Alþýðublaðið - 22.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.01.1940, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 22. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ £ litla hafmeyjan H.C.ANOERSEN 38) Oft á kvöldin sá hún hann sitja í fallega bátnum sínum. Og henni þótti stöðugt vænna og vænna um mennina og hana lang- aði til að heimsækja þá. Og hún fór til ömmu sinnar og spurði hana spjörunum úr um mennina. 39) — Ef mennirnir drukkna ekki, geta þeir þá lifað alltaf? — Þeir deyja, eins og við, sagði gamla 'hafmeyjan. En þeir hafa eilífa sál, sem við ekki höfum. Þegar við deyjum verður sál okkar að froðu. — Hvers vegna fengum við ekki ódauðlega sál? Er þá ekkert hægt að gera. svo að ég fái ódauðlega sál? — Nei, sagði gamla konan, — ekki nema á þann hátt, að einhver maður yrði svo ástfanginn af þér, að hann léti prest leggja blessun sína yfir ykkur. 40) Við skulum vera ánægðar, sagði gamla konan. — í kvöld skulum við halda hirðdansleik. Og þar var mikið skraut á veggjum og loftinu. Og í veizlunni söng litla hafmeyjan bezt af öllum. En brátt fór hún aftur að hugsa um prinsinn. — Meðan systur mínar dansa ætla ég að fara til galdranornarinnar. Hún getur kannske hjálpað mér. Gjafir í rekstrarsjóð björgunar- skipsins Sæbjörg. Frá fjölskyld- unni á Baldursgötu 31 kr. 6. S. B. kr. 20. Einar Stefánsson skip- stjóri og frú kr. 500. Ásgeir Magnússon vélstjóri, áheit kr. 25. Helga Einarsdóttir og Jón Guðmundsson, Bergstaðastræti 20 kr. 30. O. O. kr. 10. S. O. S: kr: 100. N. N. Reykjavík kr: 10. Kvennadeildin á Bíldudal kr. 150. T. A. Reykjavík kr. 200. Björgunarfélag Vestmanna eyja kr. 1000. Jóna Guðmunds- dóttir, Laugarnesspítala kr. 7. Útgerðarm. s.s. „Jökull“, Hafn- arfirði kr. 231,29. Útgerðarm: m/s. ,,Rafn“, Hafnarfirði kr. 278,02. Kristín Gísladóttir, Grettisgötu 74 kr. 30. Guðrún Sigurðardóttir. Mángötu 9 kr. 2. Eyvindur Árnason, Laugaveg 52, kr. 100. Stefán Filippusson, Ránargötu 9 kr. 10. N. N. Höfn- um kr. 10. Metha og Carl Ol sen, Reykjavík kr. 500. S. í. S: kr: 1000. Ólafur Proppé kr: 100. Ólöf, Kaj, Guðrún og Val- garð kr. 8. Andrés, Reykjavík kr. 10. Guðrún, Mjölnisveg 48 kr. 5. J. Þ. S. Reykjavík kr: 25: Sveinbjörg, kr. 1. H: G., Reykjavík kr. 10. Ólafur Þor- steinsson, Leifsgötu 16 kr. 50. Kærar þakkir. — J. E. B. Hjónin Karen og Sveinn Þórar- insson hafa opnað málverkasýningu í í Grönningen í Kaupmannahöfn. Hafa blöðin farið lofsamlega um málverk þeirra. F. 0. Freyr 1. tbl. yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Atli Bald- vinsson: Tröllamjölið og arfinn, Stgr. Steinþórsson: Fjárveiting- ar til landbúnaðarins o. m. fl. UMRÆÐUEFNI Sögusagnir um verðhækkun á kolum, Þær eru rangar. Samtal við Sigurgeir Sigur- jónsson. Annars má búast við meiri verðhækkun á vör- um. Útgerðarmenn og sjó- menn. Gróði togaraútgerð- arinnar og útsvörin á al- menningi. Fyrirspurn um frímúrara. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. YMSAR SÖGUR ganga hér í bænum um þessar mundir um að kol muni hækka gífurlega í verði næstu daga. Segja sumir að kolin muni hækka upp í 200 krónur tonnið. Ég trúði ekki þess- um sögusögnum og spurði því Sig- urgeir Sigurjónsson cand. jur. að því í gær, hvað hæft væri í þeim, en Sigurgeir á, eins og kunnugt er, sæti í verðlagsnefnd. „ÉG VEIT EKKI TIL að nokk- ur fótur sé fyrir þessum sögusögn- um, en ég hefi líka orðið var við þessar sögur,“ sagði Sigurgeir Sig- urjónsson. „Núna um áramótin voru til hér í bænum um 9 þús- und smálestir af kolum. Talið er að meðaleyðsla hér í bænum á mánuði sé um 9 þúsund tonn. Sam- kvæmt því ættu þessar birgðir að minnsta kosti að duga fram að mánaðamótum marz og apríl, ef ekki gerir þá mjög óvenjulegt kuldakast. Til okkar í verðlags- nefnd hafa ekki borizt neinar til- kynningar um það, að kolaverzl- anir hér í bænum ættu kol núna á leiðinni.“ EN EF KOL KOMA, hvernig verður þá um verðlagið á þeim? spurði ég. „Það er þá tvennt fyrir verðlagsnefnd að gera: að verð- jafna kolin, þannig að öll kol hækki þá strax samkvæmt því verði, sem er á kolum, sem nú eru til hér, og því verði, sem verður að koma á hin nýju kol. Ég tel ólíklegt að verðjöfnun ýrði gerð, að minnsta kosti er ég andvígur verðjöfnun, af því að birgðirnar, sem nú eru til, ættu að nægja fram að vori og þá fer að draga úr kola- notkun. En það er þér óhætt að segja lesendum þínum, að engin verðhækkun á kolum viðrist muni koma á næstunni.“ EN ÞÓ AÐ ÞESSAR FREGNIR um skyndiiega verðhækkun á kol- unum hafi ekki reynst réttar, þá er það vitað mál, að mikil verðhækk- un hlýtur að verða smátt og smátt á vörum á næstu mánuðum. Farm- gjöld hækka stöðugt og auk þess stíga vörur í verði á mörkuðunum. T. d. er sagt að kol fari nú ört hækkandi í Englandi og það hlýtur vitanlega að komá niður á neyt- endunum. MENN SEGJA að um þessar mundir séu togaraeigendur ósann- gjarnari í garð sjómanna en þeir hafa verið fjölda mörg síðastliðin DAGSINS. SAGT ER, að menntamálaráð sé nú að setjast á rökstóla til að at- huga úthlutun skálda- og lista- mannastyrkja. Hefir það nú tekið við þessum úthlutunum af hátt- virtu alþingi. Jónas JJónsson rit- ar nú í hvert blað Tímans um grenjaskytturnar, en það eru þeir menn, sem á undanförnum árum hafa elt þingmenn á röndum til að biðja þá um slíka styrki. Ef þessir listamenn, hálflistamenn og kvart- listamenn eru réttnefndir „grenja- skyttur,“ þá hlýtur alþingishúsið að hafa verið grenið og þingmenn- irnir refirnir. Nú er þessu breytt. Menntamálaráðið hefir fengið öll völdin í sínar hendur, Jónas er for- maður þess og það er því hann, sem er refurinn, sem á að skjóta. En sleppum því. Nú á að verða réttlæti í hlutunum. Nú þýðir eng- in agitasjón. Þeir verðugu hljóta heiðursverðlaunin, hinir ekkert. Enn þá er að finna þá verðugu. Sagt er, að Menntamálaráð ætli að boða alla málara til sín ‘einn dag- inn og láta þá sýna sér málverk sín. En það verður að hafa hraðan á, því að margir munu finna sig kallaða. Talað er um að haga sýn- ingu á sama hátt og myndin sýn- ir. Það gerir ekkert til. þó að það reyni á snarræði listavitsins og dómgreindarinnar, hvort tveggja er vel vakandi og þó að listamennirn- ir verði á harða spretti að hlaupa fram hjá gagnrýnandanum, þá mun hið frána auga hans geta dæmt vel og réttlátlega. ár, Sjá menn af því, að það fer ekki eingöngu eftir því, hvernig atvinnureksturinn gengur. hve sanngjarnir atvinnurekendur reyn- ast í garð verkalýðsins. Enginn neitar því, að atvinnurekstur tog- araeigenda hefir gengið ágætlega undanfarna mánuði og stórmikill gróði orðið á útgerðinni. — Salan hefir gengið prýðilega og fer ekki minnkandi. Er það einmitt vegna þess að góðavonir séu miklar, að sanngirni útgerðarmanna fer minnkandi? Kemur það í þessu fram, að málshátturinn: ,.Mikið vill meira“ sé réttur? ÞVÍ VERÐUR EKKI TRÚAÐ fyrr en það kemur berlega í ljós, að útgerðarmenn sýni ekki sjó- mönnum fullkomna sanngirni. Engir menn leggja eins mikið í hættuna og sjómenn og ef nokkr- ir þjóðfélagsborgarar eiga skilið að fá laun sín mæld greiðlega og ríflega, þá eru það sjómennirnir núna á þessum tímum. Ræður og lof í blöðum og á alþingi og á sjó- mannadaginn er fyrirlitlegt snakk, ef framkoman gagnvart kröfum sjómanna um launakjör og aðbúð er ósvífin og ber svip hins þrönga sjónarmiðs gróðamannsins. — En við bíðum og sjáum nú hvað set- ur. Ég er hræddur um að það kveði við í Saurbæjareldhúsi ef sjómenn fá ekki kröfur sínar fylli- lega viðurkenndar af togaraeig- endum. ÞÓRÐUR SVEINSSON á Kleppi hefir beðið mig að leiðrétta svo- lítinn misskilning, er kom fram í viðtali við hann hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Hann útskrifað- ist árið 1905 og tók við Kleppi 1907. Þá biður hann þess getið, að ef menn taki sér fótabað, þá skal vatnið vera 45—48° C heitt og svolítið af sápu á að vera í því. FR. skrifar mér efti.rfarandi bréf: „Þorsteinn Þorsteinsson skiþ- stjóri flutti erindi í útvarpið þann 17. þ. m. um togaratímabilið, þ. e. tímabilið frá 1907, þegar togara- útgerð hófst hér fyrir alvöru. — Erindi þetta var að vonum fróð- legt og skemmtilegt, þótt ef til vill megi deila um nokkrar af niður- stöðum þeim og ályktunum. sem hann komst að í erindinu. Einkum hygg ég að með nokkrum rökum megi véfengja þá fullyrðingu hans, að einasta orsök þess, að ekki hefir verið hægt að endurnýja tog- araflotann, hafi verið skattar, út- svör og tollar á útgerðinni. HANN LÉT GETIÐ ýmissa að- gerða hins opinbera fyrir togara- útgerðina, svo sem leit nýrra fiski- miða o. fl. Hins vegar lét hann al- veg hjá líða að geta hins, sem að mínu viti hefði þó verið fyllsta ástæða til að geta, að með lögum frá árinu 1938 var togaraútgerð undanþegin skatta- og útsvars- greiðslu og tollaívilnana hefir út- gerðin notið um alllangt skeið. Enn fremur muna væntanlega flestir eftir gengisbreytingunni fyrri hluta ársins sem leið, sem einnig var gerð fyrir útgerðina, en þess var að engu getið í erindinu. ENDA ÞÓTT skattar, og þó einkum útsvör kunni að hafa verið all-nokkur baggi á útgerðinni, eft- ir að síðasta 10 ára erfiðleikatíma- bil hófst, þá mun þó sanni nær að telja orsök þess, að ekki hefir ver- ið hægt að kaupa nýja togara, þá, að lélegur markaður og fiskileysi hcfir valdið því, að taprekstur hef- ir verið á velflestum togurum allt fram á síðustu tíma. LÖGIN um skatta- og útsvars- undanþágU stórútgerðarinnar höfðu því miður mikinn rétt á sér allt fram á síðustu tíma. En hvað er hægt að segja nú, þegar togarar fá allt að 50 þúsund krónu stríðs- hagnað á mánuði og oft meira en það? Væri ekki sanni nær, að nokkur hluti af þessum hagnaði, sem er í mesta máta óeðlilegur, væri notaður til* þess að lækka þann óeðlilega skatta- og útsvars- þunga, sem nú ætlar að sliga ein- staklinga og atvinnufyrirtæki vegna stríðástandsins? Ég varpa þessari spurningu fram til athug- unar þeim, sem mál þetta varðar, en tala þeirra er legio.“ X + Z + Y SKRIFAR: „Hvaða tilgang hefir Frímúrarareglan og hvernig starfar hún? Hvenær var hún stofnsett hér á landi? Hverjir fá inntöku, og með hvaða skilyrði?“ VILL EKKI einhver frímúrari svara þessari spurningu og seðja þar með forvitni fyrirspyrjandans? Hannes á horninu. Kiidabjúfi ný daglega. Harðfiskur, Riklingur. Smjör. Ostar. Egg. KOMIÐ. SÍMIÐ. SENDIÐ: BREKKA Sfmar 1678 og 214f. TJARNARBÚÐIN" Sí»i 357f. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Orðsending til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiSast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending telaðsins trufi- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengif blaðverðiS krafii með péstkröfu. J0MN DICKSON CARR: Nofðin i vaxaifndasdffliflH. 33. ar. Þú skilur það þó, Jeff, að þó að enginn varalitur væri á líkinu, þá þarf það ekki endilega að þýða það, að hún hafi áídrei borið grímuna. Ég er undrandi yíir því, hve Durrand var fljótur að gleypa þessa flugu. Það þýddi aðeins það, að hún hafði áður borið grímuna, en bar hana ekki í þetta skipti. — Það er ennfremur bersýnilegt, að hún hefir verið á leiðinni til klúbbsins. Og nú erum við komnir að því að sanna það, að hún hafi verið meðlimur. Við skulum ræða það mál nánar. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði út um gluggann. — Fyrst og fremst er okkur það ljóst, að stúlkan með brúna hattinn, Gina Prévost, stendur í einhverju sambandi við hvarf Odette Duchéne. Þér munið, að Augustin gamli sá hana, þegar hann var að fylgja Duchéne ofan stigann og hélt, að hún væri draugur. Það er líka óhætt að segja, að ungfrú Claudine Martel hafi að einhverju leyti staðið í sambandi við morðið. Það er ekki hægt að skilja hegðun hennar kvöldið, sem morðið var framið, á annan hátt, þegar maður veit, að hún var meðlimur klúbbsins. Ég vil ekki segja, að þær séu beinlínis þátttakendur í morðinu. En samt sem áður hefi ég grun um, á hvern hátt þær standa í sambandi við viðburðina. En þær voru hræddar, Jeff, afarhræddar um að þær yrðu flæktar inn í þetta mál. Þær ákváðu því að hittast, Chlaudine Martel og Gina Prévost, en þetta sama kvöld var Claudine Martel myrt. — Þegar klukkan átti eftir tuttugu mínútur í tólf, var Gina Prévost fyrir framan vaxmyndasafnið, þar sem lögreglumaður- inn sá hana. Hún hefir þá verið mjög æst. Áreiðanlega hefir hún ætlað sér að hitta vinkonu sína annað hvort í vaxmynda- safninu, eða í ganginum. En hvað kemur fyrir? Hún ætlar inn í vaxmyndasafnið klukkan fimm mínútur yfir hálf tólf, en þá er vaxmyndasafnið lokað. — Einskær tilviljun hefir gert babb í bátinn. Það var hrein tilviljun, að hringt var tii herra Augustins, og hrein tilviljun, að herra Augustin fór út þetta kvöld og hrein tilviljun, að safninu var lokað svona snemma. Þegar ungfrú Prévost kemur að dyrunum, verður hún þess vör, að safnið er lokað og að þar er þreifandi myrkur. Þetta hefir aldrei komið fyrir áður, og hún hefir ekki hugmynd um, hvað hún á að gera. Hún hikar við. Vafalaust hefir hún verið vönust því, að fara inn í klúbb- inn gegn um vaxmyndasafnið og þess vegna hikar hún við að fara inn um dyrnar frá Boulevard de Sebastopol. Claudine Martel hefir komið á undan henni. Hvort sem hún hefir komið eftir að safninu var lokað eða hún hefir verið vön að fara inn í klúbbinn frá Boulevard de Sebastopol, það vitum við ekki, en það er áreiðanlegt, að hún hefir farið inn frá Boulevard de Sebastopol. — Hvers vegna? — Hún hafði engan aðgöngumiða, Jeff! Bencolin laut fram og virtist orðinn óþolinmóður. — Þú hlýtur að sjá það, að sér- hver meðlimur klúbbsins, sem fer inn um vaxmyndasafnið, verður að kaupa aðgöngumiða að safninu. En það var enginn aðgöngumiði að safninu í tösku hennar. Auðvitað þurfum við ekki að láta okkur detta í hug, að morðinginn hafi stolið að- göngumiðanum. Því að til hvers átti hann að gera það? Hann skildi hana eftir í safninu. Hann reyndi áreiðanlega ekkert til þess að leyna því, að hún væri þar. — Ég skil, haltu áfram. — Þess vegna vitum við það, að ungfrú Martel fór inn um dyrnar frá Boulevard de Sebastopol, en vinkona hennar beið úti fyrir vaxmyndasafninu. Meðan þær bíða, fara þær að undr- ast hvor um aðra. Og þá förum við að komast að mikilsverðu atriði. Það fyrsta er þetta. Þegar inn í ganginn er komið, er um 3 leiðir að velja fyrir morðingjann, til þess að komast inn. Fyrst eru dyrnar, sem opnast út í strætið. Þá eru dyrnar, sem liggja inn í sjálfan klúbbinn. Og þriðja leiðin er í gegn um safnið. Þessar síðustu dyr eru þannig, að einungis er hægt að opna þær frá vaxmyndasafninu. Þær dyr notar einungis það fólk, sem er að fara inn 1 klúbbinn. Það er aldrei farið út um þessar dyr vegna þess, að samkomum klúbbsins er slitið löngu eftir að vaxmyndasafninu er lokað. Það er ekki hægt að ónáða ungfrú Augustin til þess að hleypa gestunum út, enda myndi þá Aug- ustin gamli fljótlega komast að því, sem hann hefir verið leynd- ur til þessa. Þú hefir sjálfur orðið þess var, hversu dóttur hans er mikið í mun, að hann komist ekki að þessu. Nei, Jeff, gest- irnir gátu farið inn um vaxmyndasafnið, en út urðu þeir að fara um dyrnar, sem lágu út að Boulevard de Sebastopol. Jæja, þegar um er að ræða, hvaða dyr morðinginn hafi not- að, þá höfum við um þessar þrjár dyr að velja. Morðinginn gat farið um tvær fyrri dyrnar, frá strætinu eða innan frá klúbbn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.