Alþýðublaðið - 20.01.1940, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1940, Síða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ GAMLA BlðH Lðgreglngildran Spennandi og viðburðarík amerí.sk kvikmynd um viðureign amerísku G- mannanna við bófaflokka. Aðalhlutverkin leika: Robert Preston, I. CarroII Naish og Mary Carlisle. Börn fá ekki aðgang. SKEMMTIKLÚBBURINN CARIOCA Dansleikur B í IÐNÓ í kvöld Mgöngnin. á aðeins 2,50. Verðajseldir í IÐNÓ frá klukkan 6 eftir hád.fi dag. Hljómsveit IÐNÓ Hljémsí. Hútel tslands. Pantaðir aðgöngum. verða að ssekjast fyrir klukkan 9 1 NÝJA BIÓ RAMÓNA Tilkomumikil og fögur amerísk kvikmynd frá FOX, öll tekin í eðlilegum litum í undursamlegri náttúrufegurð víðs vegar í Californiu. — Aðalhlut- verkin leika: Loretta Young, Don Ameche, Kent Taylor og Pauline Frederick. LENSBORGARBIO BraHnedansiHH. Fred Astaire og Ginger Rogers, Sýnd í kvöld kl. 9 og annað kvöld kl. 7 — (lækkað verð) — og kl. 9. Sanmnm alls konar drengjaföt, frakka og skíðaföt. Einnig sniðið. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI. Sparta Laugavegi 10. L O. G. T. UNGLINGASTÚKAN UNNUR nr. 38. Fundur á morgun kl. 10 fyrir hádegi í G.T. húsinu. Leikrit og fleira. Fjölsækið. Gæzlumenn. ST. VÍKINGUR. Fundur n.k: mánudag á venjulegum stað og tíma. Inntaka nýrra fé- laga. Umræður og atkvæða- greiðsla um hina nýju skipu- lagsskrá fyrir góðtemplara- hús í Reykjavík. Barnastúk- an ,,Unnur“ heimsækir. Ingj- aldur Jónsson flytur erindi. Fjölmennið stundvíslega. BARNASTÚKAN ÆSKAN nr. 1. Fundur klukkan 3,30 á morgun. Inntaka nýrra fé- laga. Til skemmtunar verð- ur: Samtal, smáleikur, sýnd- ar skuggamyndir og fleira. Gæzlumenn. „Gísli Súrsson“ leikrit eftir B. H. Barinby verð- (ur leikið í útvarpið í kvöid. Ungmennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafnarfirði CABARETTKVÖLD að Hðtel Bjðrninn kl. 9,30 i kvSld. Frú Soffía Guðlaugsdóttir les upp með undirleik. Hr.* Pétur Jónsson óperusöngvari syngur alþýðulög. Frk. Gulla Þórarins sýnir stepdans. Hr. Friðfinnur Guðjónsson kemur öllum til að hlæja. SWING-BANDIÐ SPILAR. DANS tll klukkan 4. Aðgöngumiðar á aðeins kr. 2,50 við innganginn. PANTIÐ BORÐ TÍMANLEGA. ÝMS BÆJARMÁL Frh. af 3. síðu. Gunnar Thoroddsen kvað þetta mál hafa verið í undir- búningi undanfarið. Hann kvaðst hafa haft tal'af stjórn- endum unglingavinnunnar og hefðu þeir tekið vel í það, að atvinnulausir unglingar ynnu að þéssum framkvæmdum, en þeir hafa undanfarið unnið að undirbúningi íþróttasvæðisins í Skerjafirði. Þá hafði stjórn I- þróttavallarins snúið sér til allra helztu íþróttafélaganna, og myndu þau fús til að leggja fram . allmikla sjálfhoðavinnu. Tillaga Gunnars Thoroddsen var samþykkt — og verða því umbæturnar gerðar á íþrótta- vellinum. Sekt og fongelsi fyr- ir öleyfilega áfengis- [ GÆR dæmdi sakadómari Ólaf Kjartan Ólafsson, Skólavörðustíg 46, í 3 mánaða fangelsi og 3000 króna sekt fyr- ir óleyfilega áfengissölu. Var brot hans margítrekað. Útbreiðið Alþýðublaðið! Skíðaferðir nm helg- ina. SKÍÐAFÆRI mun nú vera sæmilegt á fjöllum og ætla sum íþróttafélögin á skíði um helgina, K.R.-ingar ætla að fara í skíðaferðir um helgina. Farið verður í kvöld kl. 8 og í fyrra- málið kl. 9. Farmiðar fást í Haraldarbúð og á skrifstofu K. R. kl. 4—6. (Sími 2130.) Ármenningar fara 1 skíðaferð í Jósefsdal í kvöld kl 8 og í íyrramálið kl. 9. — Farið verð- ur frá íþróttahúsinu. DEILUR SJÓMANNA OG ÚTGERÐARMANNA. (Frh. af 1. síðu.) hækka lifrai’hlutinn nokkuð. Héldu fulltrúar sjómanna því fram, að lifrina, sem er afla- verðlaun, væri frjálst að semja um og að þau hækkuðu um meira en fasta kaupið. Útgerð- armenn líta hins vegar svo á, að ekki geti verið um meiri hækkun að ræða á lifrinni en um annað kaup í hlutfallstöl- um og jafnvel að hún mætti ekki hækka. Sjómenn byggja kröfur sínar á því, að lifur hefir hækkað mjög mikið og má bú- ast við að hún hækki enn all- verulega. í stríðinu 1914—1918 komst lifrartunnan upp í 80 krónur og aflaverðlaunin hækk- uðu. Finnst sjómönnum sem vonlégt er að þeim beri hlutur af hinni miklu verðhækkun. Ekkert samkomulag náðist á fundinum í gær, og var ákveðið að vísa nokkrum deiluatriðun- um til kauplagsnefndar, sem samkvæmt gengislögunum hef- ir úrskurðarvald í slíkum á- greiningsmálum. NOREGUR OG STRÍÐIÐ. (Frh. af 1. síðu.) að í henni hefði ekki verið lögð nægilega mikil áherzla á það, hve nálægt Finnland stæði Nor- 'egi. Hið ískyggilegasta fyrir Noreg væri alls ekki hafnbann Breta né aðrar afleiðingar styrjaldarinnar í vestanverðri álfunni, heldur hitt. að styrjöld væri komin á hendur Finnum og ófriðurinn raunverulega þar með kominn að landamærum Noregs. Ólafur ríkiserfingi Norð- manna flutti ræðu í norska út- varpið í dag og gerði grein fyrir skipulagningu sjálfboðaland- varnasveita þeirra, sem verið er að setja á laggirnar í öílum stærri bæjum og borgum Nor- egs og þéttbýlli sveitum. Hefir ríkiserfinginn tekið að sér að hafa með höndum for- ystu þessa máls. Hjónaband. Gefin verða saman í hjóna- band í dag af séra Bjarna Jóns- syni ungfrú Þuríður Stefáns- dóttir og Sigurður Sveinsson gosdrykkj agerðarmaður. f DAfi Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljóm- plötur: Kórlög. 19,50 Fréttir. 20,15 Leikrit: „Gísli Súrsson", eftir B. H. Barmby (Ingibjörg Steins- dóttir, Indriði Waage, Brynjólf- ur Jóhannesson, Gestur Pálssoin, Ævar R. Kvaran, Gunnar Stef- ánsson, Jón Aðils, Jón Leós, Em- ilía Jónasdóttir, Alda Möller, Hildur Kalman, o. fl.). 22,30 Frétt ir. 22,40 Danslög. 24,00 Dagskrár- lok. ’ " Á MORGUN Helgidagslæknir er Kjartan Ól- afsson, Lækjargötu 6B, sími2614. Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. OTVARPIÐ: 9,45 Morguntónleikar (plötur): a) Pianókonsert, eftir Ravel. b) Or „Eldfuglinum“, eftir sítravinsky. c) Fiðlukonsert í D-dúr, eftir Pra- koffieffkowsky. 10,40 Veðurfregn- ir. 12,00—13,00 Hádegisútvarp. 14,00 Messa í fríkirkjunni (séra Sigurðssonþ 15,15—16,45 Miðdeg- istónleikar (plötur): Opera: „Cosi fan tutte — Þetta gera þær all- ar“, eftir Mozart. Fyrri þáttur. 18,30 Barnatími: a) Barnasögur (Stefán Jónsson kennari). b) Hljómplötur: Ýms iög. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Hljómplötur: Svíta í D-dúr, nr. 3, eftir Bach. 19,50 Fréttir. 20,15 Upplestur og söngur: Ættjarðarkvæði (Vilhj. Þ. Gíslason — Otvarpskórinn). 21,30 Tónleikar Tónlistarskólans: dr. von Urbantschitsch leikur á pí- anó: Tiibrigði eftir Paul Dukas við lag eftir Rameau. 21,50 Frétt- ir. 22,00 Danslög. 23,00 Dagskrár- lok. MESSUR Á MORGUN I dómkirkjunni kl. 11 séra Bj. Jónsson, kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sr. Fr. Hallgrímsson), kl. 5 sr. Friðrik Hallgrímsson. 1 Laugarnesskóla kl. 5, sr. Garð ar Svavarsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 10 f. h. I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2. Spurningabörnin sé til viðtals í kirkjunni að aflokinni messu- gerð, I Landakotskirkju. Lágmessa kl. 6t/a og kl. 8 árd. Hámessa kl. 10 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. 1 fríkirkjunni kl. 2 sr. Árni Sig- urðsson. Sherlock Holm'es. Þessi spennandi leynilög- regluleikur hefir gert mikla lukku í ISnó og þótt vel með hlutverk farið hjá leikendum. — Og nú er betra fyrir þá, sem vilja sjá leikinn, að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. NYI KLÚBBURINN: Dansleikur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld klukkan 10. Pijónsveit nndir stjörn F. Weisshsppeis. Aðgöngumiðar verða seldir frá klukkan 7 annað kvöld. LEiKFÉLAG REYKJAVfiKUR. Sheriock Holmes. Dauðlna nsrtnr lifsiis. Sýning á morgun kl. 3. Sýning annað kvöld kl. 8. SÍÐASTA SINN. Hljómsveit LÆKKAÐ VERÐ. Dr. Urbantschitsch aðstoðar. Aðgöngumiðar að báðum sýningunum verða seldir frá kl. 4—7 í dag. Sundhðll Reykjavíkur. verður lokuð dagana 22.—28. þ. m. vegna hreingern- ingar. ATH. Þeir, sem eiga mánaðarkort, eða eru á sund- námskeiðum, fá það bætt upp, er þeir rtiissa úr við lokunina. Símnefni: Eldhaka, Reykjavík. Kanpmenn »y Kaupíélöy! Munið, að þar sem vér höfum skrifstofu opna í New York, getum vér ætíð gefið yður bezt og fljótast tilboð í alls konar vörur frá Ameríku. Verzlunarfélagið ELDING, Laufásvegi 7. Sími 4286. SálaranHsúknarfél. íslands hefir almennt fræðslukvöld í fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 5. Orgelsóló: Herra Sig. ísólfsson. Kórsöngur: Kirkjukórinn. Forseti félagsins, séra Jón Auðuns, flytur er- indi: Hvað segir spiritisminn um Krist? — (Svarað árásum). Orgelsóló. Kórsöngur. Aðgöngumiðar á 1 krónu fást í bókaverzlunum Snæbjarnar Jónssonar og Sigfúsar Eymundssonar í dag og við inngang- inn á morgun. Kirkjan verður opnuð kl. 4,30. — Stjórnin. MATSVEINA- OG VEITINGAÞJQNAFÉLAG ÍSLANDS. Aðalfundur félagsins verður haldinn kringum 20. næsta mánaðar. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.