort hefir hún dottið út um glugga, eða henni hefir verið hent út um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.