Alþýðublaðið - 22.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 22. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓKI: r. R. VATJ3EMARSSOR í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSS0N. í AFGREIÐSLA: j Alþýðuhúsinu (iMgangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. ;4í)01: Ritstjórn (innl. fréttir). |4a'02: Ritstjóri. 14903: V. S. Vilhjálms (heima). 4805: Alþýðuprentsmiðjan. ,4906: Afgreiðsla. J5021 Stefán Pétursson (heima). i ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Sigurinn í Dagsbriin. ÞÓ að hinn sameiginlegi listi verkamanna, sem ¦fylgja Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum í Dags- brún, fengi ekki nema rúmum 90 atkvæðum meira við stjórn- arkosninguna í félaginu, en listi Héðins og Moskóvíta, og þó að hann fengi rúmum 100 at- kvæðum minna, en listar Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins fengu til samans við stjórnarkosninguná í félaginu í fyrra, eru kosningaúrslitin í þetta sinn engu að síður stór- sigur fyrir lýðræðisflokkana í Dagsbrún, svo stór, að furðu gegnir, þegar tekið er tillit til til þess, hyernig allt var í pottinn búið af klíku Héðins og Mbskóvíta, sem síðastliðin tvö ár hefir farið með völd í félag- inu. , Þessi klíka hefir notað sér aðstöðu sína til þess að „hreinsa til" í félaginu á svipaðan hátt og, tíðkast hefir undanfarin ár í kommúnistaflokknum á Rúss- laridi undir stjórn Stalins. Svo að segja á undan hverri kosn- ingu eða allsherjaratkvæða- gfeiðslu, sem fram hefir farið í Dagsbrún á þessum tveimur ár- um hinnar kommúnistísku ó- stjórnar, hafa tugir eða jafnvel hundruð Alþýðuflokksmanna verið strikaðir út af kjörskrá félágsins og margir beinlínis verið reknir úr félaginu, undir einu eða öðru yíirskini, og nýj- um fylgismönnum Héðins og Moskóvíta verið safnað inn í félagið í staðinn, allt í þeim til- gangi að tryggja klíku þeirra stöðugan meirihluta. Þess eru engin dæmí, að slíkar lögleys- ur og slíkt ofbeldi hafi viðgeng- izt í nokkrum félagsskap hér á landi, ekki einu sinni í kom- múnistaflokknum sjálfum, þeg- ar brottrekstrarnir og ofsóknirn- ar stóðu þar sem hæst fyrir nokkrum árum. Sömu aðferðirnar höfðu Héð- inn og Moskóvítar við undir- búning hinnar nýafstöðnu stjórnarkosningar. Um 2200 manns höfðu verið taldir með- limir í félaginu. En á kjörskfá voru um 470 þeirra strikaðir út á síðustu stundu undir því yfir- skini, að þeir skulduðu félags- gjöld fyrir meira en eitt ár. Sú aðferð hafði verið höfð við inn- heimtu féiagsgjaldanna, að faýa til fylgismanna Héðins" og Moskóvíta til þess að tryggja það að þeir borgðuu, en fjöldi annarra ekki verið aðvaraðir í þeírri yon, að þeim láðizt að greiða í tíma svo að hægt yrði ao svifta þá kosningarrétti. — Margir fengu ekki einu sinn sinni að greiða gjöld sín, þótt þeir færu fram á það á síðustu stundu til þess að fá að kjósa. En öll slík brögð reyndust ó- fullnægjandi í þetta sinn. Verka mennirnir voru búnir að fá nóg af ofbeldi og gerræði hinna rússnesku erindreka í Dagsbrún. Þeir vildu ekki lengur hafa þá stjórn í félagi sínu, sem studd var af leiguþýjum Rússlands. Þrátt fyrir alla liðsöfnun Héð- ins og Moskóvíta inn í félagið, lækkaði atkvæðatala þeirra verulega frá því í fyrra, og listi þeirra varð undir í kosning- unni. Völdum Héðins og Mosk- óvíta er þar með lokið í Dags- brún og það vonandi fyrir fullt og allt. En þrátt fyrir þessi úrslit stjórnarkosningarinnar, verður að segja það, að það er bæði smán og skömm, að yfir 600 neðlimir Dagsbrúnar skuli enn íafa látið hafa sig til þess að greiða þeim mönnum atkvæði, sem stillt var upp og studdir voru af uppvísum erindrekum Rússa hér, eftir allt það, sem gerzt hefir síðan í haust, svik Rússlands við málstað friðarins, bandalag þess við þýzka fas- ismann, hina blóðugu og ó- drengilegu árás þess á Finnland og hótanirnar við nágranna- þjóðir okkar á Norðurlöndum. Það er ömurlegt til þess að vita, að svo stór hópur Dagsbrúnar- manna skuli hafa látið afvega- leiðast þannig af erindrekum Rússlands og bandamÖnnum þeirra, að hann sé reiðubúinn til þess að afhenda þeim félags- skap sinft og láta þá hafa hann að verkfæri í landráðastarfi sínu fyrir erlent árásarríki. — Það er að vísu trúlegt, að nokk- ur hluti þessa hóps hafi enn einu sinni látið blekkjast af loddara- leik Héðins, þegar hann sagði sig úr kommúnistaflokknum undir því yfirskini, að hann vildi ekki lengur vera í flokk með mönnum, sem hann taldi sig hafa fengið vissu fyrir, að væru reiðubúnir til þess að svíkja land sitt í hendur Rúss- um á sama hátt og Terijoki- mennirnir finnsku. En það mátti þó hverjum Dagsbrúnarmanni vera ljóst,,að eitthvað hlyti að vera bogið við afstöðu Héðins sjálfs, þegar hann að einum einasta mánuði iiðnum skríður saman við landráðamennina aftur í Dgsbrún og lætur þá stilla sér upp á ný sem for- mannsefni í félaginu. Því að það er ekki einasta, að enginn ærlegur íslendingur, í hvaða stétt, sem hann er, vilji vera í flokki með landráðamönnum. Hann vill heldur ekki hafa neina samvinnu við landráða- menn. En þó að það sé hart tii þess að vita, að svo margir skuli, þrátt fyrir svo augljós óheil- indi Héðins og Moskóvíta, hafa átið ginnast til þess að greiða þeim enn atkvæði, þ,á er hitt þó aðalatriðið, að óstjórn þeirra var steypt og þeir verkamenn taka nú við völdum í félaginu, sem fylgja lögum og lýðræði og vilja starfa á þjóðlegum grund- velli. Með þeim sigri hefir ekki aðeins stærsta verkalýðsfélag landsins verið unnið aftur úr höndum hinna rússnesku erind- reka. Með honum hefir einnig annað vopn verið slegið úr hendi þeirra. Það er hið svo- kallaða landssamband íslenzkra stéttarfélaga, sem Dagsbrún átti að bera uppi, en segir sig nú úr eins og um var samið af verkamönnum lýðræðisflokk- anna í félaginu. Það er alveg rétt, sem Þjóðviljinn sagði fyrir nokkrum dögum, að um leið og Dagsbrún fer úr þessu nýja klofningssambandi Moskóvíta, er það raunverulega fallið í rústir. Sigurinn í Dagsbrún hef- SIOURÐUR EINARSSONs Fjögur bréf og eie ræöa. Aðdragandi EG HEFI fengið 'fjölda bréfa undanfarið, þar sem ég hefi verið beðinn skýringar á aðdragandanum að styrjöld- inni milli Rússlands og Finn- lands. Ég hefi látið mér detta í hug, að bezt væri að svara þessum fyrirspurnum með því að birta seinustu bréfin, sem fóru á milli stjórna Sovét- Rússlands og Finnlands, síðustu dagana áður en stríðið brauzt út. Þau eru ólík í tón og segja hvort frá sinni hlið, en eftir- saga þessa máls er hverjum manni kunn á Norðurlöndum. Bréf rússnesku stjórnarinnar til finnsku stjórnarinnar frá 26. nóvember 1939. „Samkvæmt tilkynningu frá herforingjaráði Rauða hersins var stórskotahríð haf in f rá finnskri landareign á hersveitir vorar. sem eru í Mainila héraði á Kyrjálaeiði, og gerðist þetta klukkan 15,45 í dag. Alls var skotið 7 fallbyssuskotum með þeim árangri, að þrír hermenn og einn undirforingi voru drepnir, en 7 hermenn og 2 for- ingjar voru særðir. Hersveitir Sovét-Rússlands, sem höfðu fengið strangar skipanir um að láta ekki espa sig til ógætilegra verka, svöruðu ekki skothríð- inni. Sovétstjórnin gefur yður þetta til kynna ög álítur nauð- synlegt, að leggjá sterka á- herzlu á þa'ð, að á meðan á- samningum stóð nýlega við herrana Tahner og Paasikivi, vakti sovétstjórnin athygli á- þeirri hættu, sem því gæti verið samfara, að Finnar drægju saman fjölmennt lið í nánd við landamærin andspænis Lenin- grad, í. tilefni af þessu stórskota- liðsfrumhlaupi gegn rússnesk- um hersveitum f rá f innskri grund, telur sovét-stjórnin sig knúða til þess að telja sannað, að samdráttur finnskra her- sveita í nánd við Leningrad sé ekki aðeins ógnun gegn Lenin- grad sjálfri, heldur einnig í sjálfu sér fjandsamleg ráðstöf- un gegn sovét-ríkjunum, sem þegar hefir leitt til árása á rússneskar hersveitir og kostað mannslíf. Það er ekki ætlan sovét- stjórnarinnar að ýkja þessar svívirðilegu árásir, sem finnskar hersveitir hafa gert sig sekar um og sem ef til vill er illa stjórnað af foringjum sínum, en sovétstjórnin vill óska, að slíkar viðbjóðslegar árásir end- urtakist ekki í framtíðinni. Á grundyeili þessa leggur sovét- síjórnin fram sterk mótmæii í tilefni af því, sem skeð hefir, pg stingur upp á því, að stjórn Finnlands iáti hersveitir sínar á Kyrjálaeiði hörfa 20—25 kílómetra lengra burt frá landamærunum hið allra b'ráð- asta og komi þannig í veg fyrir nýjan árekstur.'. ir því miklu meiri og víðtækari þýðingu fyrir verkalýðshreif- inguna hér á landi en þá eina, að hafa kveðið hina rússnesku flugumenn niður í því féiagi einu. Útbreiðið Alþýðublaðið! Bréf finnsku stjórnarinnar til rússnesku stjórnarinnar 27. nóvember 1939. ,,í tilefni af landamæraá- rekstri þeim, sem þér haldið fram að orðið hafi, hefir finnska stjórnin þegar í stað látið gera rannsókn. Með henni er það leitt í ljós, að frá finnskri hlið hefir ekki verið gerð sú stór- skotahríð, sem þér talið um í bréfi yðar. Þvert á móti hefir rannsóknin leitt í ljós, að Rúss- landsmegin við landamærin var hafin skothríð í héraði því, sem þér talið um við Mainila þann 26. þessa mánaðar klukkan 15,45 til 16,05 eftir rússneskum tíma. Finnlandsmegin hefir tekizt að sjá hvar sprengikúlunum hefir slegið niður. Það er á op- inni sléttu við Mainilaþorp í hér um bil 800 metra fjarlægð frá landamærunum. Af hljóði því, sem fram kom, er hinum sjö skotum var skotið, hefir tekizt að slá því föstu, að vopn- ið eða vopnin, sem notuð hafa verið, hafa verið einn og hálf- an til tvo kílómetra suð-austan við þann stað, þar sem sprengj- unum sló niður. Athuganir á skotunum eru skráðar í dagbók viðkomandi landamæravarðar þegar eftir atburðinn. Undir þessum kring- umstæðum er hugsanlegt, að um geti verið að ræða slysa- skot, sem orðið hafi við æfing- ar Sovét-Rússiandsmegin og sem eftir tilkynningu yðar því miður hafa kostað mannslíf. Hlutverk. mitt verður því í því fólgið. að vísa á bug mót- mælum yðar, lýsa því yfir, að frá Finnlands hlið hefir ekki verið gerð sú fjandsamlega ráðstöfun gegn Sovét-Rússlandi, sem þér haldið frám að átt hafi sér stað. T bréfi yðar vitnið þér einn- ig til ummæla yðar við Paasi- kiviog Tanner, þegar þeir vöru í Moskva um þá hættu, sem samdráttur reglulegra hersveita fast við landamærin andspæn- is Leningrad hefði í för með sér. í tilefni af þessu óska ég að leggja áherzlu á, að Finn- landsmegin' hefir í nánd við landamærin aðeins verið skipað landamæravarðsveitum. Hins vegar hafa ekki verið sendar þangað stórskotaliðssveitir með tækjum, sem hafa skotlengd yfir landamærin og inn á rúss- neskt land. Þó að þess vegna ekki liggi fyrir nein bein ástæða til þess að færa hersveitirnar frá landamærunum á þann hátt, sem þér singið upp á, er stjórn- in reiðubúin til þess að semja mri þessa tillögu sovét-stjórn- arinnar á þeim grundvelli, að hersveitum beggja verði skipað í einhverja tiltekna fjarlægð frá landamærunum. Ég tek með ánægju þeirri til- kynningu.yðar. að sovétstjórnin hafi ekki í hyggju að gera of- mikið úr þýðingu landamæra- áreksturs þess, sem þér sam- kvæmt bréfi yðar teljið að hafi átt sár stað, og mér er það gleði að geta þegar daginn eftir móttöku bréfs yðar numið á brott þann misskilning, sem Upp er kominn um þetta. Til.þess að enginn frekari ágreiningur geti orðið í þessu rriáii, stingur stjórn mín. upp á því, að landa- mæraverðir beggja landa á Kyrjálaeiði fái fyrirskipun um að rannsaka í félagi framan- greindan atburð á þann hátt sem samningurinn frá 24. sept. 1928 um landamæragæzlu gerir ráð fyrir." Bréf rússnesku stjórnarinnar til finnsku stjórnarinnar 28. nóvember 1939. „1. Neitun finnsku stjórnar- innar á þeirri staðreynd, að finnskar hersyeitir hafi gert svívirðilega skotárás á sovét- sveitir, þar sem fjórir menn voru drepnir, verður ekki skýrð á öðrum grundvelli. en óskinni um að afvegaleiða almennings- álitið og að smána fórnardýrin sem féllu fyrir skotunum. Að eins skortur á ábyrgðartilfinn- ingu óg fyrirlitning fyrir al- menningsálitinu getur verið undirrót sh'krar tilraunar til þess að skýra hið viðbjóðslega atvik, sem æfing er sovét-her- sveitir ættu að hafa haldið fast við landamærin fyrir augunum á hinum finnsku hersveitum. 2. Undanfærsla finnsku stjórnarinnar um það áð draga þær hersveitir til baka, sem gert hafa sig seka um hina viS- bjóðslégu skotárás á s(%ét- hersveitir, og sömuleiðis krpaíi um það, að finnskar og r|iss- neskar hersveitir dragi |sig jöfnum höndum til baka, aðlyýí er skilst á grundyelli jafnrettis ber vitni um fjandsamlegar óskir hjá finnsku stjórninni um það, að geta ógnað Leningrád. í raun og veru er hér ekkí um að ræða jafnrétti, að þvf er snertir stöðu hinna finnsku'og rússnesku hersveita. Þyert^ á móti. Aðstaða finnsku hersveit- anna er stórum hagkvæmart. Sovét-hersveitirnar eru engin ógnun gegn lífshagsmunum Finniands, því að þaer eru í mörg hundruð kílómetrá fjar- Jægð frá þessum,; stöðum, en finnsku hersveitirnar eru aðeins 32 kílómetra frá Leningrad, sem telur þrjá og hálfa" milljón manna, og eru því bein ógnun gegn henni. Það þarf varlá að taka það fram, að það ér ekkert svigrúm til þess að láta rúss- nesku hersveitirnar hörfa því að 25 kílómetra undanhald mundi þýða, að þær yrðú áö taka sér stöðu í útborgurá Leti- ingrad, sem er augljós fjar- stæða með tilliti til öryggis borgarinnar. Krafa sovét-stjórnarinnar um það, að finnsku hers^eitirnar verði dregnar 20—25 kílómetra til baka er lágmark, því að til- gangurinn með henni er ekki einu sinni sá, að afnema aðstöðu mismun hinna finnsku og sov- ét-rússnesku hersveita, heldur aðeins, að mirinka hann 'ófur- lítið. Ef finnska stjórnin hafnar einnig þessari lágmarkskröfu, þýðir það það, að hún ætlar að halda Leningrad beint undir ógnunum hersveita sinna. 3. Með því að draga saman mik|é fjölmenni reglulegra hersveifa i nánd við Leningrad og halda þannig þýMngarmesta staö Sov- étrfkisins undir beinum ógnunum, hefir Finnland gérzt sekt um. fjandsamlegt athæfi gegn Sovét- Rússlandi, sem er 6samrýmanlegt þeim griðasáttmála, sem gerötír hefir verið milli landanna. Enfc fremur hefir fínnska stjórain með því aö neita að draga hersveitir sínar minnst 20—25 kilðmetrá til baka eftir hina svívirðilegu árás;'' á hersveitir Sovét-Rússlands, sýnt að hún er áframhaldandi fjand- samleg Sovét-Rússlandi, ætlai" ekki að taka tillit til ákvæðanna í griðasáttmálanum og ætlar framvegis að ógna Leningrad. Sovét-Rússland getur hins veg- ar ekki sætt sig við það ástand, að annar aðilinn brjðti giiðasátt- málann og hinn haldi hann. MeÖ tilliti til þessa sér sovétstjðmln Frh. á 4. siðu. Mikaei ríkiserfingi í Rúmeníu, sonur Karols konungs, varð nýlega 18 ára og þar með iögráð- ur. í tilefni af því var haldin hátíðleg hersýning, þar sem ríkis-erfinginn ávarpaði hermennina. Fremst á myndinni sést Mikael við þetta tækifæri fyrir framan míkrófóniun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.