Alþýðublaðið - 20.01.1940, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 20.01.1940, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 20. JAN. 1940. ALÞtÐUBLAÐIÐ 4) Hún hafði alltaf verið hlédræg og feimin, en nú tók út yfir. Og hún sagði engum, hvað hún hafði séð á yfirborðinu. Oft fór hún þangað, sem hún hafði skilið prinsinn eftir, en hún sá ekki ’ prinsinn. Eina huggunin hennar var sú, að sitja í garðinum sín- •'?: um og vefja marmarastyttuna örmum. En blómunum sínum sinnti hún ekki lengur. 35) Loks eirði hún þessu ekki lengur, en ú s^gði einni af systrum sínum frá þessu, og hún sagði hinum það, , og ein þeirra vissi, hvar prinsinn átti heima. — Komdu, litla systir, sögðu prinsessurnar og þær lögðu af stað upp á yfirborðið fyrir framan höll konungsins. 36) Höllin var úr ljósgulum steini með marmaraþrepum. Og inn um gluggana sáu þær fegurstu Sali. 37) Nú vissi hún, hvar prinsinn átti heima, og þangað kom hún marga nóttina. Hún synti upp eftir skurði, upp að marm- áraaltari, sem þar var og horfði á prinsinn, sem hélt, að hann væri einn í tunglsljósinu. Tónleikar Haiígrfms Helgasonar f fyrra- 5 kvðld. HLJÓMLEIKAR Hallgríms Helgasonar fengu ágætar undirtektir í Gamla Bíó í fyrra kvöld,-enda þótt aðsókn væri ‘ ekki svo góð sem skyldi. Ekki muhu hat'a selzt meir en um 100 aðgöngumiðar, og má það {|nerkilegt heita, að Reykvíking- ar skuli láta jafn-einstæða tón- .leika og þessa fara fram hjá sér. Öll tónverkin voru eftir Hall- grím. Fyrst lék höfundur á pí- anó sónötu í c-moll, þá voru .sungin 3 lög fyrir blandaðan kór. Söng útvarpskórinn undir stjórn Páls ísólfssonar, en höf- undurinn lék undir. Þá lék strokkvartett kanoniskar varia- tionir yfir gamalt passíusálma- lag, og lék höfundurinn 2. fiðlu, þá komu sex sönglög fyrir bari- ton, Einar Markan söng, en höfundurinn lék undir, þá ís- lenzk svíta í F-dúr fyrir fiðlu og píanó. Björn Ólafsson lék á fiðlu, en höfundurinn á píanó, og að lokum lék höfundurinn variationir fyrir píanó yfir eigið tema. Eins og áður hefir verið sagt, voru undirtektir ágætar, enda er þessi ungi tónlistarmaður einn af okkar allraefnilegustu listamönnum. Póstferðir í dag. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Fiöapóstar, Þingvellir, Laug- arvatn, HafnarfjörBur, Grímsness- og Biskupstungnapöstar, Akra- nes, Álftanesspóstur. Til Reykja- vík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, öífuss- og Flóapóstar, Þingvellir, Hafnar- fjöröur, Rangáivallasýslupósíur, Vestur-Skaftafellssýslupóstar, Akranes, Álftanesspósíur. Séra Árnl Þórarlnsson prófastur SO ára í dag IDAG verður áttræður einn af sérkennilegustu gáfumönnum, sem nú eru uppi 1 landinu, Árni Þórarinsson, fyrrverandi prófastur í Snæ- fellsprófastsdæmi. Er séra Árni fæddur að Götu í Hrunamanna- hreppi 21. jan. 1860. Hann er af gagnmerku og gáfuðu fólki kominn í báðar ættir. Faðir hans var Þórarinn Árnason jarðyrkjumaður, systursonur Tómasar Sæmundssonar, en móðir hans, Ingunn Magnús- dóttir Andréssonar alþingis- manns í Syðra Langholti. Eru þetta hvorttveggja merkar ætt- ir á Suðurlandi. Föður sinn missti hann á unga aldri og var þá tekinn til fósturs til Einars Magnús- sonar og konu hans, Margrétar móðursystur séra Árna, er bjuggu að Miðfelli í Hruna- mannahreppi. Árið 1879 gekk hann í Lærða skólann og var þar í fjögur ár, las 5. og 6. bekk saman utanskóla og varð stúd- ent árið 1884. Hann útskrifað- ist af' prestaskólanum árið 1886 og var sama ár veitt Miklaholts- prestakall í Snæfellsness-próf- astsdæmi. Þjónaði hann því prestakalli með röggsemi og skörungsskap í samfleytt 48 ár og sótti aldrei um annað presta- kall. Síðustu 11 árin var hann prófastur í Snæfellsness-próf- astdæmi. Lét hann af embætti 1934, flutti þá til Reykjavíkur og býr nú á Laugaveg 145. Árið 1894 kvæntist séra Árni Önnu Maríu Elísabetu Sigurð- araóttur, oddvita í Skógarnesi Syðra og konu hans, Guðríðar Magnúsdóttur hreppsstjóra í Syðra Skógarnesi, hinni ágæt- ustu konu. Áttu þau 11 börn, sem öll eru enn á lífi uppkom- in. Lengst af bjó séra Árni á eignarjörð sinni Stóra-Hrauni í Hnappadalssýslu. Húsaði hann jörðina myndarlega og var höfðingi heim að sækja. Séia Árni var klerkur* og ræðumaður í bezta lagi, ákaf- lega fjölfróður, glaðvær og skemmtilegur heim að sækja, enda var kona hans mjög §am- hent honum í því, þrátt fyrir mikið annríki og húsmóður- störf. Gat séra Árni setið yfir gestum sínum að fróðlegum við- ræðum og gamanmálum langt fram á nætur. og mun engum hafa þótt kvöldvakan löng á Stóra Flrauni. Sérkennilegur er séra Ámi um margt í skoð- unum og hvergi smeikur við að halda sínu máli fram við hvern sem er að eiga, og ekki vil ég ætla það neinum skussa að þreyta við hann rökræður, þó að nú hafi hann 80 ár að baki. Hann er með afbrigðum fróður (Grein þessi er útdráttur úr ritgerð eftir N. Peffer í desemberheftinu af Harpers Magazine, merku amerísku tímiriti). PPLÝSTIR vitsmunamenn geta yfirleitt ekki verið í kommúnistaflokknum, og veld- ur því jöfnum höndum eðli flokksins og þeirra eigið eðli. Það, sem alþjóð er kunnugt um kommúnistaflokkinn, er sönnun þess, að fullt fylgi við flokkinn er ekki aðeins falið í yfirlýsingu um sannfæringu og hollustu við félagsmálastefnu, heldur og af- sdl vitsmunalegs heiðárleika og afneitun allrar sjálfsvirðingar. .... Sú var tíðin, að margir amerískir uppeldisfrömuðir og og menntamenn tóku að hneigj- ast að kommúnistaflokknum eða ganga í hann. Þeir hafa iðr- ast og snúið við hver á fætur öðrum, ekki endilega af því, að þeir hafi kastað einni félags- málaskipulagstrú, heldur vegna meiri andúðar gegn hinu nýja en hinu gamla. Þessi hefir reyndin orðið í öllum löndum. Undantekningar hafa þó verið til: Þeir, sem þrátt fyrir mennt- un sína eru haldnir blindu of- stæki, stundum samfara hulinni hneigð til unaðssemda Torque- mada.*) Hin hagfræðUegu trúarbrögð kommúnista eru út af fyrir sig. Þau skipta hér í rauninni litlu máli. Það, sem fælir vitiborna menn frá, eru þær aukabyrðar, sem á eru lagðar af ástæðum, *) T. var íorstjóri rannsóknar- réttarins á Spáni 1483—1498, ann- álaður grimmdarseggur, virtist hafa nautn af því að kvelja menn, lét brenna 9000 „villutrúarmenn“ á báli og hneppa tugi þúsunda í fangelsi eða reka úr landi. um ættir íslenzkra manna og ýms þjóðleg fræði og segir frá með sérkennilegu fjöri og ein- hverju fegursta tungutaki, sem ég hefi heyrt til nokkurs núlif- andi manns. Um leið og ég óska þeim hjónum innilega til hamingju á þessu merkisafmæli vildi ég dirfast að láta í ljósi þá ósk, að séra Árni skrásetji eitthvað af sínum óhemjulega fróðleik á þeim tíma, sem hann á enn fyrir höndum, og sem vér allir vinir hans óskum að megi verða sem lengstur og ham- ingjusamastur. Sigurður Einarsson. sem eiga meir'a skylt við sál- sjúkt ástand en félagsmála- kenningar. Skrílmál kommún- ista, .... vígorðin, og krafan um að nota þau .... eru óþol- andi fyrir sérhvern þann, sem ekki er reiðubúinn til að afsala sér með öllu sínum eigin per- sónuleika. . .. Það skiptir engu máli hvaða hagfræðilega trú hugsandi maður hefir, þessu og því um líku getur hann aldrei kyngt þegjandi til lengdar. . . . Enn þá síður getur hann sætt sig við þær alvarlegu árásir á persónulegt sjálfstæði, sem eru fólgnar 1 hinni alkunnu „flokks- línu“. í reyndinni þýðir flokks- línan það, að manni er fyrir- skipað út í æsar, hverju honum ber að trúa á mánudag, og síð- an er honum skipað að trúa ná- kvæmlega því gagnstæða á þriðjudag — og þess krafizt af honum, að hann lýsi hvorri trúnni um sig hátíðlega og opin- berlega sem sinni eigin trú þann daginn, sem hún er fyrirskipuð. .... Fyrst var lýðræðið blekk- ing, og jafnaðarmenn, fram- sóknarmenn, New Dealers (fylgjendur Roosevelts) og þess konar fólk félagsmála „fasist- ar“ (sósíalfasistar). Svo rís Þýzkaland upp og þýzk-ítalska bandalagið kemst á laggirnar. Þá var alþýðufylkingin fyrir- skipuð frá Moskva. Frá þeirri stundu var lýðræðið markmið allra rétthugsandi manna, og Josef Stalin auglýsti hátíðlega lýðræCisstjórnarskipun nokkr- um vikum áður en hann tók að slátra samverkamönnum sínum í stórhópum. Lýðræðið varð æðst allra gæða og sameiginlegt öryggi markmið allra rétthugs- andi þjóða -— þó að rétt áður væri Þjóðabandalagið talin svikablekking, og félagar þess ræningjar í bandalagi um að heyja landvinningastríð gegn Sovétríkjunum, verndara öreig- anna og kúgaðra þjóða. Lýð- ræði var svo vígorðið og ein- ræðisríkin erki-óvinurinn • — þangað til 23. ágúst 1939, en þá sýndi bandalagið við Þýzkaland og það, að Sovétríkin létu Þjóðverjum frjálst að ráðast á Pólverja, að Sovétríkin voru að- eins að vinna í þágu friðarins og að þær þjóðir, sem beittu sér gegn Þjóðverjum, voru að leggja út í landvinningahernað! Síðustu tíu árin hefir það verið megin-skilyrði þess að vera góður kommúnisti, að trúa öllu þessu og segja allt þetta, að verja hverja um sig af þessum kenningum í eitt skiptið og ná- kvæmlega andstæður hennar í annað — í bæði skiptin sam- in samkvæmt utan að komandi valdboði. Áþreifanlega satt, eða áþreifanleg lygi — það skipti engu máli. ,,Flokkslínan“ var lögð; þeir sanntrúuðu stikluðu eftir línunni. En ef þetta væri óheiðarlegt? Stóð á sáma, heið- arleiki var broddborgaraleg dyggð. En ef línubreytingin hefði í för með sér þjáningar fyrir einstaklinga eða þjóðir? Flokkurinn var hafinn yfir þjáningar og persónur. Það þarf ekki neitt sérstak- lega mikla andlega viðkvæmni til þess að gera sér það að reglu að hafa engin mök við menn eða stefnur, sem lúta slíkum boð- um, hvað sem hagfræðilegum skoðunum líður. Jafnvel það fé- lagsmálaskipulag, sem dæmt væri til falls, væri skárra en þetta. Á þeim grundvelli er kommúnistaflokknum hafnað, hvað sem félagsmálastefnuskrá hans líður. 12. tbl. Snnnudagsbðlaslns, sem kom út 19. marz 1939 óskast keypt. Útsölumenn, sem eiga eitthvað óselt af þessu blaði, gjöri svo vel og endursendi það til afgreiðslu Alþýðublaðsins í Reykjavík. fijaldprot konnnúnisnaas. JOHiV DICKSON CARR; Morðin í vaxmpdasalninn. 32. gluggann. Við höfum náð í alla glerskera hér í umhverfinu og beðið þá að gera okkur aðvart, ef þeir verða beðnir að setja í rúðu. Nokkrar fyrirskipanir? — Ekki um sinn. En gáið að því, að skipta ykkur ekkert af klúbb svartgrímumanna, fyrr en ég gef leyfi. Ég heyrði eitthvert nöldur í símanum og svo var samtalinu lokið. Bencolin lagði frá sér heyrnartólið og drap fingrunum á stólbríkina. Við vorum þögulir og hlustuðum á regnið, sem buldi á þekjunni. - — Svo að ungfrú Duchéne hefir verið myrt í klúbbnum. sagði ég .— En Claudine Martin . . . heldurðu, .að hún hafi verið myrt af því að hún hafi vitað of mikið um hitt morðið? Hann snéri höfðinu hægt. Hvernig stendur á því, að þér dettur þetta í hug? — Þér vitið, hverng hún hegðaði sér, kvöldið sem Duchéne hvarf. Hún grét, var æst og sagði við móður sína, að hún gæti'ekki hjálpað sér. Enginn getur hjálpað mér. Heldurðu, að þær hafi báðar verið meðlimir klúbbsins? Hann laut fram til þess að ná í bakka með flösku af brenni- víni, glösum og vindlingum. — Ég hefi verið að hugsa um þetta mál. Ég held, að Odette Duchéne hafi ekki verið í klúbbnum, en aftur á móti hefir ungfrú Martel verið þar bersýnilega. — Hversvegna „bersýnilega?“ — Ó. það er svo margt, sem bendir til þess. Fyrst og fremst vegna þess, að hún hefir bersýnilega verið í kunningsskap við ungfrú Augustin, ungfrú Augustin mundi vel eftir henni, enda þótt hún ef til vill myndi ekki nafn hennar. Claudine Martel hefir haft í hyggju, að fara gegn um safnið inn í klúbbhúsið, og við megum gera ráð fyrir því, að þar hafi hún verið tíður gestur. — Bíddu við andartak! Getur ekki átt sér stað, að ungfrú Augustin hafi kannast við Claudine Martel, af því að hún hafi rétt áður séð hana dauða? Bencolin hellti víni á glas og horfði hugsandi á mig. — Ég skil, Jeff, þú ert að reyna að koma ungfrú Augustin inn í morðmálið. Jæja, það er vel hugsanlegt, að svo sé. Við skulum ræða það mál seinna. En það, sem meðal annars styður þá skoðun, að ungfrú Martel hafi verið meðlimur klúbbsins, var svar-tá gríman, sem við fundum í ganginum skammt frá líkinu. Það var bersýnilega hennar gríma. Ég reis á fætur og sagði: — Skollinn sjálfur! Ég heyrði yður greinilega segja við Durrand lögreglufulltrúa, og meira að segja sanna það, að gríman tilheyrði annarri konu? — Já, sagði hann og hló niðurbældum hlátri. — Ég neyddist til þess að blekkja þig líka, af því að ég þurfti að blekk;ja full- trúann. Ég var smeikur um það um tíma, að hann myndi vita, hvað ég hugsaði. — Hvers vegna mátti hann það ekki? — Vegna þess, Jeff, að Durrand lögreglufulltrúi er of fram- kvæmdasamur náungi til þess, að hann geti haldið nokkru leyndu. ITann álítur, að hún hafi verið nörruð til klúbbsins, saklaus stúlka, og að þar hafi verið ráðizt á hana og hún myrt. Og það er einmitt þetta, sem ég vil, að hann álíti, og að allir hinir lögreglumennirnir álíti. Ef Durrand vissi, að hún var með- limur, hefði hann þegar yfirheyrt foreldra hennar, kunningja hennar, alla, sem við félagsskapinn eru riðnir og hefði sagt þeim alla málavöxtu, Útkoman hefði orðið sú, að annað hvort hefðu allir viðkomandi orðið fokreiðir og ekki gefið neinar upp- lýsingar, eða skellt hurðinni á nefið á okkur og algerlega neitað að tala við okkur. Að minnsta kosti hefðum við engar upplýs- ingar fengið. Eins og þú hefir vafalaust tekið eftir, þá sagði ég foreldrum Claudine ekki frá því, að morðin stæðu í nokkru sambandi hvort við annað og ekki heldur að hinar myrtu stúlkur hefðu staðið í neinu sambandi við klúbbinn. Ég hrissti höfuðið: — Þetta mál er hábölvað viðureignar. — Það er það! Og ef ég léki ekki tveim skjöldum, myndum við ekki komast að neinni niðurstöðu. Ef við gerðum upp- skátt um klúbbinn, yrði stórkostlegt hneyksli og málið yrði kæft, þar eð svo margir málsmetandi menn eru við málið riðn- ir og við myndum aldrei komast að neinni niðurstöðu. En um grímuna er það að segja, að þar var veikur blettur á röksemda- leiðslu minni, þegar ég ræddi við fulltrúann. Ef þú manst, þá gat lýsingin, sem ég gaf, ekki átt við aðra stúlku en hina látnu: Lítil, dökk á brún og brá, og auk þess var gríman snið- in á hana. En með ofurlitlu, meinlausu bragði, villti ég Durr- and sýn. — Það var varalitur á grímunni, Þú bentir á það, að enginn varalitur væri á líkinu. í þetta skipti skellihló hann. — Og samt sem áður vqr það þú sjálfur, sem tókst upp varalitinn, sem var í töskunni henn-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.