Alþýðublaðið - 23.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1940, Blaðsíða 3
PRI0JUDAGUR 23. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐiÐ —* ALÞYÐUBLAÐIÐ RTTSTJÓBI: ». R. VAUDEMARSSON. 1 fjarveru huui: STEFÁN PÉTUBSS0N. AFSRÉIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINO (Inngangur frá Hveröigötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglý«lngar. 4901: Rltstjórn (innl. fréttír). '4902: Ritstjóri. 4903: V; S. Vilhjálms (heima). t4905: AlþýSuprent«niÖJan. 4906: Afgreiðsla. ;Í5021 Stefán Pétuwson (heima). AUÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Sap alniöðasambands kommMsta er er öslltin rSð af vitkpun og ósigrum. .—... , ? — Eftirtektarverð grein eftir fyrverandi þýzkan kommúnista F Broslegt eftirspil DAGSBRÚNARKQSNING- IN, sem eins og kunnugt er fór þannig, að mjög greinl- legur meirihluti félagsmanna neitaði þvi> að hafa Héðinn Valdimarssón áfrám fyrir for- mann' félagsins, hefir nú haft gamansaman víðburð í för með sér. Það var á aðalfundi félags- ins á sunnudaginn, þegar Héð- inn lét bera upp þá tillögu, eftir að ósigur hans í kosningunni hafði verið tilkynntur, að hann yrði nú gerður að heiðursfé- laga Dagsbrúnar! Þessi tillaga, sem fundurinn hafði ekki brjóst til þess að fella, hefir vákið toluverða kát- ínu manna á meðal. Mörgum finnst Héðinn nú vera orðinn lítillátur, þegar hann lætur þá ósk í ljós, að vera gerður að heiðursmeðlim í félagi, sem með allmiklum meirihluta er rétt búið að lýsa yfir vantrausti sínu á honum með því áð fella hann frá kosriingu í stjórn og formannssæti. En Héðinn mun hafa treyst því, að Dagsbrúnar- menn myndu ekki neita honum um þær sárabætur að gera hann að heiðursfélaga og leysa hann á þann hátt undan félagsgjöld- um í framtíðinni; eftir allari þann kostnað, sem vitað er, að hann hefir haft af stuðnings- mönnum sínum, MoskÓvítum, án þess þó að hann bæri þann árangur, sem ætlað var. Og Héðni skjátlaðist ekki í þessu. Dagsbrúnarmenn eru hjartagóðir og vildu ekki neita honum. um þessa þægð. Þeir sarnþykktu tillöguna. um að gera hann að heiðursfélaga, svo að Héðinn verður nú framvegis einn af þeim hamingiusömu Dagsbrúnarmönnum, sem hafa öll réttindi í félaginu, þar á meðal kosningarrétt, án þess að greiða nokkur félagsgjöld — svo fremi að ekki skyldi þá finnast einhver gömul skuld hjá honum, sem gæti gefið til- efni til þess að strika hann tit af kjörskrá, eins og heyrst hef- ir, að hann hafi géri við einn af hinum gömlu gjaldfrjálsu meðlimum Dagsbrúnar, sem hann vissi að var honum and- vígur, fyrir þessar síðustu kosningar. ,• ,: Sumir eru að segja, að fyrir Héðni hafi ef til vill vakað fleira, eitthvað annað en slíkar sárabætur f yrir ósigurinn í Dagsbrúnarkosningunni. Sam- vizkan sé ekki. góð eftir þessi síðustu ár, sem hann hefir leikið Stalin í félaginu með stuðningi Moskóvíta. Hann hafi óttast það, að hann yrði ef til vill rekinn tir félaginu ög haldið, að það gæti orðið honum nokkur trygging gegn því, ¦ éf Dagsbrúnarmenn fengjust til þess að gera hann að heiðtirsfé- laga.; Það. er, að vísu vitað, að YRIR stuttu síðan kom út mjög eftirtektarverð bók um alþjóðasamband kommún- ista eftir þýzka rithöfundinn Frantz Borkenau, sem árum saman var meðlimur í þýzka kommúnistaflokknum, þeim söfnuði Rússa úti um heim, sem ætlað var að leika aðalhlutverk- ið í heimsbyltingardraumum þeirra. Það er maður úr innsta hópi, sem þar talar, og þess vegna er ástæða til þess að at- huga bók hans nánar. En Bork enau er fyrir nokkru farinn úr þýzka kommúnistaflokknum, og lifir nú landflótta í Ame- ríku. Saga alþjóðasambands kóm- múnista er saga um stöðuga ó- sigra, saga um alþjóðlega hreifingu, sem í engu landi hefir náð nokkrum varanlegum á- rangri. Þar til árið 1934 boðuðu kommúnistar árlega, að verka- lýðsbyltingin væri í nánd, að hún stæði svo að segja fyrir dyr um. En hin boðaða bylting kom aldrei, og hvert einasta uppþot sem reynt var í því skyni að koma henni af stað, var bælt niður. Eftir 1934 þagnaði aUt hjal um byltingu í bráð. Hún hvarf svo að segja inn í fjar- læga og þokukennda framtíð. Staliri lýsti því yfir árið 1936, að sú ímyndun að Rtissar væru að vinna að heimsbyltingu, byggðist á „grátbroslegum misskilhingi." 'Hlutverk" al- þjóðasambands kommúnista í dag er þaðeitt, að styðja utan- ríkispólitík Rússlands. . * Borkenau hefir í bók sinni varpað skæru ljósi yfir sögu og þróun alþjóðasambands komm- únista, og það er örstuttur út- dráttur úr þeirri bók, sem fer hér á eftir. Lesandinn undrast það, eftir lestur hennar, hve gersamlega ófærir kommúnistar hafa reynst til þess, að átta.sig á staðreyndum atvinnulífsins og stjórnmálalífsins í ljósi þeirra kenninga, sem þeir álíta þær einu sönnu og réttu. Þeir hafa lagt mælikvarða fyrir- fram hugsaðs fræðikerfis á hina sögulegu þróun, sem fram hefir f arið fyrir augum okkar, án þess að rannsaka nokkuð, hvort eða að hve miklu leyti það stenzt próf veruleikans; Þess vegna einræðisherrar og ofbeldismenn reynast sjaldan hugaðir, þegar þeir verða að horfast í augu við þann möguleika, að þeir verði sjálfir teknir þeim tökum, sem þeir hafa tekið aðra. Og sé það satt, að Héðinn gangi nú í ótta við eitthvað slíkt, og hafi þess vegna ætlað -að kaupa sér frið með heiðursfélaganafnbótinni — þá ér það einnig augljós vottur þess, að hann hefir ekki heldur neina löngun til þess að vera nú beittur þeim brögðum í Dagsbrún, sem hann hefir sjálfur beitt andstæðinga sína þar undanfarin tvö ár. En hvernig, sem menn vilja skýra fyrir sér þessa umsókn Héðins um heiðursfélaganafn- bótina, þá verður hennar áreið- anlega aldrei minnst öðruvísi en sem broslegs eftirspils þeirr- ar sögulegu Dagsbrúnarkosn- ingar, sem gerði enda á eihræð- isbrölti Héðins í félaginU. hafa þeir dregið eina ályktun- ina annarri vitlausari af því á- standi, sem ríkjandi hefir ver- ið á hverjum tíma. Og það er því ekki nema ofur eðlilegt, að byltingarvonirnar, sem á slíku fræðikerfi og slíkum ályktun- um voru byggðar, bryggðust, og uppþotin misheppnuðust. En á eftir hefir ævinlega farið hin svonefnda sjálfsgagnrýni kom- múnista. Hún hefir bara aldrei færst í fang að rannsaka, hvort fræðikerfið sjálft, sem byggt er á, og hin ráðandi „lína", væri rétt, heldur aðeins hitt, að finna einhverjar „villur" í fram kvæmd „línunnar." Þess vegna eru þessar eilífu og þýðingarlausu innbyrðisdeilur kommúnista um „taktikina," það er að segja herbrögðin og bardagaaðferðirnar til þess að ná þeim árangri, sem „línan" heimtar. Þegar tilraun var gerð til þess, að koma á „alræði öreiga- lýðsins" í stóriðnaðarlöndum, þar sem verkalýðshreifingin var öflug, kom í ljós, að meiri- hluti verkalýðsins var í engu slíku landi byltingarsinnaður. Hvernig var hægt að skýra fyrir sér slíka reynslu? Kommún- istar töldu það aldrei neinum efa bundið, að verkalýðurinn þráði í raun og veru ,bylting- una. Skýringin gat -því ekki verið önnur en sú, að einhver hefði „svikið." Og þá voru það fyrst og fremst jafnaðarmenn, sem sakaðir voru um það, að vera „verkalýðssvikarar." Þeir áttu, með hjálp hinna betur launuðu verkamanna, að hafa afvegaleitt verkalýðinn. Það er af þéssari ástæðu, segir þekktur kommúnisti, að verkalýðurinn er ekki stéttvís. Hann þarf að fá forystumenn, sem hafa gert sér fræðilega grein fyrir, hvernig verkalýðurinn eigi og þurfi að hugsa. Það er bara „svikum" jafnaðarmanna að kenna, að byltingin er ekki enn komin. — Þetta er kjarninn í kenningum kommúnista. Þess vegna eiga kommúnist- ar nú að vera „forystulið verka- lýðsins" til þess að upplýsa hann og afhjúpa „svikararia". Byltingin er í aðsigi, segja þeir með barnslegu trúartrausti á einstök orð, rifin út úr sam- hengi og meginmáli, í ritum Marx. En þrátt fyrir það lætur byltingin stöðugt eftir sér bíða. Hvernig má slíkt ske? Þar sem kommúnistar leyf a sér yfirleitt ekki að efast um, að „línan" sé á hvérjum tíma rétt, þá hlýtur það að vera af því, að komm- únistaflokkurinn hafi gert „hægri" eða „vinstri villur" í framkvæmd hennar. Það hljóta að vera „svikarar" innan flokksins, sem eru ennþá hættu- legri og verri en nokkru sinni jafnaðarmenn. í þessum hugs- anagangi á hin stöðuga klíku- barátta í kommúnistaflokkun- um upptök sín. Ef kommúnist- ar verða fyrir einhverjum von- brigðum, þá þurfa þeir undir eins að finna einhverja „svik- ara", sem sök eigi á því. Það þarf ekki að vera neinn ref- skapur í slíkum ásökunum, þótt það komi að sjálfsögðu oft fyrir. Þær eru mjög eðlileg afleiðing ef hugsunarhætti kommúnista STALIN. yfirleitt. En klíkubaráttan verð- ur af þessum ástæðum í komm- únistaflokkunum ennþá per- sónulegri og hatursfyllri en í öðrum flokkum, enda þótt skoð- anamunurinn sé í mörgum eða jafnvel flestum tilfellum mjög lítill, og persónulegur fjand- skapur í venjulegri merkingu þurfi hvergi nærri að eiga nokkurn verulegan þátt í hon- um. Síðan árið 1930 hafa komm- únistaflokkarnir með brott- rekstrum bæði til hægri og vinstri verið gerðir að svo auð- sveipum verkfærum hinnar fyr- irskipuðu „línu", að fáir með- limir þeirra hafa yfirleitt þorað að láta í ljós nokkrar efasemdir eða sjálfstæðar hugsanir. Raun- verulega ætti því ekki að vera hægt að saka neinn annan um mistökin en miðstjórnina sjálfa í Moskva. En þar sem það er ófrávíkjanleg trúarsetning, að miðstjórn alþjóðasambands kommúnista sé óskeikul, hefir þriðja tegundin og sú allra hættulegasta af „svikurum"' verið upp fundin. Það eru menn, sem um langt skeið hafa verið flokksmeðlimir og á yfir- borðinu aldrei sýnt annað en fullkomna tryggð við flokkinn, en undir niðri eiga að hafa staðið í leynilegu og stöðugu sambandi við fjandmennina. Kommúnistar hafa ekki haft vit; eða vilja til þess að gera sér grein fyrir því, hvers vegna þeim hefir hvergi tekizt að vinna meirihluta verkalýðsins til fylgis við sig í iðnaðarlega þroskuðum og stjórnarfarslega lýðfrjálsum löndum. Þeir hafa þvargað um „svikara" i staö þess að viðurkenna þann sann- leika, að yfirgnæfandi meiri- hluti verkalýðsins styður vit- andi vits þá menn, sem þeir stimpla sem „svikara". Þáð er ákaflega íhugunarvert og lær- dómsríkt, hvernig kenning, sem þykist vera réttrúuð efnis- hyggja, materialismi, í marx- istiskum skilningi og umfram allt vill halda fast við skoðan- ir marxismans á stéttabarátt- unni, getur undir áhrif um veru- leikans orðið að hreinni hug- hyggju, idealisma. í stað þess að skýra þróun stéttaþjóðfé- lagsins út frá efnalegum stað- reyndum, er hún af kommún- istum skýrð út frá starfsemi einstakra manna, svonefndra „svikara", sem taldir eru eiga sök á því, að þróunin skuli ekki núþegar hafa leitt til verka- lýðsbyltingar. Löngunin til þess að verða fjölmennur flokkur annars veg- ar, og halda f ast við hinn kom- múnistiska rétttrúnað hins veg- ar hefir haft það í för með sér, að kommúnistaflokkarnir hafa hingað til -dansað stöðugan „línudans" milli tvenns, sem þeim stendur jafnmikill ótti af: að verða hreinn sértrúarf lokkur á . hjálpræðishers vísu, eða hverfa í milljónahreyfingu verkalýðsins um allan heim; Það er mjög vel hægt að sjá hinar andlegu þrengingar kom- múnistaflokkanna af þessum á- stæðum í „línubreytingunum", sem fram hafa farið samkvæmt fyrirskipunum miðstjórnarinnar í Moskva frá því að alþjóðasam- band kommúnista var stofnað: Vinstri stefna 1919—1921, hægri stefna 1922—1923, vinstri stefna á ný og skilnings- laus eftiröpun • þeirrar fyrri 1924—1925, hægri stefna á ný 1926—1928, „vinstrivillan" enn einu sinni 1929—1934, „hægri villan" og samfylkingarstefnan 1935—1939. Frá byrjun ó- friðarins hefir samfylkingar- boðsk^purinn verið yfirgefinn og byltingin verið boðuð sem endalok styrjaldarinnar, enda þótt Stalin og Hitler, kommún- isminn og nazisminn, standi í henni saman á móti lýðræði Vestur-Evrópu og Norðurlanda. í þeirri afstöðu hefir sannazt betur en nokkru sinni áður, að alþjóðasamband kommúnista er ekkert annað en verkfæri fyrir utanríkispólitík Rússlands. * Með tilvitnun í skýrslur al- þjóðasambands kommúnista sjálfs sýnir Borkenau í bók sinni, hve ótrúlega hverfull meðlimafjöldinn hefir verið í kommúnistaflokkunum um all- an heim. Meðlimirnir streyma út og inn, og samkvæmt skýrsl- um, sem fyrir alþjóðasambandi kommúnista sjálfu hafa legið, haf a kommúnistaf lokkarnir í Þýzkalandi, Englandi, Frakk- landi og Tékkóslóvakíu svo að segja skiþt algerlega um með- limi á fimm til sjö árum, að einum 5% hinnar innvígðustu klíku uhdanskiiinni. Takmark kommúnista hefir verið það, að vera óvinnandi kjarni bylting- arhersins. En reyndin hefir orð- ið sú, að þeir hafa fengið sína áhangendur á méðal ótryggustu og ístöðulausustu meðlrma þjóðfélagsins. Hvað viðvíkur þjóðfélágslegri sámsetningu kommúriistaflokkanna, eru að^ eins skýrslur til frá Þýzkalandí, áður en Hitler brauzt þar til valda. Þær sýna, að í samati- burði yið meðlimi jafnáðar- mannaflokksins eru kommún- istaflokkarnir ótrúlega háðir hæstlaunuðu verkamönnunum, eða menntamönnunum, annárs vegar og atvinriuleysingjunum hins vegar. Verkamannaaðall- 1 inn, ef svo mætti að orði kom- ast, og ræflarnir hins vegar — syo að orðatiltæki Karls Marx, séu viðhöfð — það er það, sem kommúnistar bjóða upp á í dag sem „forystulið byltingarinn- ar", þvert ofan í allar kenningar marxismans. * Borkenau leggur áherzlu á það, að það megi ekki kenna Moskva og Stalin um allar yit- leysur kommúnista. Margt af því, sem koinmúnistar vestur í Evrópu haldi fram, byggtól á hugsunarhætti verkalýðshreyf- ingarinnar þar frá fyrri dögum. Að vísu drottni herrarnir 1 Moskva yfir kommúnistum útí um allan heim síðan árið 1929, að Stalin steypti Bukharin, síð- asta lærisveini Lenins \ alþjöða* sambandi kommúnista. En löngu fyrir þann tíma hafi það verið orðið ljóst, að miðstiórniri í Moskva var í mótsetningu viÖ vérkalýðshreyfinguna ekki að-' eins vestur í Evrópu, heldur og í nýlendum Evrópustóryéld- 'anna í Asíu og Afríku. Russ- land skoðaði árum saman eftir heimsstyrjöldina 1914—1916 England og Frakkland sem sína höfuðövini. Þess yegna studdi það hvers konar uppi- reisnarhreyfingú þjóðhöfðingj- anna í nýlendunum a móti þess, um ríkjum, þó að þeír bældu niður sérhverja frelsishreyfingu' verkamanna og';. fátæklinga í löndum sínum með báli óg brandi. Þannig var stómúftihri í Palestínu studdur í baráttu hans gegn hinni markvísu verkalýðshreyfingu á meðal Gyðinga þar í landi. Það var réttlætt með því, að Gyðingar væru fylgismenn Englendinga. Frá því fyrsta var Rússland einnig í nánu bandalagi yið Tyrkland og í trausti þess fóru tyrknesku fulltrúarnir á öðru þingi alþjóðasambands komm- únista, árið 1920, grunlausir heim til sín. En þeír voru taf- ; Fm, á 4. siðu. Tímakaup við skipavinnu frá 1. janúar 1940. Dagv. II ftirv. Ni eturv. Helgid.y. Dagv. ] Eftirv. Næturv. H elgid.v Hellissandur 1.09 1.64 1.64 i;64 Siglufjörður 1.78 2.43' 2.43 3.27 Ólafsvík 1.09 1.53 1.64 1.74 «r- kol, salt o. fl. 2.16 2.70 2.70 3.27 Stykkishólmur 1.36 1.69 2.18 2.18 Ólafsf jörður 1.31 1.53 1.53 1.74 — kol. salt, sement 1.53 1.85 2.18 2.18 Hrísey 1.64 2.29 2.29 2.73 Búðardaiur 1.09 1.53 . 1.53 1.53 Glerárþorp 1.78 2.54 2.54 á.27 — um slátt 1.53 1.85 1.85 1.85 Akureyrí 1.78 2.54 2.54 3.27 Patreksfjörður 1.64 2.51 2.51 2.51 — kol og salt 1.94 2.70 2.70 3.27 Bíldudalur 1.36 1.91 2.29 2.29 Húsavík 1.73 2.16 2.16 2.73 Þingeyri 1.2S 1.64 1.96 1.96 Raufarhöfn 1.64 1.74 1.74 2.18 — kol og salt 1.53 1.91 2.23 2.23 — kol 1.73 1.74 1.74 2.18 Súgandafj. kol og salt 1.64 1.91 1.91 2.18 Þórshöfn 1.41 1.85 1.85 2.18 Bolúngavik 1.41 1.91 1.91 1.91 Seyðisfjörður 1.73 2.38 2.38 3,27 Hnífsdalur 1.64 1.74 1.74 2.18 — kol og salt 2.16 2.70 2.70 3.27 fsafjörður 1.67 2.16 3.27 3.27 NorðfjörSur 1.64 2.18 2.18 2.73 Súðavík 1.41 1.41 1.53 2.18 Reyðarfjörður 1.36 1.64 2.18 2.18 Djúpavík, kol 1.38 1.96 1.96 1.96 Fáskrúðsfjörður 1.20 1.31 1.64 2.18 Drangsnes, kol og salt 1.25 1.41 1.91 1.91 — kol og salt 1.41 1.85 1.85 2.18 Hólmavík 1.25 1.80 1.80 2.18 Djúpivogur kol og salt 1.36 1.85 1.85 2.18 Skagaströnd 1.36 1.85 1.85 2.18 Vík 1.53 1.64 1.64 1.64 Sauðárkrókur 1.53 1.96 1.96 2.29 Eyrarbakki 1.33 1.69 1.99 1.99 — kol , 2.16 2.16 2.70 2.70 Þorlákshöfn 1.33 1.69 1.99 im

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.