Alþýðublaðið - 22.01.1940, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.01.1940, Qupperneq 4
MANUDAGUR 22. JAN. 1940. RÚAMLA BfOSi H Salsafeónprim . JÓHANN STRAUSS Amerisk kvikmynd um tónskáldið fræga og hina -ódauðlegu valsa hans. — Aðalhlutverkin leika: LUISE RAINER, FERNAND GRAVEY og MILIZA KORJUS Stór skíðasleði til sölu með tækifærisverði. A. v. á. Trésmíðavinnnstofan Lanfásvegi 21 Selur stofu-BORÐ frá kr. 42,00. Eldhússtóla frá kr. 6,00. Bakstóla kr. 17,00. Gluggar, hurðir og eldhússinn- réttingar smíðaðar eftir pöntun. Úpplýsingar á vinnustofunni til kl. 5 og í síma 1283 til k!. 6Va daglega. I. O. 6. T. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Skýrsla um vel heppnaða út- breiðslufundi að Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd og í Grindavík. 3. Fræði- og skemmtiatriði annast: herra Jón Þorsteims- son, 2. æ. t. og herra Stefán Þ. Guðmundsson og Gunnar Brynjólfsson. Æ. t. Mýr flskur. Beinlaus og roðlaus fiskur (pSnnuMur) FISKHÖLLIN og allar útsölur Jóns & Steingríms FISKHÖLLIN, sími 1240. FSKBÚÐ AUSTURBÆJAR, Hverfisgötu 40. — Sími 1974. FISKBÚÐIN HRÖNN, Grundarstíg 11. — Sími 4907. FISKBÚÐIN, Bergstaðastræti 2. — Sími 4351. FISKBÚjÐIN, Verkamannabústöðummi. Sími 5375. FISKBÚÐIN, Grettisgötu 2. — Sími 3031. FISKBÚÐ VESTURBÆJAR, Sími 3522. ÞVERVEG 2, SKERJAFIRÐI. Sími 3933. FISKBÚÐ SÓLVALLA, Sólvallagötu 9. — Sími 3443. Drengjaföt, matrosföt, jakkaföt, frakkar, skíðaföt, Sparta, Lauga- vegi 10, sími 3094. Sá, sem tók í misgripum svart- an hatt að afloknum fundi í Al- þýðuhúsinu fyrra föstudag, skili honum par og taki sinn. Notað reiðhjól fyrir ungling óskast. Sparta, Laugavegi 10. Útbreiðið Alþýðublaðið! (pfJónsSigorðssoDar Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar,“ skal hér með skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun úr téðum sjóði, fyrir vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu íandsins og bókmenntum, lögum þess, stjórn eða framför- um, að senda slík rit fyrir lok desembermánaðar 1940 til undirritaðrar nefndar, sem kosin var á Alþingi 1939 til þess að gera að álitum, hvort höfundar ritanna séu verð- launa verðir fyrir þau, eftir tilgangi gjafarinnar. — Rit- gerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verð- laun, eiga að vera nafnlausar, en auðkenndar með ein- hverri einkunn. Þær skulu vera vélritaðar, eða ritaðar með vel skýrri hendi. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefir. Reykjavík, 20. jan. 1940. Þorkell Jóhannesson. Matthías Þórðarson. Þórður Eyjólfsson. FJÖGUR BRÉF OG EIN RÆÐA Frh. af 3. siöu. sig neydda til að lýsa pví yfir, að hún frá þessum degi telur sig lausa frá þeim skuldbindingum, sem hún hefir á sig tekið með griðasáttmálanum milli Sovét- Rússlands og Finnlands og sem stöðugt hefir verið brotinn af finnsku stjórninni." Bréf finnsku stjórnarinnar til Rússlands 29. nóvember 1939. Bréfið komst ekki til sendiráðs- ins i Moskva fyrr en eftir að stjórn Sovét-Rússlands hafði slitið stjórnmálasambandinu við Finnland þennan sama dag: „Mér veitist sá heiður sem svar við bréfi yðar 28. þ. m. að til- greina eftirfarandi: Af bréfi míriu 27. þ. m. verður ljóst, að Finnland hafir ekki á neinn átt ráðist á rúsnseskt land. Tjl þ^ss að fá þessu slegið föstu með öryggi, hefir stjórn mín stungið upp á, að landamæra- verðir beggja aðilja á Kyrják- eiði rannsaki í félagi atburð þann sem um er deilt á þann hátt, sem samningurinn frá 4. sept. 1928 gerir ráð fyrir. I bréfi mínu var einnig greint, að Finnlands meg- in er yfir höfuð ekki annað lið í nánd við landamærin en landa- mæraverðir, sem ekki geta talizt nein ógnun fyrir öryggi Lenin- grad. Stjórn mín er þeirrar skoð- unar, að engar réttmætar ástæð- ur liggi til þess að segja upp griðasáttmálanum sem án réttar til Uppsagnar er í gildi til ársioka 1945. Stjórn mín leggur sérstaka á- herzlu á fimmtu grein griðasátt- málans, þar sem báðir samnings- aðilar lýsa þvl yfir, að þeir vilji leitast við að jafna allan ágrein- ing, sem verða kynni á milli þeirra, hverrar te,gundar og upp- runa, sem hann er, í anda rétt- lætis, og eingöngu nota til þess ðlöf Árnadótíir, móð- ir Stefáns Jóhanns látin 88 ára að aidri. ÞANN 17. þ. m. andaðist Óiöf Árnadóttir að heimili dóttur sinnar, Kristínar Stefáns- dóttur, Ytri-Skjaldarvík í Glæsi- bæjarhreppi. Ólöf var 88 ára, fædd 23. maí 1851. Hún átti fyr Jóhann Sæ- mundsson, er drukknaði 1880 á- samt bróður sínurn, Árna presti í Glæsibæ. Síðari maður ólafar var Stefán Oddsson frá Dagverðareyri, dá- inn 1894. Af börnum þeirra lifa Kristín húsfreyja í Ytri Skjald- arvík og Stefán Jóhann fé- lagsmálaráðherra. friðsamleg ráð. 1 þessu skyni hafa báðir samningsaðilar skuld- bundið sig til að leggja allan á- gréining, sem ekki hefir náðst samkomulag um með venjulegum stjórnmálaaðferðum, undir úr- skurð gerðardómsmanna. Með tilliti til þessa stingur stjórn mín upp á, að gerðardóm'smennirnir verði strax kallaöir saman til þess að fjalla um ágreining þann, sem upp er kominn. 1 annan stað er Finnland reiðubúið til að leggja ágreininginn undir mála- miðlun hlutlauss ríkis. Loks er stjórn mín reiðubúin til þess að gera samning við rússnesku stjórnina um það, að draga her- sveitir sinar á Kyrjálaeiði til baka svo langt, að engum geti komið til hugar, að halda fram að þær geti ógnað Leningrad.“ Útdráttur úr ræðu Molotovs 29. nóvember 1939. Sama dag, 29. nóv. 1939, heldur Molotov ræðu í rússneska út- varpið og segir: „Við erum neyddir til þess að gera sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja landið. Finnska stjórnin stendur stöðug í fjand- skap sínum þrátt fyrir tilhliðr- unarsemi vora, Tilraunir vorar til þess að skapa friðsamlegt návígi hafa strandað á fjandskap finnsku stjórnarinnar. Málaleitun- um vorum hefir hún svarað með háði og frekju. Siðan lýsir Molo-- tov yfir, að griðasáttmálanum við Finnland sé sagt upp, að stjórn- málasambandið við Finnland sé slitið og í þriðja lagi, að her og floti hafi fengið skipun um að vera búinn við hvers konar á- rásum Finna og svara þeim með vopnavaidi. DAGSBRÚN Frh. af 1. síðu. því að ekki er hægt að sjá, að þörf hafi verið fyrir slíkan fastan slarfsmann, þó að það kunni að vera rétt, að félagið þurfi á að- stoðarmanni að halda nokkurn hluta ársins, þegar mest er að gera. Reikningarnir bera það með sér, að félagið hefir á þessu eina ári greitt til klofningssambands kommúnista hvorki meira né minna en 4 641 kr. Vinnudeilusjóður félagsins hefir á árinu aukist um rúmlega 7 þúsund krónur og er nú rúmar 42 þúsundir króna. Það verður vitanlega eitt af aðalverkefnum þeirrar stjórnar, sem nú tekur við félaginu, að bæta fjárhag þess. Þetta verður ekki létt verk meðal annars vegna þess, að svo hefir verið gengið frá samningum, að ráðs- maður félagsins hefir 6 mánaða uppsagnarfrest og aðstoðarmað- urinn mánaðar uppsagnarfrest. Núverandi stjórn félagsins hlýt- ur að ráða nýjan ráðsmann, og það kemur vitanlega ekki til mála f Di6 Næturlæknir er Eyþór Gunn- arsson, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. að treysta aðstoðarmanninum til nokkurra starfa í þágu félagsins, þar sem hann hefir verið settur inn í skrifstofu Dagsbrúnar til njósna af kommúnistaflokknum. Ráðsmann félagsins er hins vegar hægt að nota til ýmsra starfa þennan tíma, sem eftir er. Ann- ars hefir stjórn félagsins þessi mál til athugunar og mun leysa þau á hinn heppilegasta hátt. Á aðalfundi félagsins í gær var ’ borin fram tillaga um að gera Héðinn Valdimarsson aÖ heiðurs- félaga. Bar hinn nýkosni formað- Ur félagsins þá íillögu upp til atkvæða, og var hún samþykkt gegn allmörgum aíkvæðum, en mikill fjöldi manna sat hjá við aíkvæðagreiðsluna. Framtiðarstarfið. Að þessu sinni skal ekki rætt um hlutverk þeirrar stjórnar, sem nú hefir tekið við völdum í Dagsi- brún. Hennar bíður mikið starf og henni fylgja árnaðaróskir allr- ar íslenzku þjóðarinnar, og er því þess von, að gifta fylgi þvi starfi, sem hún innir af höndum. Hún á fyrst og fremst að leiðrétta ýmsa galla, sem orðið hafa á fé- lagsskapnum undir stjórn kom- múnista; hún á að leiða Dags- brún inn á þá leið verkalýðsbar- áttunnar, sem hún á að starfa á í framtíðinni. Hin beinu stjórnmál mega ekki á nokkurn hátt taka upp starf þessa verkalýðsfélags- skapar eins og verið hefir. Stjóm félagsins mun eingöngu starfa að hinum beinu hagsmunamálum verkamanna, og þá mun það takast að safna öllum verka- mönnum um þau mál. Úrslitls reiðarslao fyrir kimmðBiiti. ÍJrslit kosninganna urðu cegi- leg vonbrigði fyrir fylgismenn A- listans. Þeir þóttust hafa undir- búið þennan slag svo vel undan- farin tvö ár, að þeir hlytu að vinna. Þeir höfðu rýmt úr fé- laginu svo að segja flestum helztu Alþýðuflokksmönnunum, sem áhrif hðfðu í Dagsbrún og marga dðra af öruggustu flokks- mönnunum höfðu þeir með alls konar brögðum og krókum sett út af kjörskrá og félagaskrá. En þeir vöruðu sig ekki á því, að maður kom í manns stað og að áhrifa þeirra manna, sem reknir voru, gætti enn innan Dagsbrún- ar — og gætir áfram. HÆSTARÉTTARDÓMUR Frh. af 1. síðu. bil“ voru dæmdir til að greióa Guðmundi Péturssyni kr. 7408,18 með 5°/o ársvöxtum frá 11. sept 1936 til greiðsludags. Mæðrastyrksnefnd hefir fengið hina ágætu mynd, Stanley. og Livingstone, til sýn- ingar annað kvöld kl. 7 í Nýja Bíó. Ágóðanum verður varið til að rétta hallann, sem varð af starfsemi félagsins í sumar, Laugarvatnsvikunni og barna- heimilinu. F.U.J. Saumaklúbburinn kemur saman í kvöld kl. 8,30 á venjulegum stað. Allir salirnir opnir í kvðld og næstn kvöld. m nýja biö m Faknið til dáða! Sprellfjörug amerísk mú- sikmynd frá Fox. — Aðal- hlutverkin Ieika: ALICE FAYE, WALTLR WINCHELL o. fl. í myndinni spilar hin heimifræga Jasshljómsveit BEN BtRME af svellandi fjörj. — yfir 15 víðfræg tízkulög. Útbreiðið Alþýðublaðið! Innilegt þakklæti til allra þeirra mörgu, sem sýndu samúð og hluítekningu við fráfall og jarðarför múður okkar, Elinborgar Eiísabetar Jóhannesdóttur. m Anna Kr. Jóhannesdóttir og Björn Jóhannesson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar. Borghildar Sigurðardóttur, fer fram miðvikudaginn 24. þ. m. frá fríkirkjunni og hefst ineð húskveðju að heimili hinnar látnu, Laugavegi 136 klukkan 1 eftir hádegi. Jón Sigurðsson og synir. Jarðarför móður minnar Heigu Eiríksdóttur fer frám frá heimili hennar, Hverfisgötu 61, þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 1 e. h. Elín Thomsen. Iðalfaed V. K. F. Framtíðin í Hafnarfirði, verður haldinn í Bæjarþingsalnum mánudaginn 29. þ. m. Vdnju- leg aðalfundarstörf. St|órnin« Mspleot í kuldanu KULDAHÚFUR, margar gerðir. KLOSSASTÍGVÉL með sauðskinssokkum. ULLARSOKKAR — ULLARTREFLAR Ullarpeysur. — Nærfatnaður, þykkur. ¥es*zlun 0. Ellingsen h.f. Nýkosið iðnráð er hér með kvatt saman til fyrsta fundar sunnudaginn 28. þ. m. Fundurinn verður á Fríkirkju- veg 11 (Bindindishöllin) og hefst kl. 2 e. h. Fulltrúar hafi með sér kjörbréf. A fundinum verður kosin framkvæmdastjórn, flutt skýrsla um starfsemi fráfarandi iðnráðs og önnur mál rædd eftir því, sem tilefni gefast til. Reykjavík, 20. jan. 1940. Pétur G. Guðmundsson. Einar Gíslason. Kvenfélag Alþýðuflokksins hefir ákveðið að koma upp inn- an félagsins fræðsluflokki í lupp- eldi smábarna. Lögð verður til grundvallar bókin Frá vöggu til skóla. Leiðbeinandi verður dr. Sí- mon Ágústssion. Námsflokkurinn. kemur saman á föstudagskvöld- um kl. 9—11. Þátttakendur gefi sig fram við ritara félagsins, Soff íu Ingvarsdóttur, Smáragötu 12. Nánari upplýsingar einnig g-efn- ar á fundi félagsins, sem haldinn verðUr í kvöld, 22. janúar, í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Aðalfundur Nemendasambands Verzlunar- skólans er nýlega afstaðinn. For- seti var endurkosinn Konráð Gísla son. Meðstjórnendur Guðmundur Ófeigsson, Adólf Björnsson, Guð- jón Einarsson og Haraldur Leon- ardsson. Verzlunarskólinn var ný- lega 25 ára.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.