Alþýðublaðið - 23.01.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 23.01.1940, Side 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÖTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKXURíNN XXI. ÁHGANGUR. ÞRIÐJUDAGUR 23. JAN. 1940. 18. TÖLUBLAÐ Hætt við f ækknn í at winEinkótaviiaiiuiiML Stjórn Dagsbrúnar gekk á farari bargarstjéra og fór fram á að f^rirhugaðri fœkkun yrðl frestað 'O' IN nýkosna stjórn Dags- brúnar gekk í gær á fund borgarstjóra til að ræða við hann um framhald at- vinnubótavinnunnar. í at- vinnubótavinnunni hafa und- anfarið verið 400 manns, en nú stóð til að fækka verulega í vinnunni á fimmtudaginn kemur, enda hefir allt af eða oftast nær verið fækkað í at- vinnubótavinnunni um þetta leyti. Stjórn Dagsbrúnar skýrði borgarstjóra frá því, hve margir væru nú skráðir at- vinnulausir, en þeir eru nú óvenjulega margir, aðallega vegna þess að frostin hafa stöðvað framkvæmdir við hitaveituna. Stjórn félagsins taldi óhægt að draga úr atvinnubótavinn- unni meðan svona væri og ósk- aði þess að sama tala, eða um 400 manns yrði áfram í vinn- unni fyrst um sinn. Borgarstjóri samþykkti þessa málaleitun stjórnar Dagsbrún- ar, þrátt fyrir það, þó að á- kveðið hafi verið að fækka og verða 400 manns því áfram í vinnunni, að minnsta kosti í viku enn. í gær vom skráðir atvinnu- lausir 789 menn, og Jiggur það í augum uppi, að ekki nær nokk- urri átt að fækka í þessari vinnu meðan atvinnuleysið stendur þannlg. Blöð bæjarins ræða mildð úr- slitin í Dagsbrúnarkosningunum, og telja flest þeirra, að sigur lýðræðisflokkanna muni marka tímamðt í sögu Dagsbrúnar. — Kommúnistar taka nú upp gömlu jaðferðina í umræðum um verka- mannafélagið, sem er í aðalaírið- um á þessa leið: „Herðið at- vinnuleysisbaráttuna," „Heimtið hækkað kaup,“ „Sýnið atvinnu- rekendum 1 tvo heimana,“ „Við krefjumst Dagsbrúnarfundar, þar sem atvinnuleysisljaráttan sé skipulögð." Verkamenn í Dagsbrún brosa að þessum hrópum; þau hafa eltki heyrzt í meira en tvö ár. Atvinnuleysisbaráttan lá niðri. Dagsbrúnarmenn voru bundnii með óhagstæðum samningum fram á mitt sumar. Yfirleitt hefir starf Dagsbrúnar gengið í póli- tískan áróður fyrir kommúnista, en ekki verið unhið að hags- munamálum verkamanna. Munu því geypiyrði kommúnisía verða lítlð alvarlega teMn af Dagsbrún- armönnum almennt. Þjóðviljinn skýrir frá því í dag, að hið eina, sem stjóm Dags- brúnar hafi gert síðan hún var kosin, hafi verið að setja nýja læsingu fyrir dyr Dagsbrúnar- skrifstofunnar. — Vitanlega varð það að vera eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar; annars gat hún átt það á hættu, að bækur félagsins hyrfu og önnur plögg af skrif- stofunni, þó að óþarfi sé að væna þann mann, sem gegnt hef- ir ráðsmannsstörfum fyrir félagið Um neitt slíkt, þá er alveg eins víst, að fleiri en hann hafa haft lykla að skrifstofu félagsins. — En stjórn Dagsbrúnar hefir gert margt fleira! Það geta kommún- istar reitt sig á. (Frh. á 4. síðu.) ¥erOa launauppbætur oplnberra starfsmanna látnar bfiOa næsta plngs -----+.—. öpinbertr starfsmenn munu bráðlega leggja fillðgur sínar fyrir ríkisstjórnina A LÞÝÐUBLAÐIÐ snéri **■ sér í dag til forsætis- ráðherra og spurði hann hvort ríkisstjómin hefði nokkuð undirbúið uppbætur á launakjörum opinberra starfsmanna. En ríkisstjórnin fékk, eins og kunnugt er, síðast á þing- inu heimild til að bæta upp laun þessara starfsmanna vegna dýrtíðarinnar. Forsætisráðherra gaf Al- þýðublaðinu þær upplýsingar, að líkast til yrði það mál lagt fyrir alþingi. Hins vegar myndi ríkisstjórnin undirbúa tillögur um þ'etta efni til að leggja fyrir þingið, Alþýðublaðinu er kunnugt urn það, að hið nýstofnaða „Starfs- mannafélag ríkisstofnana", ásamt nokkrum öðmm félögum opin- berra starfsmanna, hefir undir- búið þetta mál nokkuð af sinni hálfu, og að þau hafa með til- lögum sett fram sín sjónarmið. Tillögur þessar munu enn ekki hafa verið lagðar fyrir rikis- stjórnina, en telja má líklegt, að það verði gert alveg næstu daga. Alþingi á, eins og kunnugt er, að koma saman 15. febrúar næst komandi — og það hlýtur að hafa vakað fyrir ríkisstjórninni, er hún fór fram á heimild frá alþingi um að bæta upp laun opinberra starfsmanna, að sú launauppbót kæmi til fram- Frh. á 4. síðu. Brezkir sjóliðsmenn fara um borð í hlutlaust skip til að rannsaka það. Þýzkir flugmenn og herforlngj ar komnir fil Rússlands til að hjálpa Rússum gegn Finnum? —---4--- Þjóðverjar órólegir yfir ófðrum Rússa áFinnlandi Hver einasti Finni skal verða drepinn, segja Rússar - » Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Kaupmannahöfn í morgun. Tl/r ARGT þykir nú benda til þess, að ennþá nánari sam- vinna sé í aðsigi milli Þjóðverja og Rússa heldur en hingað til í styrjöldinni, og muni Þjóðverjar leggja mikið kapp á það að veita Rússum til að byrja með þá hjálp, sem þeir þurfi til þess að vinna sigur á Finnum. Svissnesk blöð, einkum National-Zeitung í Basel telur sig hafa fengið áreiðanlegar fréttir um það, að þýzkir flug- menn séu komnir til Rússlands og taki þátt í ioftárásunum á Finnland, sem líka er vitað að hafa færst mjög í aukana upp á síðkastið. Blaðið „Evening Standard“ í London skýrir einnig frá því, að þýzki ríkisherinn hafi sent rauða hernum 150 herforingja og aðra sérfræðinga til þess að hafa hönd í bagga með herstjórn Rússa í Finnlandi. Rússar hafa nú hafið stór- kostleg áhlaup á ný á Manner- heimlínuna á Kyrjálanesi og sýna áhlaupin það, að ætlun þeirra er að þessu sinni að kom- ast fram hjá víggirðingunum og að baki þeirra við norðaust- urenda Mannerheimlínunnar hjá Ladogavatni. Öllum árás- um Rússa hefir hingað til verið hrundið af Finnum. Milli áhlaupanna ávarpa Rússar Finna í gegnum hátalara frá vígstöðvum sínum og skora á þá að gefast tafarlaust upp. Sögðu þeir í gær, að Rússar yrðu að öðrum kosti búnir að taka Viborg eftir 24 klukku- stundir og Þjóðverjar væru nú einnig í þann v'eginn að koma, og „skal þá hver einasti Finni verða drepinn,“ eins og sagt var í hátalaranum! Bardagar halda áfram á Salla- vígstöðvunum seinustu daga. Þótt fátt sé um bardagana sagt í opinberum tilkynningum. bendir allt til, að Finnar haldi áfram að hrekja Rússa til baka. Rússar hafa sennilega komið sér upp flugstöð á þessum slóð- um og þaðan munu flugvélar þær hafa komið, sem gerðu loft- árás á Uleá og við Helsingja- botn með þeim árangri, að 4 menn biðu bana og að nokkur hús eyðilögðust af eldi. Hæfðu hinir rússnesku flugmenn þrjú sjúkrahús þar í borginni. Sagt er, að vegna þess, hversu dagurinn er enn stuttur, varpi rússneskir flugmenn niður fall- hlífum með sérstökum ljósút- búnaði, að næturlagi, sér til leiðbeiningar, er þeir varpa nið- ur sprengikúlum. PjársSfBHili til Fiii- lands fcr vaxandi nm aiian heim. Fjárhagsleg hjálp Finnum til Fíh. á 4. siðu. Sænskir kommfin- istar nppísir að | njösnum fyrir Sov- ét Rfissland! OSLO í gærkveldi. FÚ. SÆNSKI ,Social Demo- kraten“ heldur því fram, að meðal sænskra kommúnista sé margt njósnara. Margir menn hafa verið handteknir og yfirheyrðir, M. a. er sagt, að fundizt hafi leynileg útvarpsstöð, stem sendi hernaðarlegar upplýsingar erlendu veldi. Var þessi njósnastax-f- semi skipulögð allvel og hafði starfsmenn um allt land, Hotta, íitanrikismila ráðherra Svissiend- inga, Ifitinn. LONDON í morgun. FÚ. AMKVÆMT fregn frá Bern andaðist snemma í morgun Motta, utanríkismála- ráðherra Svisslands og fyrrver- andi forseti svissneska lýðveld- insins. Erindi nmitsland i brezka fitvarpínn i gærkveldi. IGÆRKVELDI var flutt i brezka útvarpið erindi um ísland. Var enn fremur hljóm- list og upplestur úr Landnámu á íslenzku. Stóð þetta yfir í klukkutíma. Var lýst landnámi Norð- manna hér á landi, þá skýrt frá stjórnarfyrirkomulagi til foma og kristnitökunni lýst. Að lokum var leikinn íslenzki þjóðsöngurinn. Kvikmyndasýn ingMæðrstyrks nefndarinnar. E INS OG SKÝRT var frá í hlaðinu í gær, sýnir Nýja Bíó í kvöld klukkan 7 kvikmyndina „Stanley og Liv- ingstone“ til ágóða fyrir sum- arheimili Mæðrastyrksnefndar. Nefndin er í skuldum vegna reksturs sumarheimilis síðast- liðið sumar. En öllum ber sam- an um, að starfsemi Mæðra- styrksnefndar sé hin nauðsyn- legasta og ætti að vera óþarfi að hvetja fólk til að styrkja þetta góða málefni. Myndin „Stanley og Living- stone“ er með beztu myndum, sem hér hafa verið sýndar. Verkakvennafélaglð Framsókn tiikynnir. Þær konur, sem enn eiga ógreidd gjöld sín, geri svo vel og greiði þau nú þegar á sMifstoíu félagsins, sem er opin alla virka daga kl. 4—6. Stjórnín. Brezkt beltisklp tekur 21 l»|é#ver|a fastan um borð fi Japðnsku skipl --------- Japanska stjórnin neitar pví, að Bret- ar hafi haft nokkurn rétt til pess. Frá fréttariiara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. UTANRÍKISMÁLA- RÁÐHERRA Japana hefir lagt fram harðorð mót- mæli við sendiherra Breta í Tokio út af því, að brezkt beitiskip stöðvaði nýlega japanska farþegaskipið „As- sama Maru“, 17 000 smó- lestir að stærð, í Kyrrahafi, um 50 km. undan ströndum Japans, tók fasta 21 Þjóð- verja á herskyldualdri, sem voru um borð í því, á heim- leið frá Ameríku, og hafði þá á brott með sér. Utanríkismálaráðherrann lýsti því yfir, að japanska Prti. á 4. s&u,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.