Alþýðublaðið - 20.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1940, Blaðsíða 3
LAUQARDAGUR 20. JAN. 1940. ALÞtÐUBLAÐIÐ ALÞ1T©UBLA®I© wmsTsöm-. F. R VAU3EMARSSON t fjarveru hana: SOTFAN PÉTURSSON. AFGREIÐSJUA: ALÞÝÐUHÚSINU (tnngangur frá Hverflsgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4801: Ritstjórn (innl. fréttir). 1802: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima) 4905: AlþýSuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Dýrtiðaruppbðt á ellilaun oo or- orkubætur. Fjárhagsáætlunin og ýms bæjjarmáL Tillap Haralds finðmnndssonar n rái- stafanir til bætts leilsnfars í bænnii. iklar endurbætur verða gerðar á íþróttavellin- um, en clregið úr undirbúningi íþröttasvæðfsins. , ----------------^--------------- Deiiur um lokun. hafearinnar og stúlkurnar í skipunum. VIÐ umræðurnar um fjár- hagsáætlun Reykjavíkur fýrir árið 1940 á bæjarstjórnar- fundinum í fyrradag, báru full- trúar Álþýðuflokksins fram þá breytingartillögu við fjárhags- áætlunina, að bæjarstjórnin samþykkti að greiða á árinu sömu - hundraðstölu í dýrtíðar- uppbót á ellilaun og örorku- bætur í 2. flokki og verkafólk fengi í kaupuppbót á hverjum tíma samkvæmt hinum nýju kaupgjaldsákvæðum gengislag- anna frá síðasta alþingi, að því til skyldu, að tryggingarstofnun ríkisins greiddi sömu uppbót að sínum hluta. Ef þessi tillaga hefði náð fram að ganga, hefðu ellilaun og örorkubætur í 2. flokki hækkað nú þegar um 9% eins og kaup, alls þess verkafólks, sem í gengislögunum er talið til lægsta launaflokks. En tillagan náði ekki samþykki bæjar- stjórnarmeirihlutans. Henni var yísað til hinnar nýstofnuðu framfærslunefndar ríkisins, en sú nefnd hefir nú'meðal margs anriars til athúgunar, hve mik- J, ið f ramf ærslustyrkir skuli hækka vegna dýrtíðarinnar af völdum stríðsins. í sjálfu sér er ekkért við það að athuga, þótt þéssari tillögu Alþýðuflokksfulltrúanna í bæj- arstjórn um > dýrtíðaruppbót á ellilaun og örorkubætur væri vísað til firamfærslulnefndar ríkisins. En hins vegar verður ekki séð, hváða skynsamlega ástæðu bæ j árátj órnafmeirihlut- inn gat haft til þess að tefja máiið'með því. Engum manni með heilbrigðri skynsemi getur blandazt hugur um það, að alls- endis óhjákvæmilegt verði að greiða gamla fólkinu og öryrkj- unum hlutf aljslega eins;,, háa uppbót á ellilaunin og örorku- bæturnar' og lægst Iaunaða verkafólkið fær á kaup sitt vegna dýrtíðarinnar. Ellilaúnin og örorkubæturnar voru þegar fyrir gengislækkun krónunnar og dýrtíðina af völdum stríðsins ekki miðaðar við annað en allra brýnustu þarfir þess fólks, sem verður þeirra aðnjótandi, og það getur því hver og einn sagt sér sjálfur, hvort nokkurt rétt- læti og nokkurt vit sé í því, að. láta- ellilaunin og örorkubæt- urnar standa í stað, þegar óhjá- kvæmilegt hefir reynst að hækka kaup alls verkafólks í landinu verulega vegna stór- kostlegrar verðhækkunar á öll- um lífsnauðsynjum, sem orðið hefir síðan ófriðurinn hófst. En það er ekki aðeins mann- úSar- og réttlætismál, að dýr- ¥-% RÁTT FYRIR ÞAÐ, þó að umræðxir í bæjarstjórn um £? [járhagsáætlunina væru að þessu sinni styttri og hóg- látari en nokkru sinni áður og hreytingartillögur miklu færri, komu ýms mál til umræðu og einstaka sinnum hvessti svolítið. Það verður að telja mjög líklegt að helztu tillögur Al- þýðuflokksins nái fram að ganga. Var hér í blaðinu í gær skýrt frá því að bæjarráð í heild tók upp tillögu Alþýðu- flokksins um kaup 1D vélskipa og athugun möguleika á byggingu ísframleiðsluhúsa og hraðfrystistöðvar, en aðrar aðaltillögur flokksins fóru til framfærslunefndar og bæj- arráðs til athugunar. Garðræktinltekki anbin. Alþýðuflokkurinn lagði mikla áherzlu á að fá samþykkta til- lögu sína um framlag til garð- ræktar svo að mönnum yíði hjálpað til að auka garðrækt í bænum, en þetta fékkst ekki samþykkt, og verður að telja það mikla skammsýni af hálfu bæjarstj órnarmeirihlutans. Ein- mitt nú hefði verið ástæða til að auka garðyrkjuframkvæmd- ir í bænum, en meirihlutinn vildi ekki stuðla að því með auknum fjárframlögum. SiúkraMsmáiin. Tiilaga Haraldar feJd. Haraldur Guðmundsson bar fram tillögu um, að bæjarsjóð- ur greiddi styrk til einkasjúkra- húsanna í bænum, er næmi 2 kr. pr. legudag, að því til settu að meðlimir Sjúkrasamlags Reykjavíkur og sjúklingar þeir, sem bærinn greiðir fyrir, njóti sömu kjara á sjúkrahúsum þessum og á Landsspítalanum. Síðastliðið ár var daggjald á tíðaruppbót verði greidd á elli- laúnin og örorkubæturnar á sama hátt og á kaup verkafólks- ins. Það er auk þess knýjandi nauðsyn, ef koma á í veg fyur það, að gamla fólkið og öryrkj- arnir verði hópum saman að leita til bæjar- eða sveitarfélags síns um framfærslustyrk til viðr bótar til þess að geta dregið fram lífið. Bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hér í Reykjavík hefði því átt að geta sagt sér það sjálfur,. að þess gæti ekki orðið nema örskammt að bíða, að bæjárstjórnin yrði að taka þetta mál upp á ný og afgreiðá það að minnsta kosti á mjög svipaðan hátt og þann, sem fulltrúar Al- þýðuflokksins fóru fram á, og öll skynsemi mælti því með því að tillaga þeirra væri tafarlaust samþykkt. En þess er að vænta, að fram- færslunefnd ríkisins, sem nú hefir þessa tillögu til athugun- ar, greiði þannig fyrir henni, að gamlá fólkið og öryrkjarnir þurfi ekki að bíða þess lengi, að því sésýnt sama réttlæti og öðrum með því að hækka við það hin litíu ellilaun og örorku- bætur á sama hátt og sjálfsagt og nauðsynlegt hefir þótt að hækka kauþ alls verkafólks í landinu. Landsspítalanum kr. 6,50, en á einkasjúkrahúsunum 2 krónum hærra, eða kr. 8,50. hvort- tveggja að meðtalinni greiðslu fyrir læknisaðgerðir, lyf o. þ. h. Legudagar samlagssjúklinga á einkasjúkrahúsum sama ár voru rúmlega 30 þús.. og varð því samlagið að greiða yfir 60 þús. kr. meira fyrir sjúkrahúss- vist meðlima sinna en það hefði þurft að greiða, ef Landsspít- alinn eða jafnódýrt sjúkrahús hefði getað tekið við öllum sjúk- lingum þess. Aðrir kaupstaðir landsins, nær allir, hafa tekið á sig þung- ar byrðar til þess að bæta úr heilbrigðisástandi bæjarbúa og létta þeim sjúkrakostnað, með því . að reisa sjúkrahús með miklum tilkostnaði og síðan reka þau með stöðugum halla. Enda eru daggjöld þessara sjúkrahúsa yfirleitt svipuð og hjá Landssþítalanum, og sums staðar ennþá lægri. Erlendis víðast, t. d. í Dan- mörku, leggja bæjarfélögin svo mikla áherzlu á þetta atriði, að þau láta innanbæjarsjúklinga aðeins greiða lítinn hluta legu- kostnaðarins, víða 1—2 krónur á dag og jafnvel lægra. Telja þau sanngjárnt, að þeir, sem eru svo lánsamir að veikjast eigi svo að þeir þurfi sjúkra- hússvist, beri meira af kostnaði við sjúkrahúsin en sjúklingarn- ir sjálfir. Reykjavík hefir ekkert að- hafzt í þessu efni. Nú er þýð- ingarlaust að bera fram tillögu um að bærinn byggi sjúkrahús eða kaiipi. Því var lagt til að í bili leggi bæiarsjóður fram sem svarar mismun á daggjöld- um einkasjúkrahúsa og Lands- spítalans, svo aðstaðan verði að þessu leyti jöfn og í' kaupstöð- um. sem sjálfir eiga og reka sjúkrahús. Með því að leggja niður Far- sóttahúsið, sem rekið hefir ver- ið með- stórkostlegum halla. 1938 yfir 60 þús. kr., og koma þeim málum annan veg fyrir, má fá mikið upp í þá fjárhæð, sem leggja þyrfti sjúkrahúsun- um.. Ef þessi tillaga H. G. hefði verið samþykkt, hefði eigi þurft að hækka iðgjöld til sjúkrasam- lagsins, þrátt fyrir vaxandi dýr- tíð, og hefði þá fremur mátt lánast. að halda niðri öðrum kostnaðarliðum. Misskilningur er, að telja framlag bæjarins til aukinna útgjalda. Ekki er hægt að segja um með vissu, hve mikið hefir sparazt bænum af sjúkrakostn- aði vegna bæjarmanna síðan samlagið tók til starfa. En vist er að þar er um geysifjárhæðir að ræða. En meirihlutinn felldi tillögu Haraldar og þar með ríkir sama sleifarlagið áfram í þessum málum. A að loka Mfninni ? Framsóknarf lokkurinn bar fram tillögu um að heimila hafnarstjórn að verja fé hafnar- sjóðs, eins og með þyrfti, „til að koma upp fullnægjandi girð- ingu, er útiloki umferð að þeim svæðum hafnarinnar, þar sem útlend skip hafast við". Hafnarstjórn hafði fengið þessa tillögu til umsagnar, og var hún tekin til umræðu á fundi stjórnarinnar 16. þ. m. Felldi stjórnin tillöguna með samhljóða atkvæðum. ' , Um enga tillögu urðu eins harðar umræður á bæjarstjórn- arfundinum og þessa. Jón Axel Pétursson lagði eindregið til að tillagan yrði felld. Taldi hann að slíkar girðingar hefðu enga þýðingu og sagði hann að á- standið væri sízt betra í þeim hafnarborgum erlendis, þar sem hafnirnar væru lokaðar vissa tíma sólarhringsins. Hann sagði að það væri álit þeirra manna. sem fygldu þessu máli, að hægt væri með því að draga úr hættu af samræðissjúkdóm- um, en það væri hinn mesti mis- Frá miShéruðunum í Hollandi. sem vatni hefir þegar vterið veitt á í varnarskyni. skilningur, og reynslan annars staðar sannaði þetta. „Auk þess er ég algerlega andvígúr því, að það verði farið að girða sjó- mennina frá öðrum borgurum þessa fiskimannabæjar," sagði J. A. P. Þá sagði hann að hann teldi, að ef girða þyrfti af höfn- ina, væri nauðsyn að girða fleiri staði. Hann kvaðst um nætur, er hann hefði neeturvakt, sjá verra atferli í ýmsum portum bæjar- ins en við höfnina og meðal annars í porti við Sambands- húsið. Jónas Jónsson reiddist hafn- arstjórn mjög fyrir afstöðu hennar og taldi hana hneyksli. Hann sagðist myndi gera þetta að; opinberu máli, heimta fram- kvæmdir í málinu, taka það upp á alþingi, ákveða að lög-' regluþjónar skyldu hafa ljós- myndavélar til að skella af á ósómann. Þá gerði hann Flosa- port pg portið við Iðnskólann að umtalsefni. Hann kvað Al- l þýðuflbkkinn andvígan girðing- um við höfnina vegna þess, að verkalýðsfélögin óttuðust að léttara yrði að afgreiða skip með , verkfallsbrjótum. Hann sagði að framferðið hér við —-------r-----—----—-"^-—-^::.-r— höfnina væri þjóðinní,.-,_. til skammar. Jón Axel Pétúrsson svaraði Jónasi aftur —• og kvaðst ekki óttast hótanir hans, enda vœru þær ekki á neinum rökum reist- ar. Tillaga Framsóknarflokiwina var felld. llklar endarlætir á I- Þróttaveilinam. Gunnar Thoroddsen. sem á sæti í stjórn íþróttavallarins, bar fram tillögu um að taka af f járveitingu, sem ætluð er til undirbúnings íþróttasvæðisins í Skérjafirðí, nokkrá fjárhæð, sem varið yrði til endurbóta á íþróttavellinum. Sagði hann, og munu allir taka undir það, að nauðsyh væri á þvi að endurbæta íþróttavöll- inn. Það þyrfti að hækka hann svb áð vatn stæði ekki á hon- um þegar rigndi, bæta þyrftí á- horfendasvæði. búningsklefa og gera ýmsar breytingar svo að betri aðstaða skapaðist fyrir þá, sem stunda frjálsar íþróttir. Frh. á 4. siotiv? VINNUFATAGERD ÍSLANDS H. F. REYKJAVIK. SÍMASt — 3666 — lOM. Kaupið aldrei vinnu- fatnað án pess að at- huga að eitthvert þess ara merkja sé á hon- um: ^C X X "f 7*T13 iír ¦* ^r NHNKIN VlltKHAKI Elsía ob fnlíbomnasía verbsmiðja sinnar greinar á íslandi. Tfin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.