Alþýðublaðið - 23.01.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. IAN. »411. J&Y*. LITLA HAFMEYJAN H C. ÁÍÍOÍRSEfÍ 41) Nú fór litla hafmeyjan að hringiðunni, þar sem galdranornin bjó. Þá leið hafði litla hafmeyjan aldrei farið; þar uxu engin blóm og engin sævargróður, aðeins grár og nakinn sjávarbotn- inn og hringiðan hreif allt með sér og sogaði það ofan í hyl-, dýpið. Þangað varð litla hafmeyjan að fara, til þess að finna galdranornina. 42) Inni í miðri hringiðunni var hús galdra- nomarinnar bak við einkennilegan skóg. Öll trén og allir runn- arnir voru að hálfu dýr og að hálfu jurtir. Þær litu út eins og slöngur með hundrað höfðum, sem spruttu upp úr jörðunni. Allar greinamar voru langar og hreyfanlegar. Þær vöfðu sig um allt, sem þær náðu til og slepptu því ekki aftur. 27298 tolur á 5 aura stykkið, seljum við meðan birgðir endast. Um 100 tegund- um úr að velja. Einnig nokkur þúsund skelplötu- og tau- tölur á 2 aura stykkið. K. Einarsson & Bjðmsson. Bankastræti 11. verkamanna hækki að fullu sam- kvæmt aukningu dýrtíðarinnar mánaðarlega, og að útreikningur á framfærslukostnaði verði talinn eftir raunveruiegum búreikning- um Dagsbrúnarmanna með miðl- ungstekjum. Felur aðalfundur fé- lagsstjórn að skýra frá árangri í þessum málum á félagsfundi inn- an eins mánaðar og leggja tillög- ur sínar þar að lútandi fyrir fé- lagið á þeim fundi." Drengjaföt, matrosföt, jakkaföt, frakkar, skíðaföt, Sparta, Lauga- vegi 10, sími 3094. Fnllar appbætnr vesna ankinnar dýrtíðar. A fundi Dagsbrúnar í fyrradag var samþ. eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur verkamannafélags- ins -Dagsbrúnar felur félagsstjórn að bera fram fyrir ríkisstjórnina þá áskorun frá félaginu, að geng- islögunum verði breytt á næsta alþingi þannig, að kaupgjald UMRÆÐUEFNI Kosningaúrslitanna í Dags- brún var beðið af forvitni um land allt. Hvaða þýðingu | hafa úrslitin? Þriðja tilraun- in til að kljúfa Alþýðusam- bandið hefir mistekist. Um- bæturnar á íþróttavellinum. Sviknar vörur. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— OSNINGARNAR í Dagsbrún hafa verið aðalumtalsefni bæjarbúa undanfarnar tvær vikur, og menn urffu varir við þaff, aff á laugardagskvöld var beðiff eftir úr- slitunum víða um land meff ó- þreyju. Þetta var líka eðlilegt. Þaff var ekki affeins barizt um stjórn í einu félagi, heldur og um þaff, hvort kommúnistar, sem allir Norffurlandabúar sameinast nú um aff gera áhrifalausa, af því aff þeir hafa sýnt sig sem fjandmenn nor- rænnar samvinnu og erindreka er- lends ríkis, sem hótar nú því frelsi og lýffræffi, sem ríkir á Norffurlöndum, og sem vakiff hefir aðdáun alls heimsins á umliffnum árum. skyldu verffa áfram hæst- ráffendur í einu fjölmennasta verkalýffsfélagi á íslandi, á ís- landi, þar sem lýffræðið er elst og rótgrónast. MÖNNUM VAR ÞAÐ LÍKA ljóst, að úrslit kosninganna gætu haft geysimikla þýðingu fyrir stefnu og svip verkalýðshreyfing- arinnar hér á landi. Kommúnistar höfðu gert tilraun til að kljúfa allsherjarsamtök verkalýðsins með því að stofna annað samþand.’ Það var þriðja tilraun þeirra af sama tagi. Dagsþrún var snarasti þáttur þessarar nýju tilraunar, en nú er gert ráð fyrir því, að hún hverfi úr því sambandi. Þetta er því þýð- ingarmeira, þar sem nýlega er af- staðin stjórnarkosning í öðru verka lýðsfélagi, sem var stofnandi þessa klofningssambands „Verkalýðsfé- lagi Borgarness“ og biðu kommún- istar þar herfilegan ósigur. þrátt fyrir ýmsar einkennilegar tilraun- ir til að halda meirihlutanum og mun það félag einnig hverfa úr sambandinu. ÞAÐ ERU ÞVÍ raunverulega ekki nema tvö félög eftir, sem telja verður nokkurs virði í þessu sambandi: Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og Verkamannafélag- ið Þróttur á Siglufirði. Verður og að gera ~ ráð fyrir því, að að minnsta kosti Hlíf í Hafnarfirði verði ekki lengi úr þessu í sam- bandi kommúnistanna, enda væri annað hlægilegt, þegar tekið er tillit til skoðana um 90 af hundr- aði meðlima Hlífar. Menn sjá því að klofningssamband þetta er gjör- samlega úr sögunni og má því segja. að satt hafi reynst það, sem Alþýðublaðið sagði, er þetta klofningssamband var stofnað, að það væri fyrirfram dauðadæmt. DAGSINS. ÞAÐ ERU TIL MENN, sem bein- línis þjást, ef þeir ekki fá óaflátan- lega tækifæri til að brúka munn- inn, spyrja, spyrja og spyrja aft- ur. Þessa menn hittir maður alls staðar og eru þeir hvimléiðir. Ný- lega bar það við í strætisvagni, að sjómaður tók sér sæti á móti skrifstofumanni, sem er haldinn þessum slæma kvilla. Það er ekki hægt að neita því, að sjómaðurinn leit töluvert útlendingslega út. Skrifstofumaðurinn snéri sér fljótt að sjómanninum og fór að tala um dýrtíðina, hætturnar á sjónum, tundurduflin, veðrið, skíðafærið, Hannes á horninu og fargjöldin í strætisvögnunum. En sjómaðurinn svaraði ekki einu einasta orði hvernig sem hinn lét. Loksins þoldi skrifstofumaðurinn ekki mátið lengur, en snéri sér beint að sjómanninum og sagði: „Fyrirgef- ið þér, en hvert ætlið þér núna? Við eigum kannske samleið?“ En sjómaðurinn þagði. Ef til vill er hann alls ekki íslenzkur, hugsaði skrifstofumaðurinn, en hann vildi samt sem áður ekki gefast upp: „Do you speak English?“ En sjó- maðurinn steinþagði. „Sprechen Sie vielleicht Deutsch?“ en það var sama: ekkert svar. „Parles vous peut-étre Francais?" En nú tapaði sjómaðurinn loksins þolin- mæðinni. Hann tók pípuna sína út úr sér og sagði illyrmislega á vest- firsku: „Nei, andskotinn hafi það. Ég er nefnilega Kínverji.“ Það mun þó fáa hafa grunað, að það myndi fá svo skjótan dauð- daga. ÞAÐ ER ÁREIÐANLEGT, að samþykkt bæjarstjórnar um fjár- framlag til endurbóta á íþrótta- vellinum hefir vakið fögnuð meðal allra þeirra mörgu, sem sækja íþróttavöllinn á sumrum. Endur- bætur þurfa að verða mjög miklar og ítarlegar. Það þarf að hækka völlinn, svo að vatn standi ekki á honum og geri hann ófæran til leika, ef skúr kemur úr lofti. En þannig hefir það verið, og munu menn minnast síðustu kappleik- anna í haust, þegar knattspyrnu- mennirnir litu út að leikslokum eins og þeir hefðu barizt til úrslita — með skítkasti. ÞÁ ÞARF að búa völlinn þann- ig út, að hann verði hæfur til frjálsra íþróttaiðkana, en hann hefir hingað til verið mjög óhent- ugur til slíkra íþróttaiðkana og staðið íþróttamönnum okkar mjög fyrir þrifum. Þá þarf mikil endur- bót að fara fram á áhorfendasvæð-! unum og búningsklefunum, en hvorttveggja hefir verið til skammar hingað til. ÞAÐ hefir verið talað um að fá atvinnulausa unglinga, sem nú vinna í hinu fyrirhugaða íþrótta- svæði við Öskjuhlíð, til að vinna að þessum endurbótum á íþrótta- vellinum. Þessir piltar eru nú á undanförnum árum búnir að vinna mjög mikið og myndarlegt starf á íþróttasvæðinu og hefði áreiðan- lega ekki verið betur unnið, þó að fullgildir verkamenn hefðu unnið, enda hafa unglingarnir notið leið- • sagnar prýðilegs stjórnanda, Ein- ars E. Sæmundsen. En til þess að umbæturnar á íþróttavellinum komi fyrir sumarið, verður að hefjast handa nú þegar, því að starfsemi- fyrir atvinulausa ung- linga hættir um miðjan marzmán- uð. ÚT AF SKRIFUM MÍNUM um þunnt kjötfars, sem komu í „Um ræðuefni dagsins“ fyrir nokkrum dögum samkvæmt bréfum, sem mér bárust, vil ég geta þess, að ef fólk telur að það verði fyrir því að kaupa sviknar vörur, á það ekki að þegja um það, heldur snúa sér til Matvælaeftirlits ríkisins, en skrifstofur þess eru í Mjólkurfé- lagshúsinu. Er sjálfsagt að fara þangað einnig með sýnishorn af hinni sviknu vöru. Það er einmitt hætta á því á svona tímum, að til- raunir séu gerðar til að svíkja vör- ur. MEINLEG RITVILLA varð í dálkum mínum í gær. Meðaleyðsla af kolum hér í bænum er vitan- lega talin 3 þús. tonn á mánuði, en ekki 9 þús. tonn. Birgðirnar voru hinsvegar taldar 9 þús. tonn og eiga því að endast fram að mán- aðamótum marz og apríl. Hannes á horninu. Skðkþing Reykja- vfknr. L1 YRSTA uinferð á Skákþingi Reykjavíkur var tefld í fyrna dag og hófst kl. H/2 síðdegis. Keppt er í fjórum flokkum, og fóra leikar sem hér segir: Meistaraflokkur: Hafsteinn Gíslason vann Hannes Arnórsson, Áki Pétursson gerði jafntefli við Sæmund Ólafsson. Biðskákir urðu milli Benedikts Jóhannsso-nar og Hermanns Jónssonar, Slurla Pét- urssonar og Eggerts Gilfers, Guð- mundar S. Guðmundssonar og Ásmundar Ásgeirssonar. I. flokkur: Aðalsteinn Halldórs- son vann Ragnar Pálsson, Óli Valdimarsson vann Pétur Guð- mundsson. Biðskákir urðu milli Kristjáns Silveríussonar og Ingi- mundar Guðmundssonar, Sigurð- ar Gissurarsonar og Magnúsar Jónassonar. II. flokkur A: Þorleifur B. Þor- grímsson 1, Áskell Kerúlf 0, Frið- björn Benónýsson 1, Þorsteinn Þorsteinsson 0, Láras Johnsen 1, Jónas Karlsson 0, Ólafur Ein- arsson 1, Ásgeir Nordahl 0, Stef- án Jóhannsson og Gestur Páls- son biðtefli. II. flokkur B: Sveinn Loftsson 1, Birna Nordahl 0, Haraldur Bjarnason 1, Jóhannes Halldórs- son 0. Maris Guðmundsson 1, Sigurður Jóannsson 0, Kai Ras- mussen 1, Ragnar Bjarnason 0, Signrður Jóhannesson 1, Valdi- mar Eyjólfsson 0. Keppnin í þriðja flokki hefst í kvöld. Næsta umferð er í kvöld og byrjar kl. 8 síðdegis. Verða þá tefldar biðskákir í meistaraflokki. Teflt er í íþróttahúsi K. R. við Vonarstræti. önnur umferð var tefld í gær- kveldi. I meistaraflokki vora tefldar biðskákir frá fyrstu umferð, og lauk þeim þannig: Sturla Pét- ursson og Eggert Gilfer gerðu jafntefli. Benedikt Jóhannsson vann Hermann Jónsson og Guð- mundur S. Guðmundsson vann Ásmund Ásgeirsson. I. flokkur: Sigurður Gissurar- son vann Aðalstein Halldórsson, Geir J. Helgason vann Ingimund Guðmundsson, Ragnar Pálsson og Óli Valdimarsson biðskák. Kristján Silveríusson og Magnús Jónasson hiðskák. II. flokkur A: Lárus Johnsen I, Þorsteinn Þorsteinsson 0, Askell Kerulf I, Stefán Jóhannesson 0. Aðrar skákir voru ekki útkljáðar 0g fóru í hið. II. flokkur B: Sigurður Jóhann- esson 1/2» Kai Rasmussen V2. Haraldur Bjarnason 1, Sveinn Loftsson 0, Birna Nordahl 1, Maris Guðmundsson 0, Steinþór Ásgeirsson 1, Jóhannes Halldórs- son 0, Ragnar Bjarnason og Sig- urður Jóhannsson biðskák. III. flokkur: Eyjólfur Guð- brandsson 1, Þorsteinn 0, Pétur Jónasson 1, Róbert Sigmundssón 0, Guðjón Sigurðsson 1, Karl Tómasson 0, Þórður Jörundsson 1. Pétur Jónsson 0, Gunnar Ólafs- son 1, Jón Guðmundsson 0, Haukur Friðriksson 1, Ingólfur 0. Næsta umferð vérður fefld á miðvikudagskvöld 'fcl. 8 í Iþrótta- húsi K. R. við Vonarstræti. Hjónaefni. Á láugard. opinberuðu trúlofun sína Svanlaug E. Kláusdóttir verzlunarmær og Árni H. Gíslason vélvirkjanemi, Hafnarfirði. JOHN DICKSON CARR; Morðin í vaxmvndasafninu. 34. um. En hafi hann komið inn í ganginn um aðrar hvorar þessar dyr, þá gat hann ekki borið líkið fram í safnið. Það sjáið þér sjálfur. Þar sem dyrunum er lokað safnmegin, gat hann ekki opnað þær frá ganginum. Þess vegna, Jeff, er óhætt að gera ráð fyrir því, að morðinginn hafi farið inn í vaxmyndasafnið og þaðan inn í ganginn. —- Þú átt þá við það, sagði ég, að þegar Augustin gamli lokaði safninu klukkan hálf tólf, hafi hann lokað morðingjann inni? — Já, hann hefir lokað morðingjann inni 1 myrkrinu. Nú er það bersýnilegt, að sá, se minni var, þegar Augustin lokaði, hefir átt auðvelt með að komast út aftur. Morðinginn beið ró- iegur, því að hann vissi, að ungfrú Martel hlyti að koma inn í ganginn. Það var sama, hvort hún kæmi inn frá safninu, eða inn frá götunni, hann var viss um, að hann næði bráð sinni. Og hann gat falið sig í króknum bak við hafurfætlinginn. Hann þagnaði og kveikti sér í vindli. Ég sá, að hönd hans skalf ofurlítið. Ég notaði tækifærið og sagði: . Væri óhugsanlegt annað en að einhver utanaðkomandi maður hafi verið lokaður inni í safninu? *—Hvað áttu við? Ég sá leiftur í augum hans við bjarmann af eldspýtunni. — Dóttir Augustins var ein í safninu. Það var einkenni- legt, að hún skyldi kveikja Ijósin í stiganum — þér munið. Hún sagði. að einhver hefði verið á gangi í safninu, — En hvernig veizt þú það annars? Þú spurðir hana að því, og hún játaði því, en þú hefir enga sönnun fyrir því, að hún hafi sagt satt. Það var heppilegt fyrir hana að segja það, þess vegna sagði hún það. — O, jú, hún hefir á réttu að standa, sagði hann glaðlega, eins og hann átti að sér. — Hvað ertu að gefa í skyn. Jeff? Ertu að reyna að gefa það í skyn, að Marie Augustin hafi framið morðið? — Jæja. . . . ekki beinlínis. Það er raunar engin ástæða til að ætla það. En ég get raunar ekki séð, hvaða vit væri í því, ef hún væri morðinginn, að myrða stúlkuna og koma líkinu fyrir í sínu eigin húsi, þar sem allt benti til þess, að hún væri morðinginn. En þó er þetta allt saman mjög furðulegt. Hann bandaði frá sér og við bjarmann frá vindilsendanum sá ég háðsglott á vörum hans. — Þú ert alltaf að tala um ljósin í stiganum. Lofaðu mér nú að skýra þér frá því, hvað skeði. Hann laut fram og röddin varð alvarleg. — Fyrst er það, að við vitum, að ungfrú Mar- tel var í ganginum. Annað er það, að við vitum, að morðing- inn var í felum bak við hafurfætlinginn, og það þriðja, að ungfrú Prévost bíður úti fyrir. Hvað skeður svo? Ungfrú Augustin er, eins og þú veizt, ein í íbúðinni. Hugsaðu þér það! Hún lítur út um gluggann og út á strætið. Við bjarmann af götuljóskerinu sér hún, eins og lögregluþjónninn sá, and- litið á Gínu Prévost, og hún sér, að Gína Prévost gengur óþolinmóðlega fram og aftur um götuna. Jæja, hvernig sem allt er, þá er ungfrú Augustin ágjörn stúlka og hirðir pen- ingana. hvaðan sem þeir koma. Og hún veit, til hvers ætlast er af henni. Ef hún neitar að opna, getur afleiðingin orðið sú, að hún missi af miklum tekjum. Svo að hún kveikir ljósin, svo að klúbbgesturinn geti notið birtu í ganginum. Svo fer hún og opnar útidyrnar. — Og þá er ungfrú Prévost farin. Þá á klukkan eftir nærri því tuttug mínútur í tólf, og hún hefir ákveðið að fara inn um hinar dyrnar. Gatan er auð. Maríu Augustin þykir þetta grunsamlegt. Gat þetta verið einhvers konar gildra? Hún skimar kringum sig. Svo lokar hún dyrunum aftur, gengur, samkvæmt gamalli venju, inn í safnið og litast um. — Og hvað hefir svo skeð á meðan inni í safninu? Morð- inginn hefir beðið á meðan í skotinu við dyrnar á ganginum. Klukkan hálf tólf hafa ljósin verið slökkt í safninu. Morð- inginn bíður í kolsvarta myrkri. Skömmu seinna heyrir hann, að dyrnar frá Boulevard de Sebastopol eru opnaðar, og kven- maður kemur í ljós, hann sér það í bjarmanum frá götuljós- unum á Boulevard de Sebastopol. Svo sé ég 1 huganum, hvernig allt hefir farið fram. Það er Claudine Martel, sem kemur inn. Hún kemur inn í ganginn, þar sem hún ætlar að bíða eftir Gínu Prévost. Morð- inginn veit ekki, hvort þetta er ungfrú Martel, hann sér það ekki vegna myrkursins. Hann heldur, að það sé hún, en hann veit það ekki og hann verður að vera viss, og það er svo dimmt, að hann getur ekki verið viss. Hann hlýtur að hafa verið mjög óþolinmóður, þegar hann heyrir hana ganga fram og aftur um ganginn. Hún gengur um gólf í ganginum, en ungfrú Prévost er úti á götunni og gengur þar fram og aftur. Nú er klukkan nákvæmlega tíu mínútur yfir hálf tólf. Gína Prévost ákveður að fara inn í ganginn um dyrnar frá Boule- vard de Sebastopol. Rétt á eftir kveikir ungfrú Augustin ljósin í safninu, og um leið kveikir hún á græna ljósinu í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.